Nýjasta árás Evrópusambandsins á Ísland: gegn kolmunnaveiðum okkar!

Ekki lætur ESB sér nægja að hafa reitt hátt til höggs að Íslendingum í Icesave-málinu og gegn makríl­veiðum okkar, nú vill það skerða hlutdeild okkar úr 17,63% í 4,8% í kolmunnaveiði í N-Atlantshafi á þessu ári. En sem betur fer erum við þegar búnir að úthluta íslenzkum skipum "kol­munna­kvóta á grund­velli þess að hlut­ur okk­ar sé 17,63%, og skip­in eru byrjuð að veiða" (Mbl.is), enda er sjávarútvegsráðherra okkar ekki í ESB-Samfylkingunni.

Leitt er til þess að hugsa, að Evrópusambandið hefur vélað Fær­ey­ing­a inn í þennan þrýsting á samdrátt veiða okkar. En Færeyingar, sem næstum einir þjóða höfðu hjálpað okkur í Icesave-málinu (auk Póllands), höfðu reyndar verið sviknir af Íslendingum síðar;* eiginhagsmunaaðgerðir þeirra í kolmunnamálinu verður að skoða í ljósi þess, sem og í ljósi fyrri þjösnaskapar Brussel-manna gagnvart Færeyingum,** m.a. með þrýstingi á um löndunarbann í sjálfri Danmörku!

  • Færeyingar og ESB leggja til að hlut­ur þeirra í kol­munn­an­um verði sam­tals 83,8% í stað 56,63% eins og verið hef­ur. Þar af var ESB með 30,5% heild­arkvót­ans og Fær­eyj­ar með 26,13%. Þá leggja ESB og Fær­eyj­ar til að hlut­deild Nor­egs minnki úr 25,75% í 11,4% en Rúss­ar haldi óbreytt­um hlut sín­um sem út­hafsveiðiþjóð. Þeir hafa veitt sem svar­ar um 7% af sam­an­lögðum kvóta strand­ríkj­anna. Fyrr­greind til­laga ESB og Fær­ey­inga um kvóta­skipt­ingu kol­munn­ans kom fram á strand­ríkja­fundi um veiðar á kol­munna fyr­ir árið 2015 í Clonakilty á Írlandi 21.-23. apríl. (Mbl.is)

Hér sést, að Evrópusambandið beitir sér gegn þjóðunum utan Evrópu­sambandsins, en þorir reyndar ekkert að stugga við Rússum! Samanlagt voru Íslendingar og Norðmenn með 43,38% kolmunnakvótans í fyrra, en nú vill Evrópusambandið skerða hann margfaldlega, allt niður í 16,2%, þó langmest hjá Íslendingum, 3,7-falt! Eru þeir svona tapsárir yfir því, að við viljum helzt ekkert með þá hafa?!

En var þetta kannski eins gott: að við fengjum að sjá framan í hið raunverulega stórveldi og innri hug þess gagnvart okkur? Ekki var hann félegur í Icesave-málinu!***

* Sjá þennan pistil á vef Þjóðarheiðurs - samtaka gegn Icesave: Færeyingar reyndust okkur bezt í Icesave-atgangi fjandsamlegra ríkja; skömmin er mikil þeirra ráðamanna sem standa ekki með þeim

** Hér sést fullveldi Dana í mikilvægu máli fokið út í veður og vind; Evrópusambandið hirti það -- Ennfremur: ESB vanvirðir rétt Færeyinga rétt eins og Íslendinga og hér: ESB í stríð við Ísland og Færeyjar og hér: Nýjasta árás ESB á Færeyinga fer fram úr öðrum hingað til

*** Sbr. ESB vann beinlínis gegn íslenzkri þjóð frá upphafi til enda í Icesave-atganginum - viðurkennt af áhrifamönnum hér! -- Auk þess, sem þar er rakið, 1) dæmdu fulltrúar ESB íslenzku þjóðina borgunarskylda í Icesave-málinu að kröfu Breta og Hollendinga, þ.e. í ófyrirleitnum "gerðardómi" sínum síðla hausts 2008, sbr. hér: ESB (útópía sumra!) vann harkalega gegn Íslandi í Icesave-málinu ; ennfremur 2): í loka-atlögunni tók Evrópusambandið þátt í málsókn Breta og Hollendinga gegn Íslendingum í Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum! sbr. hér: "Útilokað að láta eins og ekkert sé og halda áfram viðræðum um aðild að ríkjasambandi sem styður óréttmætan málarekstur gagnvart Íslandi" og hér: Framkvæmdastjórn Esb. er á bandi fjenda okkar í Icesave-málinu

Sjá einnig ýmsar greinar á þessu vefsetri, þar sem Færeyingar og yfirgangur Evrópusambandsins gagnvart þeim kemur við sögu:

http://blog.is/forsida/leit/?author_id=32945&query=F%E6reyingar -- einnig hér: http://blog.is/forsida/leit/?author_id=32945&query=F%E6reyjar

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vilja minnka hlut Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband