Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012
Atvinnuleysi innan ESB eykst jafnt og þétt og hefur aldrei mælst hærra en í síðustu mælingu hagstofu ESB Eurostat. Verst sett eru ungmenni Grikklands, Spánar, Portúgals og Ítalíu með yfir helming án atvinnu á Grikklandi og Spáni.
Tölur Eurostat sýna aðeins hið opinbera skráða atvinnuleysi. Raunverulegt atvinnuleysi er mun hærra og hafa sumir nefnt allt að 25 miljónum manna í því samhengi. Það eru 75 atvinnulaus Íslönd í 27 ríkjum ESB.
Það er ótrúlegt að fylgjast með íslenskum aðildarsinnum banda þessum hörmungum frá sér eins og um vorþey sé að ræða. Hin skelfilega gríma kreppunnar læsir atvinnuleysisklónum í fólk, sem ekkert vill annað gera en sjá sjálfu sér og sínum farborða. Persónulegar hörmungar stundum með sjálfsmorði sem einu útgönguleiðina, sem fólk grípur til í hreinni örvæntingu eins og sést í stórauknum mæli í Grikklandi og á Spáni.
Allar innbyrðis félagslegar mótsetningar herðast og deilur brjótast út og ekki er víst að táragas dugi til og seilst verði í vopnin. Engu er líkara en að tíminn fyrir seinni heimstyrjöldina sé að byrja endurtaka sig.
Íslenskir "jafnaðarmenn", sem í dag eru mest samsettir af menntafólki án tengsla við vinnandi stéttir, virðast vera kaldir og hjartalausir. Þeir afneita með öllu, að til sé kreppa innan ESB. Hvað þá evrukreppa. Sjá þeir ekki örvæntingu fólksins? Sjá þeir ekki hungur barnanna? Hvaðan kemur blinda þessarra krata og hroki yfir öðrum? Er það fjarlægðin sem orsakar það? Eða er það blind hlýðni við "leiðtogann" og "flokkslínuna" sem er orsökin?
Víst er, að þessi raunveruleikafirring er allri þjóðinni til skaða vegna valdastöðu þessarra afneitunarsinna. Sem betur fer þekkir þjóðin sína vitund og hlýðir ekki blindingjum eins og sýndi sig í Icesave./gs
Mesta atvinnuleysi síðan 1995 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2012 | 06:21
ESB notar Marókkó til að ræna sjávarauðlind Vestur-Sahara
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2012 | 23:17
Herför Evrópusambandsins á norðurslóðir : Ekki er hún betri músin sem læðist en hin sem stökkur
Evrópumál | Breytt 30.8.2012 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2012 | 15:15
Eigi skal launa slæma framkomu
Það verður fróðlegt, að sjá heimkomu fjöldamálaráðherrans Steingríms J. Sigfússonar eftir fundinn með sjávarútvegsráðherra/kommissjóner Maria Damanaki í London 3. sept. n.k. Honum verður gert ljóst, að ESB ræður för og hann sendur til baka með samning að skapi ESB. Annars!
Það virðist enginn hörgull á hótunum hjá ESB og þeim, sem eru uppfóstraðir í menningu Evrópusambandsins. Þar þýðir "samstarf" að ganga að kröfum framkvæmdastjórnarinnar. Þess vegna verður áhugavert að sjá, hvað mikið af ellefu kröfum útgerðarfyrirtækja í ESB og Noregi, sem Maria Damanaki lætur fylgja með sem ESB-kröfur í "samninga"viðræðunum við íslenska fjöldamálaráðherrann.
Ísland fékk ekki að vera með við "samninga"borðið hér áður fyrr. Það þótti ekki taka því að vera bjóða svona smáþjóð við borð hinna stóru og þurfti landið að beita olnbogunum til að fá að komast að. Enda er ein af kröfum dagsins að útiloka Grænlendinga frá borðinu með því að neita að viðurkenna landið sem strandríki. Samt er Grænland strandríki, hvað svo sem vitringar ESB segja. En ekki hentar ESB eða Norðmönnum núna frekar en fyrri daginn, að viðurkenna landfræðilegar staðreyndir, þegar "semja" þarf um skiptingu makrílkvótans, því sérhver fiskur til Grænlands verður einn mínus til hinna.
Kröfurnar gagnvart Íslandi eru í grænlenska veru:
Byrja upp á nýtt, draga fyrri "tilboð" til baka. Ásaka Ísland og Færeyjar fyrir yfirgengilegar kröfur og alls ekki launa slæma framkoma. Banna veiðar Íslands í norskri eða ESB lögsögu og beita öðrum bönnum og kvöðum eftir "þörfum". Stöðva aðildarferli Íslands að ESB, endurskoða kolmunnasamninga, svo hægt sé að skerða hlutdeild Íslands og þar fram eftir götunum.
Ef marka væri eitt milligram af orðum klofintunguráðherrans, sem heldur því fram, að Ísland sé ekki í aðlögunarferli, þá er fyrirséð að hann snýr heim án samnings. Eins og andstæðingar Íslands segja: Enginn samningur er betri en slæmur.
En við er að búast, að fjöldamálaráðherrann komi heim, þrátt fyrir vísindalegar rannsóknir Íslendinga upp á margfalt meiri haldbæran afla, með samning upp á 3,1 % kvóta skv. hlutfallslegum stöðugleika. Skiptir þá eigin ráðherrastóll og stöðuleiki ríkisstjórnarinnar öllu máli.
Spurningin verður þá, hvort ráðaherrastóllinn velti, vegna óstöðuleikahlutfalls og Valts Gengis Vinstri Grænna. /gs
Vilja hlé á ESB-viðræðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2012 | 08:15
Esblímar í heilögu stríði á Íslandi
Einn af yfirmönnum réttrúaðra esblíma (esb lesist svipað og asb í asbest) á Íslandi, yfirmúlli Árni Páll Árnason, lýsti því á Já-fundi Já-manna í gær, að réttrúaðir esblímar starfa hvorki með bændum né sjómönnum heldur vinna að því markmiði, að Ísland verði hluti af heimsyfirráðasvæði esblíma: hinu alþjóðlega hagkerfi.
Landamæri réttarríkis esblíma eru varin af evrum og innan þeirra gildir hið eftirsótta alþjóðlega hagkerfi, sem tryggir sælulíf réttrúaðra. Lönd eins og Ísland, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Grænland, Færeyjar, Bretland, Bandaríkin, Swiss, Canada, Ástralía og gjörvöll Asía ásamt öllum öðrum ekkievrulöndum tilheyra hinum óréttrúuðu, sem farast munu í heilagri einangrunarrefsingu gangist þeir ekki undir réttrúnað esblíma.
Þar sem réttrúnaðarboðskapur flæðir milli réttrúaðra ríkja er allt tal um evrukreppu kolrangt og ekkert annað en áróður og stríð hinna vantrúuðu gegn þeim réttrúuðu. Til að Ísland geti verið hluti af hinu alþjóðlega umhverfi verður landið að gangast esblímum á hönd og verða evruríki.
Ekki fylgdi fréttum, hvort esblímskum karlmönnum hafi verið lofað 27 jómfrúm og álíka mörgum nýjum, hreinum nærbuxum (frá sænska HM?) ef þeir helga líf sitt hinu heilaga stríði, en ef til vill má búast við, að yfirmúllar esblíma á Íslandi láti sér vaxa ógreitt skegg, þar till Íslendingar játast réttrú og gerist allir esblímar.
Bænahróp réttrúaðra esblíma, stundum kallaðir brúslímar, þegar þeir eru við bænastund með höfuðið í átt að Brússel hljómar: Halla evra! Halla evra!
Fréttaritari: gs
Viðræðuslit leiddu til stjórnarslita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2012 | 19:20
Danskir ráðamenn "styðja" ekki ESB-umsókn Jóhönnustjórnar nema í síngjörnum tilgangi
Í 18- og 18.30-fréttum Rúv og Stöðvar 2 er tíundað, að Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, hafi lýst yfir stuðningi við Evrópusambands-umsókn "Íslands" (eitt er víst, að þetta er ekki umsókn þjóðarinnar!).
Rangt er að útleggja þetta sem stuðning við Íslendinga. Það hefur komið fram hjá öðrum norrænum pólitíkusum, að þeir sjá "aðild" Íslands sem tækifæri fyrir þá sjálfa til að fá örlítið meira atkvæðavægi sem hópur á löggjafar- og ákvörðunar-samkundum Evrópusambandsins, en jafnvel hin "stóra" Svíþjóð er farin að óttast áhrifaleysi sitt í þessu stórveldi, með 2,9% atkvæðavægi nú, en verður ekki nema 1,85% frá 1. nóv. 2014 og fer jafnvel minnkandi.
Þá er þess að geta, að Danir eru mikil fiskveiðiþjóð og myndu vitaskuld nýta sér hinn jafna aðgang sem ESB-þjóðir hafa að fiskimiðum annarra ESB-þjóða.
Skálaræður segja oft í skásta falli fegraða hlið sannleikans.
Jón Valur Jensson.
Situr veislu með Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2012 | 17:17
Ríkisstjórnin er hluti af makrílvandanum - ekki lausninni
Með heimtufrekju ætlar ESB að þvinga Íslendinga að ganga einhliða að ósanngjörnum kröfum sínum og beitir makríldeilunni til að stöðva aðlögunarferli Íslendinga. Í raun hegðar ESB sér eins og að Ísland sé þegar orðið meðlimur, því ESB eitt hefur alræðisvald til ákvarðana um sjávarmál innan sambandsins.
Þessi hegðun ESB er gerð í fullri meðvitund og samþykki ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Það bendir til þess, að þegar sé búið að gera bráðabirgðasamkomulag um eftirgjöf Íslands á bak við tjöldin. Ríkisstjórnin mun þá að mestu eða öllu leyti samþykkja kvóta"úthlutun" ESB í stað þess að fylgja Hafró eða íslenskum vísindamönnum. Ný skýrsla sýnir, að yfir 5 miljónir tonna af makríl eru í Norðaustur-Atlantshafi á hafsvæði Færeyja, Íslands og Noregs, þar af um 1,5 miljónir tonna innan íslenskrar fiskveiðilögsögu. Ábyrgar veiðar Íslendinga eru innan við 10 % af því magni og eins og komið hefur fram hjá talsmönnum sjávarútvegs er líklegt, að Íslendingar hafi verið helst til of varkárir í mati sínu.
Þann 3. sept. fer Steingrímur J. Sigfússon fjöldaráðherra á fund Maríu Damanaki, sjávarútvegsráðherra ESB í London. Búast má við nýju samningaútspili í Icesave-stíl: Í stað peninga krefst ESB makríls af Íslandi og Steingrímur getur komið með "samning aldarinnar" til baka, þar sem gefið verður eftir af kröfu ESB eða komið með "lausn", þar sem ESB er tryggt lagalegt forræði til að taka yfirráðin í sjávarútvegsmálum Íslendinga. Utanríkisráðherrann Össur Skarphéðinsson hefur nefnt, að ESB geti keypt skuldabréf af Íslandi til að fá burtu "snjóhengju" þeirra, sem fastir eru með íslenskar krónur í landinu. Má jafnvel búast við einhverjum loðnum skilaboðum í þá veru, sem gæti verið hið "stórkostlega" gylliboð, sem koma á úr eilífðarpakkanum. Annars verður mjög fróðlegt að fylgjast með, hvaða bellibrögð þessi hjú koma með eftir 3. sept. nk.
Orsök makríldeilunnar er röng og stórskaðleg sjávarútvegsstefna ESB, sem er að eyðileggja lífríki sjávar með ofveiðum á 80% fiskistofna og útrýmingu 30% þeirra. Það eru öfugmæli aldarinnar að halda því fram, að ESB vinni í þágu verndunar á makrílstofninum. ESB hikar ekki við að fara í makrílstríð við smáríkin Ísland og Færeyjar til að banna þeim að stunda löglegar makrílveiðar í eigin sjávarlögsögu. Slík krafa jafnast á við stríðsyfirlýsingu á fullvalda ríki. ESB hótar löndunar- og hafnbanni á íslensk og færeysk skip og afnámi viðskiptafrelsis frá ESB til sjávarútvegs Íslands og Færeyja. Má búast við áróðri um "fiskiræningja" og "umhverfishryðjuverkamenn" Íslands og Færeyja til að réttlæta makrílstríð ESB.
Í stað þess að standa á rétti sjálfbærrar fiskveiðistefnu Íslendinga lúffar ríkisstjórnin vegna veruleikafirrts draums um pláss í hásæti við hlið búrókrata í Brussel. Hvorki krata í Samfylkingunni né Vinstri græn skiptir máli, þótt fullveldi íslenska lýðveldisins verði framselt til ESB. Annar fóturinn stappar og segir: Bíðið og sjáið hvað kemur úr pakkanum og hinn fóturinn stappar og segir: Göngum með í ESB vegna samstarfs vinstri manna á Íslandi. Þannig eru báðir flokkarnir sammála um afhendingu sjávarauðlinda Íslands til ESB fyrir eigin embættisstóla. Það er ógæfa Íslendinga að hafa svona fullveldissvikara í embættum íslenska ríkisins, sem meðvitað beita ríkisvaldinu til að bola burtu allri gagnrýnni hugsun varðandi ESB. Það sýndi sig skýrt, þegar Jón Björnsson ráðherra var rekinn og samningamaður í makrílnefnd líka, sem varði hagsmuni Íslendinga í samræðum við ESB.
Besta skref þjóðarinnar í átt að lausn makríldeilunnar er því að byrja á því að losa sig við þessa svikulu og fjandsamlegu ríkisstjórn, sem nú situr. Þá fyrst verður hægt að vinna í friði að málefnum landsmanna og standa á grundvelli aldagamallar hefðar smáþjóðar, sem lifað hefur á auðlind hafsins í sjálfbæru samspili við náttúruöflin. /gs
Þrír kaflar stranda á makrílnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2012 | 09:20
ESB einu heimilt að setja lög um sjávarútvegsstefnu, milliríkjasamninga, peningamál, samkeppnismál og tolla
ESB aðildarsinnar, þ.e.a.s. þeir sem eftir eru á Íslandi, ættu að lesa Lissabonsáttmálann. Samkvæmt Lissabonsáttmálanum um valdheimildir ESB er því einu heimilt að setja lög um sjávarútvegsstefnu, milliríkjasamninga, peningamál, samkeppnismál og tolla. Þetta er fyrsta ákvæði bálks um flokka og svið valdheimilda sambandsins. Hvaða ofangreinda flokka skilja ESB-sinnar ekki að verða afhentir einræðisvaldi ESB í Brussel við inngöngu Íslendinga í ESB?
ESB-sinnar ættu að sjá sóma sinn í að upplýsa um skilyrði inngöngu í ESB í stað þess að ljúga um að einhverjir englar fjarlægi skilmálana úr pakkanum og komi með einhverja himneska dýrð í staðinn. Þessi aðferðafræði minnir einna helst á Islam og sjálfsmorðssprengjumenn, sem lofað er sjötíu og tveim jómfrúm í himnaríki takist þeim að sprengja sjálfa sig í tætlur og taka sem mest af saklausu fólki með sér í ódæðinu.
Ísland afhendir fullveldi sitt til Brussel á þessum sviðum með inngöngu í ESB. Þetta er líka skýringin á stjórnarskrárbröltinu, sem enn er ekki séð fyrir endann á.
Hér er slóð svo menn geti kynnt sér málið sjálfir: Lissabonsáttmálinn
Það eru hæfileikar á háu stigi að geta afneitað raunveruleikanum í sama mæli og talsmenn ríkisstjórnarinnar á Íslandi gera. Trúlega springur evran og ESB áður en lygaáróður ríkisstjórnarinnar hættir og þá verður honum sjálfhætt.
Samfól hætta ekki að vera fól, sama hversu mikið logið er. Að kveldi dags eru það hlutir eins og vinna, matur, húsnæði, klæðnaður og þrif, sem hafa sinn gang. Skrifað hefur verið að raunveruleikinn sé skáldskapnum fjölbreytilegri. Vinstri Grænir komast ekki frá því að breytast í samfól samspillingarinnar og ræður meira að segja samkeppni milli ríkisstjórnarflokkanna í hvor þeirra geti framleitt fáranlegustu lygarnar.
ESB viðræðum ber að hætta og draga umsóknina tilbaka. Ekki á að halda áfram á þeirri braut án þess að Íslendingar fái að segja sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Dómur sögunnar mun ekki verða ríkisstjórninni náðugur.
Fáir embættismenn hafa svo illa vélað þjóð sinni óheil ráð sem núverandi og verður það þjóðinni frelsun að losa sig við þetta sértrúarlið í næstu kosningum./gs
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2012 | 22:50
Plan B, C, D og E í stað hins afleita plans A!
- Ef plan A felst í aðild að ESB þá hlýtur plan B að felast í því að ganga ekki inn í brennandi hús evrunnar og Evrópusambandsins. Þá er hægt að hrinda plani C í framkvæmd. Gera róttæka uppstokkun í ríkisrekstri og ná jafnvægi í fjármálum, tryggja jafnræði í lífeyrisréttindum, hefja litla atvinnurekandann aftur til vegs og virðingar, sækja fram með nýtingu orkuauðlinda og afnema gjaldeyrishöft í áföngum þar sem fyrsti áfangi er sá að heimila lífeyrissjóðum að fjárfesta í öðrum löndum. Samhliða verður að hlúa að vaxtarbroddum s.s. ferðaþjónustu og tæknifyrirtækjum ekki síst með því að tryggja þeim stöðugleika í skattareglum en hræra ekki stöðugt í lögum og reglum í þeim tilgangi að herða skatta- og eftirlitskrumlu ríkisins.
Þannig ritar Óli Björn Kárason í mjög athyglisverðri grein í Mbl. í dag: Plan B, C, D og E. Síðar í þeirri vel rökstuddu grein segir hann m.a.:
- "Þegar menn telja sig hafa fundið stórasannleika lausnina á öllum vanda verða þeir blindir á allt umhverfi sitt. Plan A aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru er stórisannleikur Samfylkingarinnar sem hefur blindað forystu flokksins á þá ótrúlegu möguleika sem Íslendingar eiga. Verst er þó að í blindni sinni hafa samfylkingarmenn ekki sinnt mörgu öðru en sérstöku gæluverkefni forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá. Af hverju ættu þeir að ómaka sig þegar lausnin er fundin?
- Í sjálfu sér er ekkert við því að segja að stjórnmálaflokkur leggi allt sitt traust á aðild að ESB. Vandinn er hins vegar sá að kostnaðinn greiða allir landsmenn í formi verri lífskjara. Allt er látið sitja á hakanum og reka á reiðanum. Plan A hefur reynst Íslendingum dýrkeypt."
Menn ættu að kynna sér tillögur Óla Björns, "plan B, C, D og E", en sú er lokatilaga hans að "koma fríverslun í norðurhöfum á fót. Við getum kallað það plan E," segir hann og vísar þar til fyrri tillagna sinna frá 2010 um að "taka upp viðræður við stjórnvöld í Noregi, Kanada, Bandaríkjunum, Færeyjum og Grænlandi um viðskipta- og öryggishagsmuni landanna vegna Norður-Íshafsins og gerð fríverslunarsamnings landanna." -- jvj.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2012 | 17:01
Bíðum eftir Godot
Stærsta blekking Íslandssögunnar eru lygar ríkisstjórnarinnar og ESB áróðursmanna um að til sé einhver pakki með einhverju óútskýranlegu innihaldi, sem bjarga muni íslensku þjóðinni frá vandamálum sínum og væntanlega heimsins í leiðinni.
Hvað er í pakkanum?
Í þau þrjú ár sem þessari þvælu hefur verið haldið að landsmönnum hefur ríkisstjórninni ekki tekist að gefa neinar skýringar á hvaða pakka hún er að tala um, hvaðan hann kemur og hvernig hann er, né heldur gefa neinar skýringar á innihaldi pakkans, hvað það sé, hvernig það líti út né hvað það þýði. Krafist er, að þjóðin sýni þolinmæði og bíði eftir því sem ekki er hægt að lýsa og koma átti úr pakkanum árið 2010, 2011 og síðast 2012 og enn sést ekki frekar til en allra starfanna, sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur lofað eftir næstu helgi undanfarin ár. Er ástandið farið að minna illþyrmilega á senu úr Beðið eftir Godot og enginn veit né skilur um hvað er verið að ræða né hvenær það kemur. Einfaldlega vegna þess, að það finnst enginn pakki og þaðan af síður nokkurt innihald.
Fyrst aðlögun og síðan kosningar um þegar orðinn hlut
Ríkisstjórnin lýgur því blákalt að fólki, að um eitthvað annað sé að ræða heldur en kröfur Lissabonsáttmálans, sem Ísland þarf að aðlagast og er í fullum gangi að framkvæma með samanburði á stjórnarskrá/lögum Íslands við Lissabonsáttmálann/lög ESB. Málefnakaflar eru opnaðir og samanburður gerður. Við mismun er gerð áætlun um aðlögun og kaflanum lokað í bili. Þegar Samfylkingin og VinstriGrænir verða búin að aðlaga stjórn lýðveldisins að kröfum ESB og allt er klappað og klárt fyrir ræðuhöld við fullveldisafsal yfir sjávarlögsögu, auðlindum, orku, peningamálum, samningsrétti við önnur ríki o.s.frv., þá fyrst má fólk fá að segja sitt og kjósa um þegar orðinn hlut. Lygaáróðurinn hjá ESB-sinnum er eins og hjá sértrúarsöfnuði, sem á von á, að frelsarinn stígi til jarðar og lyfti upp Íslandi í eilífðarhásætið með hinum útvöldu hjá ESB og þá má lýðurinn syngja hallelúja af öllum krafti.
Utanríkisráðherra með rennilás
En í samanburði við veruleikann, sem margir hinna útvöldu búa við í dag, framkallar áróðurinn bara ógleði. Mest í Grikklandi, þar sem nazisminn grasserar á ný og enginn veit, hvaða myrkraverk gerir í nánustu framtíð. Ríkisstjórn Íslands hefur enga aðra stefnu en éta upp það, sem jónerarnir í Brussel segja henni og svo kemur utanríkisráðherrann með rennilásinn, sem á að renna fyrir evrukreppuna og breyta skulda- og stjórnmálakreppu ESB í himnaríki. "Það er bara að renna upp rennilásnum eins og við Íslendingar gerum", segir þessi embættismaður, sem búinn er að selja föðurlandið fyrir hægindastól í Brussel. Enginn rennilás í heimi getur stöðvað það hrun, sem ríki ESB standa fyrir og Össur Skarphéðinsson sjálfur er fastur í með fáeinar evrur í vasanum.
Ekki minnimálaráðherrann
Annar ekki minnimálaráðherra fer mikinn á alþjóðavettvangi og lýgur því, að neyðarlögin séu ríkisstjórninni að þakka á meðan þeir, sem björguðu Íslandi, eru settir af og dregnir fyrir Landsdóm. VinstriGrænir vilja fyrir engan mun, að almenningur skilji að verið er að aðlaga Ísland að kröfum ESB til að undirbúa afhendingu fullveldis lýðveldisins með húð og hári, því þá springur stjórnarsamstarfið og þeir missa titlana og völdin og eiga ekki eftir einu sinni brjóstahöldin. Hafa sumir lýst þessum óskapnaði sem tveimur mönnum í sama manninum, þar sem annar vill fara á klósettið en hinn hvergi. Slíkt endar með umhverfisbanvænni sprengju. En fyrst vinna Vinstri Grænir ötullega með Samspillingunni að berja niður alla mótstöðu við ESB og gagnrýninn hugsunarhátt þjóðarinnar í ríkiskerfinu sbr. brottvikningu Jóns Bjarnasonar ráðherra og Tómasar H. Heiðars úr makrílnefndinni. Einungis einstaklingar í veruleikaafneitun, heilaþvegnir og þægir í taumi, eru fengnir til verksins að innlima Ísland í ESB.
Guði sé lof, að Ísland er herlaust!
Þessi loddaraleikur hefur gengið sér til húðar og gatslitna grammófónplatan hjakkar í sama farinu allan tímann. Sem betur fer sjá fleiri og fleiri landsmenn gegnum þennan blekkingarleik, sem líkja má við harðasta heilaþvott stalíntímabilsins. Afneitunin er svo mikil að varla má búast við að einhverjir úr stjórnarliðinu verði viðræðuhæfir fyrr en fnykurinn frá hruni evrunnar með tilheyrandi upplausn ESB og trylltu stjórnleysi á meginlandinu kæfir vitund hinna útvöldu á Íslandi. Á meðan tapar þjóðin sérhvert andartak, sérhverja mínútu og sérhvern dag. Við megum sjálfsagt öll þakka fyrir, að stjórnin ræður ekki yfir hervaldi, því yrði sjálfsagt beitt líka til að fjarlægja óþægilega einstaklinga eins og t.d. sjálfan forseta Íslands, sem nú síðast hefur gert sig sekan um að vilja taka í höndina á frú Sigurðardóttur. Slík embættisafglöp eru ógnun við hið nýja aðlagaða Ísland að ekki sé talað um sjálfan forsætisráðherrann, sem ekki þolir neina snertingu við bakteríur af neinu tagi, ekki einu sinni þeirra, sem okkur sem lífverum eru nauðsynlegar. Öruggast fyrir forsætisráðherrann til að komast undan slíkum mannraunum væri að flytjast búferlum í sótthreinsað tjald og einangara sig endanlega frá umheiminum. Hér er sjálfsagt skýringin komin á öllu því opna, gegnsæja ferli, sem enginn hefur séð fram að þessu.
Gott að klukkan nálgast kosningar svo þjóðin geti losað sig við þreytta lúðurinn, sem stöðugt spilar:
Bíðum eftir Godot
Gústaf Adolf Skúlason
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)