12.9.2018 | 07:47
Enn eykst skefjalaus útaustur úr ríkissjóði vegna EES-báknsins
Framlög Íslands til uppbyggingarsjóðs EES vegna aðildar Íslands að EES-samningnum verða 566 millj. kr. 2019, eru 276,5 millj. 2018, verða 899 millj. 2020 og einn milljarður og 26 milljónir árið 2021.
Þvílík aukning, hátt í fjórföldun á þremur árum! En hvað kemur okkur við einhver uppbygging í Búlgaríu eða Rúmeníu, Lettlandi eða Slóveníu? Jú, milljarður skal það verða! En Fjölskylduhjálp Íslands og hennar fátæku skjólstæðingar fá engar þrjár milljónir, hvorki úr ríkissjóði né borgarsjóði, þá skal frekar kastað milljarði austur fyrir gamla járntjaldið, handa fátækum sem Brussel-liðið getur ekki annazt, og lokað fleiri götum í Reykjavík, svo að hver bílstjóri fari að átta sig á því að hann er persona non grata, enda beri borgin meiri ábyrgð á útlendum en innlendum borgarbúum.
Þá stendur til "að veita 162 millj.kr. aukalega til sendiráðs Íslands í Brussel á næsta ári til þess að styrkja starfsemi þess og fjölga fulltrúum fagráðuneyta þar vegna aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES)" (mbl.is).
Já, þetta verður Gósentíð hvítflibbanna í ráðuneytunum, ESB-þotuliðsins:
Ennfremur segir í fjárlagafrumvarpinu að undirbúningur sé þegar hafinn að því að efla sendiráðið í Brussel og fjölga fulltrúum fagráðuneyta innan þess.
Þetta fer að minna á ljóð Steins Steinarr:
... Húsameistari ríkisins, ekki meir, ekki meir!
Jón Valur Jensson.
Hundruðum milljóna meira vegna EES | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fullveldi og sjálfstæði Íslands, Spilling í stjórnmálum, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:36 | Facebook
Athugasemdir
Það er þarfur gjörningur að vekja máls á þessari stjórnlausu útgjaldaaukningu til ESB vegna EES-samningsins. Kostnaðurinn innanlands er margfalt hærri og talið, að innleiðing persónuverndarbálksins muni kosta atvinnulíf og hið opinbera um miaISK 20 og að rekstrarkostnaður kerfisins verði 10 miaISK/ár. Hver er ávinningurinn ? Sennilega enginn, mælanlegur í peningum. Óbeini kostnaður samfélagsins af öllu reglugerðarfargani landsins vegna minni framleiðniaukningar í atvinnulífinu gæti numið 200 miaISK/ári, og ofvaxið reglusetningakerfi EES á drjúgan þátt í þessum óhemjulega kostnaði.
Með góðri kveðju /
Bjarni Jónsson, 12.9.2018 kl. 10:16
Það er helvíti vel í lagt að borga 200 milljarða króna til að fá "tollfrjáls" viðskipti.
Gunnar Heiðarsson, 12.9.2018 kl. 20:53
Þakkir til ykkar beggja fyrir mjög athyglisverð, en þó uggvænleg innlegg hér.
JVJ.
Samtök um rannsóknir á ESB ..., 12.9.2018 kl. 23:26
Talandi um upphæðirnar sem leiða af innleiðingu persónuverndarbálksins,skyldi ég í dag hversu mikil vinna liggur í að skrá þau inn og kynna í fjölmönnum vinnustað.
Með bestu kveðju Jón Valur og gesta þinna.
Helga Kristjánsdóttir, 12.9.2018 kl. 23:54
Sæll aftur Jón Valur,ætlaði að skýrskota til hrikalegra viðurlaga ef þau eru brotin.
Helga Kristjánsdóttir, 13.9.2018 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.