Ómótmælanleg staðreynd

Það er gott, að aðalritstjóri ESB-Fréttablaðsins viðurkenni loksins í leiðara,* að þjóðin vill ekki að lýðveldinu verði mokað inn í evrópskt stórveldi.

Rökin gegn Evrópusambandinu varða fyrst og fremst okkar eigið sjálfstæði og fullveldisréttindi, við hefðum minnst allra þjóða að græða á ESB og mestu allra hlutfallslega að tapa –– og höfum nú þegar þurft að berjast gegn ærnum og ófyrirleitnum bellibrögðum þessa stórveldabandalags gegn okkur í Icesave- og makríl-málunum og jafnvel nú síðast í vetur í kolmunna-málinu (ESB vill skerða hlutdeild okkar úr 17,63% í 4,8% í kolmunnaveiði í N-Atlantshafi á þessu ári : http://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1713658/ ).

* Í Frbl. í dag.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Aðild eða ekki-aðild Íslands að ESB er þess eðlis að tvær ríkisstjórnir hafa ekki haft þor til þess að bera það undir þjóðina hvort hún vilji, eða vilji ekki ganga í ESB.  Hugleysi íslenskra ráðamanna til þess að bera þetta undir þjóðaratkvæði er þjóðarskömm.  Ég er á móti ESB aðild, en þetta dæmi er hreinlega fáránlegt eins og að því hefur verið staðið í stjórnartíð tveggja síðustu ríkisstjórna.  

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 21.6.2015 kl. 03:18

2 Smámynd: Már Elíson

Þetta er ekki hugleysi, Arnór..Þeir hafa einfaldlega mestu að tapa sem geta haldið uppi 23% meðalvöxtum, vöxtum, vaxtavöxtum og öðru okri á lítilli gerspilltri eyju í Atlantshafi, eyju sem hinsvegar getur ekki einu sinni státað af heilbrigðu hagkerfi, almennilegu heilbrigðiskerfi eða malbikað götur hjá sér þrátt fyrir kjaftfulla banka og lífeyrissjóði af peningum sem hafa verið mergsognir af þegnum lénsherranna...

Már Elíson, 21.6.2015 kl. 10:19

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér eru engir 23% meðalvextir, Már, þú ferð þar með lygimál.

En vextir eru hér þrefalt til fjórfalt of háir og vel hægt að laga það, ef ríkisstjórnin væri ekki huglaus gagnvart því verkefni að beygja seðlabankastjórann til hlýðni. En við þessar aðstæður heigulsskapar hennar stefnir hann enn í að hækka vexti! Sjá þessa grein: Til hvers að hækka vexti? Hafa menn ekki önnur ráð? (En malbikun gata-gatna skaltu ræða við vinstri vini þína í borgarstjórn!)

Svo þarf hér enga 200+M kr. þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, Arnór, það nægir ef ríkisstjórnin notar þingmeirihluta sinn til að leggja fram þingsályktunartillögu um, að Alþingi vilji afturköllun umsóknarinnar þegar í stað. 

Sem flestir ættu að lesa grein Styrmis í dag: 

Ríkisstjórnin verður að skýra stöðu aðildarumsóknarinnar fyrir þinglok

Jón Valur Jensson, 21.6.2015 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband