Stórfelld fjármálaspilling nærist innan ESB

Útreikningar Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um gjöld Íslendinga til Evrópusambandsins, ef Ísland væri meðlimur þess, sýna skýrt, hverjar skuldbindingar ríkisins væru eða sem mótsvarar 1,5 miljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu vegna neyðarsjóðs ESB. Ofaná þessar skuldbindingar þyrfti ríkið að greiða um 11 miljarði árlega í meðlimagjöld til klúbbsins.

Þessar tölur eru varfærnislega reiknaðar en sýna ótvírætt, hvaða raunveruleiki bíður efnahagslega laskaðri þjóð eftir umbyltuna í bankakerfinu 2008, ef eina mál Samfylkingarinnar nær fram að ganga. Spurningin, sem Íslendingar sem og aðrar þjóðir með eða í námunda við ESB spyrja, er hvað fæst fyrir peningana?

ESB krefst sífellt hærri framlaga til að þenja út það bákn, sem rekið hefur verið án samþykktra efnahagsreikninga af endurskoðendum til fjölda ára. Fjármálaspillingin ríður ekki við einteymi varðandi þá hringrás peningaflæðis frá aðildarríkjum inn í hítina og síðan tilbaka í óteljandi ESB verkefni, þar sem svæðasjóðirnir eru fyrirferðamiklir. Oftar en ekki er svindlurum hlíft í nafni samstöðu búrókrata og fá jafnvel stöðuhækkun eins og dæmin með Olaf - innri fjármálarannsóknardeild ESB sýna. Eitt frægt dæmi er um embættismann í Svíþjóð, sem falsaði pappíra til að geta dregið fé til sín t.d. með því að þykjast borga bílstjóranum sínum fyrir hundapössun, sem náttúrulega átti sér aldrei stað. Bílstjórinn var rekinn en embættismaðurinn gerður að framkvæmdastjóra Olafs. Dæmið um framkvæmdastjórnina, sem sagði öll af sér vegna rannsóknar á meintum tengslum eins embættismanns við byggingarfyrirtækið, sem fékk vinnuna að endurbyggja hús framkvæmdarstjórnarinnar í Brussel, er annað þekkt dæmi. 

En þetta er einungis toppurinn á ísbjarginu, sem í glyttir í myrkri þeirrar fjármálaspillingar, sem þrífst. Fyrir fáeinum dögum neyddist Annie Lööf, viðskiptaráðherra Svíþjóðar, að reka yfirmann Tillväxtverkets (opinbert fyrirtæki undir stjórn viðskiptaráðuneytisins, sem fer með svæðisjóðaúthlutanir ESB í Svíþjóð). Starfsmenn fyrirtækisins héldu veislur, fóru í kostaðar utanlandsferðir og allt í nafni nauðsynlegs ráðstefnuhalds. Þetta mál er mjög í fókus í Svíþjóð þessa dagana. Svíþjóð er einn af beinu meðlagsgreiðendum með ESB og borgar að meðaltali um 25 - 30 miljarða SEK árlega í hítina og um helmingurinn af þessum skattapeningum Svía kemur síðan til baka sem "styrkir" frá ESB í ýmis verkefni í Svíþjóð. Þannig hefur Svíþjóð styrkt sambandið um ca 150 miljarði óafturkræfra SEK á tíu árum og því miður er staðan þannig, að ástandið hjá ESB virðist stöðugt fara versnandi við hverja skattakrónuna, sem Svíar gefa burt. Mörgum hefur því snúist hugur í Svíþjóð og ríkisstjórn Friðrik Reinfelds farin að gera meiri kröfur um nýtingu peninga og að fé verði ekki lengur sent hugsunarlaust í nafni "friðar og samstöðu".

Hægt væri að skrifa kílómetra langa greinar um sukkið og svínaríið í sjóðaspillingu ESB og úthlutanir fjármuna í furðulegustu verkefni eins og t.d. kannabisræktun í Svíþjóð og fleiri löndum ásamt bændastyrkjum til óðalseigenda án búskapar. Þegar athugasemdir voru gerðar við þessi atriði brást ESB einfaldlega við á þann hátt að birting nafna þeirra, sem úthlutanir fengu, voru bannaðar á heimasíðum landbúnaðarráðuneyta, sem var þó krafan áður. Alþekkt er einnig með "styrki" til "framfaraverkefna" hjá smáfyrirtækjum, að sérfræðilegir ESB ráðgjafar taka meira en helming styrksins til sín og stundum allan fyrir að aðstoða smáfyrirtækin að fylla út í umsóknareyðublöðin. Þannig hefur kerfið alið af sér heila hjörð af afætum, sem lifa fínu lífi á því að deila út skattapeningum aðildarríkja í formi "styrkja" frá ESB til óteljandi "verkefna". Það hefur líka sýnt sig, eftir því sem búrókratar og her afæta halda fleiri fundi, hvort sem um "neyðarfundi" eða ráðstefnuhöld er að ræða, þá stækkar vandinn jafnt og þétt. 

ESB er að þessu leyti hluti vandans en ekki lausnarinnar.

Gott mál að þingmenn taki upp þessa hluti, sem skipta máli fyrir peningabuddu landsmanna. Fleiri alþingismenn mættu taka sér þetta til fyrirmyndar.

Gústaf Adolf Skúlason 


mbl.is 360 þúsund á mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sendi kveðju til þín Gústaf,takk fyrir þennan pistil.

Helga Kristjánsdóttir, 11.8.2012 kl. 16:49

2 Smámynd: drilli

já betra er að hafa gengis og vaxtamunarsnjóhengjur yfir sér ásamt gjaldeyrishöftum sem eru frábær næring fyrir spillingu og mismunun sem er að taka hressilega við sér á ný eftir hrunið.

Og engin spilling var hér fyrir hrun eða hvað ?

Og engin núna ?

Hvernig var annars sagan um bjálkann og flísina ?

drilli, 11.8.2012 kl. 18:11

3 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Þakka góð orð þín Helga.

Spillt ESB leysir ekki spillingu á Íslandi né annars staðar. Ég hef skrifað um spillinguna á Íslandi m.a. í Morgunblaðið. Samspillingin er ólmust allra að ganga með í ESB vegna vona og loforða um að komast í feit embætti og halda áfram sínum spillta stíl á kostnað skattgreiðenda.

gs

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 11.8.2012 kl. 21:35

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/08/11/island_fekk_700_milljarda_krona/

Sleggjan og Hvellurinn, 12.8.2012 kl. 20:52

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

svo held ég að Ísland toppar alla spillingaskalan. Við erum bara 300þúsund og erum með fleiri spillingadæmi heldur en 500milljóna samband

og það er nú mikið sagt.

en þögnin hjá ykkur nei sinnum er æpandi

þið eruð líklega í áfalli.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.8.2012 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband