Færsluflokkur: Fullveldi og sjálfstæði Íslands
22. og 24. maí fóru þessar kannanir fram og niðurstaðan ótvíræð: tvöfalt fleiri sögðust vilja hætta við viðræður við ESB heldur en þeir, sem vildu áframhald þeirra, ef þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um málið. Þá vildu 69% þjóðaratkvæði um það, hvort halda eigi aðildarviðræðum áfram, en einungis 29% vildu ekki slíka atkvæðagreiðslu. Þarna sátu 4% hjá um fyrrnefnda atriðið, 3% um það seinna. Nánar hér neðar.
Össur Skarphéðinsson og Jóhönnustjórnin hafa ALDREI fengið umboð þjóðarinnar til að sækja um inngöngu í erlent stórveldi, og allan tímann frá umsókn þeirra hafa allar skoðanakannanir sýnt andstöðu þjóðarinnar við að ganga í gímaldið. Þetta láta þau í ríkisstjórninni sig engu varða -- virða þjóðarviljann að vettugi, en hitt hikar utanríkisráðherrann ekki við: að fara um blaðskellandi í oflæti í sínar Brusselferðir, talandi um þessi mál eins og ætla mætti, að hann hefði til þess umboð þjóðarinnar!
Jón Valur Jensson.
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2012 | 22:46
Ari Trausti Guðmundsson virðist lítt hafa kynnt sér Evrópusambandið og ætlar að gera upp hug sinn alveg í lokin!
Hann var í viðtali á Útvarpi Sögu þar sem þetta kom fram. Hann telur sig ekki sjá, að um fullveldisafsal verði að ræða fyrr en hann skoði lokasamning - og hvort Ísland verði ekki lengur sjálfstætt land þar með. Dæmi, sem hann tekur, bendir eindregið til sama þankagangs hjá honum og ESB-sinnum mörgum hverjum, þ.e.a.s. hann bætir við framangreint: hvort Danmörk, til dæmis, eða Eystrasaltslöndin séu sjálfstæð. Þessu kasta margir fram og láta sem fáránleiki hugsunarinnar sé augljós - og það sama virðist vaka fyrir Ara Trausta, þeim gamla heildarhyggjumanni. En valdheimildir Evrópusambandsins eru gríðarlegar og í margfalt meira mæli gagnvart okkar þjóðarbúi (þótt miðað sé við höfðatölu) heldur en meðal Dana og þjóða austast við Eystrasalt. Sjávarútvegurinn er hér svo stór hlutfallslega, að það á sér hvergi neitt sem nálgast hliðstæðu í ESB-löndum. Sjávarauðlindin, fiskistofnarnir, eru svo stór hluti af auðlindum okkar, að það á sér ekkert sambærilegt í ESB-ríkjum. En einmitt á þessu sviði sjávarútvegsmála tekur Evrópusambandið sér FULLAR VALDHEIMILDIR, ólíkt mörgum öðrum atvinnusviðum.
Þar að auki er fullveldisframsalið sjálft augljóst í öllum seinni áratuga "aðildarsamningum" (accession treaties), sem eru með þeim ósköpum gerðir, að nýja aðildarríkinu er ævinlega gert það að skyldu að meðtaka ALLA sáttmála og ALLA löggjöf Evrópusambandsins og að láta sína eigin löggjöf víkja, þegar á milli ber. Það verður jafnvel neytt til þess með úrskurði ESB-dómstólsins og túlkunavalds ESB sjálfs og hefur fyrir fram meðtekið það forræðisvald ESB. Hvernig og hvar? Í sjálfum "aðildarsamningnum"!
Ef Ari Trausti Guðmundsson hefur ekki skerpu til að sjá þetta, á hann þá erindi á forsetastól? Ef hann hafði ekki kynnt sér þessi mál, voru þá ekki síðustu forvöð fyrir hann að gera það um það leyti sem hann tók ákvörðun um sitt framboð?
Jón Valur Jensson.
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sjálfstæði og fullveldi landsins er árangurinn af baráttu sem stóð yfir í ótrúlega skamman tíma, en grunninn lagði þjóðskörungurinn sem fæddur var þennan dag, Jón Sigurðsson. Einstök gæfa fylgdi hinu lánsama, nýja ríki lengst af, en nú stafar okkur ógn af yfirráðahyggju evrópsks stórveldis, sem seilist hér til æðstu valda yfir öllum helztu málaflokkum þjóðlífsins, einkum hinum efnahagslegu, með stjórn peningamála og viðskipta við önnur ríki, og með auðlindastýringu, sér í lagi í sjávarútvegi.
Yfir þessum málaflokkum öllum tekur Evrópusambandið sér FULLAR VALDHEIMILDIR, eins og varaformaður Samtaka um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland, Gústaf Adolf Skúlason, ritaði hér fyrir nokkrum dögum:
"Skýringin á því, hvers vegna aðildarferlið dregst, er meðal annars að finna í sjávarútvegskaflanum en ESB fer með einhliða og alhliða vald yfir þeim málaflokki. Svið valdaheimilda ESB er skýrt skilgreint í Lissabonsáttmálanum í 1. bálki um flokka og svið valdheimilda Sambandsins, 2. gr. (feitletur og undirstrikanir mínar/gas):
- "1. Þegar Sambandinu eru veittar fullar valdheimildir á tilteknu sviði í sáttmálunum er því einu heimilt að setja lög og samþykkja lagalega bindandi gerðir en aðildarríkjunum er því aðeins heimilt að gera slíkt að Sambandið veiti þeim umboð til þess eða í því skyni að koma gerðum Sambandsins til framkvæmda."
- Í 3.gr. eru hin tilteknu svið skilgreind:
- "1. Eftirtalin svið skulu falla undir fullar valdheimildir Sambandsins:
- a) tollabandalag,
- b) setning nauðsynlegra samkeppnisreglna vegna starfsemi innri markaðarins,
- c) peningamálastefna fyrir þau aðildarríki sem hafa evru sem gjaldmiðil,
- d) verndun lífrænna auðlinda hafsins innan sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar,
- e) sameiginleg viðskiptastefna.
- 2. Sambandið skal einnig hafa fullar valdheimildir þegar kemur að gerð milliríkjasamninga ef kveðið er á um gerð þeirra í lagagerð Sambandsins eða hún telst nauðsynleg til að gera Sambandinu kleift að beita valdheimildum sínum á vettvangi sínum eða að því marki sem gerð slíkra samninga er til þess fallin að hafa áhrif á sameiginlegar reglur eða breyta gildissviði þeirra."
Samkvæmt ofangreindum skilmálum er algjörlega ljóst, að Íslendingar afsala sér sjálfsákvörðunarrétti sínum varðandi stjórnun peningamála, 200 mílna lögsögu sjávar og auðlindum hafsins, milliríkjasamningum Íslendinga og sameiginlegri viðskiptastefnu.
Í heimsóknum Stefans Fúle til Íslands hefur hvorki hann né hafa aðrir ráðamenn ESB reynt að upplýsa landsmenn um kröfur Lissabonssáttmálans né þýðingu þeirra krafna fyrir framtíðar stjórnarhætti Íslands, gangi Ísland með í ESB." (Tilvitnun lýkur í grein Gústafs Skúlasonar.)
Jón Valur Jensson.
![]() |
Sólbrenna líklega fáir á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2012 | 23:54
Ólafur Ragnar Grímsson er andvígur inngöngu í Evrópusambandið
- Af þeim þúsundum mála, sem Alþingi hefur afgreitt meðan ég hef verið forseti, eru það aðeins þrjú mál sem ég hef haft afskipti af, og það er Icesave, það er Evrópusambandsmálið, og það er fjölmiðlafrumvarpið.
Svo mælti langvinsælasti forsetaframbjóðandinn (skv. nýjustu skoðanakönnun) í viðtali á Útvarpi Sögu, sem endurtekið var á þessu laugardagskvöldi (nokkurn veginn orðrétt hér og efnislega 100% þannig).
Fyrr í viðtalinu ræddi Ólafur bæði EES-samninginn og ESB-inntökumálið all-ýtarlega og gerði andstöðu sína við samning um "aðild" deginum ljósari. Væri fengur að því að fá upptöku eða afrit af því viðtali hingað á vefsíðuna.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Ólafur Ragnar með 58% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.6.2012 | 19:47
Ólaf Ragnar eða Þóru?
JVJ.
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2012 | 11:48
Afstaða forsetaframbjóðenda til ESB sýnir afstöðu þeirra til lýðveldisins og fullveldisákvæða stjórnarskrár
Því er sannarlega rétt að forsetaframbjóðendur geri grein fyrir afstöðu sinni til umsóknar og inntöku Íslands í Evrópusambandið. Feluleikur á ekki við. Sem betur fer er a.m.k. einn frambjóðandi með skýra afstöðu í málinu. "[B]æði grundvallarhagsmunir Íslendinga, í sjávarútvegsmálum, auðlindamálum og varðandi legu landsins og gjaldmiðilinn einnig, eru þess eðlis að það þjónar ekki hagsmunum okkar að ganga í Evrópusambandið," sagði Ólafur Ragnar Grímsson í kappræðunni í Hörpu, sem Stöð 2 annaðist.
Þá sér hann enga nauðsyn á upptöku evru hér: "Það hefur verið sagt að evran sé það sem við erum að sækjast eftir. En þá bendi ég á að ef við tökum Norður-Evrópu og byrjum á Grænlandi og förum yfir Ísland, Færeyjar og Bretlandseyjar, til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur, þá er það ekki fyrr en við komum til Finnlands sem við finnum land í Norður-Evrópu sem er evruland."
Og tökum eftir þessu:
- "Hann bætti því við að ekkert eitt mál kæmi til með að hafa jafn afdrifarík áhrif á íslenska stjórnskipun, fullveldi og þjóðarhag í framtíðinni og hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu. Því væri það eðlileg krafa að þjóðin viti hvaða skoðun frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafi í málinu." (Þetta sagði Ólafur Ragnar skv. frétt Mbl.is.)
Stjórnarskráin kveður á um, að löggjafarvald í landinu sé í höndum þings og forseta (og þjóðarinnar, skv. 26. grein, og það er rétt hjá Ólafi Ragnari að minna á, að það er ekkert sem kveður á um, að málskotsvaldið sé skilgreint sem "neyðarréttur"; það er einfaldlega meðal stjórnarskrárvarinna réttinda).
Þetta gengur þvert á tilætlun Evrópusambandsins, sem krefst þess strax í aðildarsáttmála (og um það atriði er ekkert val um "öðruvísi skilmála") að nýja aðildarlandið samþykki frá og með fullgiltri og löggiltri undirskrift hans, að lög Evrópusambandsins séu öll meðtekin ásamt mestöllu regluverki og tilskipunum og að NÝ LÖG ESB þaðan í frá verði samstundis að lögum í aðildarlandinu -- þau fara sem sé EKKI í gegnum hendur Alþingis, forsetans né þjóðarinnar eins og öll lög gera hins vegar (þ.m.t. EES-löggjöf) skv. núgildandi stjórnarskrá.
Þess vegna er ESB-sinnum mjög í mun að leggja niður núverandi stjórnarskrá og skella á okkur nýrri, þar sem hinum viðamiklu ákvæðum (á 2. tug greina í stjórnarskrá Íslands) um, að löggjafarvaldið skuli vera innlent og fara í gegnum lögákveðið ferli í stjórnskipun okkar, verði FÓRNAÐ á altari Brusselvaldsins og í staðinn tekin upp einföld og klókindaleg grein sem kveði á um að afsala megi fullveldi (og það jafnvel gert með því að pakka því ákvæði í drögum stjórnlagaráðs inn í silkiumbúðir til að líta sem bezt og sakleysislegast út!).
Þóra Arnórsdóttir er óskýrari um ESB:
- "Annars vegar erum við ósammála um það hvort forsetinn eigi að taka þátt í umræðum og skipa sér í raðir, þ.e.a.s. að berjast gegn aðild eða berjast fyrir henni, eftir því hver skoðun hans er. Það er vegna þess að ég held að forsetinn eigi að vera forseti allra Íslendinga, og í hvaða stöðu er hann eftir atkvæðagreiðslu þar sem hluti þjóðarinnar er hjartanlega ósammála honum?"
- "Þóra sagðist þó vera sammála forsetanum um að halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum samningum við Evrópusambandið. Hún kvaðst þó ekki ætla að upplýsa um sína afstöðu til málsins. (Mbl.is í frásögn af kappræðunni, leturbr. jvj.)
Skv. frásögn Mbl.is sagðist Herdís Þorgeirsdóttir vera dálítið hugsi þegar kæmi að þessu máli en taldi það ekki úr vegi að forseti greini frá afstöðu sinni með yfirveguðum hætti. "Því skyldi hann ekki mega leggja eitthvað til málanna ef hann telur að um mikla og brýna hagsmuni þjóðarinnar sé að ræða?"
Og vitaskuld er hér um slíka hagsmuni þjóðarinnar að ræða, sbr. ofangreint! Ljóst er, að núverandi forseti tekur skýra afstöðu til þessa máls, en Þóra vill a.m.k. enn sem komið er leyna okkur sinni afstöðu. Hvers vegna? Er afstaða hennar þá einfaldlega óbreytt frá 1995, þegar hún tók sæti í fulltrúaráði Evrópusamtakanna og sagði sig þar með í hóp þeirra, sem vilja inntöku Íslands í það stórveldabandalag?
Jón Valur Jensson.
![]() |
Eðlilegt að gefa upp afstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2012 | 22:15
"Sterkara Ísland" fær 5 milljónir úr vösum skattborgara til HERFERÐAR - að eigin sögn - gegn fullveldisréttindum lýðveldisins
Þetta kom í ljós við 2. úthlutun styrkja á vegum Alþingis "til já- og nei-hreyfinga". Þar er 1. liður (og stærsta fjárveitingin) þessi: "Sterkara Ísland, styrkur að fjárhæð kr. 5.000.000 til neðangreinds verkefnis: Kynningarherferð um helstu sjónarmið." Þeir velja sjálfir orðið "herferð", og herferð er þetta gegn sjálfum grunni lýðveldisins, enda vilja "ESB-sinnarnir" fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar FEIG.
Er þetta nú eðlilegt, góðir lesendur: að á sama tíma og meðvirk eða máttvana stjórnvöld okkar blaka ekki hendi við því, að Evrópusambandið brjóti hér landslög og Vínarsamninginn um skyldur sendiráða, m.a. með því að sendiherrann Timo Summa fari hér predikunarferðir um landið, þvert gegn skyldum sínum við gistilandið, og með 230 milljóna fjáraustri til áróðurs fyrir inntöku Íslands í þetta stórveldabandalag, -- á sama tíma veiti Alþingi þeim samtökum mestan styrk af okkar skattfé, sem hafa að markmiði sínu "kynningarherferð" í þágu hins sama Evrópusambands? Af stílbrögðunum má ráða, að um áróðursherferð verður að ræða.
Þau samtök, sem vilja EKKI að Ísland verði hluti Evrópusambandsins og styrki fengu í þetta sinn, voru eftirfarandi:
Evrópuvaktin, styrkur að fjárhæð kr. 1.500.000 til neðangreindra verkefna
- Málþing.
- Úttektir.
Heimssýn, styrkur að fjárhæð kr. 4.500.000 til neðangreindra verkefna:
- Sérblað um Evrópusambandið, umsókn Íslands og fullveldið.
- Stuttmyndaröð um Evrópusambandið og Ísland.
Ísafold - félag ungs fólks gegn ESB, styrkur að fjárhæð kr. 1.500.000 til neðangreindra verkefna:
- Kynningarherferð í fjölmiðlum og prentun bæklinga.
- Alþjóðleg ráðstefna um Evrópusamrunann.
Samstaða þjóðar, styrkur að fjárhæð kr. 1.000.000 til neðangreinds verkefnis:
- Vefsíðuhönnun og vefsíðugerð.
Samtök um rannsóknir á Evrópusambandinu (ESB) og tengslum þess við Ísland, styrkur að fjárhæð kr. 1.000.000 til neðangreindra verkefna:
- Undirbúningur, útgáfa og dreifing greinasafns í formi ritraðar um ESB-málefni.
- Vefsíðuhönnun og vefsíðugerð.
Síðastnefndu samtökin eru þau, sem standa að þessari bloggsíðu, Fullveldisvaktinni (fullveldi.blog.is). Nánari upplýsingar um þau er að finna á höfundarsíðunni og í 1. grein bloggs okkar.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Já- og nei-hreyfingar fá styrki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.5.2012 | 17:05
Lítill áhugi á sjálfbærum fiskveiðum innan ESB
Skv. umhverfisfréttaritara BBC, Richard Black, hefur umræða um almenna sjávarútvegsstefnu ESB breyst töluvert varðandi útrýmingu brottkasts, minnkun fiskveiðiflotans og enduruppbyggingu fiskistofna. Upprunalega markmiðinu um enduruppbyggingu fiskistofna 2015 seinkar a.m.k. um fimm ár.
Umræðurnar hafa snúist um viðhorf norðurríkja eins og Svíþjóðar og Þýskalands sem eru hlynnt sjálfbærum veiðum á móti afstöðu ríkja eins og Spánverja, Portúgala og Frakka, sem vilja vernda skammtímasjónarmið útgerða.
Markus Knigge, ráðgefandi hjá Pew Environment Group, segir að "spurningin [sé] mjög grundvallandi: Munu sjávarútvegsráðherrar aðildarríkja ESB hafa hugrekki til að hætta ofveiðum eða ekki?"
Tillaga Maríu Damanaki sjávarútvegsráðherra ESB s.l. ár var um þrjú meginatriði:
- Endurheimta hámarksstærð fiskistofna til sjálfbærra fiskveiða (MSY) árið 2015.
- Minnka og stjórna stærð fiskveiðiflota ESB með innri kvótaviðskiptum.
- Útrýma skaðlegu brottkasti fisks fyrir utan leyfilegan skipskvóta.
Ríkisstjórnirnar hafa ekki sýnt neinn áhuga á að semja um þessi atriði við Damanaki síðan hún lagði tillöguna fram.
Viðskiptamódel með flytjanlegum kvóta mætti mikilli andstöðu og nær ekki fram að ganga. Í stað þess er rætt, að hvert ríki beri ábyrgð á stærð eigin fiskveiðiflota. Talað er um að beita sektum til að refsa þeim löndum, sem brjóta gegn samþykktum um heildarstærð.
Þetta hefur hringt viðvörunarbjöllum hjá ýmsum umhverfissamtökum, sem bent hafa á, að margar þjóðir ESB hafi sannað óvilja sinn til að takmarka flotann á undanförnum árum. Ýmsir, sem fylgst hafa með viðræðum í bakherbergjum í Brussel, eru alveg gáttaðir á hrossakaupum Frakka og Breta, þar sem Frakkar lofa að styðja valddreifingu ákvarðanatöku í sjávarútvegi í skiptum fyrir stuðning Breta við að viðhalda skaðlegu brottkasti. Richard Benyon, sjávarútvegsmálaráðherra Bretlands, hefur andmælt því, að Bretar styðji Frakka í brottkasti fisks. Algjört bann við brottkasti verður tekið upp í Bretlandi mjög bráðlega. Á meðan krefjast ýmis ríki, að brottkast verði gert að langtímamarkmiði bundnu endurnýjunaráætlun fyrir einstaka fiskistofna eða svæði. Umhverfissinnar segja að með þessu verði upphaflega tillagan mjög svo útþynnt.
Megin-ágreiningurinn er að horfið verði frá endurheimt fiskstofna árið 2015.
MSY (Maximal sustainable yield) er mælikvarði á hámarksstærð fiskstofna, fyrir hámarksnýtingu án þess að gengið sé á sjálfa endurnýjunarhæfileika stofnsins til að viðhalda stærð sinni. Upprunalega tillagan var um að allir stofnar sem mögulegt væri að vernda myndu ná hámarksstærð 2015 og aðrir stofnar í síðasta lagi árið 2020. En ráðherrar aðildarríkja ESB telja að meiningin, sem mögulegt væri þýði, sé að þeir þurfi ekki að flýta sér.
Það er því alls óljóst, hvort eða hvenær ESB getur byrjað að breyta þeirri sjávarútvegsstefnu sem framkvæmdastjórnin sjálf lýsir með orðinu "skaðleg."
Skv. ESB eru 75% af fiskstofnum ofveiddir og köstin skila nú aðeins broti af því, sem þau voru fyrir 15-20 árum. T.d. hefur þorskveiði dregist saman um 70% á s.l. tíu árum.
Íslendingar þurfa því ekki að gera sér neinar grillur um að geta haft áhrif á fiskveiðistefnu ESB. Útkoman við aðild að ESB yrði hins vegar sú, að kvóta Íslendinga yrði skipt á sama grundvelli og ESB deilir út makrílkvótanum og ekki liði langur tími, þar til fiskistofnar hinna gjöfulu íslensku fiskmiða yrðu í sama ásigkomulagi og aðrir fiskstofnar ESB vegna skaðlegrar sjávarútvegsstefnu ESB.
Stokkhólmi, 29. maí 2012,
Gústaf Adolf Skúlason.
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt 30.5.2012 kl. 02:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2012 | 04:51
Það sem fólki dettur í hug! (ástæður til að tapa sjálfstæði)
Ýmsar hlálegar röksemdir fyrir því, að sumir vilja "ganga í Evrópusambandið", er að finna í blaðinu Unga Evrópa (þau meina: Evrópusamband!). Hér er t.d. svar Daða Rafnssonar, sem er þó ekkert verra en hvert annað þar:
- Hver er helsta ástæðan fyrir því að þú viljir ganga í Evrópusambandið?
- Helsta ástæðan fyrir því að ég vil sjá Ísland eiga aðild að Evrópusambandinu er sú að þar eru þjóðir Evrópu að vinna saman að sínum markmiðum í stað þess að vinna gegn hverri annarri [= hver gegn annarri]. Þetta stuðlar að velsæld, friði og öryggi. Með því að standa utan þessarar samvinnu óttast ég að íslensk þjóð sé að taka sér stöðu sem annars flokks Evrópubúar, með lítil völd og hverfandi áhrif á atburði sem varða eigin hagsmuni.
- Hvers vegna ætti ungt fólk að vilja ganga í ESB?
- Ungt fólk vill hafa velsæld, vinnu og öryggi næstu sextíu til áttatíu árin á meðan það lifir sínu lífi og lengur fyrir börnin sín. Heimurinn í dag er ekki heimurinn sem foreldrar okkar ólust upp í og heimurinn sem börnin okkar munu búa í verður ólíkur þeim sem við þekkjum í dag.
Þvílík vantrú á þróunargetu eigin lands og nánast ofsatrú á þróunargetu gömlu Evrópu!! Veit Daði ekki, að bara vegna fárra fæðinga þar undanfarna áratugi lendir álfan í nýjum hremmingum aldursmisskiptingar upp úr 2030, í ofanálag við allan óstöðugleikann?
Já, þessi vin stöðugleikans, sem átti að heita, er nú orðin suðupottur óstöðugleikans og evrusvæðið raunar hættu-fenjasvæði fyrir ekki bara Evrópu, heldur alla jarðkringluna!
Það er ekki að furða, að hvatvísir og bláeygir leiti í slíkt sæluríki!
Jón Valur Jensson.
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 05:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.5.2012 | 18:29
Grænir eru vesalingar, sem gera aðlögunarferli Íslands að ESB mögulegt
Ég vona, að morgunbænin hjálpi.
LEIKUR TVEIMUR SKJÖLDUM
því lengi má manninn reyna.
Gústaf Adolf Skúlason.
![]() |
ESB-viðræðurnar á fulla ferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt 27.5.2012 kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)