Ari Trausti Guðmundsson virðist lítt hafa kynnt sér Evrópusambandið og ætlar að gera upp hug sinn alveg í lokin!

Hann var í viðtali á Útvarpi Sögu þar sem þetta kom fram. Hann telur sig ekki sjá, að um fullveldisafsal verði að ræða fyrr en hann skoði lokasamning - og hvort Ísland verði ekki lengur sjálfstætt land þar með. Dæmi, sem hann tekur, bendir eindregið til sama þankagangs hjá honum og ESB-sinnum mörgum hverjum, þ.e.a.s. hann bætir við framangreint: hvort Danmörk, til dæmis, eða Eystrasaltslöndin séu sjálfstæð. Þessu kasta margir fram og láta sem fáránleiki hugsunarinnar sé augljós - og það sama virðist vaka fyrir Ara Trausta, þeim gamla heildarhyggjumanni. En valdheimildir Evrópusambandsins eru gríðarlegar og í margfalt meira mæli gagnvart okkar þjóðarbúi (þótt miðað sé við höfðatölu) heldur en meðal Dana og þjóða austast við Eystrasalt. Sjávarútvegurinn er hér svo stór hlutfallslega, að það á sér hvergi neitt sem nálgast hliðstæðu í ESB-löndum. Sjávarauðlindin, fiskistofnarnir, eru svo stór hluti af auðlindum okkar, að það á sér ekkert sambærilegt í ESB-ríkjum. En einmitt á þessu sviði sjávarútvegsmála tekur Evrópusambandið sér FULLAR VALDHEIMILDIR, ólíkt mörgum öðrum atvinnusviðum.

Þar að auki er fullveldisframsalið sjálft augljóst í öllum seinni áratuga "aðildarsamningum" (accession treaties), sem eru með þeim ósköpum gerðir, að nýja aðildarríkinu er ævinlega gert það að skyldu að meðtaka ALLA sáttmála og ALLA löggjöf Evrópusambandsins og að láta sína eigin löggjöf víkja, þegar á milli ber. Það verður jafnvel neytt til þess með úrskurði ESB-dómstólsins og túlkunavalds ESB sjálfs og hefur fyrir fram meðtekið það forræðisvald ESB. Hvernig og hvar? Í sjálfum "aðildarsamningnum"!

Ef Ari Trausti Guðmundsson hefur ekki skerpu til að sjá þetta, á hann þá erindi á forsetastól? Ef hann hafði ekki kynnt sér þessi mál, voru þá ekki síðustu forvöð fyrir hann að gera það um það leyti sem hann tók ákvörðun um sitt framboð?

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég hef alltaf litið á hann hlutlaust í veðurfréttaskýringum,en eftir sjónvarpsfundinn,með öllum forsetaefnunum auk okkar forseta,finnst mér hann óþolandi. Hlustaði ekki á hann á Sögu,hafði ekki áhuga.

Helga Kristjánsdóttir, 20.6.2012 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband