Ekki flóafriður fyrir neyðarfundum um evrusvæðið; en á Íslandi bíður söfnuður heittrúaðra þess að fá inngöngu!

Vandi ríkjanna á evrusvæðinu er gríðarlegur og sífelldir neyðarfundir haldnir vegna hans í ýmsum löndum, jafnvel í St Pétursborg. Cameron, forsætisráðherra Breta, "segir að ekki sé hægt að ætlast til þess að Þýskaland geti eitt leyst þann vanda sem ríkin á evrusvæðinu eigi við að eiga. Hann segir að þörf sé á margvíslegum alvarlegum aðgerðum" (Mbl.is).

Jafnvel þótt Bretar hafi sagt sig frá þátttöku í neyðaraðgerðum, var hann nú að funda um þennan risavaxna vanda með Angelu Merkel, kanzlara Þýzkalands, og ræddi einnig við Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Stendur til, að fá eigi lán hjá norska olíuveldinu til að bjarga málum á evrusvæðinu? Ekkert veit undirritaður um það, en hitt kom fram í fréttinni hér, að "hann sagði eftir fundinn að þörf væri á skjótum viðbrögðum."

Er það ekki undarlegt, að jafnvel nú, undir það síðasta, í eldhúsdagsumræðum til dæmis, eru Samfylkingarmenn ennþá að tala um að koma okkur Íslendingum inn á þetta illa haldna evrusvæði?! Jafnvel samherjar þeirra í Samtökum iðnaðarins hafa nú snúið við blaðinu: meirihluti félagsmanna þar vill EKKI evruna!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Þýskaland getur ekki eitt leyst vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er þetta ekki alveg ótrúlegt?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2012 kl. 10:01

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þráhyggja? Svo ég líki nú eftir gaurnum á Vinstri V.

Helga Kristjánsdóttir, 7.6.2012 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband