Færsluflokkur: Skoðanakannanir
Að þjóðin "fái" að svara 5 handvöldum spurningum Esb-sinna í ríkisstjórn og þingnefnd, en leyfa henni EKKI að hafna þar fullveldisframsalsákvæði í 111. grein stjórnarskrár-draga umboðsvana stjórnlagaráðs, jafngildir því EKKI að gefa þjóðinni æðsta vald um nýja stjórnarskrá, heldur virðist þetta form á málinu skollaleikur einber -- sýnd veiði, en ekki gefin um þjóðarvald í æðstu málum. Þar að auki er atvæðagreiðslan einungis sögð ráðgefandi.
Frumvarp, sem inniheldur ákvæði (í bland með hlálegum áróðurshljómi) frá Evrópusambands-sinnum í stjórnlagaráði um tiltölulega auðvelt og hraðvirkt fullveldisframsal, ætti að draga til baka og vanda betur alla vinnu að endurskoðun stjórnarskrár í framhaldinu.
Jón Valur Jensson.
Umræðu um þjóðaratkvæði frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | Breytt s.d. kl. 02:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.5.2012 | 11:12
Fer forsætisráðherra Íslands með ósannindi um stöðu ESB-mála?
Því er blákalt haldið fram í leiðara Mbl. Fari blaðið rétt með, er það vitaskuld alvarlegt mál. Á Alþingi sagði Jóhanna
- kannanir hafa "sveiflast mjög frá því að lögð var inn aðildarumsókn" og að fylgið sé "nokkuð lítið núna". Hún sagði að skýringarnar "liggi nokkuð ljósar fyrir" og nefndi makríldeilu og meðalgöngu ESB vegna Icesave-málsins í því sambandi. Þar að auki hafi staðan í Evrópu "á umliðnum vikum og mánuðum" haft áhrif en það sé vonandi tímabundið. "Ég hygg því að bakslagið sé tímabundið að því er varðar þessa skoðanakönnun," sagði Jóhanna. (Tilvitnun hér úr leiðara Morgunblaðsins í dag: Ósannindi um stuðning.)
Er þetta rétt hjá henni? Er hér um stutt eða tímabundið "bakslag" að ræða frá "fylgi" við ESB-umsókn flokks hennar og Vinstri grænna? Fjarri fer því. ALDREI hefur verið meirihlutastuðningur við "aðild" náð meirihlutafylgi í tíð þessarar ríkisstjórnar, sem þó hefur barizt fyrir þessu máli nánast frá fyrstu tíð og nýtur til þess stuðnings voldugra fjölmiðla (rétt eins og í sínu Icesave-máli) og nú síðast beinnar áróðursfjárveitingar frá Evrópusambandinu, sem veitr heilum 230 milljónum til "kynningarstarfs" í gegnum Athygli hf. og tvær svokallaðar "Evrópustofur", í Reykjavík og á Akureyri.*
Upplýsingar, sem staðfesta MEIRIHLUTASANDSTÖÐU við "aðild" allt frá upphafi umsóknarinnar verða birtar hér sundurliðaðar á þessu vefsetri í annarri grein innan tíðar.
Ofangreind ummæli lét Jóhanna Sigurðardóttir falla í liðinni viku í svari við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, en hann hafði spurt hana þar um afstöðuna til aðildarumsóknar "í ljósi vilja þjóðarinnar,"og vísaði hann til nýlegrar, vandaðrar skoðanakönnunar, þar sem fram kom, að meirihluti var á móti aðild, en einungis 27,5% fylgjandi henni."
Hvetja ber alla til að lesa þennan leiðara Morgunblaðsins í dag, Ósannindi um stuðning, bls. 20. Þótt ekki sé hann langur, fær svar Jóhönnu þar eins afgerandi röklega hrakningu eins og verða má. Svar hennar er í raun "fjarstæða" (orð leiðarahöfundar, studd gildum rökum), og hún "hlýtur að vita betur" í raun og veru. Engar umtalsverðar sveiflur hafa verið á andstöðu þjóðarinnar við inngöngu í Evrópusambandið, og þar þurfti hvorki makrílmál né aðild ESB að lögsókn á hendur okkur fyrir EFTA-dómstólnum til, og það væri réttast að Jóhanna viðurkenndi með "ísköldu mati" í stað þess að fara með ósannindi, eins og hún gerði á sjálfu Alþingi í svari sínu. Eða er málinu kannski þannig farið, eins og segir í lok leiðarans: "Er staða umsóknarinnar svo veik að hún þoli ekki að sannleikurinn komi fram?"?
* Síðarnefnda "Evrópustofan" var opnuð nú í kringum 1. maí, á sama tíma og ESB hleypti hér af stokkunum vikulöngum hátíðahöldum á s.k. þjóðhátíðardegi Evrópusambandsins. Í sjálfum ESB-löndunum tíðkast aðeins að halda upp á þetta einn dag á ári. Greinilega þykir Brusselmönnum ekki af því veita að herða sig hér, með mikinn meirihluta þjóðarinnar á móti aðild Íslands að þessari stórveldisviðleitni, en aðeins 27,5% með!
Jón Valur Jensson.
Skoðanakannanir | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2012 | 02:38
Fullyrðingar Samfylkingarmanna um klofna afstöðu sjálfstæðismanna til ESB eru tilefni fyrir þá fyrrnefndu til að skoða sjálfa sig í spegli
Einungis 10,2% kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru hlynnt inngöngu í ESB skv. skoðanakönnun, en þegar litið er til Samfylkingar, eru 12,3% mótfallin inngöngu. 73,8% kjósenda Samfylkingarinnar eru hlynnt því að Ísland gangi í ESB, en 77% sjálfstæðismanna eru því andvígir.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn er sagur klofinn í þessu máli, þá ætti það miklu fremur að segjast um Samfylkinguna!
Grasrótin í Sjálfstæðisflokknum er einarðari í þessu máli en í nokkrum öðrum flokki sem nú er á þingi. Annað mál er, að forystan í Valhöll lætur ekki nógu vel að stjórn flokksmanna og er enn með all-lina afstöðu í ESB-málinu, eins og greina mátti á tali Bjarna Benediktssonar í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi. Þá eru hreinni línur hjá Guðmundi Franklín Jónssyni í Hægri grænum í andstöðunni við Evrópusambands-inngöngu. En þvílík er andstaðan við hana í Sjálfstæðisflokknum, að það á vel að vera unnt að setja þar traustan fullveldissinna á formannsstól eða ætlast til skeleggari afstöðu núverandi formanns. Hann hefði yfirgnæfandi fjölda fylgismanna flokksins með sér í því máli.
Jón Valur Jensson.
Mest andstaða hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2012 | 20:37
Þjóðin er MJÖG andvíg s.k. inngöngu í Evrópusambandið
Enn ein ánægjuleg skoðanakönnun sýnir yfirgnæfandi andstöðu við "að Ísland gangi í Evrópusambandið": 53,8% andvíg, en aðeins 27,5% hlynnt, og munurinn er raunar MEIRI en þessi!
"Kannað var sérstaklega hlutfall þeirra sem eru eindregnir í afstöðu sinni til inngöngu í Evrópusambandið, og reyndust þær niðurstöður nokkuð áhugaverðar. Þar kemur í ljós að hópur þeirra sem eru mótfallnir inngöngu hefur miklu sterkari skoðun á málinu heldur en hinir sem eru fylgjandi inngöngu. Þetta hefur þýðingu þegar við erum að hugsa um mögulegar breytingar á afstöðu. Það er ólíklegra að fólk færist úr mjög sterkri afstöðu til dæmis á móti yfir í að vera fylgjandi, segir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, en könnunin var gerð fyrir hann og m.a. birt í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins, þar sem hann lét framangreind orð falla (leturbr. hér).
Einnig þessi staðreynd er í takt við aðrar nýlegar skoðanakannanir.
19,7% tóku ekki afstöðu. Úrtakið var 1.900 manns og svarhlutfall 67%.
- Meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Samstöðu er andvígur því að gengið verði í ESB en meirihluti Samfylkingarinnar eru því hins vegar hlynntur. (Mbl.is.)
Hvenær ætlar Samfylkingin að láta af þessari þráhyggju sinni? Hvenær ætlar hún að hætta að svínbeygja Vinstri græn í þessu máli? Og ætlar forysta VG að láta þetta óvinsæla mál keyra flokkinn bókstaflega á kaf?
JVJ.
Mikill meirihluti vill ekki í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2012 | 21:34
Er Þóra Arnórsdóttir óskakandídat Samfylkingarinnar og ESB-sinna?
Nýjabrum er að Þóru Arnórsdóttur og eins Ara Trausta Guðmundssyni. Bæði koma af vinstri vængnum eins og Ólafur Ragnar Grímsson; mætti ætla, að frá því að Sveinn Björnsson lézt á forsetastóli fyrir 60 árum, hafi hægri menn verið í banni frá forsetakjöri.
Ari Trausti var meðal alróttækustu vinstri manna á 7. og 8. áratugnum og skrifaði lengi á þann veg í DV-greinum, en hefur tekizt að ávinna sér traust fyrir ritstörf sín, að ógleymdri ókeypis kynningu á sjónvarpsskjánum, sem hefur dugað furðumörgum til að ná inn á Alþingi og í borgarstjórn.
Þóra Arnórsdóttir kemur úr Alþýðuflokknum og vann með virkum hætti að stofnun Samfylkingarinnar. Það, sem hins vegar er alvarlegt í augum margra, er að hún var einn stofnenda Evrópusamtakanna 1995 og sat a.m.k. í fyrsta fulltrúaráði þess --- hafði þannig virkan áuga á s.k. inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Alvarlegt er þetta í ljósi þeirrar þekkingar, sem menn hafa nú á Evrópusambandinu. Það hefur þróazt hratt frá því um 1990 til miklu meira en fríverzlunar- og tollasambands --- EFTA, Fríverzlunarsamtök Evrópu, eru allt annars kyns, þótt þar séu reyndar mjög mikilvægir tollasamningar gerðir við æ fleiri ríki utan Evrópu.
Af öllum ríkjum er "innganga" í Evrópusambandið alvarlegust fyrir smáríkin. Svo afgerandi er valdaafsalið og svo lítilfjörlegt áhrifavægið, sem þau fá í staðinn --- yrði t.d. langt innan við 1 pró mill fyrir Ísland! --- að segja má, að þau hafi nánast öllu að tapa og ekkert að vinna, ef um er að ræða smáríki með tiltölulega miklar auðlindir. Þetta á einmitt við um Ísland.
Þóru Arnórsdóttur ber í þessu ljósi vitaskuld að gera hreint fyrir sínum dyrum og upplýsa þjóðina um afstöðu sína til Evrópusambandsins og þeirrar stefnu núverandi ríkisstjórnar, sem senn missir völdin, að sækja um inngöngu í þetta volduga ríkjasamband. Forseti Íslands leggur eið að stjórnarskránni, en það er andstætt anda og bókstaf þeirrar stjórnarskrár lýðveldisins að innlima það inn í erlent ríkjasamband eða sambandsríki. Allt frá 1997 (ekki seinna en svo) hefur ESB stefnt markvisst að því að verða sambandsríki.*
Þar að auki myndi hvorki Alþingi né forsetinn, sem fara hér með löggjafarvald samkvæmt 2. grein stjórnarskrárinnar, eiga neina aðkomu að þeim lögum, sem hingað bærust frá Brussel, ef land okkar yrði partur af Evrópusambandinu --- og þjóðin ekki heldur í gegnum málskotsrétt eftir synjun forsetans, því að þau lög kæmu aldrei inn á hans borð né á ríkisráðsfund fremur en þingfundi hins háa Alþingis.
Það, sem verra er: Öllum þau lögum, sem komið hefðu frá Alþingi og ættu eftir að koma þaðan, væri sjálfkrafa gefið víkjandi gildi, ef gildi skyldi kalla, þegar eða ef í ljós kæmi, að þau rækjust á eitthvað í ESB-löggjöf. Þetta, ekkert minna, er skýrt og skilmerkilega tekið fram í hverjum aðildarsamningi, og mættu nú ýmsir fara að kynna sér þá samninga! -- t.d. þennan við Svía, Finna og Austurríkismenn, dags. 29. ágúst 1994.
Fari svo ólíklega, að Þóra Arnórsdóttir nái kjöri til embættis forseta Íslands, er viðbúið, að Ólafur Ragnar Grímsson fái á sig margar áskoranir um að gefa kost á sér til að leiða nýjan flokk í framboði til alþingiskosninga á næsta ári, eins og Páll Vilhjálmsson blaðamaður ritar um HÉR í dag. Er viðbúið, að sá flokkur nyti mikils stuðnings jafnt vinstri sem miðjumanna og jafnvel sumra af hægri vængnum.
* "Í samþykkt [Esb.]þingsins frá desember 1997 segir m.a.: "Löndin sem sækja um aðild verða að sýna, að þau séu trú grundvallarmarkmiðum ríkjasambands sem stefnir í átt að sambandsríki" ("federal state"). Í samþykktinni er hvatt til þess að afnema neitunarvald, minnka áhrif smáríkja og auka miðstjórnarvald." (Ragnar Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind, s. 103.) --- Þessu markmiði hefur sambandið unnið að síðan, einkum með Lissabon-sáttmálanum, og birtist það m.a. í takmörkun neitunarvaldsins og stórauknu vægi stórþjóðanna í Evrópusambandinu, en hinn 1. nóvember á þarnæsta ári gengur í gildi það ákvæði sáttmálans, sem nær tvöfaldar atkvæðavægi Þýzkalands í leiðtogaráði ESB og hinu volduga ráðherraráði (hefur löggjafarvald um sjávarútveg langt umfram ESB-þingið), þ.e. úr 8,41% núverandi vægi Þýzkalands í 16,41%. Samtals eykst þá atkvæðavægi sex stærstu ríkjanna úr 49,3% í 70,44% (sjá nánar hér: Ísland svipt sjálfsforræði).
Jón Valur Jensson.
Þóra mælist með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | Breytt 27.4.2012 kl. 06:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)