Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
13.11.2012 | 09:23
Sjálfsmorð Amaia Egana stöðvar yfir 500 daglegar afhýsingar á Spáni
Að evrukreppan krefur líf í suður Evrópu þykir kannski ekki fréttnæmt lengur. En líf Amaia Egana í Bilbao á Spáni stöðvar alla vega tímabundið um 500 daglegar afhýsingar skuldara á Spáni, sem ekki geta borgað íbúðarlánin sín.
Á föstudaginn átti að reka Amaia Egana úr íbúð sinni en hún hafði ekki borgað af íbúðarláninu í einhvern tíma. Bankinn lýsti hana gjaldþrota og þegar fulltrúar yfirvalda komu til að láta fara fram nauðungaruppboð á íbúðinni valdi hin 53 ára gamla Amaia Egana að binda endi á líf sitt með því að hoppa út um gluggann á fjórðu hæð. Amaia skilur eftir sig 21 árs gamla dóttur. 26. október hoppaði jafngamall maður út um glugga íbúðar sinnar í Burjassot, þegar hann frétti, að bera ætti hann út úr íbúðinni. Hann lifði af fallið. Daginn áður fannst jafnaldri hans látinn á heimili sínu í Granade eftir að honum barst tilkynning um nauðungaruppboð á íbúðinni.
Spánn fylgir sama sjálfsmorðsmunstri og Ítalía og Grikkland í kjölfar evrukreppunnar með 22 % aukningu í tíðni sjálfsmorðstilrauna 2011. Í Grikklandi jukust sjálfsmorð með 40% fyrri árshluta 2010. Á Ítalíu hefur sjálfsmorðstíðnin aukist með 52% frá 2005 til 2010.
Öll sjálfsmorð fá þó ekki sömu afleiðingar og sjálfsmorð Amaia Egana á Spáni. Þúsundir manna hafa brugðist við harmleiknum og farið í mótmæli gegn aðgerðum banka og yfirvalda, sem neyða Spánverja að yfirgefa heimili sín. Bankaútibú voru máluð með orðunum "morðingjar" og "kapítalistar." Þessi mótmæli hafa borið árangur.
Forsætisráðherrann Mariano Rajoy segir að núverandi lög leiði til "ómanneskjulegra aðstæðna" og vill stöðva tímabundið nauðungaruppboð og afhýsingu fólks. Sósíalistaflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, er á sömu línu.
Frá upphafi kreppunnar fyrir fimm árum síðan hafa yfir 400 000 spánskar fjölskyldur misst heimili sín. Atvinnuleysið er yfir 25% á Spáni.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2012 | 17:44
Anders Borg varar sænsku bankana við að greiða út arð til eigenda

"Ég skal vera skýr með þetta; byrja bankarnir að ræða um að greiða út arð, þá skerpum við áhættuvægið. Núna er ekki staða fyrir bankana að hefja útborgun arðs til hlutafjáreigenda eða að endurkaupa hlutabréf, "
sagði Anders Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar á fundi ESB-nefndar sænska þingsins 9. nóvember.
Orðið áhættuvægi, sem hljómar svolítið tæknilega, táknar kröfu um eiginfjárbindingu bankanna til að geta mætt og staðið undir hugsanlegum áföllum. Ef Borg gerir alvöru úr hótun sinni, þurfa bankarnir að binda meira eigið fé til að geta staðið undir áhættusömum húsnæðislánum.
Fyrrum sósíaldemókratíski fjármálaráðherrann Thomas Östros er í dag framkvæmdastjóri sænska bankasambandsins, hann segir að bankarnir í Svíþjóð séu langt yfir eiginfjárbindingarskyldu sinni, sem þar að auki er hærri í Svíþjóð en hjá öðrum bönkum.
"Í markaðsefnahagskerfi verða eigendur og stjórnir að fá að greiða út arð," segir kratinn Östros.
"Ég reikna með því, að ríkisstjórnin sé bæði stolt og ánægð með hversu vel sænsku bankarnir eru fjármagnaðir."
Í dag skellur efnahagskreppa evrulandanna með fullum þunga á Svíþjóð og er hraði boðaðra uppsagna sænskra fyrirtækja rúm 1000 manns á viku (leiðrétt 12.okt. frá degi hverjum). það eru fremst útflutningsfyrirtæki á sviði stál- og pappírsiðnaðar en einnig hátæknifyrirtæki eins og Ericsson sem segja upp starfsfólki. Byggingariðnaðurinn fylgir þétt á eftir.
Kratarnir eru sjálfum sér líkir, loka augunum fyrir raunveruleikanum og halda áfram spilltu líferni með vinum sínum í fjármálaheiminum.
![]() |
Hollt að hafa góðar húsreglur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 12.11.2012 kl. 07:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2012 | 10:47
Norðmenn vilja frekar fríverzlunarsamning við ESB en EES-samninginn
Það rétt merst hjá Norðmönnum, að rúmur helmingur, 53%, styður EES-samninginn. Hins vegar segjast 45% frekar vilja fríverslunarsamning en EES-samninginn á móti 29% sem kjósa fremur aðildina að EES (Mbl.is, norsk könnun). Þetta er mjög íhugunarvert fyrir okkur Íslendinga.
Hér er í 1. lagi lýst eftir meintum ávinningi þess að hafa þennan EES-samning! Endilega tilfærið einhver rök fyrir því, tölum studd, ef þið getið!
En í 2. lagi hefur þessi samningur verið notaður lymskulega sem gervirök fyrir þeirri fölsku fullyrðingu, að "full ESB-aðild" væri betri!!!
Í 3. lagi er svo uppi hættuleg viðleitni sumra, jafnvel með þátttöku Bjargar Thorarensen lagaprófessors, um að sumt af (yfirvofandi) innfærslum ESB-laga hér í gegnum EES-samninginn sé svo alvarlegs eðlis, þ.e. gangi svo nærri fullveldisréttindum okkar (t.d. með því valdi sem ESB fengi hér til að leggja sektir á Íslendinga skv. nýrri fjármálafyrirtækja-tilskipun), að nauðsynlegt sé að setja inn í stjórnarskrá okkar heimild til fullveldisframsals.
Þarna tekur Björg algerlega rangan pól í hæðina. Þessi nýjasta fjölþreifni ESB eftir valdíhlutun í Noregi og á Íslandi, auk Liechtensteins, er ekki í neinu samræmi við það meginprincíp sem heita átti að væri tekið í gagnið með EES-samningnum, þ.e. um tvíhliða ákvörðunarferli. Ísland og Noregur vilja ekkert hafa að gera með þessa nýju tilskipun, hún á hér ekki heima frekar en ýmislegt annað frá Brussel. Þegae fjölþreifni ESB er komin á þetta stig, er komin full ástæða til að segja skýrt NEI og alls ekki að breyta stjírnarskránni á fyrrnefndan veg, enda væri það hættulegt fordæmi fyrir því að ganga lengra. Nú hins vegar er algerlega komið í veg fyrir það með gildandi stjórnarskrá, að stjórnvöldum hér leyfist að draga þjóðina inn í Evrópusambandið, því að 2. gr. hennar og margar aðrar kveða allar á um, að allt æðsta löggjafarvald á Íslandi skuli fólgið í innlendum valdstofnunum: Alþingi, forsetaembættinu og hjá þjóðinni sjálfri. En í ESB hins vegar er æðsta löggjafarvald yfir öllum ríkjunum fólgið í valdstofnunum ESB: ESB-þinginu og ráðherraráðinu. Þetta stendur skýrt í öllum aðildarsáttmálum, þótt pólitískir analfabetar viti ekkert af því og aðrir, ESB-snatarnir, láti ávallt sem ekkert sé vitað um "aðildarsamninginn væntanlega"!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Flestir vilja frekar fríverslunarsamning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2012 | 07:06
Hættunum fjölgar. Seðlabanki Svíþjóðar lagrar dollara í stað evru.

G-20 löndin héldu fund um helgina í Mexíkó og skv. minnisblaði, sem fréttaveitan Bloomberg hefur séð eru horfurnar vaxandi slæmar í öllum heiminum. Hættur, sem nefndar eru, eru möguleg seinkun á kreppuaðgerðum í Evrópu og styrkleikinn í þörfum á efnahagslegum niðurskurði bæði í USA og Japan. Minnkandi heimsverslun skaðar útflutning margra landa eins og Japan.
Árið 2010 samþykktu G-20 löndin að minnka fjárlagahalla ríkjanna um helming fram til 2013 og fá stöðuleika í skuldastöðu ríkjanna sem hluta af vergri þjóðarframleiðslu árið 2016. Fjármálaráðherra Kanada Jim Flaherty sagði að trúverðugleiki G-20 ríkjanna væri í hættu, ef þau stæðu ekki við gefin fyrirheit. Hann beindi orðum sínum sérstaklega til Bandaríkjanna og sagði: "Það eru þokkalegir möguleikar, að USA nái markmiðum sínum til lengri tíma. Það er afar mikilvægt, að Ameríkanarnir taki forystu í þessum málum."
Stálbaðið, sem Spánn, Portúgal, Ítalía og Grikkland gangast undir, er farið að hafa mikil áhrif á sænskar útflutningsgreinar. Útflutningur hefur fallið með 35% á þremur árum til Spánar og 65% til Grikklands.
Þetta sumar hefur Seðlabanki Svíþjóðar skipt út stórum hluta evru gegn dollar. Reynsla bankans eftir Lehman Brother hrunið er, að það sé betra að eiga nóg af dollar, þegar kreppir að. Bankinn hefur aukið andvirði bréfa í dollar frá 30 til 50% af gjaldeyrisforðanum og svipuð bréf í evrum hefur lækkað frá 50 til undir 40%. 75% evra er bundið í þýskum ríkisbréfum.
"Í fjármálakreppunni minnkaði magn dollara í umferð, því ameríkanski fjármálamarkaðurinn vildi ekki fjármagna evrópska banka og tók heim mikið af dollurum," segir Göran Robertsson hjá Seðlabanka Svíþjóðar. "Eykst óróleikinn í Evrópu metum við ástandið þannig, að skortur verði á dollar hjá evrópskum bönkum. Seðlabanki Evrópu dælir inn evrum í kerfið."
Financial Times greindi nýverið frá því, að seðlabankar á vaxandi mörkuðum hefðu undanfarið losað sig við evruna og keypt eigin gjaldmiðla í staðinn.
Af ofangreindu má sjá, að orð Merkels standa fyrir hana sjálfa og ekki eru allir henni sammála um að sólin sjáist á ný í Evrópu eftir 5 ár. /gs
![]() |
Merkel: Fimm ár í lok skuldakreppunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2012 | 20:51
ESB-Þorgerður Katrín gegn Þorkatli lýðræðis- og fullveldissinna
Án raka segir hún fráleitt að slíta aðildarviðræðum. Þó var umsóknin stjórnarskrárbrot, þjóðin ekki spurð, og við bættist: "Innlimunarferlið sem ESB hefur nú dregið okkur í með fulltingi [ríkisstjórnari]nnar er fyrir löngu komið langt út fyrir ramma þeirrar samþykktar sem Alþingi veitti fyrir "aðildarviðræðum" í upphafi. Og við, þjóðin, höfum aldrei verið spurð. Eða erum við kannski ekki þjóðin? A.m.k. virðist enn gæta nokkurs misskilnings þar um eins og hér um árið, því ekkert fáum við að tjá okkur um það fullveldisafsal sem þarna er í vændum og hinar nýju stjórnarskrártillögur galopna fyrir með 111. grein."
Þarna er Þorkell Á. Jóhannsson, flugmaður í Akureyri, í mjög fréttnæmri grein í Mbl. í dag að ræða um ESB í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðsluna og þá fullveldisframsals-heimild sem ESB-sinnum tókst að troða í gegn í "stórnlagaráðinu" svokallaða. Eins og hann bendir á, fengu kjósendur ekkert að tjá sig um það fullveldisframsal, og er óhætt að fullyrða, að 66% Íslendinga voru ekki að greiða atkvæði með því. Það sést af þeirri staðreynd, að á báða bóga gerðist það, að menn svöruðu ýmist JÁ eða NEI við 1. spurningunni, þó að nei-menn væru ekki endilega andvígir ÖLLU innihaldi plaggsins og þó að já-menn væru með sama hætti ekki endilega sammála ÖLLU í því. Þar við bætist, að margir voru hreinlega illa upplýstir um þessa grein sérstaklega, m.a. af því að ekkert var fókuserað á hana í spurningunum.
Það er borðleggjandi staðreynd, að á tveimur krítískum stundum hafa Samfylkingar- og ESB-taglhnýtingar á Alþingi VILJANDI KOSIÐ AÐ HALDA ÞJÓÐINNI FRÁ ÁHRIFUM Á ÞEIRRA ILLA ESB-INNLIMUNARFERIL: þ.e.a.s. við umsóknina sjálfa, þegar breytingatillaga var borin fram af stjórnarandstöðu um að umsóknin yrði borin undir þjóðaratkvæði, en þá tillögu FELLDI stjórnarmeirihlutinn; og í 2. lagi var ekki við það komandi, að meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis tæki inn spurningu um 111. greinina um fullveldisframsal, og breytingatillaga sem stefndi í þá átt í þingumræðunni á eftir var einnig FELLD -- svo hræddur er þessi ESB-leiðitami lýður á Alþingi við að þjóðin fái að skoða það mál sérstaklega og greiða um það atkvæði. "Gott og vel," gæti þá einhver sagt; "þar með hafa þessir ESB-þjónar líka svipt sig tækifærinu til að geta sagt þessar ákvarðanir sínar njóta almenningshylli eða hafa á sér mark þjóðarumboðs." Svo er nefnilega ekki, og allan tímann frá umsókninni hafa ALLAR skoðanakannanir sýnt andstöðu þjóðarinnar við að fara inn í Evrópusambandið. Engin tilviljun þess vegna, að Samfylkingarstóðið vill ekki bera þessar áfanga-ákvarðanir sínar undir þjóðina!
Nefndur Þorkell hefur átt margar snjallar greinarnar í Morgunblaðinu, og með góðfúslegu leyfi hans birtast hér tilvitnanir í hans afar öflugu grein í Mbl. í dag, um stjórnlagaráðs-tillögurnar og hinar undarlegu kosningar sl. laugardag, þegar valfrelsi þjóðarinnar um innihaldið var margfalt minna en það sem þjóðinni var bannað að segja álit sitt á.
Hér er beint framhald textans frá Þorkatli (hér efst í færslunni):
Fráleitt verður séð að þetta framlag með stjórnarskrártillögunni sé í samræmi við vilja þjóðfundarins, sem lagði þó til það veganesti sem Stjórnlagaráði bar að vinna með. Fullveldisafsal var sannarlega ekki meðal áhersluatriða þar,* hvað þá að slíkt skyldi gert kleift án samþykkis aukins meirihluta þjóðarinnar.
* Sbr. orð Ásmundar Einars Daðasonar (hér neðar á vefsíðunni): Þjóðfundurinn 2010 var afdráttarlaus í afstöðu sinni til fullveldis Íslands og sagði bæði í upphafsorðum og niðurstöðum að stjórnarskráin ætti að vera sáttmáli sem tryggði fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar.
Jón Valur Jensson tók saman.
![]() |
Telur fráleitt að hætta aðildarviðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2012 | 11:50
STJÓRNLAGARÁÐSTILLÖGURNAR ERU EKKI ÞJÓÐARVILJINN
Þjóðin hefur ekki sett sér neina nýja stjórnarskrá, plaggið er illa unnið og þverstæðufullt. Seint og illa var hún upplýst og sérvaldar ofan í hana vel hljómandi spurningar. Ögmundur og Lilja Mós. eiga heiður skilinn fyrir að benda á það augljósa, að þjóðin var ekki spurð um alvarlegustu mál (fullveldisframsal, opnun á Núbóa og erlend útgerðarfyrirtæki (niðurfelling 2. tl. 72. gr. stjskr.), opnun á erlend glæpafélög) og það grafalvarlegasta (fullveldisframsalsheimildin í 111. gr.) sett fram með villandi hætti og í áróðursbúningi (í þágu friðar ...!) og látið eins og kjósendur fengju alltaf tækifæri til að afturkalla hana, en í 1. lagi er það gríðarerfitt, og í 2. lagi býður 111. gr. ekki leið til þjóðaratkvæðis um afturköllun, og svo sér 67. greinin um hitt að meina þjóðinni að krefjast þjóðaratkvæðis um slíkt!
Esb-sinna-yfirhlaðið "stjórnlagaráð", ólögmætt og umboðslaust nema frá 30 lögbrjótum á Alþingi, bauð upp á þessar trakteringar: LOKUN á að segja upp Schengen með þjóðaratkvæði, LOKUN á þjóðaratkvæði til að segja upp EES-samningnum, OPNUN á að framselja (þess vegna með eins atkvæðis meirihluta) æðsta og ráðandi löggjafarvald til Evrópusambandsins og einnig dóms- og framkvæmdavald (m.a. í sjávarútvegsmálum), en LOKUN á að þjóðin geti heimtað þjóðaratkvæði til að fara þaðan út, OPNUN á erlend glæpasamtök (niðurfelling lokamálsgr. 74. gr. stjórnarskrár Ísands) og OPNUN á útlendinga eins og Nubo sem vilja kaupa hér upp land og OPNUN á spænska útgerðarfursta að kaupa hér upp sjávarútvegsfyrirtæki.
ÞETTA ER EKKI ÞJÓÐARVILJINN, svo mikið er víst, og ÞJÓÐIN VAR BLEKKT OG FÍFLUÐ AF BÆÐI "RÁÐINU", SAMFYLKINGU, viðhengjum hennar og FJÖLMIÐLUM, m.a. Rúv og Útvarpi Sögu, sem kastaði t.d. út þremur þáttagerðarmönnum, bauð ENGUM lögspekingi til umræðna um málin, en "ráðsmönnum" var boðið þangað í löngum bunum, ekki sízt ESB-innlimunarsinnum og sumum aftur og aftur í klukkustundarlöng viðtöl sem síðan voru endurtekin margsinnis í dagskránni! Og litlu skárra var Ríkisstjórnarútvarpið
Jón Valur Jensson.
![]() |
Skili frumvarpinu sem fyrst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2012 | 17:26
Dómsdagsspámaðurinn varar við fullkomnu hruni

Fjárfestirinn og skilgreinandinn Marc Faber, einn þeirra sem kallast "Dr. Doom", sér ekkert ljós í nálægustu framtíð. Í viðtali við sjónvarpsstöðina CNBC spáir hann "allsherjar upplausn" innan fárra ára.
Marc Faber er þekktur sem rithöfundurinn á bak við fréttabréfið "Gloom, Boom and Doom" og hann varar oft við fjármálakreppu á heimsvísu.
Faber telur að valdahafar í Evrópu og USA leyfa skuldunum að hækka enn meira. Hann telur, að ríkin byggi upp það háar skuldir að lokum, að allt kerfið hrynji.
"Annað hvort verða stórar breytingar gerðar með friðsamlegum endurbætum eða með byltingum", segir Marc Faber við CNBC.
"USA nálgast æ hraðar þvílíka byltingu eins og Evrópa."
"Ég held, að við sjáum innan næstu fimm eða tíu árin, algjört hrun í öllum hinum vestræna heimi. Ég tel, að fjárlagahallinn í USA burtséð frá því, hver gegnir embætti í Hvíta húsinu, verði að lokum yfir 1.000 miljarði dollara árlega eins langt og augað sér", segir Marc Faber. /gs
![]() |
Skuldir ESB-ríkja jukust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2012 | 16:54
Tóbaksmútuhneyksli afhjúpar gjörspillta framkvæmdastjórn ESB
Heilbrigðisráðherra framkvæmdastjórnar ESB, Möltubúinn John Dalli var rekinn úr framkvæmdastjórninni s.l. þriðjudag á meðan rannsóknardeild ESB Olaf athugar bakgrunninn að mútukæru á hendur honum frá sænska tóbaksfyrirtækinu Swedish Match.
Skv. sænska Aftonbladet, sem náði tali af honum nýlega, neitar Dalli öllum ásökunum.
Sagan byrjaði í maí, þegar annar Maltverji að nafni Silvio Zammit hafði samband við Swedish Match og bauð fyrirtækinu, að hann mundi fyrir einar 60 miljónir evra (513 miljónir SEK eða tæpa 10 miljarði íslenskar krónur) geta fengið Dalli til að hætta við nýjar tóbaksreglur, sem banna bragðefni í reykingar og munntóbak.
Svíþjóð er með undanþágu fyrir framleiðslu SNÚS (munntóbaks), sem er mjög vinsælt og framleitt í ýmsum brögðum. Verði hugmyndir framkvæmdastjórnarinnar að veruleika, verður Swedish Match að taka a.m.k. tvær af vinsælustu tegundum sínum af markaðinum.
Tilheyrir sögunni að Silvio Zammit og John Dalli eru búnir að þekkjast og starfa saman lengi, m.a. var Zummit kosningastjóri Dalli áður fyrr.
Samkvæmt Patrik Hildingsson, upplýsingastjóra hjá Swedish Match, hafði Zammit mörgum sinnum samband við fyrirtækið og sagðist vera fulltrúi Zammit og bað um 60 miljónir evra til að Dalli mundi stöðva nýju tóbaksreglurnar, svo Swedish Match gæti haldið áfram að framleiða allar tegundir tóbaks. Það sem Zammit reiknaði greinilega ekki með, er að enn finnast heiðarlegir Svíar í Svíþjóð. Swedish Match kærði Zammit til rannsóknardeildar ESB Olaf, sem nú hefur sent málið til dómstóla á Möltu og látið Dalli víkja á meðan rannsókn stendur yfir.
Christoffer Fjellner Evrópuþingmaður sagði í viðtali við sænska útvarpið, að kæra sænska fyrirtækisins bæri merki um hugrekki og hann liti það mjög alvarlegum augum, að "spillingin teygir sig alla leiðina inn í framkvæmdastjórn ESB. Ég óttast, að það finnist fyrirtæki, sem hafa valið að borga mútur til að fá fram lagabreytingar sér í vil. Svona getum við ekki haft hlutina í Evrópu."
"Ég vonast til, að þetta sé byrjunin á allsherjaruppgjöri við spillinguna, sem grasserar í öllu ESB-kerfinu", sagði Christoffer Fjellner./gs
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2012 | 08:45
Smábátasjómenn gegn tröllauknu Evrópusambandi
Vitaskuld hafnar Landssamband smábátaeigenda inngöngu Íslands í ESB og mótmælir aðildarumsókninni. Þeir ættu líka að setja hnefann í borðið gegn þeirri nöturlegu staðreynd að ESB-meyrt stjórnlagaráð vill opna á uppkaup útlendinga á útgerðum hér á landi, rétt eins og það ólögmæta "ráð" vill beinlínis fljótvirka HEIMILD til að framselja ríkisvald, þ.m.t. allt æðsta löggjafarvald, til Evrópusambandströllanna í Brussel, en það veldur því að sjálfsögðu, að þjóðhollir menn verða að segja NEI við 1. spurningu þessa dags á kjörseðlinum.
Í 2. tölulið 72. gr. stjórnarskrárinnar er ákvæði sem leyfir stjórnvöldum að takmarka eign útlendinga í fasteignum; hefur það m.a. verið helzta vörn innanríkisráðherra gegn jarðeigna-ásælni Kínverja hér á landi, en sama ákvæði er "traust vörn gegn kaupum útlendinga á útvegsfyrirtækjum hér. Hefur Jón Bjarnason alþm. bent á, að ráðið vill þessa takmörkun á fasteignakaupum útlendinga feiga. Slík niðurfelling virðist þjónkun við óskir ESB-innlimunarsinna sem laumuðust inn í hið ólögmæta ráð," segir undirritaður í grein, sem birtist í Morgunblaðinu í dag og nefnist: Fullveldisframsal að vild evrókrata? Nei takk. Með því að kaupa blaðið í dag komast menn þá líka í stórgóða grein Ásmundar Einars Daðasonar, Stjórnarskráin og fullveldið.
Tökum ábyrga afstöðu í kosningunum í dag -- segjum NEI við aðalspurningunni fyrstu, fyrir Ísland, okkur sjálf og framtíðarkynslóðir landsins.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Smábátaeigendur hafna ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Evrópusambandið ætlast til þess að styrkþegar sínir og "samstarfsaðilar" eins og háskólar auglýsi ESB með því að flagga ESB-fánanum ekki síður en þjóðfánanum. En bændur á Suðurlandi sýna sinn hug og sinn dug með skiltum sínum: ESB - Nei takk, og þessu taka erlendir blaðamenn eftir, þótt Fréttablaðið og Fréttatíminn "láti sér fátt um finnast" og feli einfaldlega þessa staðreynd.
Eftirfarandi er mjög athyglisvert í frétt Mbl.is um þetta mál:
- Þá segir í umfjölluninni að íslenskir embættismenn hafi varað Steingerði [Hreinsdóttur, umsjónarmanni verkefnisins Katla Jarðvangur í tengslum við gosið í Eyjafjallajökli 2010] við því að það kunni ekki að verða vinsælt á meðal íbúa svæðisins að setja upp skilti með fána Evrópusambandsins en venjulega gerir sambandið þá kröfu að verkefni sem fjármögnuð eru af því séu merkt fánanum. Haft er eftir Steingerði að embættismennirnir hafi sagt að Evrópusambandið vildi að auglýst væri að sambandið hefði veitt fjármagni til verkefnisins en að það skildi að það gæti verið viðkvæmt í augum bænda.
ESB-tröllið neyðist sem sé til að halda sig á mottunni til að styggja ekki landann enn frekar og gerir því ekki sömu kröfur þarna eins og t.d. í Bretlandi þar sem hinn hvimleiði fáni þessa gamla nýlenduvelda-bandalags fær að þjóna auglýsinga- og montáráttu pótintátanna í Brussel, jafnvel á fornfrægum menntasetrum eins og Oxford, Cambridge og St Andrews, sem hvert um sig er meira en 50 sinnum eldra en evran, og vafalítið munu þessar stofnanir lifa evru-tilraunina um margar aldir.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Varað við óvinsældum ESB-fánans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)