Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
22.1.2013 | 01:58
Katrín Júlíusdóttir talar af sér um ESB í Wall Street Journal; kitlar hláturvöðva; fær hvassa gagnrýni
Þurfti Katrín Júlíusdóttir að gera sig að augljósum skotspæni lesenda stórblaðsins WSJ með því að fara þar með einfaldanir og bjartsýnisblaður?
- "We need to be a member," Katrin Juliusdottir said in a cafe located in the island nation's capital city late Friday. "We would be a sovereign nation working with other sovereign nations on our future, working together to raise the standard of living."
Lawrence Beck er ekkert að skafa utan af því:
- Ms. Juliusdottir is either stupid or dreadfully ignorant. She should go today to Greece, Italy, Spain, Portugal or Ireland to learn what can happen to a country when it gives up control of its currency.
Einhver sem virðist sjaldan sammála Mr. Beck, William Ledsham, kemst ekki hjá því að skrifa: "For once Mr. Beck, we are agreed."
Bill Wilson á þessa stingandi athugasemd: "The Icelandic politicians want to sell out the country for their personal gain."
Scott Davenport ritaði þetta: "Joing the EU viewed as improving their lot in life? Incredible. Better we send them a bunch of artificial sunlight." (!!)
Tom Fisher segir: Iceland would be better off becoming State #51 . . . . [í Bandaríkjunum auðvitað, á hann við.]
Dennis Mabrey skrifar:
- I know this is a crazy idea but what do the people think? To hell with the politicians and their desire to be 'invited' to Merkel's table. Latest polls say the people overwhelmingly do NOT want to join -- og vísar í skoðanakannanirnar sem Wikipedia gerir góða grein fyrir: http://en.wikipedia.org/wiki/Accession_of_Iceland_to_the_European_Union#Public_opinion
Ennfremur ritar hann:
- Quoting inflation rates for 2008 are terrible. Try looking at where they are at now (4.2%).
- And ask yourselves that all important question "After the Icesave and banking failure where would Iceland be now had they no control over their currency?"
Og þetta:
- It is ludicrous to think they would have ANY say over EU policies if they were 'sitting at the table'. The EU is run by Germany while France is doing its best to keep what power it has left. How much influence do the Dutch now have or even Austria? They have some... but only if they concur with Germany. [Mjög athyglisverð ábending; aths. JVJ.]
- And YES... joining the EU is giving up a ton of sovereignty. [Feitletrun JVJ.] Why does anyone think UKIP is doing so well? [Brezki sjálfstæðisflokkurinn er nú með 15-16% í skoðanakönnunum og dregur mikið fylgi frá Íhaldsflokknum.] It is bad enough when the elected officials don't do what the people want... joining the EU you end up with a level of UNELECTED officials above them who are not accountable to anyone.
- Strange days indeed....most peculiar mama...
Og Hugo Cunningham ritar, vitnandi fyrst í þessa setningu: "joining the EU would mean giving up too much control over important domestic matters such as the fishing industry, which accounts for 40% of the country's exports," [end of quote] og segir sjálfur:
Indeed.
Do EU proponents expect a special deal that would allow Iceland to keep control of its fisheries, unlike any other EU member? EU fisheries management is among the worst in the developed world, pouring ever more subsidies into already heavily overbuilt national fishing fleets.
Joshua Van Buskirk skrifar:
- The EU will continue to have serious economic problems until both monetary and fiscal policies are joined together. Even so, there's no guarantee the EU will survive. That said.... whether Iceland gives the EU control of printing their currency, or the eventual control of both printing and spending said currency, it's difficult to argue Iceland will maintain their sovereign rights regarding such issues.
Ætli Katrín og félagar skilji þetta, eða þurfa þau enn frekari hneisu við erlendis?
Ken Peffers er með ábendingu, sem fær góðar undirtektir: "Should we not invite Iceland to join Nafta? We can always use more fish." (Leturbr. JVJ; og "við" þarna = Bandaríkjamenn.)
Jeffrey Solomon gerir þessa hvössu athugasemd: "On the bright side, at least the U.S. doesn't have a monopoly on idiocy in government."
H. Edwin Hall bendir á, að ***Most Icelanders Want to Drop EU Membership Bid, Poll Shows*** og vísar í Businessweek 12. nóvember 2012: http://www.businessweek.com/news/2012-11-12/most-icelanders-want-to-drop-eu-membership-bid-poll-shows
James Johnson er í svartsýnna lagi: "Because the people don't want it that's why they'll get it." -- Hann á kannski auðveldara en ýmsir fáráðarnir hér á Íslandi með að átta sig á því, að 1580 sinnum fólksfleira veldi en Lýðveldið Ísland geti kannski átt í fullu tré við okkur, ef það fær frjálsar hendur til mútugjafa og áróðurs hér. Og það er einmitt það sem hefur gerzt, í boði okkar ábyrgðarlausu stjórnvalda sem haga sér þar eins og leppar Brusselvaldsins.
Juan Carlos de Cardenas á þarna mjög athyglisvert innlegg:
- Stockholm syndrome? After all what Iceland suffered at the hands of a few EU members which wanted his tiny population to assume the private debt of banks, even to the point of being branded "terrorist" why would you want to join?
- By the way, Iceland could adopt the Euro, the US Dollar or any other fiat currency or a bunch of them without having to join the EU, others have done it.
- Arguably Iceland is much better now because it took the sovereign decision not to assume private bank debt. It could not have done the same had it been an EU member and wanted to remain so. Ask Ireland.
Og Karl Noell er í fyndnara lagi, en full alvara þó í orðum hans:
- "A seat at the table" sounds like an invitation to a sheep by a pack of wolves. Quick, Let's vote on what's for dinner."
Ekki einn einasti hefur enn tekið undir með Katrínu! Sautján eru innleggin þó!
Minnumst þess nú, að hér á landi kvarta innlimunarsinnar sífelldlega yfir meintri hörku í gagnrýni fullveldissinna. Skyldu þeir frekar kjósa, að á þeim verði tekið með þeim áberandi sterka hætti sem þarna má sjá í innleggjum lesenda Wall Street Journal?
Staðeyndin er sú, að ESB-sinnarnir hafa það sem eina starfsaðferð sína hér að gera lítið úr öllum vörnum fullveldissinna fyrir Ísland og láta sem gagnrýni á ásigkomulag og hátterni Evrópusambandsins sé einhvers konar villt öfgatal þjóðernisofstækismanna. En hvað eru slík viðbrögð þessara ESB-sinna annað en öfgatal?
Og hér fengu þeir laglega fyrir ferðina, í verðskulduðum viðtökum vel upplýstra skríbenta á kommentarakerfi Wall Street Journal.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Kosið um ESB 2014 eða 2015? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 03:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
9.1.2013 | 20:55
Gamall DV-ritstjóri sigar ungu fólki út á vonlítinn vinnumarkað ESB
Jónas Kristjánsson lét mikinn yfir því á vef sínum (og ESB-Fréttablaðið endurbirti) að ungt fólk á Íslandi ætti að fara til ESB að fá sér vinnu. Veit hann ekki af 26 millj. manna atvinnuleysi þar? Meðal ungs fólks er það 24,4% á evrusvæðinu, en 23,7% í ESB öllu hjá þeim ungu. Glæsilegt að fara þangað í atvinnuleit eða hitt þó heldur!
En til Noregs, sem er hvorki á evrusvæðinu né í Evrópusambandinu, hafa menn héðan getað sótt í mikla vinnu, og nú fær Jónas Kristjánsson að klóra sér rækilega í kollinum.
JVJ.
![]() |
Aldrei fleiri án vinnu á evrusvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2012 | 21:00
Helgispjöll í Safnahúsinu (Þjóðmenningarhúsi)
Utanríkisráðherra Eistlands er mættur í áróðursherferð fyrir Brusselbossa. Þetta eru ósvífnir tilburðir til að sannfæra Íslendinga um ágæti Evróputröllsins og sjálft Þjóðmenningarhúsið (Safnahúsið gamla) notað til þeirrar ósvinnu, til helgispjalla, vil ég segja, sem átti þar ófáa daga og ár við lestur og rannsóknir.
Nú er, eins og margir óttuðust, þegar stjórnvöld lögðu þetta hús undir sig, illa fyrir því komið margan daginn, með ýmissi misnotkun, en fáa hefði þó grunað það þá, að það yrði notað til að hýsa áróðursstarfsemi gegn Lýðveldinu Íslandi!
Safnahúsið er merkt að utan nöfnum ýmissa skörunga í mennta- og lærdómslífi Íslendinga, allt frá Ara fróða, Sæmundi fróða, Snorra Sturlusyni og Sturlu Þórðarsyni. Skyldi þá ekki bjóða við, því, ef þeir vissu, að nú er lærdómssetrið tekið undir áróðursfundi í þágu útþenslustefnu erlends stórveldis?
Litlu skárra en framangreint er hitt, að Sjónvarp þjóðarinnar var í kvöld notað til að koma þessum áróðursmanni á framfæri við allan almenning með blekkjandi "upplýsingum" sínum.
Lygimál fer þessi utanríkisráðherra með, þegar hann lætur sem afstaða Eistlendinga til Evrópusambandsins ætti að hafa áhrif á Íslendinga. Eistur, sem eru aðeins fjórum sinni fleiri en við, eru í gerólíkri stöðu. Það má segja, að þeir hafi fengið sjokk- og hryllingsmeðferð 20. aldar, meðan við fengum forréttinda- og framfara-meðferð. Við fengum hingað Breta og Bandaríkjamenn, sem virtu okkar stjórnskipan og stuðluðu að atvinnubyltingu, tækniframförum og lífskjarabyltingu. Eistlendingar fengu Sovétmenn, nazistíska Þjóðverja og svo aftur Sovétmenn, sem kúguðu þjóðina og fluttu ótalmarga í fangabúðir Gúlagsins.
Það er því vel hægt að skilja það, að Eistlendingar sóttust eftir aðild að NATO, eftir að þeir öðluðust aftur frelsi fyrir rúmum tveimur áratugum, og jafnvel að þeir sæktust eftir ESB-aðild í von um skjól frá sama volduga nágranna.
Að 80% Eista styðji nú "aðild" að ESB, verður að hluta til að skilja með hliðsjón af þessum myrka bakgrunni, sem og vegna bankakreppunnar, sem lék þá grátt, en að stórum hluta vita þeir þó ekki, við hverju þeir voru að taka í raun, því að Brusselbossar eiga eftir að draga ýmislegt ljótt upp úr sínum hatti, áður en yfir lýkur. Evrópusambandið á eftir að notfæra sér sínar margvíslegu valdheimildir í sáttmálunum og halda áfram, eins og ráðgert er, að fækka tilfellum neitunarvalds ríkjanna. Smáþjóð eins og Eistur mun ekkert hafa að segja til að stöðva Evrópusambandið í fyrirætlunum þess -- og þaðan af síður myndu Íslendingar fá tækifæri til slíks. Samrunaferlið mun halda áfram, það er lögmálið sem knýr ráðandi stórþjóðir sambandsins áfram.
Utanríkisráðherra Eistlands höfðar til landbúnaðarstyrkja ESB, en þegir kirfilega um þá staðreynd, að nú er rætt um að leggja þá af að verulegu leyti. Þótt Frakkar spyrni við fótum, breytir það því ekki, að styrkjakerfið, sem nýtzt hefur til að friða marga í Evrópusambandinu, er auðvelt að afleggja, þegar ESB-valdastéttin hyggur tíma til kominn að láta til skarar skríða. Það sama á við um sjávarútvegsstefnuna. Grunnstefna ESB er jafn aðgangur að fiskimiðunum, en "reglan um hlutfallslegan stöðugleika" fiskveiða hverrar þjóðar er TÍMABUNDIN ráðstöfun, jafn-auðhætt að nota hana eins og það var auðvelt fyrir ráðherraráð ESB að búa hana til.
Ísland hefur öllu að tapa í grundvallar-auðlindum sínum, en ekkert varanlegt að vinna, með því að "ganga í" Evrópusambandið, en hitt hentar Brusselbossum að senda hingað blekkingarmeistara (einn þegar innmúraðan í Brussel-elítuna, með tryggt ofurhálaunastarf þar eftir stjórnmálastarf í eigin landi) til að agitera fyrir afsali fullveldis Íslands í þágu hins sama Evrópusambands og áhrifaríkja þar, m.a. Bretlands og Spánar.
Réttast væri, að sett yrði á fót mótmæla-varðlið sannra Íslendinga til að andmæla kröfuglega (á staðnum) þeirri misnotkun á þjóðargersemum eins og Safnahúsinu að gera það að ræðupalli ESB-útsendara í þágu útþenslustefnu stórveldisins.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Sáu kostina við aðildina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2012 | 18:06
"Þetta er tækifærið! ... Algerlega einboðið að leyfa íslenzku þjóðinni að segja sinn hug"
"Það er ekki einu sinni farið að sjá í það hvenær landbúnaðar- og sjávarútvegskaflinn verði opnaður, þannig að þetta er komið út í þær ógöngur, að ég tel algerlega einboðið að leyfa íslenzku þjóðinni að segja sinn hug. Og hún hefur það miklar upplýsingar og fylgist það vel með og er það innvikluð í þennan málaflokk að ég treysti henni fullkomlega til að geta tekið upplýsta afstöðu," segir Ragnheiður Elín Árnadóttir alþm. í athyglisverðu viðtali við Mbl.is, eftir hina mjög svo fréttnæmu tillögu meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um að stöðva beri viðræðurnar og taka þær ekki upp aftur nema þjóðin hafi kosið um það.
Þetta er sköruleg framganga, sem fagna ber. "Þetta er tækifærið," segir Ragnheiður með hliðsjón af stöðu málsins, þegar ljóst er, að VG eru að þrotum komnir í málinu, jafnvel Steingrímur jólasveinn, með yfirlýsingum síðustu daga,og afstaða utanríkismálanefndar ekki aðeins skýr, heldur kunn viðræðuforingjum Evrópusambandsins, Füle og fulltrúa ESB-þingsins, þannig að hér á ekkert að koma þeim á óvart, enda hafa þeir raunar vitað af andstöðu ísl. þjóðarinnar við ESB-"aðild" (innlimun) í öllum skoðanakönnunum allan tímann frá því að bjölluat Össurar hófst árið 2009.
JVJ.
![]() |
Þjóðin geti kosið um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2012 | 20:11
Er fréttaritari Ríkisútvarpsins í Lundúnum ESB-málsvari?
Svo hefur undirritaðan grunað sterklega. Í kvöld blasir annaðhvort við megn vanþekking Sigrúnar Davíðsdóttur á málefnum Möltu (sem hún kaus þó að ræða og það sem e.k. hliðstæðu Íslands) ellegar gróf málsvörn hennar fyrir Evrópusambandið. Ber henni þó að fjalla um málefni af hlutlægni og sízt að stefna hagsmunum Lýðveldisins Íslands í tvísýnu, þ.m.t. með villandi áhrifum á hlustendur útvarpsins.
Sigrún talaði í Spegils-þætti Rúv. í kvöld m.a. um erfiðar viðræður um sjávarútvegsmál við Evrópusambandið, þótt síðar verði, en sagði Möltubúa og ESB hafa náð niðurstöðu um þau mál þannig, að báðir aðilar hefðu getað verið ánægðir. Hitt sleppti hún að nefna, að Möltubúar hafa mjög takmarkaðan einkaaðgang að landhelgi sinni, sem og að heildarafli þeirra sjálfra er ekkert til að tala um, eitthvað um 1800 tonn á ári (hálfur ársafli sumra togara við Ísland), þannig að þetta er ekki neins konar hliðstæða við Ísland og fordæmið heldur ekkert fagnaðarefni fyrir neinn, jafnvel ekki bullandi ruglaða ESB-taglhnýtinga á Íslandi.
Jón Valur Jensson.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2012 | 00:12
Ekki bjargar evran Spáni
Hrikalega er komið fyrir Spáni, eins og Elvira Pinedo lýsti í Silfri Egils. Almennt atvinnuleysi þar er nú 26,2%*. 6.480 milljarða kr. var Spánn að biðja um og fá samþykki fyrir hjá ESB (39,5 ma. evra), en allt fer það fé til nokkurra banka, ekki alþýðunnar.
* Í okt. sl. (Fréttabl. í dag, s. 4). Atvinnuleysi í Evrópusambandinu var þá 10,7%, þ.e. 26 milljónir manna, þar af 19 milljónir á evrusvæðinu margrómaða, þar sem er 11,7% atvinnuleysi. Yfir 50% ungs fólks á Spáni er atvinnulaust. Svo halda menn eins og t.d. Sighvatur Björgvinsson á Bylgjunni í dag) áfram að mæla með evrunni sem "stöðugleika"-björgunarúrræði fyrir Íslendinga!
JVJ.
![]() |
Spánn óskar eftir aðstoð frá ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 02:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2012 | 00:52
Mario Monti, rétt eins og Angela Merkel, talar í fullri alvöru um möguleikann á úrsögn Breta úr ESB
Monti sagði að það væri ... afar leiðigjarnt þegar Bretar færu fram á, "sem skilyrði fyrir því að vera áfram um borð í þessu mikla evrópska skipi, ákveðnar undanþágur, tiltekin frávik sem gætu orðið til þess að göt kæmu á skipið, það sigldi ekki eins vel eða hreinlega sykki." (Af fréttavef brezka dagblaðsins Daily Telegraph og hér á Mbl.is.)
Monto vill halda Bretum í Evrópusambandinu: "Það er vandamál varðandi Bretland. Ég er einn þeirra sem eru þeirrar skoðunar að við þurfum að halda Bretum áfram í Evrópusambandinu," segir hann.
Greinilega eru raddir um allt annað:
- Monti sagði að sumir í ESB teldu að þeir hefðu minni áhyggjur ef Bretland segði skilið við sambandið. Ég held að sumir í Frakklandi séu þeirrar skoðunar. Ég er sannfærður um að við verðum að komast að málamiðlun við Bretana." (Mbl.is).
Svo alvarleg er staðan, að "hann [sagðist] hafa sagt við David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, fyrr í þessum mánuði þegar þeir hefðu hitzt að hann yrði að koma afstöðu Breta til ESB á hreint. Spyrja yrði brezka kjósendur hreint út hvort þeir vildu vera áfram í ESB." Hér má minnast þess, að í nýbritri skoðanakönnun brezkri reyndust 65% vilja "slíta naflastrenginn við Brussel," eins og Hallur Hallsson blaðamaður, formaður nýstofnaðs Þjóðráðs, orðar það í góðri grein í Morgunblaðinu sl. fimmtudag: Samsæri gegn fullveldi Íslands.
Auk ummæla Montis, forsætisráðherra Ítalíu, hefur Angela Merkel nýlega sagt að "Bretland gæti einangrazt ef það segði skilið við ESB," -- talar sem sé í fullri alvöru um þann möguleika og lætur kannski skína í vissa hótun um leið.
Ekki blæs nú byrlega fyrir allri "samvinnunni" og "samstarfinu", sem átti að einkenna þetta ríkjasamband. Samt halda íslenzkir innlimunarsinnar áfram eins og ekkert hafi í skorizt og bjóða til sín Göran Persson til ræðuhalda til að halda að okkur einföldum, kólnuðum lummum til stuðnings þessu bandalagi gamalla nýlenduríkja.
En þið tókuð eftir byrjuninni hér: Það er ekki vel séð í þessari meintu paradís, að ríki séu að óska eftir undanþágum frá lögum og reglum ESB. Þar eiga að gilda sömu lög um öll meðlimaríkin, enda eru undanþágurnar bara tímabundnar rétt eins og styrkirnir sem notaðir eru til að lokka heilu þjóðirnar inn.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Bretar kjósi um veruna í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 01:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.11.2012 | 15:06
59,6% hlynnt afturköllun ESB-umsóknar, 40,4% á móti afturköllun
16.11.2012 | 05:09
Brotlendir SAS?
Óróleikinn varðandi flugfélagið SAS vex. T.d. undirbýr danska ríkisstjórnin sig undir gjaldþrot félagsins, sem mundi hafa alvarleg áhrif á Kastrup flugvöllinn og atvinnulíf í Kaupmannahöfn, ef af yrði.
Forsætisráðherra Dana, Helle Thorning-Schmidt sósíaldemokrat, hvatti starfsmenn SAS að samþykkja sparnaðaráætlun SAS, þrátt fyrir að um uppsagnir og launalækkanir væri að ræða.
"Síðasta kallið" frá forstjóra SAS, Rickard Gustafson, þýðir að flugfélagið verður gjaldþrota, ef starfsmennirnir samþykki ekki uppsagnir og launalækkanir. Í Svíþjóð vex óróinn á flugvöllum landsins, þar sem SAS heldur uppi daglegum samgöngum. Margir eru alfarið háðir flugsamgöngum við Stockhólm. T.d. ferðast árlega um 200 000 farþegar milli Kiruna og Stockhólms og lest tekur meira en 15 tíma í stað klukkutíma flugs. Svipaða sögu er að segja um Östersund og aðra bæi í Norður-Svíþjóð. Í Suður-Svíþjóð er ástandið betra með fleiri flugfélög, sem veita þjónustu.
Verkalýðsfélögin í Svíþjóð gagnrýna hugmyndir SAS um launalækkun starfsmanna allt niður í 80 sek á tímann, sem yrði meðal lægstu launa í landinu, ef gengi eftir. Formaður sænska Alþýðusambandsins LO sagði
"að stundum væri betra að fyrirtæki færu á hausinn í stað þess að vera haldið lifandi á skilmálum, sem brjóta alfarið í bága við gerða kjarasamninga."
Forstjóri SAS segir enga aðra lausn vera en gjaldþrot, ef starfsmenn samþykki ekki launalækkun eða uppsagnir.
Þetta er okkar "finall call."
Vandræði SAS koma með fullum þunga á sama tíma og fjöldi sænskra stórfyrirtækja eins og Husqvarna, Erixsson, Volvo, Stora Emso, SCA og Telia hafa lagt viðvaranir um uppsagnir starfsmanna. Bara í októbermánuði með 10 000 manns og 7 500 í september í Svíþjóð . Þunginn í uppsögnunum vex jafnt og þétt, 45 000 manns hefur verið sagt upp það sem af er ársins í Svíþjóð. Starfsmaður vinnumálastofnunar Svíþjóðar segir, að þótt uppsagnirnar hafi enn ekki náð sama hraða og 2008, þá sé enginn atvinnuuppgangur sjáanlegur fljótlega eins og gerðist þá.
"Við megum því búast við mjög löngum og köldum vetri."
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 05:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2012 | 10:54
Mörg evruríkin stöðvast í dag
Verkalýðsfélög í ýmsum evruríkjum, Spáni, Portúgal, Grikklandi og Ítalíu boða til allsherjarverkfalla í dag.
Allir helstu fjölmiðlar heims greina frá þessu.
Hér eru slóðir á greinar hjá EurActiv, BBC, WSJ, Reuters
Hér er slóð á auglýsingamynd frá spænskum verkalýðssamtökum.
Þrátt fyrir að forsætisráðherra Spánar þykist tímabundið vera að reyna stöðva 500 daglegar afhýsingar spánskra fjölskyldna úr húsnæði sínu, þá eru fjármálaöflin og bankarnir með fallöxina á almenningi.
Nákvæmlega sama sagan og á Íslandi nema í mörgum sinnum stærri og hrikalegri stíl.
Tónninn við heimsókn Angelu Merkel til Portúgal 12. nóv. er mjög harður.
Eftir opið bréf 100 listamanna til Merkel, þar sem hún var útlýst persona non grata í Portúgal, þá birtir blaðið I Informacao forsíðumynd af Angelu í dag þar sem hún er að breytast í svín.
Ein kveðjan til hennar er:
"Hail Angela, þeir sem munu deyja hylla þig."
Þetta var kveðja þrælabardagamanna í Rómarríki áður en bardagar hófust á leikvanginum að viðstöddum keisaranum.
![]() |
Víðtækar vinnustöðvanir í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)