Færsluflokkur: Evrópumál

Myntbandalagið sem kosið var um 2003 er horfið, segir Assar Lindbeck, Svíþjóð

Í grein í Dagens Nyheter 17. júlí skrifar Assar Lindbeck, hagfræðiprófessor við alþjóðlegu efnahagsstofnunina IIES við háskólann í Stokkhólmi, að "Myntbandalagið, sem við kusum om 2003, fyrirfinnst ekki lengur og það er ómögulegt að sjá fyrir, hvers konar myntbandalag verður til eftir fimm eða tíu ár. Ég tilheyri þess vegna þeim, sem finnst að Svíþjóð eigi að bíða og sjá, hver þróunin verður á EMU í framtíðinni áður en við tökum aftur upp spurninguna um sænska aðild."

"Það er varhugavert þegar evruríkin, að því er virðist, eru að breyta tímabundnum kreppuaðgerðum í endanlegt aðstoðarkerfi fyrir lönd með veikan ríkisfjárhag. Stjórnmálamenn evrulandanna og leiðtogar ESB eru á fleygiferð að byggja upp nokkurs konar tryggingakerfi fyrir þessi ríki. Þróunin tekur ekki bara á sig mynd sameiginlegra hjálparsjóða heldur einnig tillagna um sameiginlega tryggð ríkisskuldabréf (evruskuldabréf) og mögulega yfirríkjavald til skattlagningar innan ESB og evrulandanna. Á hagfræðingamáli mætti segja, að evrulöndin séu að byggja upp kerfi fyrir endanlegt "moral hazard", þ.e.a.s. kerfi stöðugra freistinga fyrir ríkisttjórnir til að stunda óabyrga fjármálastefnu til langtíma á annarra kostnað."

Assar Lindbeck telur, að eina leiðin til að viðhalda fjármálasjálfstæði þjóðríkja í gjaldmiðilssamstarfinu, er að bann Maastrichtssáttmálans við fjármögnun einstakra ríkja ("non-bail out") verði einnig látið gilda fyrir Seðlabanka Evrópu. Gangi það ekki eftir verði sameiginlegt "fjármálabandalag" eftir á borðinu.

"En ég dreg í efa, að íbúar landa í vandræðum með ríkisfjármálin samþykki yfirstjórn eða niðurskurði, sem stjórnmálamenn annarra landa ákveða. Ég er heldur ekki sannfærður um, að íbúar landa sem ekki eru í vandræðum með ríkisfjármálin vilji íklæðast hlutverki hins gjafmilda stórabróðurs. Ég á þess vegna erfitt með að trúa á hugmyndina um langt gengna miðstýringu fjármálastjórnunar yfir þjóðunum.

Ég kaus sjálfur "já" í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2003, þegar kosið var um, hvort Svíþjóð ætti að ganga með í myntbandalagið.  Þá datt mér engan veginn í hug, að bann Maastrichtssáttmálans um að "leysa út" lönd með slæman efnahag yrði yfirgefið fyrir skyndistuðning til einstakra ríkja. Þaðan af síður gat ég ímyndað mér að endanlegu tryggingarkerfi yrði komið á með yfirríkjastjórn fjárlaga einstakra ríkja."

Assar Lindbeck er hagfræðiprófessor við alþjóðlegu efnahagsstofnunina IIES við háskólann í Stokkhólmi. 1992-1993 var hann í forsvari fyrir Lindbecknefndinni, sem aðstoðaði ríkisstjórn Svíþjóðar að leysa efnahagskreppu á þeim tíma.  

gs


mbl.is Spánn og Grikkland fá betri vaxtakjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðið bíður ósigur í evrukreppunni, segir Carl Tham fv. menntamálaráðherra Svíþjóðar

Í grein í Dagens Nyheter í Svíþjóð 16. júlí skrifar Carl Tham fv. menntamálaráðherra Svíþjóðar, að lýðræðið verði undir í evrukreppunni. 

"Myntbandalagið er orðið að "gegnumstreymisbandalagi" þar sem geysilegar fjáhæðir tryggðar af sterku löndunum streyma til þeirra veikari til að koma í veg fyrir hrun þeirra. Aðalatriðið er minni umhygga fyrir íbúum þessarra landa en með eigin bönkum og evrunni sem pólitísku verkefni. Innbyrðis átök aukast milli ESB ríkjanna og Þýzkaland, sem átti að halda í skefjum, er nú orðið allsráðandi.

Nú á að bjarga verkefninu með enn stærra verkefni, sem kallað er "fjármálabandalag" en er í reynd nokkurs konar efnahagslegt einræði undir þýzkri leiðsögn í höndum starfsmanna og sérfræðinga í Brussel."

"Hvert skref fæðir annað eins og venjan er hjá ESB, lýðræðislegt vald þjóðanna leysist smám saman upp í þoku efnahagslegra, nauðsynlegra aðgerða, - einræði búrókratanna tekur við og þá mun alríkið verða markaðssett til þess að ljá kerfinu "lýðræðislegt andlit", sem er mjög svo afhjúpandi orðalag. Hið sjálfbyggða gjaldmiðlaskrímsli á að temja með enn þá stærra skrímsli!"

Carl Tham meinar að lýðræðið víki fyrir tundurskeyti myntbandalagsins og að þvinga alríki upp á fólk með mismunandi menningu, mál og hefðir muni óhjákvæmilega leiða til þjóðfélagsátaka.

"Ef þær tillögur ná fram að ganga, sem nú eru lagðar fram, mun áfram haldið við niðurrif á lýðræði í Evrópu. Gjaldmiðillinn er æðri lýðræðislegum stjórnarháttum. Verið er að taka ákvörðunarréttinn af fólki á færibandi.."

Carl Tham hóf stjórnmálaferil sinn hjá Folkpartiet en gekk í lið með Sósíaldemókrötum síðar, þegar hann varð menntamálaráðherra. Sífellt fleiri sósíaldemókratar í Svíþjóð viðurkenna nú, að evran eru mistök og vara við sífellt stærri lýðræðisskerðingu, sem einkennir ESB. Þeir sjá mótsögnina við fólkið í Evrópu, kjósendur aðildarríkja ESB og skilja, að þessi þróun leiðir till enn meiri hörmunga en þegar hafa gerst.

Íslenskir kratar hafa grafið sig svo langt niður í umsóknarferli ESB, að augu þeirra ná ekki út yfir brún skotgrafarinnar og eiga þeir því enn langt í land með að viðurkenna staðreyndir um evruna, sem blasa við öllum öðrum.

gs 


mbl.is Evran á uppleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýzka æskan afskrifar evruna

Í nýrri skoðanakönnun þýzka WELT segja 56 % þýzkra ungmenna á aldrinum 14 til 24 ára, að evran muni ekki ganga upp til langframa. 45 % telja að evran muni gera það.

Niðurstaða fjölmiðilsins er, að þýzka æskan sé búin að afskrifa evruna sem gjaldmiðil í framtíðinni.
mbl.is Evran lækkar við lækkað lánshæfi Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lestur á ESB-fréttablaðinu minnkar

Það er einkar ánægjulegt, að lestur á ESB-Fréttablaðinu minnkar skv. fjölmiðlakönnun Capacent. Blaðið er óverðugur málsvari undirgefni við erlent stórveldi, ritstjórinn skrifar sífelldan ESB-áróður og blaðamenn notaðir sem skæruliðar gegn sjálfstæðum þingmönnum eins og Jóni Bjarnasyni, Atla Gíslasyni, Vigdísi Hauksdóttur o.fl.

Eða hefur kannski enginn tekið eftir þessu nema undirritaður?

Eitt sem víst er: Ekki er útrásarvíkingurinn Jón Ásgeir Jóhannesson og kona hans (eigandi blaðsins) andvíg því, að Ísland verði innbyrt í Evrópusambandið.

Skammarleg var umfjöllun ESB-Fréttablaðsins um valdahlutföll innan Evrópusambandsins. Þar var mikið lagt á sig til að fela það í opnugrein, hve hverfandi lítið atkvæðavægi Íslands yrði þar eftir 1. nóvember 2014 og hve yfirgnæfandi vægi gömlu nýlenduveldanna í Evrópu (10 þeirra, öll nema Rúsland, eru í ESB).

Þetta er ein af fleiri sönnunum fyrir hlutdrægni ESB-Fréttablaðsins, gegn íslenzkri fullveldisbaráttu. Svo þurfum við á sama tíma að kljást við það, að Evrópusambandið brýtur hér Vínarsamþykktina um skyldur sendiráðs síns, sem dælir hér 230 milljónum króna í beinan áróður Evrópus[sambands]stofu, og sendiherrans Timos Summa, sem staðið hefur í löglausum áróðursferðum um landið. Reyndar hitnaði svo undir honum, vegna einarðrar gagnrýni Tómasar Inga Olrich, fyrrum sendiherra í París, að það var trúlega ástæðan til þess, að hann var látinn hverfa heim til Brussel.

Já, það gerist fleira á Íslandi en blasir við í fyrirsögnum blaðanna. Ef einhver skyldi ekki vita af því, fer nú fram barátta fyrir íslenzku sjálfstæði, gegn 1580 sinnum fólksfleira stórveldi, sem svífst hér einskis, og gegn 5. herdeild þess hér á Íslandi.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Lestur á Fréttablaðinu minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn fleiri aðlögunarverkefni dúkka upp og tölvukerfum ráðuneyta breytt í þágu ESB - en ráðherrar týndir þjóðinni og tröllum gefnir?

Á sama tíma og öll teikn eru um, að Steingrímur J. ætli sér að láta undan kröfum ESB um stórfelldan samdrátt í makrílveiðum hér, berast fleiri fregnir af hneisulegri meðvirkni með ESB hér, stjórnarskrárbrot falin og ný aðlögun sett í gang.

Stórathyglisverð frétt í Mbl. í dag, Leggja drög að tölvukerfi fyrir styrkjakerfi ESB ætti með réttu að vera komin inn á Mbl.is, en undirfyrirsögn er þar: • Forvinna í iðnaðarráðuneytinuKallar á nokkur mannár í vinnu. Baldur Arnarson blaðamaður upplýsir þar lesendur um það, hvernig "sérfræðingar iðnaðarráðuneytisins hafa að undanförnu unnið að þarfagreiningu fyrir tölvukerfi sem yrði notað fyrir styrkjakerfi Evrópusambandsins, komi til aðildar. Kerfið heitir á ensku Management Information System, MIS, og er jafnframt einskonar gæðakerfi sem Evrópusambandið notast við vegna styrkjakerfisins."

Styrkjakerfi ESB "er mikið að vöxtum og gerir Evrópusambandið kröfu um að aðildarríkin notist við tölvukerfi á borð við það sem starfsmenn iðnaðarráðuneytisins vinna nú frumkönnun á svo leggja megi mat á hvernig það rímar við íslenskar aðstæður." Þótt ódýrara verði en í stærri löndum vegna smæðar okkar, "er talið að kostnaðurinn verði umtalsverður og margfaldur á við það sem hann er í dag, enda er kerfið ekki einfalt í sniðum. Þá hafa sérfræðingar í huga að uppsetning kerfisins hefur vafist fyrir sérfræðingum fjölmennari umsóknarríkja og er sá vari því hafður á að verkið geti tekið sinn tíma og er undirbúningurinn talinn kosta nokkur mannár í vinnu," segir í frétt Baldurs.

En málið snýst um, að "til að sýna fram á að Ísland geti mætt öllum skilyrðum sambandsins um undirbúning, áætlanir og framkvæmd á styrkjum ESB til landbúnaðar, byggðamála og fiskveiða," þurfi að "taka upp ákveðna verkferla í íslenska stjórnkerfinu til að sýna fram á að Ísland geti mætt öllum skilyrðum sambandsins um undirbúning, áætlanir og framkvæmd á styrkjum ESB til landbúnaðar, byggðamála og fiskveiða."

Svo fáum við hér skammt af býrókratísku sproki samninganefndar Íslands, en á vef hennar er vikið að tölvukerfinu:

Tekið verður til athugunar hvort hanna skuli nýtt upplýsingastjórnunarkerfi á vegum stjórnunaryfirvalds og einnig skal lagt mat á hagkvæmni þess að reka eitt upplýsingastjórnunarkerfi fyrir alla sjóði ESB. Þarfagreining verður framkvæmd varðandi eftirlit og matsgerðir og kerfi og verklag áður en kaflanum verður lokað. Þessi vinna mun fela í sér heildarþarfagreiningu á upplýsingastjórnunarkerfunum og að þarfir verði kortlagðar. Á þessum grundvelli verður þjálfunaráætlun gerð í samvinnu við framkvæmdastjórnina og valin aðildarríki.

Og þá ber þess að geta, að "uppsetning á nauðsynlegu upplýsingastjórnunarkerfi mun eiga sér stað í öðrum áfanga," eins og segir á vef samninganefndarinnar, og þessu "ferli" fylgja m.a. heimsóknir möppudýra héðan til aðildarríkja Evrópusambandsins (orðalag undirritaðs, en byggt á á vefnum vidraedur.is) og allt gert til að "tryggja skjóta uppsetningu".

Þannig er litla Ísland í höndum okkar afvegaleiddu stjórnmálastéttar, sem starfar þvert gegn vilja landsmanna, sem í öllum skoðanakönnunum frá umsókn Össurarliðsins hafa tekið eindregna meirihlutaafstöðu gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið; og embættismannastéttin er sett í þjónustuverkin, hvort sem þau snúast um að fækka ráðuneytum (og ráðherrum) til þægðar ESB eða að hraða því sem mest menn mega að aðlaga stjórnarráðið að kerfi ESB.

Margt bendir til þess, að gamli kommúnistakjarninn í Vinstri grænum hafi gengið Evrópusambandinu á hönd, ekki aðeins Árni Þór Sigurðsson, sem hóf sitt nálgunarferli á því að meðtaka 10 milljóna persónulegan styrk til að "kynna sér" ESB og dveljast þar í eitt ár við lúxusaðstæður heldur líka Svavarsliðið Gestssonar og Steingrímur J. Sigfússon. Steingrímur er nú í því að hringsnúast kringum annan gamlan kommúnista (einn enn í framkvæmdastjórn ESB), Mariu Damanaki, og beygja sig og bugta fyrir kröfum um "samninga um makrílinn", eins og þær séu eðlilegar - á sama tíma og alþýða manna sýnir í nýjustu vefkönnun Útvarps Sögu, að yfir 95% telja, að Íslendingar eigi sjálfir að ráða makrílkvótanum innan landhelgi Íslands. Dóttir Svavars, ráðfrúin verkefnalitla Svandís, var hins vegar í því í verkum sínum undir þinglokin að skjóta undir stól (í Össurarstíl) áliti tveggja virtra lagasérfræðinga um að nýjasta ESB-löggjafarinnfærslan hér stríddi gegn stjórnarskrá okkar!

Almennum félagsmönnum Vinstri grænna ætti að vera orðið ljóst, að þessi forysta þeirra hefur svikið vilja og stefnu óbreyttra flokksmanna og kjósenda þess flokks, sem fekk ófá atkvæði út á það, sem vorið 2009 virtist hin einarðasta kosningastefna nokkurs flokks GEGN ESB-aðild. Þessi grasrót VG getur naumast haldið áfram að láta sem ekkert sé og leyft forystu sinni að leika lausum hala með þessum hætti og komast upp með svik við landið og þjóðina og þá sjálfa um leið.

Jón Valur Jensson.


Tvöfalt hærra sykurverð í ESB en annars staðar í heiminum

Samkvæmt Financial Times er sykurverð innan ESB tvöfalt hærra en ráðandi heimsverð. Ástæða verðmismunar er verndun á sykurframleiðslu innan ESB í formi kvóta.

Fyrir nokkrum árum ásakaði WTO ESB fyrir verðstríð í heiminum, sem kæmi í veg fyrir innflutning sykurs frá þróunarlöndum til Evrópu. ESB svaraði með sykurkvótakerfi, þar sem þróunarlöndunum var tryggt 15% af sölunni á markaði ESB. Þegar þróunarlöndin gátu ekki uppfyllt sölumagn þurfti að flytja inn sykur m.a. frá Brasilíu og Thaílandi á mjög háum verndartollum till ESB en sykur frá þessum löndum er utan kvótakerfisins.

Sem dæmi er nefnt að nýlega þurftu sykurinnflytjendur í ESB ríkjum að greiða um 85% í innflutningstolla til ESB. Næstum tvöfalt hærra útsöluverð er síðan notað til viðmiðunar innan ESB og hækkar sykurverð í öllum aðildarríkjunum.

Sykurkvótinn rennur út árið 2015 og margir eru þeirrar skoðunar að kerfið beri alfarið að leggja niður á meðan hagsmunaaðilar vilja framlengja kvótann til 2020.


Deila að rísa vegna fiskimiða og auðlinda á hafsbotni - Við megum ekki sofna á verðinum!

Landhelgi, fiskveiðilögsaga og efnahagslögsaga (EEZ) eru fyrirbæri sem skipta gríðarmiklu máli. Japanir leitast nú við að kaupa Senkaku-eyjar í A-Kínahafi af einkaeigendum, en landið átti tilkall til þeirra áður.

  • Gjöful fiskimið eru umhverfis eyjarnar og talið er að þar kunni að vera jarðefni sem hægt sé að nýta. Japanskir fiskimenn bjuggu á eyjunum fyrir seinni heimstyrjöldina. (Mbl.is.)

Gegn þessari viðleitni Japana bregðast nú Kínverjar harkalega. Vera má, að deilur, sem Kínverjar eiga í við Filippseyinga o.fl. vegna eyja í Suður-Kínahafi, sem og þessi deila geti leitt til vígvæðingar á þeim svæðum.

Ríkjum verður sífellt dýrmætara að halda fast í eignarrétt sinn á fiskimiðum og landgrunni og til hafsbotnsins og þess sem undir honum er, innan 200 mílna efnahagslögsögu. Þessu sækjast m.a. stórveldi eftir, og það sama á við hér við land. (Víðfeðm lögsaga okkar sést á þessari mynd (með grein hér), sem sýnir þriggja, fjögurra, 12, 50 og 200 mílna fiskveiðilögsöguna.)

Það fór illa, að Vestfirðingurinn frækni, sem hugðist nema land á Jan Mayen, fórst í ofviðri, áður en lagt skyldi upp í þá landvinningaferð. Hefði ferðin tekizt og búseta festst í sessi, ásamt nýtingu sjávargæða, og tilkalli lýst til Jan Mayen, eins og Norðmenn gerðu síðar, þá ættum við þar gríðarlega efnahagslögsögu til viðbótar við okkar u.þ.b. 750.000 ferkílómetra hafsvæði kringum landið.

Eftir efnahagslögsögu okkar sækist Evrópusambandið og ríki innan þess, þ.e. réttinum til nýtingar fiskistofna og jafnframt réttinum, sem sambandið hyggst taka sér í stjórn orkuauðlindamála. Nú þegar eru mjög víðtækar, en klóklega orðaðar valdheimildir einmitt í þá átt í Lissabon-sáttmálanum.

Undir Lissabon-sáttmálann yrðum við fortakslaust að segjast, ef við "gengjum í" Evrópusambandið, rétt eins og við yrðum þá að lúta lagasetningar- og stefnumótunarvaldi þess á sviði sjávarútvegs og m.a. þeirri meginreglu þar, að öll aðildarríki ESB hafi ótvíræðan rétt til jafns aðgangs fyrir fiskiskip sín til veiða á öllum miðum aðildarríkjanna innan 200 mílna markanna (sjá nánar hér: Esb. tekur sér alræðisvald yfir fiskveiðilögsögu milli 12 og 200 mílna!)

Ísland er og verður standandi dæmi um land, sem vegna þjóðarhagsmuna má aldrei og alls ekki "ganga í" Evrópusambandið. Við hefðum þar sáralítið að vinna, en nánast öllu að tapa og áhrifamáttur okkar svo til enginn.

Jón Valur Jensson


mbl.is Japan áforma að kaupa eyjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

On the Organization for Research on the European Union and its Relations to Iceland, and its blogsite: Fullveldisvaktin, or Fullveldi.blog.is - with additional information on Iceland

This organization was set up by 15 people in the summer of 2011, and became a registered society on 12th of August, 2011. 'Fullveldi' (meaning sovereignty) is our blogsite's name (fullveldi.blog.is), or Fullveldisvaktin (the Sovereignty Watch).

In the Board of the Organization are the following: Jón Valur Jensson, chairman, Gústaf Skúlason, vice-chairman, Guðmundur Jónas Kristjánsson, cashier, and Halldór Björgvin Jóhannsson, secretary. Our social registration number (Icelandic: kennitala), in the "Fyrirtækjaskrá" (Register of firms and organizations) is 520811-1090. Our full (IBAN) bank account number, open for contributions from any Icelandic citizen, is IBAN IS95 0331 1330 1183 5208 1110 90. Our email no. is: fullveldiislands@yahoo.com and the chairman's telephone no. from abroad: -354 [for Iceland] 616 9070.

Samtök um rannsóknir á ESB ...  Our emblem, or logo, on this website represents Iceland with its EEZ (Exclusive Economic Zone) as it has been from the first half of the 20th Cent.: 3 miles, then 4 miles from 1950/52, then 12 miles from 1958, 50 miles from 1972, and 200 miles (dark blue) from 1975, and finally secured after our victory in the 'Cod wars' with Great Britain. The 200 miles only apply where there is no medium line between Iceland and other countries, that is: Greenland (top left, in light-grey), and the Faroe Islands, some 280 nautical miles SE off Iceland.

Fisheries constitute the main source of income of Iceland's export. In 2005, Iceland was at the top of the sovereign states having the most income per capita in the world from fisheries. Denmark was third, with 240 US dollars per capita, and Norway second, with 835 US$ (and other states by far lower), whereas Iceland was leading all others with 3,642 US dollars income from fisheries per capita of the whole population in that year.

With an annual catch of around 1.3 million tons, and in some past years up to two million tons, Iceland's fisheries are the envy of the fishing industries of Europe. Spanish ministers of state, for example, have already deliberated about acquiring fishery rights for their fishing industry here in consequence of what they hope and expect: Iceland's accession to the European Union. Yet precisely the prospect of that accession is directly opposed by the vast majority of Icelanders themselves, according to all opinion polls since 2009.

This, however, is what the European Union is intent on turning 180° to its own advantage. For many years now leading individuals in the administration, politicians, representatives in the communes, bureaucrats, employers and trade unionists alike, as well as academicians, and people from the cultural sectors, have been invited on free luxury trips to Brusselles and Strasbourg, to become "better" informed on the EU; moreover, the embassy of the EU in Reykjavik is already in breach of Icelandic law and the Vienna diplomatic agreement by assigning 230 million Icelandic krónur (almost 2 million US$) for direct propaganda projects in Iceland, starting with last year; and on top of this there are the more than 20 times larger so-called IPA contributions, unconstitutionally exempting the EU from taxes and customs in Iceland, and by many seen as bribery money to 'convince' Icelandic recipients of the excellence of that Brusselles utopian federal state; their direct purpose is yet to adapt Icelandic society into the overall EU framework, and those contributions will not continue after the possible accession of Iceland into the EU.

In the North-East EEZ of this country there are now clear signs of some oil and gas being under the seabed, possibly also in NE regions of the Icelandic mainland, as well as off the west coast. Iceland is also very rich in geothermal water which has been used for heating homes here since early 20th Cent., and by now also used for producing electric power to no small degree, although most of those underlying resources are unused as yet.

Aluminum plants, owned by foreign corporations, make for a considerable part of Iceland's exports (although there are some minuses, as their imported raw material, and profits paid to foreign shareholders); those factories are using low-price electricity from our hydro-power stations.

The British and the EU are already avidly making plans to receive electricity from this country in a sea-cable to the British Isles (cf. here) and even to the continental mainland. This would, however, owing to EU supervision and 'equality rules', which would apply here, if Iceland would be acquired by the Brusselles super-power as a 'member state', be detrimental to Icelandic homes which enjoy, as yet, much more advantageous energy prices than the British.

Iceland's wild and beautiful nature also attracts a great number of tourists every year. The up to 40% devaluation of our national currency, the króna, after the bank crash in 2008, makes it even more economic for tourists now to visit Iceland. Smile

Jón Valur Jensson.


Enga samninga um makrílinn við villugjarnt og ofstopafullt ESB

Pistill Jóns Kristjánssonar fiskifræðings - hér á Moggabloggi: Ekki semja um makrílinn! - er stórmerkur og sýnir okkur enn - nú með rökum fiskifræðinnar - að fráleitt er að stjórnvöld hér láti Evrópusambandið kúga sig til samninga um makrílveiðar. Jón segir að stofnmæling á makríl sé "tóm vitleysa" og ráðgjöfin hjá Alþjóða-hafrannsóknaráðinu (ICES) í samræmi við það.

Grein Jóns er ótrúlega spennandi lestur, og bezt er að menn lesi hana sjálfa, en auk fyrri raka okkar í málinu er nú alveg ljóst af máli hans, að stjórnvöldum hér ber nánast bein skylda til að slíta viðræðum við Evrópusambandið í þessu máli. Þá geta Brusselmenn setzt niður, gripið um höfuðið og reynt að hugsa málið upp á nýtt og nú út frá staðreyndum um það, hvar makríllinn heldur sig og leitar að fæðu, sem honum er ekki boðið upp á í lögsögðu ESB-ríkja.

JVJ.


mbl.is „Ekki semja um makrílinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Slóvenía sjötta ríkið, sem biður um neyðaraðstoð frá ESB?

Janez Sustersic, fjármálaráðherra Slóveníu, segir í The Telegraph 6. júlí, að Slóvenía gæti þurft á neyðarhjálp að halda frá ESB. Hann telur, að bankakerfi landsins standi sig miðað við núverandi aðstæður en "ef vandamál bankanna eru stærri eða vandamál til staðar, sem við þekkjum ekki eða ef nýjar áhættur myndast, þá er ekki hægt að útiloka, að við biðjum um hjálp."

Forsætisráðherra Slóveníu, Janez Jansa hefur varað við "grísku ástandi" en ríkisstjórnin "geri allt til þess að finna lausn vandans og koma í veg fyrir neyðaraðstoð."

Slóvenía greiddi nýverið tæpar 400 miljónir evra til stærsta banka Slóveníu Nova Ljubljanska Banka eftir að næst stærsti hluthafi bankans, belgíska KBC, neitaði að kaupa ný hlutabréf í bankanum.

Kýpur varð fimmta ríkið, sem bað um neyðaraðstoð á eftir Portúgal, Írlandi, Grikklandi og Spáni. Slóvenía verður sjötta ríkið, sem biður um neyðaraðstoð, ef ekkert annað ríki evrusvæðisins biður um neyðaraðstoð í millitíðinni.

gs


mbl.is Greiða ekki skuldir annarra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband