Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
18.9.2013 | 22:46
Stórmerk grein eftir Bjarna Jónsson verkfræðing um ESB-mál
Í viðskiptastríði við Evrópusambandið, eins og kann að vera í uppsiglingu, er ómetanlegt að geta leitað til austurs og vesturs ...
Þannig ritar hann m.a. í grein sinni Sér grefur gröf, þótt grafi, og er hún óvenju snjöll og skörp greining á margvíslegu varðandi Evrópusambandið, hvert það stefnir, á aðlögunarferlinu og lítt beysinni pólitík Össurar Skarphéðinssonar og Steingríms J. Sigfússonar. Eftirfarandi glefsur eru einnig úr þessari ýtarlegu grein Bjarna (en bezt er að lesa hana alla í heild):
"Er líklegt, að óbilgirni ESB í garð Íslendinga mundi verða minni eftir inngöngu en á skeiði, þegar ESB reynir að lokka landsmenn til fylgilags við sig með ýmsum ráðum, þ.á.m. með því að bera á þá fé? Samstarfi við Færeyjar og Grænland með ríku innihaldi lyki daginn, sem Ísland gengi í ESB. Af sögulegum og hagsmunalegum ástæðum er innganga Íslands í ESB í sinni núverandi mynd ríkjasambands útilokað, hvað þá verði þróunin áfram í átt að sambandsríki, en vendipunktur í þeirri þróun kann að vera í nánd.
Það var svínslegur leikur til að þreyta fiskinn að bíða með sjávarútvegs- og landbúnaðarkaflann þar til í lokin, svo að þjóðin stæði frammi fyrir "fait accompli", fullnaðaraðlögun á öllum öðrum sviðum, fjöldi fólks kominn á spena ESB undir merkjum IPU eða öðrum, og þess vegna yrði ekki talið við hæfi að neita ESB um lokahnykkinn, aðlögun að "Common Fishery Policy, CFP, og CAP, Common Agriculture Policy". Aðildarumsókn og aðildarferli voru þannig mörkuð blekkingum og svikum hins fláráða Össurar Skarphéðinssonar frá upphafi til enda.
Réttast væri, að Alþingi fæli ríkisstjórninni haustið 2013 að falla frá umsókninni, sem kreist var út úr Alþingi 16. júlí 2009 með meiri harmkvælum en sögur fara af í samskiptum við erlend ríki síðan á Kópavogsfundinum 28. júlí 1662..." Lesið greinina í heild!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vitaskuld sækist Evrópusambandið eftir auðlindum, eftir því sem það hefur færri úr að spila sjálft. Hér sést áhugi þess á aðgangi að auðlindum Grænlendinga. Halda einhverjir kjánar, að það hafi ekki áhuga á okkar auðlindum?!
- Mikilvægi Grænlands fyrir Evrópusambandið með tilliti til hráefnis verður ekki ofmetið, er haft eftir Antonio Tajani, yfirmanni iðnaðarmála í framkvæmdastjórn ESB, á fréttavefnum PublicServiceEurope.com ...
- Fram kemur í fréttinni að ESB sé mjög í mun að tryggja sér aðgang að grænlenskum auðlindum, eins og olíu og verðmætum málmum í jörðu, þar sem sambandið óttist að aðgengi þess að hráefni annars staðar í heiminum kunni að dragast saman samhliða vaxandi tilhneigingu að koma á verndartollum. (Mbl.is.).
Nú tala þeir um samstarfssamninga" milli Grænlands og ESB. Það þýðir ekki að við viljum ganga í sambandið,segir grænlenzkur forsvarsmaður í fréttinni.
- Ef við innleiddum alla löggjöf ESB myndum við þurfa 56 þúsund manns einungis til þess að stjórna 56 þúsund manns, segir Kleist að lokum og vísar þar til íbúafjölda Grænlands. Hann bætir við að ein ástæða þess að Grænlendingar hafi yfirgefið forvera ESB á sínum tíma hafi verið andúð á skriffinnsku."
- "Rifjað er upp að Grænland hafi á níunda áratug síðustu aldar yfirgefið forvera ESB einkum vegna sjávarútvegshagsmuna landsins." (Mbl.is.)
Eins og Svisslendingar náðu Grænlendingar mun skárri samningi við Esb. heldur en Norðmenn og Íslendingar með EES-samningnum. En sambandið" sækir á og ætlar sér stóran hlut í auðlindum norðurslóða. Þar eru Ísland og Grænland fyrstu kubbarnir í dómínóspili gömlu nýlenduveldanna sem stýra Evrópusambandinu og eru þar allsráðandi frá og með 1. nóv. 2014, þegar ákvæði Lissabonsáttmálans taka gildi um nær tvöfaldað atkvæðavægi Þýzkalands í leiðtogaráðinu og ráðherraráðinu, sem ráða þar mestu og því næst framkvæmdastjórnin, ekki þingið í Strassborg. Samanlagt verða fjögur stærstu ríkin (af 27) með 53,64% atkvæða. Þetta eru auk Þýzkalands Frakkland, Bretland og Ítalía (sjá töfluna hér fyrir neðan*). Ef við bætum við 5. og 6. stærstu þjóðunum, Spánverjum og Pólverjum, verða sex stærstu ríkin með 70,4% atkvæðamagns, en öll hin 21 verða samanlagt með 29,6%! Viðaukinn hugsanlegi, Ísland, hefði engin sjáanleg áhrif á það til breytingar!
Tíu fyrrv. nýlenduveldi munu (frá 1. nóv. 2014) ráða 73,34% atkvæðavægi í ráðherraráði og leiðtogaráði Evrópusambandsins, en hin 17 ríkin, saklaus af nýlendustefnu, munu ráða þar 26,66% atkvæðavægi ! Ísland fengi þar 0,06% atkvæðavægi!**
Og eindregna, ráðríka auðlindalöggjöf getur Esb. auðveldlega sett í framhaldinu ... Það verður þó ekki fyrr en Brusselkarlar hafa annaðhvort náð Noregi inn eða séð fram á, að það verði aldrei. Ísland er hins vegar mikilvægur dómínókubbur ekki aðeins vegna eigin auðlinda (einkum raforku og fiskimiðanna), heldur einnig vegna þess að með innlimun okkar telja Brusselmenn líklegra að Norðmenn láti líka fallerast.
Svo erum við með quislinga hér við stjórnvölinnhaldið þið að það sé ástand!
Neðanmálsgreinar:
* Atkvæðavægið í ráðherraráði Esb. (sem ræður m.a. "reglunni" óstöðugu um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða hvers Esb-ríkis) eins og það er nú og svo eftir breytinguna afgerandi 1. nóv. 2001 (heimild: Lissabonsáttmálinn, sbr. einnig Harald Hansson HÉR):
** ÁTTA þessara fyrrv. nýlenduvelda (og þá er Svíþjóð og Danmörku sleppt) munu ráða 70,39% atkvæðavægis í ráðunum tveimur. Svíþjóð var aðeins fáein ár með nýlendu og á því naumast heima í þessum hópi. Þessi átta ríki eru: Stóra-Bretland, Spánn, Frakkland, Portúgal, Holland, Þýzkaland, Belgía og Ítalía, og voru mörg þeirra mjög grimm nýlenduveldi, þ. á m. tvö þau síðastnefndu. Ef Tyrkland og Rússland bætast við, stóreykst enn hlutfall fyrrverandi nýlenduvelda í helztu valdastofnunum Esb., en okkar áhrifahlutur yrði 0,04%! Við þekkjum hroka sumra þessara ríkja (t.a.m. Bretlands og Hollands og nú Tyrklands) og ættum að halda þeim sem lengst frá æðsta ákvörðunarvaldi um okkar mál.
![]() | ESB með augastað á grænlenskum auðlindum |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.9.2013 kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2013 | 14:36
ESB-topphúfa: Köllum ekki spillingu spillingu!

Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Herman van Rompuy, segir að endurskoðendur ESB hafi "þá skyldu að bæta ímynd þess og miðla kostum þess til almennings" og vill að þeir "dragi úr gagnrýni sinni á bókhald þess til þess að komast megi hjá neikvæðri umfjöllun fjölmiðla um það" (Mbl.is.)
Þannig vill Rompuy greinilega svara því, þegar stöðugt er á það minnt, að
- "endurskoðendur ESB haf(a), frá því að þeim var gert skylt að senda frá sér árlega skýrslu um fjármál sambandsins árið 1994, ekki getað staðfest reikninga þess vegna víðtækrar óreglu í bókhaldinu og þar á meðal fjársvika." (Sama Mbl.is-frétt.)
Talsmaður Camerons, forsætisráðherra Bretlands, segir
- "að eina leiðin til þess að minnka gagnrýni á bókhald ESB sé að varpa frekara ljósi á það en ekki minna. Vitleysa af þessu tagi er nákvæmlega ástæðan fyrir því að forsætisráðherrann vill koma á umbótum innan ESB og leyfa bresku þjóðinni að kjósa um aðildina að sambandinu." (Mbl.is.)
Hér er ennfremur ástæða til að minna á orð Mörtu Andreasen, Evrópuþingmanns fyrir brezka Íhaldsflokkinn, sem var hér á ferð í lok síðasta mánaðar. Árið 2001 var hún ráðin sem aðalendurskoðandi fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, en var látin fara eftir að hún vildi ekki skrifa undir reikninga sambandsins. Hún sagði hér í viðtali við Morgunblaðið 31. ágúst sl.:
En þegar ég var búin að vera þar í fjórar til fimm vikur var mér ljóst að lágmarksstjórnun á útgjöldum sambandsins var ekki til staðar, segir Marta og nefnir að útgjöld Evrópusambandsins séu í dag um 140 milljónir evra. Það sem ég hafði þó meiri áhyggjur af var að peningar voru látnir renna í verkefni án þess að fylgst væri með því að þeir færu í það sem þeir áttu að gera, segir hún og bætir við að hún hafi viljað koma fram ýmsum breytingum, sem hefði verið auðvelt að hrinda í framkvæmd. En hugmyndum mínum var stöðugt hafnað.
Á sama tíma segir hún að hún hafi verið beitt þrýstingi til þess að skrifa upp á reikninga sem hún gat ekki með góðri trú sagt vera rétta. Á endanum var henni tilkynnt um ári síðar að framkvæmdastjórnin hygðist færa hana til í starfi, þangað sem hún myndi ekki bera neina ábyrgð.
Ég vildi ekki láta færa mig til, þannig að þeir ákváðu að láta mig fara, að grunni til vegna þess að ég var ekki nógu hliðholl framkvæmdastjórninni, segir Marta. Ég leit hins vegar svo á að hollusta mín ætti heima hjá skattgreiðendunum sem borguðu launin mín. Ég varð því að tryggja það að peningum þeirra væri vel varið.
Svo eru sumir svo grænir að telja okkur geta komizt hjá pólitískri spillingu með því að gerast meðlimir í þessu stórveldabandalagi!
Viðtalið allt við Andreasen er hér:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/08/31/telur_ad_esb_muni_hrynja/
JVJ tók saman.
![]() |
Gefi betri mynd af Evrópusambandinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hlálegt er að heyra Össur þingmann tala um að utanríkisráðherra "stork[i] fullveldi Alþingis". Össur studdi ólögmæta ESB-umsókn og braut stjórnarskrána, er hann rauk með hana til útlanda án aðkomu forseta lýðveldisins; áður hafði Össur brotið landráðalögin í Icesave-málinu! Svo fer hann í pontu á Alþingi til að mótmæla Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra sem framfylgir stefnu flokka sem njóta mikils þingmeirihluta, flokka sem fengu til þess meirihluta í kosningunum í vor.
Utanríkisráðherra hefur nú góðu heilli leyst samninganefnd, samningahópana (tugi manna) og samráðsnefnd vegna viðræðna við Evrópusambandið frá störfum. Það eru gleðileg tíðindi, en annars var ekki að vænta, þar sem "þessi ríkisstjórn hefur talað skýrt um, að hún ætlar ekki að halda áfram [umsóknar]viðræðum," eins og hann sagði í viðtali við Fréttablaðið, birtu þar í dag.
Ljóst er, að mikill sparnaður hlýzt fljótlega af ákvörðun ráðherrans. Þegar hafði tugum manna verið sagt upp í utanríkisráðuneytinu vegna U-beygju landsins í þessum ESB-umsóknarmálum, og var þar einkum um þýðendur að ræða. Nú bætast við þessar uppsagnir 17 manns í aðalsamninganefndinni og ennfremur tugir manna í samningahópum og samráðshópi í kringum hana. Þetta er eitt röskasta átak í sparnaði í ríkisbúskapnum sem frétzt hefur af lengi og um leið það sem mestri lukku kann að stýra.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Orð skulu standa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2013 | 21:00
Vegna greinar Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í dag
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Íslendingum er lítil vörn í Schengen-kerfinu frá mönnum sem smygla sér inn frá aðliggjandi löndum ESB-landa, t.d. Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Vandinn myndi margfaldast með "aðild" Tyrkja. Ný frétt frá Eistlandi sannar þetta:
- Gæsla á landamærum Eistlands og Rússlands við ána Narva í Eistlandi er ófullnægjandi og brýnt er að bæta þar úr. Landamærin eru hluti af ytri landamærum Schengen-svæðisins.
- Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirmaður lögfræðisviðs lögreglustjórans á Suðurnesjum, sótti í vor ráðstefnu um mansal í Eistlandi og skoðaði m.a. landamærastöð við Narva.
- Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir hún að eistnesk stjórnvöld séu meðvituð um vandann, en það hafi komið henni á óvart hversu lítil fyrirstaða sé á landamærunum. (Mbl.is.)
Um þetta má lesa nánar í Morgunblaði dagsins í dag.
Hingað geta þá flutzt án vegabréfaskoðunar rússneskir mafíósar eða öllu heldur skósveinar þeirra, og þegar Stefani Fühle, "stækkunarstjóra" ESB, verður að þeirri ósk sinni og margra ráðamanna í Evrópusambandinu að fá Tyrki inn í bandalagið, þá margfaldast vandinn með því að gera öfgamúslimum kleift að lauma sér inn í Evrópusambandið yfir hin 1673 km löngu landamæri Tyrklands að Sýrlandi, Írak og Íran.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Lítil fyrirstaða á Schengenlandamærum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.8.2013 | 11:54
Gunnar Bragi Sveinsson nýtti sér ekki tilvalið tækifæri
Afleitt var af utanríkisráðherra að grípa ekki tækifærið þegar Árni Páll spurði hann hvort hann telji "ekki að aðildarviðræður við Evrópusambandið séu mikilvægt stjórnarmálefni í skilningi 17. greinar stjórnarskrár."
Hér gat ráðherrann bent á, að skv. þeirri grein, ásamt 18.-19. gr. stjórnarskrár, BAR einmitt að leggja þetta mikilvæga stjírnarmálefni, ESB-umsókina, undir forseta Íslands, og leita undirskriftar hans, eins og fyrir er mæt í stjórnarskrá, en það var ekki gert!
Fráleitt var því af Gunnari Braga að ítreka í svarinu það helzt, að fyrir liggi í stjórnarsáttmála "að gera hlé á aðildarviðræðum" og bæta svo við þessari óþörfu setningu: "Aðildarumsókn hefur ekki verið dregin til baka."
Svokölluð "aðildarumsókn" varð ógild með verkum ráðherranna sjálfra í Jóhönnustjórn.
Menn gæti að þessu:
1. Fyrir kosningarnar 2009, fram á síðasta framboðsfund í Sjónvarpi daginn fyrir alþingiskosningar, boðaði VG andstöðu við Evrópusambandsaðild og að sá flokkur væri einarðastur í andstöðunni! Ergo var honum í þeim kosningum EKKI veitt neitt umboð til þeirrar ESB-umsóknar, sem kenna má við Össur Skarphéðinsson.
2. Í umræðu um ESB-umsóknarmálið var haldið fram röngum forsendum af hálfu ESB-sinna: að umsóknin snerist um að "kíkja í pakka" og fæli ekki í sér aðlögun o.s.frv., þvert gegn staðreyndum.
3. Naumur var meirihlutinn sem samþykkti málið, engin breið samstaða þar á þingi, og allstór hluti þeirra, sem greiddu tillögunni atkvæði, gerði það þvert gegn eigin kosningaloforðum og skuldbindingum gagnvart umbjóðendum sínum! (sjá nr. 1).
4. Þá var það gróft brot gegn 2. gr. stjórnarskrárinnar að stefna að því að flytja æðsta löggjafarvald landsins til Brussel og Strassborgar ennfremur stríddi það gegn 86. gr. landráðalaganna ("Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ... svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt." En löggjafarvald Alþingis og forsetans er einn almikilvægasti hluti íslenzkrar stjórnskipunar, getum við bætt hér við ...)
5. Það hefur alla tíð frá Össurarumsókninni verið andstætt vilja verulegs meirihluta þjóðarinnar að ganga (eða láta taka Ísland inn í) Evrópusambandið samkvæmt öllum skoðanakönnunum um þá spurningu.
6. Það var ekki farin lögformleg leið skv. b-lið 16. gr., (17. gr.), 18. og 19. gr. stjórnarskrárinnar með þessa umsókn hins nauma þingmeirihluta, ergo var ekki löglegt að leggja fram umsóknina til ESB! sbr. HÉR!
Ég hef ekki minni trú á því, sem ég rita hér, en svo, að ég hika ekki við að skora á Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra að leggja þetta álit mitt eða þessi ígrundunarefni undir nefnd lögfræðinga til að kanna þessi atriði, sem í ýmsum veigamestu þáttum sínum eru lögfræðilegs eðlis.
Varðandi 6. liðinn hér ofar: Þingsályktunartillöguna um ESB-umsóknina átti skv. 16., 17. og 19. gr. stjórnarskrár lýðveldisins að bera undir forseta Íslands og leita undirskriftar hans undir það skjal. Það var ekki gert. Árni Páll Árnason, Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson, aðrir félagar þeirra og ófrjálsir VG-taglhnýtingar virðast hafa ákveðið að fara fram hjá lögformlegum ákvæðum sjálfrar stjórnarskrárinnar þar um. En þar með var sú umsókn, sem Össur rauk með út til Svíþjóðar og víðar, marklaus orðin, hafði ekki stjórnskipulegt gildi, af því að þetta lið ákvað að sniðganga stjórnarskrána og ákvæði hennar um nauðsynlega aðkomu forsetans að mikilvægum stjórnarráðstöfunum* -- rétt eins og Jóhanna gerði, þegar hún réð norskan mann sem seðlabankastjóra þvert gegn 20. grein stjórnarskrárinnar og þegar þau óvirtu úrskurð Hæstaréttar Íslands í stjórnlagaþingsmálinu.
Jóhönnustjórnin var geðþóttastjórn, og einn virkasti skúrkurinn virðist hafa verið Össur Skarphéðinsson (sbr. líka HÉR, um lagabrot hans í Icesave-málinu).
* "17. gr. stjskr.: "Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði." (Og Árni Páll veit, að ESB-umsóknin var mikilvæg stjórnarráðstöfun!) - 18. gr. "Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta." 19. gr. "Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum." -- Þau í ríkisstjórn Jóhönnu (ekki sízt utanríkisráðherrann Össur, sem nú er með bægslagang) kusu, nota bene, að þessu stjórnarerindi yrði EKKI veitt gildi með undirskrift forsetans! Þar með er plaggið allt incapaciterað í reynd, gert ógilt og að engu hafandi. Verði þeim að góðu, að sínum eigin klaufa- og ófarnaðarverkum!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Umsóknin hefur ekki verið afturkölluð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2013 | 10:27
Gallagripurinn ESB - eftir Gústaf Adolf Skúlason

Að sögn Mörtu talar ESB aldrei um fjársvik heldur einungis um galla. Einn af göllunum er að reiknað er með að 1 evra af hverjum 5 hverfi í vasa spilltra embættismanna. Sex ríki standa fyrir tveim þriðju hlutum gallanna: Búlgaría, Rúmenía, Grikkland, Ítalía, Pólland og Spánn. Ítalía toppar listann með um 80 milljarða evra úr sjóðum ESB enda á ítalska mafían lengri Guðföðursögu en ESB og starfar eftir mottóinu: Öllu er hægt að múta nema veðrinu.
Í nýlegri skýrslu lögregluyfirvalda ESB, EUROPOL (www.europol.europa.eu), segir: Ítalska mafían fjárfestir sífellt meira í endurnýjanlegri orku, sérstaklega vindrafstöðvum og græðir á rausnarlegum styrkjum ESB greiddum af aðildarríkjunum, sem gera mafíunni kleift að blanda saman óhreinu fé við löglegar efnahagslegar framkvæmdir. Andrea Gilardoni, hagfræðingur í Bocconi-háskólanum í Mílanó, segir að styrkirnir séu það háir, að alls kyns fólk laðist að þeim: Jafnvel hundar og kettir geta grætt peninga við þessar aðstæður. Mitt í efnahagskreppunni byggir mafían fleiri vind- og sólarorkustöðvar en Ítalir hafa nokkru sinni áður kynnst með styrkjum ESB og notar fyrirtækin fyrir peningaþvott í stórum stíl. Yfirvöld Ítalíu hafa dælt yfir 75 milljörðum dollara í starfsemina á sex ára tímabili. Sameinuðu þjóðirnar telja ársveltu þriggja stærstu mafíuhringja Ítalíu vera yfir 116 milljarða evra, sem er meira en árleg sala stærsta fyrirtækis Ítalíu, olíurisans Eni.
Fyrr í ár gerðu ítölsk yfirvöld stærstu eignaupptöku á eigum mafíunnar í sögu Ítalíu. Á meðal eigna voru vindorkufyrirtæki að andvirði yfir 1,6 milljarða dollara. Vito Nicastri, 57 ára eigandi fyrirtækjanna, gekk undir nafninu Lord of the Wind. Hann notaði fyrirtækin til að þvo peninga frá eiturlyfjasölu, fjárkúgun og öðrum ólöglegum greinum fyrir hönd Matteo Messina Denaro, sem talinn er æðsti yfirmaður Cosa Nostra.
Það er auðvelt að vera sammála EUROPOL um að styrkjaveiting ESB til mafíunnar skekkir viðskiptagrundvöll allan og hrekur burtu heiðarlega einstaklinga frá fyrirtækjarekstri. Spurningin er hvort EUROPOL, sem vill fá aukin völd og fjárframlög til að berjast gegn skýrri og yfirstandandi ógn við ESB, verði meira ágengt en yfirvöldum San Luca, sem ætluðu að reisa Lagahúsið til tákns um árangur í baráttunni við mafíuna en urðu að hætta við, þar sem mafían tók alla peningana. Sem eilíft tákn um spillingu ESB og ítölsku mafíunnar standa hálfkláraðar brýr hraðbrautarinnar A3 suður af Napólí, sem verið hafa í byggingu í áratugi. Alveg er sama, hversu miklum styrkjum er varið til framkvæmdanna, þeim mun ekki ljúka með núverandi mafíuskipulagi.
Íbúar aðildarríkja ESB búa við ofríkisstjórn Brussels, sem hirðir skattfé evrulandanna til að fjármagna múmíubanka ESB og fyrirskipar aukna skattheimtu og almennan niðurskurð. Í ofanálag er svæðastyrkjakerfi ESB, sem öllum er talin trú um að sé til heilbrigðra framkvæmda og nemur yfir einum þriðja af fjárlögum ESB, notað til að næra glæpastarfsemi á borð við ítölsku mafíuna. Það er því ekki við því að búast að ESB fái reikninga sína samþykkta af löggiltum endurskoðendum í nánustu framtíð frekar en hingað til.
Ég hvet þá aðila, sem vinna að skýrslu Alþingis um þróun ESB, að taka skýrslu EUROPOL með í reikninginn. Hún er víti til varnaðar um, hversu útbreidd spillingin er orðin og hvernig skattfé íbúa ESB er gróflega misnotað í glæpsamlegum tilgangi. Vandinn er ekki sá, að forráðamönnum ESB sé ekki kunnugt um ástandið. Innri eftirlitsnefnd ESB, OLOF, hefur ekki ákæruvald og þrátt fyrir ítarlegar skýrslur OLOF til aðildarríkjanna um ástandið enda 93% af skýrslunum í ruslafötunni. Það eru því aðrar ástæður fyrir því að forráðamenn ESB vilja ekki leysa vandamálin, sem sífellt stækka og verða verri með hverju ári sem líður.
Spilling, mikil eða lítil, er slæm og það er gæfa Íslands að sogast ekki með í spillingardæmi ESB. Enn er því möguleiki á að endurbyggja siðmenntað samfélag eftir þá útbreiddu fjármála- og stjórnmálaspillingu, sem ríkisstjórn aðildarsinna stóð fyrir sl. kjörtímabil.
Höfundur er fyrrv. ritari Smáfyrirtækjabandalags Evrópu.
Greinin, birt í Morgunblaðinu 23. júlí sl., er endurbirt hér með góðfúslegu leyfi höfundar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2013 | 01:05
Hér sést fullveldi Dana í mikilvægu máli fokið út í veður og vind; Evrópusambandið hirti það
Fréttin af því, að Danir ætla sér að framfylgja refsiaðgerðum Evrópusambandsins með því að meina færeyskum fiskiskipum að landa í dönskum höfnum, er staðfest af Karen Hækkerup, matvælaráðherra Dana, á fundi í dag í þingnefnd um málefni Færeyja á vegum danska Þjóðþingsins, samkvæmt færeyska fréttavefnum Portal.fo, eins og Mbl.is segir frá.
- Við getum ekki gert annað en framfylgt ákvörðunum Evrópusambandsins þar sem Evrópudómstóllinn beitir sér að öðrum kosti gegn okkur. Við höfum ákveðnar skuldbindingar sem ESB-aðildarríki og þær hafa Færeyingar ekki og því munur á, sagði Hækkerup í samtali við fréttavefinn eftir fundinn. (Mbl.is.)
Hetjuleg framkoma eða hitt þó heldur! En járnhörð lögmál gilda hér um innan stórveldisins. Verndarhlutverk Dana gagnvart Færeyingum fellur dautt niður við svo búið, en hér gætum við hins vegar aðstoðað. Ekki verður þó mælt með því hér, að Færeyingar grípi nokkurn tíma til þess örþrifaráðs að sameinast okkur í einu lýðveldi valdstéttin hér er fjarri því að vera svo traustverð, að aðrar þjóðir geti talið sér óhætt að sameinast okkur og fyrirgera síðan fullveldi beggja eða allra þriggja þjóðanna, eins og fjórða þjóðin við Norður-Atlantshaf, Nýsjálendingar, lentu í um miðja 20. öld.
- Fram kemur að ráðherrann hafi þó ekki misst alla von enn þar sem danska utanríkisráðuneytið hafi óskað eftir því við Evrópusambandið að það falli frá boðuðum refsiaðgerðum á meðan deilan er til meðferðar hjá gerðardómi Sameinuðu þjóðanna. (Mbl.is.)
Mjög ólíklegt er, að Brusselvaldið fallist á slíka frestun, sem gæti orðið mjög löng, fram á næsta ár a.m.k., í þessu máli, og herskár hljómur Damanaki og annarra valdamanna bendir ekki til þess. Það styttist líka í, að við Íslendingar megum búast við svipuðu viðskiptastríði, en hraustlega verður reyndar tekið á móti, að mestu með lagaúrræðum.
Segja má, að hér sjáist fullveldi Dana í mikilvægu máli hafa fokið út í veður og vind; Evrópusambandið hirti það. Það gerðist í raun með inntöku Dana í ESB, því að inntökusáttmálar og Lissabon-sáttmálinn fela í sér fulla samþykkt á ráðandi löggjafarvaldi ríkjasambandsins.
Þeir Íslendingar, sem lengi hafa barið hausnum við steininn um þau grundvallarmál, komast kannski til fullrar meðvitundar, þegar þeir sjá til fulls, hvað hér hefur gerzt.
Já, nú er sitthvað rotnara en margur ætlaði í ríki Dana!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Danir verða að refsa Færeyingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.8.2013 | 11:20
Árni Páll Árnason minnir óvart á að ESB-umsókn Össurar og hans eigin flokks var ólögmæt!
Látum storminn í vatnsglasi stjórnarandstöðu með kröfum um þjóðaratkvæðagreiðslu eftir hennar höfði líða hjá. En foringi Samfylkingarinnar bauð upp á augljósa gagnrýni á eigin verk þegar hann gaf í skyn lögmæti ESB-umsóknar flokks hans og framferðis fv. utanríkisráðherra í því máli, en þetta gerði Árni Páll í dag í Fréttablaðinu, í einni spurningu sinni til Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, þessari:
Telur utanríkisráðherra ekki að aðildarviðræður við Evrópusambandið séu mikilvægt stjórnarmálefni í skilningi 17. greinar stjórnarskrár?
En 16.-19. gr. stjórnarskrárinnar hljóða þannig:
16. gr. Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti.
Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.
17. gr. Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafund halda, ef einhver ráðherra óskar að bera þar upp mál. Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis, og nefnist hann forsætisráðherra.
18. gr. Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta.
19. gr. Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.
Af þessu og eðli alls ESB-málsins (þ.e. umsókn hluta alþingismanna 2009 um upptöku landsins í ríkjabandalag, stórveldi sem gerir m.a. kröfu til æðstu og ráðandi löggjafarréttinda) er augljóst, að þingsályktunartillöguna um ESB-umsóknina átti skv. 16., 17. og 19. gr. stjórnarskrár lýðveldisins að bera undir forseta Íslands og leita undirskriftar hans undir það skjal.
Það var ekki gert. Hvers vegna var það ekki, gert, Árni Páll Árnason, Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson? Var ákveðið að fara fram hjá lögformlegum ákvæðum sjálfrar stjórnarskrárinnar þar um?
Greinlega áttar Árni Páll sig á því, að "aðildarviðræður (sic) við Evrópusambandið" eru "mikilvægt stjórnarmálefni í skilningi 17. greinar stjórnarskrár". Nú þarf hann að gera þjóðinni grein fyrir því, af hverju ekki var farið að ákvæðum 16., 17. og 19. gr. stjórnarskrárinnar um að bera þetta mál undir forseta Íslands.
Gerir formaður Samfylkingarinnar sér ekki grein fyrir því, að málið allt var þaðan í frá ein lögleysa? Og þarf ekki að gera Brusselmönnum grein fyrir því, að þetta var svo sannarlega "bjölluat" einbert og ekkert að marka þessa umsókn, sem aldrei naut hvort eð var stuðnings þjóðarinnar?
Jón Valur Jensson.
![]() |
Þjóðaratkvæði sjálfstæð ákvörðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)