Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.5.2014 | 18:28
Svikaferli
Svikasátt er það við þá, sem enn reyna að fremja valdarán á Íslandi, að ríkisstjórnin hugsi sér að heykjast á því að hætta formlega við Össurarumsóknina um inntöku landsins í stórveldi. Ekkert mál er stærra né meira aðkallandi en að losa þjóðina undan þessu sundrungarvaldandi máli, sem keyrt var í gegn með stórfelldum kosningasvikum og stjórnarskrárbroti árið 2009.
Vitað er, að Samfylkingin þvingaði Vinstri græn til að fylgja sér í AGS-, Icesave- og ESB-málunum við stjórnarmyndun 2009, þvert gegn stefnu VG! Vinstri grænum hafði jafnvel stóraukizt fylgi í kosningunum 2009 út á það að formaðurinn uppteiknaði flokkinn sem skeleggastan allra flokka GEGN Evópusambandsumsókn. Svo var jafnvel það fylgi notað gegnum umboðs-svíkjandi kjörna þingmenn VG til að sækja um inntöku Íslands í stórveldið!
Samfylkingarforingjarnir láta sem sjálfstæðis- og framsóknarmenn hafi verið að svíkja kosningaloforð sín frá í vor (þótt landsfundur og flokksþing flokkanna hafi skýlaust viljað viðræðuslit og enga ESB-aðild), en þessir bleiku blekkjendur voru samt sjálfir meðvirkir í því (Árni Páll og Katrín Júl. sem ráðherraefni Samfylkingar 2009) að þvinga Steingrím og VG-þingflokkinn til að svíkja sín kosningaloforð með því að taka þátt í ólögmætu atferli kratanna í ESB- og Icesave-málunum.
Framið var stjórnarskrárbrot með afgreiðslu ESB-málsins 2009 og margföld brot gegn rétti Íslands og þjóðarhagsmunum í Icesave-málinu, til þókknunar ESB, sem sjálft reyndi blákalt að kúga okkur í því máli, þvert gegn eigin tilskipun frá 1994!
En nú má ætla, að hugdeigir menn í Sjálfstæðisflokki hafi hugsað sér að gefast upp fyrir þessu hræsnisfulla liði og aðdáendum Evrópusambandsins! Til hvers er þá slíkur flokkur, ef leiðtogar hans SVÍKJA LANDSFUND ÍTREKAÐ? Hvenær kemur að því, að landsfundur neyðist til að víkja slíkum leiðtogum frá að fullreyndu?
Jón Valur Jensson.
![]() |
Samkomulag um þinglok |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.5.2014 kl. 01:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ljóst er að með óbilgjarnri sókn tveggja vinstri flokka með 20% fylgi, en með ótrúverðuga fjölmiðla með sér hafa þeir sett Sjálfstæðisflokk í varnarstöðu í málinu. Nú er komin frétt um að formaður utanríkismálanefndar, Birgir Ármannsson alþm., telji " ólíklegt á þessari stundu að þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að afturkalla umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði afgreidd á þessu þingi." (Mbl.is.)
„Utanríkismálanefnd var að koma saman eftir páskafrí og við erum að funda um önnur mál eins og stendur en þingsályktunartillaga utanríkisráðherra er næst á dagskrá," segir hann, en bætir þó við:
- "Eins og staðan er í dag tel ég ólíklegt að málið klárist fyrir þinglok 16. maí,“ segir Birgir en segir það þó enn óljóst hvort þingið muni funda strax eftir sveitarstjórnarkosningar. (Mbl.is.)
Ekki lítur þetta vel út fyrir tillögu utanríkisráðherrans, sem hefur þó notið stuðnings ríkisstjórnarflokkanna (að tveimur þingmönnum undanskildum, en jafnmargir úr stjórnarandsöðu eru þó líklegir til að styðja hana, a.m.k. Ögmundur Jónasson).
Þeim mun verr lítur þetta út sem forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, "segir engin áform vera um sumarþing enn sem komið er. „Ég hef skipulagt allt starf í samræmi við að þingið ljúki störfum 16. maí,“ segir Einar," og er fjallað nánar um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Ætlar ríkisstjórnin að heykjast á afturköllun ESB-umsóknar vegna flokkshagsmuna? Er það veik staða Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, sem veldur því, að flokkurinn þorir ekki að afgreiða málið af snerpu í þinginu af ótta við áróðursstarfsemi Fréttastofu Rúv og 365 fjölmiðla og tilkallaðra álitsgjafa, stjórnarandstöðu og fárra, en óbilgjarnra aðila í Sjálfstæðiflokki eins og Ragnheiðar Ríkharðsdóttur? (Vert er að benda þeim, sem hlustað hafa á árásir hennar í sunnudagsþætti Gísla Marteins, á að lesa seinni leiðara Moggans í dag. Þar er hún spurð ágengrar spurningar, sem mundi, ef svarað yrði, leiða í ljós allan hennar ótrúverðugleik í því máli.)
Eins og Hjörtur J. Guðmundsson blm. og Bergþór Ólason fjármálastjóri hafa bent á i nýlegum greinum í Morgunblaðinu, er hið eðlilegasta mál, sem liggur beint við, að afgreidd sé þessi tillaga utanríkisráðherrans á sitjandi þingi. Grein Hjartar, sem tengist umræðu um gjaldeyrismálin og EES, birtist sl. föstudag, 25. apríl, og verður væntanlega rædd hér síðar, en snilldargrein Bergþórs, Öllu snúið á hvolf, birtist í sama blaði sl. laugardag (og var að verðleikum rædd í forystugrein blaðsins í gær). Og hrein snilld er hún út í gegn og vert endurtekningar.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Óljóst hvort ESB-tillaga klárast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.4.2014 | 14:31
ESB hefur allt vald yfir "reglunni um hlutfallslegan stöðugleika" fiskveiða hvers ESB-lands
* Sjá þessa grein: Íslendingar gætu þurft að greiða skaðabætur vegna þorskastríðanna, sem byggir á frétt í Ríkisútvarpinu 9. febrúar 2007. Fréttin er öll afar athyglisverð og langt frá því að vera úrelt, heldur kannski einmitt tímabærari lesning nú en nokkru sinni fyrr. Menn lesi hana alla, sér til upplýsingar (raunar er hún stutt), en ég tek hér upp lokaorð hennar:
- "Reglan um hlutfallslegan stöðugleika fjallar um fiskveiðiréttindi miðað við veiðireynslu þjóða en einnig um skaðabætur vegna tapaðra veiða. Stefán segir hugsanlegt að gangi Íslendingar í Evrópusambandið krefjist aðrar fiskveiðiþjóðir skaðabóta vegna tapaðra veiða þegar Íslendingar færðu út fiskveiðilögsögu sína."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Þegar hvorki ríkisstjórn né meirihluti Alþingis vill ganga í Evrópusambandið kemur ekki til greina að Ísland sé áfram umsóknarríki. Þess vegna verður að afturkalla inngöngubeiðnina í Evrópusambandið með algerlega ótvíræðum hætti. Þangað til það er gert, er Ísland umsóknarríki í Evrópusambandið og lýsir því þannig yfir á hverjum degi á alþjóðavettvangi að það stefni í Evrópusambandið. Þess vegna kemur ekkert annað til greina en skilyrðislaus afturköllun inngöngubeiðninnar, og um það þarf enga nefndarfundi, umsagnir eða keyptar „skýrslur“"
Svo segir í nýlegum pistli á vef Andríkis.
19.4.2014 | 12:10
Sigurður Oddsson verkfræðingur afhjúpar staðreyndir
Stjórnarskráin var það góð að ekki var hægt að framselja vald til ESB án þess að breyta henni. Eftir miklar æfingar gafst almenningi kostur að svara nokkrum spurningum um stjórnarskrá. Valdar voru spurningar, sem flestir gátu svarað játandi. Ekki var spurt um fullveldið. Samfylkingin kallaði svo skoðanakönnunina kosningu, sem hefði samþykkt breytta stjórnarskrá.
Allt kjörtímabilið fékk ESB forgang. Björgun heimila sat á hakanum.
Sigurður Oddsson
Þetta er úr sláandi góðri grein, Örlagavaldurinn ESB, eftir Sigurð Oddsson verkfræðing í Mbl. 16. apríl. Hann segir þar ennfremur:
Í kosningunum 2009 voru tveir sigurvegarar. Össur lofaði fyrir kosningar að koma þjóðinni í skjól ESB og Steingrímur að halda þjóðinni utan ESB. Steingrímur sveik strax loforðið og myndaði með Samfylkingunni stjórn sem hafði það að markmiði að ganga í ESB. Sveik allt fyrir ráðherrastól. Þau svik verða seint toppuð. Össur beitti öllum brögðum til að standa við sitt. Laug að þjóðin ætti von á pakka frá Brussel, sem borgaði sig að kíkja í. Það gekk þar til Jón og Gunna föttuðu, að ESB myndi ekki aðlaga regluverkið að hagsmunum Íslands. Þá sagði Össur að Ísland þyrfti engar undanþágur.
Jóhanna sást varla í stjórnarsamstarfinu. Steingrímur vann myrkranna á milli – að eigin sögn – jós út skattpeningum til að rétta af þjóðarskútuna. Össur tók við þar sem Halldór hætti og var mest í ESB sendiferðum. Icesave og stjórnarskráin stóðu í vegi fyrir ESB inngöngu. Í þrígang samdi Steingrímur um Icesave við þá, sem skipuðu okkur á bekk hryðjuverkamanna. Fyrsti samningurinn var svo góður, að hann krafðist þess að þingmenn samþykktu hann óséðan. Jóhanna birtist og tuktaði til þingmenn, sem hún kallaði villiketti. Ef þau frömdu ekki landráð þá veit ég ekki hvað landráð eru.
Margt fleira er í grein Sigurðar, t.d. um óhagræðið af af ýmsu sem komið hefur hingað með ESB-löggjöf (leturbr. hér):
"Í Brussel voru kaflar opnaðir hraðar eftir því sem á leið kjörtímabilið. Mér skilst, að það að opna kafla sé að samþykkja og undirgangast lög og reglugerðir ESB. Oft mörg hundruð eða þúsundir blaðsíðna í einu. Ýmislegt höfum við fengið, sem bendir til að kaflarnir séu ekki vel lesnir. Pósturinn bað mig t.d. að hækka bréfalúgu á útidyrahurð. Hún var of lágt skv. ESB reglugerð. Gefinn var frestur, að öðrum kosti yrði hætt að bera póst til mín. Ég hefi ekki heyrt frá póstinum eftir að ég lét álit mitt í ljós í Morgunblaðspistli. Við höfum líka samþykkt að nota dýrari mengandi Euro-perur. Ný byggingasamþykkt eykur byggingakostnað um 10-15%."
PS: Mjög athyglisverð grein Gústafs Adolfs Skúlasonar í dag (hann er lesendum hér að góðu kunnur): Páskaegg aðildarsinna: Völd til ESB ekki afturkræf. Jafnvel Bretlandi er sagt að sætta sig við það!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.4.2014 kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í 'Minni skoðun' á Stöð 2 í gær ræddi Mikael við Árna Pál Árnason. Undirritaður var þar með spurningar til hans, kom inn á ESB og löggjafarmálin og fullyrðingar Árna um síversnandi launakjör hér frá 1920!
Þátturinn er HÉR, innlegg undirritaðs til málanna (ásamt stuttri kynningu Mikaels Torfasonar) er frá 39:13 til 41:28 á tímalínunni talið (þegar rúmar 39 mín. eru liðnar af þættinum og áfram) og svör Árna Páls í beinu framhaldi.
Takið eftir, að flokksformaðurinn víkur sér undan fyrri spurningunni með því að fara að tala um annað, en síðari spurningunni (um launakjörin) snýr hann út úr! Þetta eiga allir að heyra í þættinum, þeir sem leggja sig eftir því að taka eftir inntaki spurninganna og hvernig Árni Páll notar svo gamla ræðutaktík, að fara eins og köttur í kringum heitan graut, til að láta sem minnst bera á því, að hann gatar í raun á prófinu, sem fyrir hann var lagt. Er þetta ekki í raun viðurkenning hans á því, að honum skjátlaðist um meint versnandi launakjör Íslendinga frá 1920 (!) og að hann er EKKI sammála Jóni forseta Sigurðssyni um að við Íslendingar eigum að réttu lagi fyllstu löggjafarréttindi skilið?
Nánar seinna.
Jón Valur Jensson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2014 | 15:21
Meginmarkmið Samfylkingar eru í Brussel, ekki á Íslandi
Athyglisvert er, að Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingar, talar um að þrátt fyrir að nýtt framboð ESB-sinna myndi reyta fylgi af flokki hans líti hann á það sem bandamenn frekar en andstæðinga, "vegna þess að við höfum auðvitað það aðalbaráttumál að ljúka aðildarviðræðunum ... og þarna gæti verið bandamaður fyrir okkur til að ná því megin-markmiði okkar."
Viðtal þetta var á Eyjunni. Ánægður með sitt Evrópusamband kippir Helgi sér ekki upp við að flokkur hans virðist kominn niður í ca. 10,8% fylgi, það gerir ekkert til, svo lengi sem tíðni Evrópusambandsfylgispektar í samfélaginu minnkar ekki, heldur eykst jafnvel.
Hann er sem sagt meiri ESB-maður en Samfylkingarinnar. Hans ær og kýr eru í Brusel, meginmarkmiðin eru þar, ekki á Íslandi, enda yrði landið okkar bara lítið peð á skákborði "alvörustjórnmála" þegar komið yrði inn í ESB.
EN ÞAÐ SKAL ALDREI VERÐA!
JVJ.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2014 | 13:17
Margt kyndugt um skoðanakannanir um nýjan ESB-hægriflokk
Ef greint er hvað þeir sem líklegt er að kjósi þennan flokk kusu síðast kemur í ljós að 26 prósent af fylginu kemur frá þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkinn vorið 2013, 20 prósent Samfylkinguna, 16 prósent Framsókn, 15 prósent Bjarta framtíð, 4 prósent Vinstri græna og 2 prósent Pírata.
Og þarna segir einnig (auðk. hér):
Í greiningu á könnuninni kemur fram að nýja flokknum hafi ekki verið stillt beint upp sem valkosti við hina flokkana, en ef miðað er við síðustu könnun Capacent í mars síðastliðnum og tekið mið af því hvaðan nýi flokkurinn tæki fylgi yrði niðurstaðan nálægt þessu:
Og enn segir á Visir.is:
- Í greiningunni kemur fram að niðurstaðan sé alls ekki nákvæm og í útreikningunum hafi ekki verið reiknað með því að nýi flokkurinn fengi neitt af fylgi þeirra sem segja hvorki líklegt né ólíklegt að þeir kjósi hann. Hins vegar er reiknað með því að hann fái öll atkvæði þeirra sem segja að líklegt sé að þeir kjósi hann.
- Þess ber að geta að síðasti þingmaður Pírata stendur tæpt samkvæmt þessu og gæti það þingsæti nánast lent hvar sem er, samkvæmt greiningunni.
- Eva Heiða Hönnudóttir stjórnmálafræðingur segir niðurstöður könnunarinnar áhugaverðar. „Það kemur ekki á óvart að af þeim sem eru tilbúnir til að kjósa nýjan hægriflokk kaus fjórðungur Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Þar á eftir kemur Samfylkingin og þar eru væntanlega á ferðinni hægri kratarnir sem eru Evrópusinnaðir,“ segir Eva Heiða. „Það er líka áhugavert að 16 prósent af þeim sem myndu kjósa nýtt framboð kusu Framsókn síðast, miðað við hversu mikið Framsókn hefur sett sig á móti ESB.“
En þar er þá sennilega um þá menn helzt að ræða, sem kusu Framsókn vegna loforða hennar í skuldamálunum (auk þeirra fekk flokkurinn líka mörg þakklætisatkvæði vegna Icesave-málsins.)
Í könnuninni var spurt: Ef fram kæmi nýtt framboð Evrópusinnaðs flokks hægra megin við miðju, hversu líklegt eða ólíklegt er að þú myndir greiða slíku framboði atkvæði þitt í alþingiskosningum ef kosið yrði til Alþingis í dag? Könnunin var unnin 3. til 10. apríl. Svarendur voru 1.667 og þar af tóku 1.378 afstöðu.
Í nýlegri skoðanakönnun MMR sögðu 38,1 prósent aðspurðra koma til greina að kjósa nýtt framboð hægri manna sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. (Visir.is)
Þetta útleggur Páll Vilhjálmsson réttilega svo, að fylgi hins nýja "flokks" hafi hrapað á 10 dögum úr tæpum 40% í 20%.
![]() |
Nýr flokkur nyti 20% stuðnings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2014 | 18:10
Ekki akademískt frambærileg skýrsla Alþjóðastofnunar HÍ um sjávarútvegsmál Íslands og ESB
Sjávarútvegskaflinn er afar undarlegur, þar er ekki vísað í neinar heimildir að ráði, að öðru leyti en því að óþekktir og andlitslausir embættismenn í Brussel virðist koma þarna inn með heimildir sem skýrsluhöfundar treysta sér ekki til að upplýsa hverjir eru. Þetta er ekki í boði í háskólasamfélaginu að koma fram með svona órökstuddar fullyrðingar í skýrslu af þeim gæðum sem svona skýrsla á að hafa. Það er engin heimildarskrá um það hver segir hvað. Þetta er eiginlega skýrsla óþekkta embættismannsins,
segir Vigdís [Hauksdóttir um skýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ, sem birt var í dag] og bætir við að vitnað hafi verið í minnisblöð embættismanna sem ekki hafi verið lögð fram sem gögn í aðlögunarferlinu. (Mbl.is)
- „Það er ekki hægt að bjóða okkur uppá það að vitna í tveggja manna tal. Ég hef farið í gegnum háskólanám og veit að allt þarf að vera skothelt varðandi heimildir og rökstutt til að ritgerðir og skýrslur séu teknar gildar af háskólasamfélaginu. Ef að ekki er gefin upp ákveðin heimild fyrir ákveðnum fullyrðingum þá veit maður ekki hvort að þær séu réttar,“ segir Vigdís sem telur ekkert benda til þess í skýrslunni að tilefni sé til að draga tillöguna til baka um að slíta viðræðum við ESB. Í raun sé búið að draga umsóknina til baka með því að hætta viðræðum og slíta samninganefndum. (Mbl.is)
Vel mælt hjá Vigdísi og þarft verk að afhjúpa svo augljósa þverbresti í þessari skýrslu sem átti að heita akademískt frambærileg, en er það ekki! Það verður aldrei neitt traust byggt á orðum nafnleysingja í málum sem varða þjóðarhag. Ónafngreindir embættismenn hafa t.d. ekkert vægi til móts við sjálfan stækkunarstjóra Evrópusambandsins, Stefan Füle, einn af kommissörunum í sjálfri framkvæmdastjórn ESB og þannig með e.k. ráðherraígildi, en hann andmælti eindregið og leiðrétti á staðnum í Brussel fyrir nokkrum árum hjali Össurar Sarphéðinssonar um "klæðskerasaumaða lausn" handa Íslandi í sjávarútvegsmálum, --- sjá upptöku af orðaskiptum þeirra hér: fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1359088/ --- en samt er þetta óábyrga klæðskerasaumstal endurtekið í þessari skýrslu Alþjóðastofnunar HÍ !! -- og vitaskuld án tilgreindrar heimildar!!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Skýrsla óþekkta embættismannsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
ESB-predikaranum Ólafi Þ. Stephensen virðist í leiðara 4. þ.m. þykja sjálfsagt að Úkraína hefði sótt um að ganga í NATO og raskað þar með öllu jafnvægi á svæðinu. Kænugarður er ein af upphafsborgum Rússaveldis, bæði veraldlega og andlega, þar var heil. Vladimír stórfursti, ættfaðir rússnesku konungs- og keisaraættarinnar, og tignaður sem þjóðardýrlingur Rússlands. Það væri fráleitt fyrir Rússa að vita af NATO-herstöð norðarlega í Úkraínu, nærri Kiev, og eins að NATO taki við Sevastopol-flotastöðinni um 2043. (Nánar um allt þetta o.fl. > http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/1369690/ ).
En Ólafi ritstjóra ESB-Fréttablaðsins finnst líka sjálfsagt, að Evrópusambandið ágirnist Úkraínu, eins og segja má að komið hafi fram í opinberri yfirlýsingu Rampuys, forseta leiðtogaráðs ESB. (--> http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/1366854/ ).
Sennilegt er, að samhliða hafi ESB stundað undirróðursaðferðir til að stuðla að upplausninni þar og valdatöku ESB-sinnaðra afla. Vinur minn íslenzkur á konu frá Úkraínu, og ættingjar hennar vita af því, að fólki var boðið að í endurgjald fyrir þriggja daga mótmælaþátttöku á Maidan-torginu í Kiev fengi það sem svaraði til hálfs mánaðar launa. Útþenslustefna lýsir sér ekki bara í beinu hernámi, og Brusselherrarnir geta sem bezt litið í eigin barm um tilefni þess sem nú hefur gerzt.
Jón Valur Jensson.