Gagnrýnar spurningar til formanns Samfylkingarinnar fengu mjög óbein svör!

Í 'Minni skoðun' á Stöð 2 í gær ræddi Mikael við Árna Pál Árnason. Undirritaður var þar með spurningar til hans, kom inn á ESB og löggjafarmálin og fullyrðingar Árna um síversnandi launakjör hér frá 1920!

Þátturinn er HÉR, innlegg undirritaðs til málanna (ásamt stuttri kynningu Mikaels Torfasonar) er frá 39:13 til 41:28 á tímalínunni talið (þegar rúmar 39 mín. eru liðnar af þættinum og áfram) og svör Árna Páls í beinu framhaldi.

Takið eftir, að flokksformaðurinn víkur sér undan fyrri spurningunni með því að fara að tala um annað, en síðari spurningunni (um launakjörin) snýr hann út úr! Þetta eiga allir að heyra í þættinum, þeir sem leggja sig eftir því að taka eftir inntaki spurninganna og hvernig Árni Páll notar svo gamla ræðutaktík, að fara eins og köttur í kringum heitan graut, til að láta sem minnst bera á því, að hann gatar í raun á prófinu, sem fyrir hann var lagt. Er þetta ekki í raun viðurkenning hans á því, að honum skjátlaðist um meint versnandi launakjör Íslendinga frá 1920 (!) og að hann er EKKI sammála Jóni forseta Sigurðssyni um að við Íslendingar eigum að réttu lagi fyllstu löggjafarréttindi skilið?

Nánar seinna. 

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband