Færsluflokkur: Bloggar
1.12.2018 | 17:15
Til hamingju, þjóð, með 100 ára fullveldi!
Í verulegum kulda, eins og 1918, var haldið upp á fullveldisafmælið við Stjórnarráðshúsið og víðar í dag. Fyrsti stóri atburðuinn þar var fullveldissöngur Fóstbræðra í anddyri Hörpu í hádeginu í dag, margt þjóðlegt sungið og hrífandi, en líka Kong Christian stod ved höj en mast í þýðingu Matth.Joch., endað svo glæsilega á mikilfenglegum þjóðsöngnum, sem eins og allir vita er einnig saminn við texta Matthíasar. Margrét II Danadrottning mun hafa verið þar viðstödd.
Það átti eftir að kólna verulega á henni, þegar kom að stærsta dagskrárlið dagsins, við Stjórnarráðshúsið kl.13 (en þar fór einmitt fullveldisyfirlýsingin fram mjög hátíðlega 1918). Þar var mjög fagur, þjóðlegur söngur blandaðs kórs, í miklum norðan-stinningskalda utan af sundum. Ríkisstjórnin sat þar undir vesturveggnum og margir höfuðfatslausir -- Margrét II hvorki með húfu né kórónu á höfði, en í þykkum pels. Allmargir, sennilega yfir 1000, hlýddu þar á dagskrána.
Fyrsti ræðumaður var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og talaði húfulaus alllangt mál og nokkuð snjallt. Hefði hún betur verið búin að þiggja verðskuldaða rússneska vetrarhúfu, en meinið var, að það átti hún ekki inni hjá þeim, því að hún og allir ráðherrarnir standa með hinu afleita og fráleita viðskiptabanni á Rússland, bændum okkar og sjómönnum til stórskaða og rússneskri alþýðu sömuleiðis. Á sama tíma ylja tugmilljónir Þjóðverja sér við ylinn af rússnesku gasi!
Á eftir Katrínu talaði Jelena nokkur frá Slóveníu eða Slóvakíu, nýbúi sem verið hefur hér í tvö og hálft ár, en fór þó langt með að tala á lýtalausri íslenzku og samt ekki stutt mál. Var mikið klappað fyrir ræðu hennar, enda klóklega og fallega saman sett í öllum meðmælum hennar með nýbúum landsins.
Öllu verr fór með tvö ungmenni, sem eru í Sameinuðu þjóða-félagsskap og orðlengdu mjög, í um hálfri ræðu sinni, um að okkur Íslendingum væri alger nauðsyn að samþykkja allar mögulegar ráðstafanir vegna loftslagsáhrifa -- m.ö.o. vegna tilgátunnar um manngerða hlýnun jarðar. Hljómaði það á parti sem svartsýnasta dómsdagspredikun frá 17. öld. Fengu þau dræmastar undirtektir áheyrenda.
Jón Valur Jensson.
Fullveldi í tölum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2015 | 20:01
Eru Píratar orðnir ESB-viðhengi?
Píratar standa ekki undir nafni nema sem flokkur sem aðhyllist rán á hugverkum höfunda og á öryggis- og persónuupplýsingum frá leyniþjónustum. Rán eru einmitt ein iðja Sikileyjar-mafíunnar, en hví vill þá Birgitta líkja Skagfirðingum eða skagfirzkum framsóknarmönnum við lögbrjóta á Sikiley? Stunda Skagfirðingar glæpastarfsemi? Það er þá eitthvað nýtt eða bara í höfðinu á henni Birgittu.
Öllu alvarlegra en allt þetta er sú stefna Pírata, sem nú virðist uppi á borðum, að beita sér gegn því, að hætt verði umsóknarferlinu að Evrópusambandinu, og þar grípur Birgitta enn einu sinni til billegra meðala eins og þeirra að klína því á ríkisstjórnina, að hún sé bara að þjóna hagsmunum Skagfirðinga og Kaupfélags Skagfirðinga.
Lágt er risið á þessum málflutningi Birgittu. Og hvernig er með hana sjálfa: Vill hún ekki standa með sjálfstæði og fullveldi Íslands? Eru Píratar orðnir enn einn undirlægjuflokkurinn undir erlent vad?
Jón Valur Jensson.
Segir Skagafjörð Sikiley Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 17.5.2015 kl. 02:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"ESB gengur bara í eina átt enda eru leiðtogar þess í Brussel og Berlín sannfærðir um að annars riði það til falls." Þannig ritar leiðarahöf. Mbl. í dag. Og í hvaða átt? Samrunaáttina. Það er alveg ljóst, að þetta er sú átt sem æðsti maður ESB stefnir í og margir voldugustu menn Evrópusambandsríkjanna með honum.
- José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir nú að öll 27 ríki sambandsins þurfi að ganga lengra í samruna fjármálakerfa sinna en gert sé ráð fyrir í lagafrumvörpum framkvæmdastjórnarinnar frá því í síðustu viku. Taka þurfi "mjög stórt skref" í samrunaátt ef draga eigi lærdóm af skuldakreppu aðildarríkjanna og þetta þurfi að gerast á næsta ári. (Mbl.)
Já, strax á næsta ári, góðir lesendur! Vituð ér enn eða hvað?
- Barroso segir að nú sé lag vegna ástandsins í álfunni. Þetta tækifæri vill hann grípa til að stíga "mjög stórt skref" í átt að sambandsríki. Og þó að ástandið batni dettur engum í hug að skrefið stóra verði stigið til baka.
Hér er þessi stutti snilldarleiðari Mbl.: Mjög stórt skref. Þeir birtast þar margir hver öðrum betri, leiðararnir um Evrópsambandið og hina ófarsælu umsókn minnihlutaflokks á Alþingi um inntöku Íslands í það sífellt valdsæknara stórveldabandalag.
Jón Valur Jensson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Athyglisverðar þessar skoðanakannanir 365 fjölmiðla síðustu daga! Hve margir vildu að tillaga Vigdísar Hauksdóttur yrði samþykkt? Nærri því jafnstór meirihluti og í "Icesave 3"! Hve margir vilja hætta ESB-viðræðum? Yfirgnæfandi meirihluti! Hér er þetta hvort tveggja nánar:
(Heimild: http://bylgjan.visir.is/kannanir/)
Þeir eru tvöfalt fleiri sem vilja hætta viðræðum en hinir sem vilja halda þeim áfram!
Og svo var það könnun Fréttablaðsins ESB-sinnaða, birt í gær. Á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu á næstunni til að ákveða hvort halda eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram? Já sögðu 57,9%, nei 42,1%.
Þeim er ekki alveg alls varnað á 365 fjölmiðlum að birta þó þessar staðreyndir!
Með ákvörðun sinni sl. fimmtudag, 24. maí, hefur meirihluti alþingismanna augljóslega gengið þvert gegn eindregnum vilja landsmanna. Hið sama gerðist raunar, þegar stofnað var til þessa óhæfuverks í júlí 2009. Í maíjúní það sama ár, þegar þingsályktunartillaga lá fyrir Alþingi um að sækja um "aðild" að ESB, var gerð Capacent-Gallup-könnun um afstöðu almennings og spurt: "Hversu miklu eða litlu máli finnst þér skipta að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu?" Þá reyndust heil 61,1% svara: "Mjög miklu máli", en 15,2%: "Frekar miklu máli" (alls 76,3%), en 4,9% sögðu: "Frekar litlu máli" og 13% "mjög litlu máli" (alls 17,9%); en "hvorki né" sögðu 5,8%. (Heimild hér.)
Gegn þessum almenna vilja gekk Alþingi árið 2009 (raunar með múlbundnum vinstri grænum þingmönnum, þvert gegn þeirra eigin yfirlýstum vilja). Það sama gerðist nú, eins og ljóst er af báðum þeim könnunum nýliðinnar viku, sem hér var sagt frá.
Það er því sama, hvernig þingmenn og óbreyttir fylgismenn Samfylkingarinnar hælast um vegna niðurstöðunnar 24. maí og umsnúa staðreyndum -- sannleikurinn er kominn í ljós og hverfur ekki, meðan Íslendingar hafa augun opin.
Gleðilegan hvítasunnudag!
Jón Valur Jensson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Baldur Þórhallsson, varaþingmaður Samfylkingar, hápólitískur prófessor, þó sí og æ álitsgjafi Rúv og 365 fjölmiðla, SKRÖKVAÐI á Alþingi í morgun að Íslandi hefði "alltaf gengið vel að semja við Evrópusambandið." Makrílmálið afsannar þá fullyrðingu hans gersamlega. Evrópusambandið hefur sýnt fádæma samningshörku gagnvart Íslendingum og ætlazt til þess, að við fáum (fyrst 3,1%, síðan:) einungis 4% hluta veiðinnar úr makrílstofninum í NA-Atlantshafi, þrátt fyrir að hann er hér við land 40% af líftíma sínum á seinni árum og étur hér tvær milljónir tonna af átu!
Baldri þykir greinilega henta að fara með fleipur fyrir sitt heittelskaða Evrópusamband, en það er opinber staðreynd, að um leið og hann fekk titilinn Jean Monnet-prófessor hjá Evrópusambandinu, voru stofnun hans veittar 7,5 milljónir króna í styrk frá því sama sambandi. Baldur er þannig tengdur því fjárhagsböndum.
- Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokks, hvatti þingmenn til að kynna sér reglur ESB um stækkun sambandsins. Ísland ætti þess ekki kost að semja sig frá meginreglum ESB. (Mbl.is.)
Þetta er algerlega rétt hjá Gunnari Braga. Grunnreglur ESB gilda þar í öllum löndunum sem æðstu lög, æðri jafnvel en stjórnarskrár ríkjanna, þar sem í milli kann að bera. Jafnvel þótt hér yrði sett yrði inn í stjórnarskrá ákvæði um að sjávarauðlindir okkar væru ævarandi þjóðareign, þá hefðum við enga vörn í slíkri stjórnarskrárgrein gegn lögum Esb. sem fjalla m.a. um jafnan aðgang borgara allra ESB-ríkja að fiskimiðum landanna.
Nú fer fram á Alþingi (frá því fyrir kl. 11) umræða um stjórnarskrármálið og um tillögu Vigdísar Hauksdóttur alþm. um að þjóðin verði spurð í haust, hvort draga eigi til baka umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið. Kl. 12.34 var tilkynnt, að tillaga hennar hafi verið felld með 34 atkvæðum gegn 25, en fjórir voru fjarverandi. Það voru orð að sönnu hjá Einar K. Guðfinnssyni alþm., þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sinu, að tala um "ESB-flokkana á Alþingi" og tiltók þrjá flokka: Samfylkingu, Vinstri græna og Hreyfinguna. Því má spá hér, að þetta verði uppreisnarefni í grasrót Vinstri grænna og upphafið að endalokum Hreyfingarinnar.
Jón Valur Jensson.
Alltaf gengið vel að semja við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.5.2012 | 11:27
Er Ögmundi hótað - eins og stjórnarþingmönnum í Icesave-máli?
Vigdís Hauksdóttir alþm. hefur lagt fram breytingartillögu þess efnis að samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs verði þjóðin spurð hvort stöðva eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ögmundur Jónasson hefur fyrir löngu séð, að umsóknarferlið er í allt öðru fari en um var talað í upphafi; hér er aðlögunarferli í fullum gangi og næsta tilætlunin sú, að hann að aðrir vinstrigrænir samþykki 5 milljarða IPA-aðlögunarstyrki þvert gegn skattalögum einstaklinga og fyrirtækja, þvert gegn tollalögum og þvert gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. (Já, það mál liggur fyrir þingi núna!).
Í 2. lagi hefur það ekki farið fram hjá honum fremur en öðrum, að ástandið í Evrópusambandinu hefur hríðversnað, síðan Össurarumsóknin var lögð fram fyrir 34 mánuðum: Skuldamál Suður-Evrópuríkjanna og margra annarra hafa valdið nýrri hættu á fjármálahruni, og evrusvæðið sérstaklega er orðið sannkallað skjálftasvæði og ekki fýsilegt að slægjast eftir evru sem gjaldmiðli.
Ögmundur Jónasson hefur sjálfur sagt orðrétt í fyrradag á Alþingi, "að aldrei, aldrei hefur það verið vitlausra en nú að ganga inn í Evrópusambandið." Það er því ekki að furða, að Vigdís Hauksdóttir segist undrandi á ummælum Ögmundar í Morgunblaðinu í dag, að hann ætli ekki að styðja tillögu hennar. Þó er víðtækur stuðningur við hana, m.a. ætla bæði Birkir Jón Jónsson og Eygló Harðardóttir, þingmenn Framsóknarflokksins, sem orðaðir hafa verið við Esb-áhuga, að styðja tillöguna, einnig Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu (áður í VG), auk Ásmundar Einars Daðasonar, sem gekk úr VG í Framsóknarflokkinn, og í gær bættist Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG og fyrrverandi formaður þingflokksins, í hóp stuðningsmanna. Treysta má því, að Jón Bjarnason, fyrrv. ráðherra, geri það sama.
Hvað veldur þá hinni furðulegu afstöðu Ögmundar innanríkisráðherra? Liggur hann undir hótunum, ef hann tekur sjálfstæða afstöðu, í samræmi við vilja grasrótar eigin flokks, en gegn Esb-stefnu Jóhönnu og Steingríms J. Sigfússonar? Við vitum öll af slíkum hótunum í Icesave-málinu, m.a. gagnvart Liljunum, sem þá voru báðar í VG. Er nú verið að hóta Ögmundi missi ráðherrastólsins? Það er eina skýringin, sem undirriataður hefur á afstöðu hans nú og raunar sú eina, sem ég get tekið gilda, því að alveg er ljóst, að Ögmundur Jónasson er eina vörnin gegn ásælni kínverskrar fjárfestingarsamsteypu hér á landi.
En ófarsæl er sú landsstjórn, sem þarf að hanga saman á hótunum og ógnunum gagnvart jafnvel sínum eigin flokksmönnum. Það kann ekki góðri lukku að stýra, og þjóðin verður ekki blekkt endalaust, hversu fús sem Steingrímur J., hans hlýðni varaformaður (Katrín), hans sauðtryggi fylgismaður Björn Valur og 10 milljóna Esb-styrkþeginn Árni Þór Sigurðsson kunna að vera að ganga umsóknarslóðina á enda, með einungis 27,5% fylgi landsmanna við inngöngu í þetta valdfreka, en illa stadda Evrópusamband.
Jón Valur Jensson.
Vonsvikin með orð Ögmundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)