Er Ögmundi hótað - eins og stjórnarþingmönnum í Icesave-máli?

Vigdís Hauksdóttir alþm. hefur lagt fram breytingartillögu þess efnis að samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs verði þjóðin spurð hvort stöðva eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ögmundur Jónasson hefur fyrir löngu séð, að umsóknarferlið er í allt öðru fari en um var talað í upphafi; hér er aðlögunarferli í fullum gangi og næsta tilætlunin sú, að hann að aðrir vinstrigrænir samþykki 5 milljarða IPA-aðlögunarstyrki þvert gegn skattalögum einstaklinga og fyrirtækja, þvert gegn tollalögum og þvert gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. (Já, það mál liggur fyrir þingi núna!).

Í 2. lagi hefur það ekki farið fram hjá honum fremur en öðrum, að ástandið í Evrópusambandinu hefur hríðversnað, síðan Össurarumsóknin var lögð fram fyrir 34 mánuðum: Skuldamál Suður-Evrópuríkjanna og margra annarra hafa valdið nýrri hættu á fjármálahruni, og evrusvæðið sérstaklega er orðið sannkallað skjálftasvæði og ekki fýsilegt að slægjast eftir evru sem gjaldmiðli.

Ögmundur Jónasson hefur sjálfur sagt orðrétt í fyrradag á Alþingi, "að aldrei, aldrei hefur það verið vitlausra en nú að ganga inn í Evrópusambandið." Það er því ekki að furða, að Vigdís Hauksdóttir segist undrandi á ummælum Ögmundar í Morgunblaðinu í dag, að hann ætli ekki að styðja tillögu hennar. Þó er víðtækur stuðningur við hana, m.a. ætla bæði Birkir Jón Jónsson og Eygló Harðardóttir, þingmenn Framsóknarflokksins, sem orðaðir hafa verið við Esb-áhuga, að styðja tillöguna, einnig Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu (áður í VG), auk Ásmundar Einars Daðasonar, sem gekk úr VG í Framsóknarflokkinn, og í gær bættist Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG og fyrrverandi formaður þingflokksins, í hóp stuðningsmanna. Treysta má því, að Jón Bjarnason, fyrrv. ráðherra, geri það sama.

Hvað veldur þá hinni furðulegu afstöðu Ögmundar innanríkisráðherra? Liggur hann undir hótunum, ef hann tekur sjálfstæða afstöðu, í samræmi við vilja grasrótar eigin flokks, en gegn Esb-stefnu Jóhönnu og Steingríms J. Sigfússonar? Við vitum öll af slíkum hótunum í Icesave-málinu, m.a. gagnvart Liljunum, sem þá voru báðar í VG. Er nú verið að hóta Ögmundi missi ráðherrastólsins? Það er eina skýringin, sem undirriataður hefur á afstöðu hans nú og raunar sú eina, sem ég get tekið gilda, því að alveg er ljóst, að Ögmundur Jónasson er eina vörnin gegn ásælni kínverskrar fjárfestingarsamsteypu hér á landi.

En ófarsæl er sú landsstjórn, sem þarf að hanga saman á hótunum og ógnunum gagnvart jafnvel sínum eigin flokksmönnum. Það kann ekki góðri lukku að stýra, og þjóðin verður ekki blekkt endalaust, hversu fús sem Steingrímur J., hans hlýðni varaformaður (Katrín), hans sauðtryggi fylgismaður Björn Valur og 10 milljóna Esb-styrkþeginn Árni Þór Sigurðsson kunna að vera að ganga umsóknarslóðina á enda, með einungis 27,5% fylgi landsmanna við inngöngu í þetta valdfreka, en illa stadda Evrópusamband.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vonsvikin með orð Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ráðherrar og reyndar stjórnarþingmenn upp til hópa tala tungum tveim. 

Afdráttalausar yfilýsingar fá á sig nýja túlkun í hvert sinn sem valdasætinu er ógnað. Ögmundur styður þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB, en bara ekki núna, seinna eða aldrei.

Íslendingar yrðu ríkasta útflutningsþjóð heimsins ef þeim tækist að framleiða á flöskur límið sem heldur þessari ríkisstjórn saman. 

Ragnhildur Kolka, 23.5.2012 kl. 11:53

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvar er nú lýðræðisást þín Ögmundur, sem þú segist vera svo gífurlega hlynntur? Hvers virði eru kjósendur sem kusu VG út á loforð um að ganga ekki í ESB?

Er ráðherrastóll meira virði en lýðræðislegur kosningaréttur almennings.

Nú skaltu svara kjósendum og vinnuveitendum þínum Ögmundur!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.5.2012 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband