20.2.2014 | 22:49
Himin og haf ber á milli áherzlna utanríkismálanefndar (grunnforsendna ESB-umsóknar) og Evrópusambandsins
"Ef litið er á þær áherslur sem birtast í meirihlutaáliti utanríkismálanefndar sem vegvísis um þær sérlausnir sem Ísland hefði farið frammá í sjávarútvegsmálum, ef sá kafli hefði verið opnaður, og þær bornar saman við áherslur Evrópusambandsins ætti að vera ljóst að himin og haf ber á milli, segir Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, sem sendi nýlega frá sér skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB.
Óraunsætt er að Ísland geti fengið varanlegar undanþágur frá reglum ESB á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar í aðildarviðræðum við sambandið. Þetta segir hinn sami Gunnar Haraldsson:
- Gunnar var spurður að því hvort að raunsætt væri að hans mati að Ísland gæti fengið varanlegar undanþágur eða einhvers konar varanlegar sérlausnir frá reglum ESB á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar?
- Nei. Þrátt fyrir að tæknilega sé hægt að fá fram varanlegar sérlausnir í aðildarsamningi verður það að teljast mjög ólíklegt að slíkar undanþágur fáist, sérstaklega hvað varðar landbúnað og sjávarútvegsmál. Í því aðildarferli sem Ísland gengur í gegnum er áhersla lögð á aðlögun að reglum sambandsins en ekki á að veita undanþágur, segir Gunnar.
- Spurður um umræðuna um mögulegar undanþágur og sérlausnir segir hann að þær undanþágur sem stundum sé vísað til í umræðu um þessi mál séu annaðhvort ekki varanlegar eða til komnar við allt aðrar aðstæður en nú ríki. Eins og fram kemur í skýrslunni hafa engar undanþágur fengist í landbúnaði og sjávarútvegi í fortíðinni og með breyttum áherslum hjá Evrópusambandinu sjálfu verður það að teljast enn ólíklegra en áður að undanþágur fengjust á þeim sviðum. (Mbl.is)
Það er spurning hvort trúaðir ESB-inntökusinnar láti sér þetta að kenningu verða.
JVJ.
![]() |
Óraunsætt að undanþágur fáist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2014 | 11:48
Kjarnaatriði úr skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið og þróun þess
- Evrópusambandið setur ávallt fram þá meginkröfu í aðildarviðræðum að umsóknarríki gangi að öllu regluverki sambandsins óbreyttu, segir í skýrslunni.
- Engin dæmi um undanþágur
- Þar kemur einnig fram að skoðun á aðildarlögum einstakra ríkja staðfesti að hingað til hefur ekki verið um varanlegar undanþágur að ræða hvorki á sviði sjávarútvegsmála né landbúnaðarmála.
- Engin sérmeðferð
- ... aðildarferlið [hefur] breyst í áranna rás ... aðildarferlið sem Ísland gekk inn í þegar það sótti um aðild árið 2009 [var] í föstum skorðum og strangara en áður. Þess vegna [er] óljóst hvers vegna miðað var við hraða umsóknarferlis sem ekki var lengur unnið eftir við mat á því hve langan tíma tæki að ljúka viðræðunum. Um þetta segir einnig að lítil ástæða virðist hafa verið til að ætla að Ísland fengi aðra meðferð í umsóknarferli en þau önnur lönd sem voru að sækja um aðild á sama tíma.
Allt er þetta úr forsíðufrétt Morgunblaðsins í dag, en mun ýtarlegri frétt er af þessu á bls. 2. Þar segir meðal annars (leturbr. jvj):
- Sjávarútvegur á forræði Evrópusambandsins
- Í skýrslu Hagfræðistofnunar er fjallað um íslensk sjávarútvegsmál og Evrópusambandið og fram kemur að varanlegar undanþágur séu ekki í boði og að engin dæmi séu um slíkar undanþágur. Nefnd eru sérstaklega fjögur atriði sem erfiðleikum myndu valda í þessu sambandi. Í fyrsta lagi sé ólíklegt að hægt sé að sækja um varanlega undanþágu frá takmörkunum varðandi fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegsfyrirtækjum, en hugsanlega mætti fá tímabundnar undanþágur. Í öðru lagi megi telja óvíst að hægt yrði að setja skilyrði um hömlur á framsal aflaheimilda til annarra en Íslendinga og íslenskra fyrirtækja. Í þriðja lagi sé ljóst að samningsumboð við lönd utan ESB, til dæmis vegna veiða úr deili- og flökkustofnum, verði á hendi sambandsins en ekki einstakra ríkja. Í fjórða lagi sé ljóst að ekki væri hægt að fá undanþágu frá ákvæðinu um að heildarafli í helstu veiðum skuli ákvarðaður formlega á vettvangi Evrópusambandsins, þrátt fyrir að lögsaga Íslands yrði skilgreind sem sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði.
- Loks segir að nánast öruggt sé að Ísland geti ekki samið sig frá algjöru banni við hvalveiðum.
Nú blasir það, hve auðvelt og sjálfsagt og knýjandi það er fyrir stjórnarflokkana að draga til baka hina illa til fundnu umsókn Samfylkingarmanna og leiðitamra VG-manna á árinu 2009. Þetta var þeirra umsókn, ekki núverandi stjórnarflokka og sízt af öllu þjóðarinnar, sem alla tíð síðan hefur að miklum meirihluta verið andvíg inntöku landsins í Evrópusambandið.
Jón Valur Jensson.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2014 | 20:55
Jón Gnarr og hans naívismi í utanríkis- og sjálfstæðismálum
Jón Gnarr borgarstjóri sýnir hve naíf hann er í pólitík þegar hann segir spurninguna um hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið ofmetna. "Það skipti ekki meginmáli hvort Íslandi gangi inn í sambandið, hvorki fyrir landið sjálft né Evrópusambandið," kvað hann.
Hvort tveggja er vitlaust. Við yrðum ekki lengur í bílstjórasætinu um okkar meginmál verandi inni í ESB, ekki á neinum sviðum sem falla myndu undir stjórn Evrópusambandsins. Og forræðið yfir 200 mílna fiskveiðilögsögunni myndi fara úr okkar höndum, bæði stjórn veiða, veiðarfæra, opinna og lokaðra fiskimiða. Ekkert héldi í raun aftur af spænskum, brezkum og öðrum fiskiskipum frá ESB-ríkjum að komast hér allt upp að 12 mílna mörkunum og jafnvel nær.
Það er mikið keppikefli fyrir Evrópusambandið að komast yfir Ísland. Fiskveiðilögsagan er meira en sjöfalt stærri en landið sjálft. Hernaðar- og efnahagslega er Ísland þeim keppikefli. Út frá mati Olíustofnunar Norgs og Eykon Energy reiknast Norska Dagbladet til, að olían á norsk-íslenzka Jan Mayen-svæðinu sé um 125.000 milljarða ísl. króna virði, en það jafngildir 220-földum fjárlögum íslenzka ríkisins, skv. Fréttablaðinu í dag, s. 2. Yfirráð yfir nýtingu slíkra auðæfa eru stórveldum keppikefli; það sama á við um fiskimiðin og orkumálin, og Lissabon-sáttmálinn gefur Evrópusambandinu þær valdheimildir sem það þarf til þessara hluta, m.a. á sviði markaðsmála, dreifingar og jafnvel verðlagningar í olíumálum.
Svo endurtekur Jón Gnarr endemisblaðrið úr oflesnu ESB-Fréttablaðinu og bergmálað í 101-klíkunum, að Evrópusambandið snúist um "samvinnu":
- Í ýtarlegu viðtali á vefsíðunni The Reporters Hive segir hann jafnframt að sambandið sé einungis ný tegund af samvinnu milli fólks af ólíkum þjóðernum. Samvinna á sveitarstjórnarstiginu sé hins vegar mun skilvirkari en samvinna milli landa. (Mbl.is.)
Þvílík einfeldni !
Jón Valur Jensson.
![]() |
Spurningin um ESB ofmetin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 15.1.2015 kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2014 | 01:32
Evrópusambandið sækist eftir Úkraínu
Og hvað sagði Herman van Rompuy? Jú, þetta (í skilaboðum á ráðstefnu um Úkraínumál í Sviss): "Úkraína á heima í Evrópusambandinu"!
Þetta talaði hann vitaskuld ekki sem prívatmaður, einstaklingur úti í bæ. Maðurinn er forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins og lýsir þarna vitaskuld ekki einkaskoðun, heldur vilja þeirra þar. Og ímyndum okkur ekki, að þeir geri ekkert í þessum ásetningi sínum.
Þetta er því fullt tilefni til að hafa áhyggjur af því, að ESB sjái sér hag í að ýta undir byltingu í Úkraínu, valdayfirtöku eða skiptingu landsins ella -- með líklegum blóðfórnum eins og í Sýrlandi (þar sem um 135.000 manns hafa nú týnt lífi í tveggja ára uppreisn og borgarastríði, sem ýtt hefur verið undir með vopnasendingum vestrænna ríkja til uppreisnarmanna -- ekki sízt frá ríkjum Evrópusambandsins!).
PS. Þegar Herman van Rompuy lýsti því yfir, að Úkraína ætti heima í Evrópusambandinu, gerði hann nánast nákvæmlega það sama og Olli Rehn, fv. útþenslustjóri ESB, sagði í viðtali við Handelsblatt: Islands natürlicher Platz ist in der EU eðlilegur eða náttúrlegur staður Íslands er í Evrópubandalaginu. Þetta var frek íhlutun í okkar innanríkismál (sjá nánar í aths. hér neðar), og eins var um orð Rompuys gagnvart Úkraínu.
Evrópumál | Breytt 13.11.2016 kl. 04:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2014 | 01:28
Þarna geta Brusselbossar séð sér færi til myndunar bæði sambandsríkis og ESB-hers!
Skoðanakönnun meðal íbúa Evrópusambandsins gefur enn frekari ástæður til tortryggni af okkar hálfu gagnvart framtíðarhorfum þess. Meirihluti þeirra, sem taka afstöðu, er hlynntur því að sambandið þróist yfir í að verða að sambandsríki (eins og Þýzkaland og Bandaríkin), 34% frekar hlynntir og 11% mjög hlynntir, en 22% frekar andvígir og 13% mjög andvígir. Samrunastefnan er þarna á fullu, en þetta var raunar vilji ESB-þingsins þegar fyrir síðustu aldamót.
- Ennfremur eru samkvæmt könnuninni 63% hlynnt því að Evrópusambandið komi sér upp einni utanríkisstefnu en 27% eru því andvíg. 73% eru að sama skapi hlynnt því að sambandið fái sameiginlega öryggis- og varnarstefnu en 19% á móti því. (Mbl.is, leturbr. hér.)
- Um er að ræða svokallaða Eurobarometer-skoðanakönnun ESB sem gerð er tvisvar sinnum á ári. Sá hluti sem fjallar um Ísland er unninn fyrir sambandið af Capacent. (Mbl.is)
En hér skal hnykkt á því, að valdamenn í Brussel geta nú séð færi á því að efna til meiri samræmingar á herjum sínum og herstjórn. Það hefur lengi verið í pípunum, en lítil hrifning fyrir því t.d. í brezka sjóhernum. En vitað er, að ráðamenn ESB vilja þetta, ella væri ekki hinar auð-nýtilegu valdheimildir fyrir Evrópusambandið í þessum efnum að finna í Lissabonsáttmálanum. Og jafnvel þótt þetta fæli kannski aldrei í sér herskyldu, myndu engin ríki sambandsins sleppa við framlag af einhverju tagi fjárhagslegu hið minnsta til þess samhæfða hers.
Og nú geta Brussel-bossar borið það fyrir sig, að þessi miðstýringar-hervæðing sé það sem almenningur í ESB vilji! Almenningur á meginlandinu er hins vegar græskulítill eins og fólk hér, og það að tala þarna um "öryggisstefnu" nægir eflaust í skoðanakönnun til að taka góða sveiflu í átt til þess, sem Brusselmenn höfðu ætlað sér. En líklegt er raunar, að æ fleiri hugsi þetta sem viðnám gegn frekari fólksstraumi múslima, og andstaðan við fjölgun ESB-ríkjanna kann einkum að byggjast á andstöðu við inntöku Tyrklands. Einboðið er raunar, að tilraunir til innlimunar Úkraínu í ESB muni kosta hættulega árekstra við Rússland Pútíns og Brusselmönnum affarasælast að gleyma slíku, og samt er sú útþensluhyggja sjálfum Herman van Rampuy ofarlega í huga, síðast þegar af honum fréttist!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Vilja að ESB verði sambandsríki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 01:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.2.2014 | 19:57
ESB (útópía sumra!) vann harkalega gegn Íslandi í Icesave-málinu
Rétt er að minna á, að Evrópusambandið stórveldi sem enn gerir sig breitt gagnvart Íslendingum (en leggur síður í Norðmenn!) hafði upp á sitt eindæmi SAKFELLT Íslendinga í Icesave-málinu, þ.e. Seðlabanki Evrópu, ESB-dómstóllinn og Lúxemborg og sjálf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, þ.e. fulltrúar þessara ESB-stofnana, sem settust í gerðardóm yfir Íslendingum haustið 2008. (Þakkir séu Árna Mathiesen, þá ráðherra, að neita að skipa fulltrúa Íslands í þann gerðardóm.)
Skeikulleiki þessara ósvífnu aðila var hlálega auglýstur fyrir augliti þjóða heims fyrir um einu ári, þegar EFTA-dómstóllinn kvað upp sinn úrskurð um, að íslenzka ríkinu og almenningi hér bæri ekkert að borga vegna þessara Icesave-reikninga, jafnvel ekki málskostnaðinn!
Sjáið nú, hversu fráleitt það er fyrir Íslendinga að treysta þessum Seðlabanka Evrópu (ESB-fyrirbæri), en í höndum hans yrðu okkar gjaldeyrismál, ef Ísland léti innlimast í Evrópusambandið og yrði þá neytt til að taka upp evruna! Þessi sami Seðlabanki Evrópu hefur nú þegar reynzt okkur jafnvel enn verr í Icesave-málinu heldur en framkvæmdastjórn ESB og kommissararnir þar í makrílmálinu!
Á svo að bjóða okkur til þess óvinafagnaðar?!
Það er rétt hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, að "mikilvægt [er] að hafa í huga að það hefur áður verið leyst úr því álitamáli hvort ríkissjóður beri ábyrgð að þessu leyti, og svo er ekki, en þarna svaraði hann spurður um 556 milljarða kr. kröfu Hollenska seðlabankans DNB og breska innistæðusjóðsins FSCS á hendur Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta á Íslandi, TIF. Þannig að það mun ekki reyna á ábyrgð ríkisins að neinu leyti í þessu máli, sagði hann, og rétt er það. En hann má líka öðrum fremur minnast þess, að það reyndi áður á það mál, fyrir EFTA-dómstólnum, og eingöngu vegna þess, að þjóðin vildi hvorki hlíta leiðsögn hans, Bjarna hins unga, né vinstri stjórnarinnar með Jóhönnu og Steingrím J. í fararbroddi. Hefði verið farið að vilja þeirra þriggja í málinu, værum við nú (1) að þræla við að borga þessar gervikröfur Breta og Hollendinga og búin að afleggja velferðarkerfi okkar að stórum hluta, (2) víða farin að trúa því, að við höfum verið SEK í þessu máli !
Hve þakklát við megum vera fyrir að hafa ekki hlustað á Bjarna, Steingrím J., Indriða Þorláksson, Össur, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, Helga Hjörvar og Jóhönnu!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Ekki mun reyna á ábyrgð ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2014 | 18:57
Evrópusambandið lyftir refsivendinum enn einu sinni - Svisslendingar "vörpuðu sprengju inn í samstarfið"
Margir Svisslendingar telja fjölda innflytjenda allt of mikinn. Nú voru þeir að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu að afnema rétt ESB-borgara til að setjast að í Sviss. Þetta virðast vatnaskil í tengslunum við ESB, þótt naumur hafi meirihlutinn verið í kosningunni, 50,4%, og þjóðþingið á enn eftir að samþykkja þetta.
En það stendur ekki á hvössum viðbrögðunum frá Brussel. Þar er þessi niðurstaða ekki aðeins "hörmuð", heldur haft í hótunum: "hún kalli á endurskoðun á öllum samningum Sviss við Evrópusambandið," eins og segir í frétt Jóns Björgvinssonar í Sviss á Ruv.is.
Nú er að sjá, hvort svissneska þingið lúffi fyrir þeirri lítt dulbúnu hótun Evrópusambandsins.
PS. Það eru mjög fróðlegir hlutir inni í þessari frétt hins hagvana Jóns Björgvinssonar í Sviss. Hann segir m.a.:
- Andstæðingar tillögunnar vöruðu við að efnahag Sviss væri stefnt í voða ef hróflað yrði við viðkvæmum samningum við Brussel. En naumur meirihluti landsmanna, eða 50,3%, er greinilega hræddari við afleiðingar mikils straums vinnuafls til landsins.
Þetta leiðir hugann að því, að hér á Íslandi krefjast ýmsir þess, að bæði Schengen- og EES-samningunum verði sagt upp. En áfram segir Jón í Sviss:
- Atvinnuleysi í Sviss, rúm þrjú prósent, er það lægsta í Evrópu og hefur virkað eins og segull á atvinnuleitendur. Að eitt minnsta ríkið í Evrópu sendi sínum helsta viðskiptavini þannig langt nef í dag að tillögu Þjóðarflokksins, sem er lengst á hægri vængnum á svissneska þinginu, sýnir töluverða kokhreysti og mikla trú á svissneska efnahagsundrinu og svissneska frankanum sem náð hefur að leiða hjá sér þau vandamál sem nágrannar Sviss hafa verið að glíma við á síðustu árum.
Þetta myndu ýmsir ESB-trúmennirnir hér á Íslandi eflaust kalla "þjóðrembu" og "einangrunarhyggju", en þeir ganga fram hjá því, að Sviss, Noregur, Ísland og jafnvel Grænland spjara sig betur út úr kreppunni en hið langþjáða Evrópusamband ! -- Og lokatilvitnun (feitletrun hér):
- Stuðningsmenn tillögunnar telja því að Evrópusambandinu sé allur hagur í því að virða vilja Svisslendinga í komandi samningum, sem með þjóðaratkvæðunum í dag ákváðu að loka sjálfvirku gáttinni að opna evrópska vinnumarkaðnum og taka innflytjendamálin í sínar eigin hendur.
Þetta eru greinilega mikil tíðindi. Gangi Svisslendingum vel á sinni sjálfstæðu vegferð.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Naumur meirihluti í Sviss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2014 | 12:06
Ástæðan fyrir æsingnum að heimta þjóðaratkvæði sem fyrst
Komið er í ljós, af hverju þeir hamast svona ESB-taglhnýtingarnir, um meinta nauðsyn þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir vita sem er, að hún kostar meira en 200 milljónir sem slík, en vonast til að koma henni að með sveitarstjórnarkosningunum og gætu það þó aldrei nema með 3 mán. fyrirvara (og ekki yrði hún bindandi), og SÁ FYRIRVARI RENNUR SENN ÚT, ÞVÍ HAMAST ÞEIR SVONA!
Ennfremur fengju þeir miklu meiri kjörsókn í þetta vitlausa, óþarfa mál sitt með því að hafa þetta með sveitarstjórnarkosningunum.
En Bjarni Ben. átti ekkert með það að gefa neinn ádrátt um svona þjóðaratkvæði, enda hvrgi gert ráð fyrir því í fjárlögum, og hann vann þar beinlínis þvert gegn eigin landsfundi, gerði það líka á xd-vefnum í vor og enn nú nýlega.
Og hans orð í vor eða hvenær sem er geta ekki bundið þingmenn hans flokks til að vinna gegn vilja landsfundar -- hvað þá heldur vilja hins stjórnarflokksins!
Bjarni mætti gjarnan hugleiða það, hæfileikamaður eins og hann er, hvort hann eigi það í raun skilið að verða forsætisráðherra Íslands, nema hann hreinsi af sér með ótvíræðum hætti alla ESB-óværu.
Því hefur Bjarni Ben. öðrum fremur ástæðu til að hugsa sig vel um og vanda sín orð og gjörðir.
PS. En ... hvar kemur þetta fram, sem um var rætt hér í fyrirsögninni? Jú, í leiðara Ólafs Stphensen í Fréttablaðinu á þriðjudag. Þar leggur hann þunga áherzlu á, að ástandsskýrslan til Alþingis um gang viðræðnanna verði lögð fram í tæka tíð til þess að hægt sé að ákveða með nauðsynlegum þriggja mánaða fyrirvara þjóðaratkvæðagreiðslu samfara sveitarstjórnarkosningunum. Þetta er síðasta hálmstráið hjá ESB-erindrekum að reyna að plata stjórnvöld hér til að liðka fyrir því, sem þau hafa í raun engan áhuga á -- ekki frekar en hin evrókratíska Kolbrún Bergþórsdóttir í föstudagspistli sínum í Mbl. þennan 6. febrúar.
Jón Valur Jensson.
Evrópumál | Breytt 6.2.2014 kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2014 | 19:23
Aðeins 19,1% Norðmanna vilja inn í Evrópusambandið, aðeins 26,2% Íslendinga og aðeins 58,2% samfylkingarmanna.
Takmarkað umboð Samfylkingarforystunnar er sláandi. Samfylkingarmaður, Hans Hafsteinn Þorvaldsson segir á Facebók: "Hvar eru furðuflokksbræður mínir sem vilja inní ESB og skilja ekki hvað sjálfstæði er mikilvægt, gera svo vel að lesa Frosta." Þar vísar hann þeim á grein Frosta Sigurjónssonar, Eru evruríkin fullvalda? ...
En íslenzka könnunin, sem um ræðir hér ofar, var framkvæmd af Fréttablaðinu og Stöð 2, þannig að augljóst er, að ekki er hún frá ESB-andstæðingum komin. Nauðugt viljugt varð ESB-Fréttablaðið að birta þessar niðurstöður!
Norðmenn hafa verið á þessu róli: um 71-75% andvíg því að fara inn í Evrópusambandið. Höldum okkur við þann sama sjálfstæðisanda, enda eru allar ytri náttúrlegar aðstæður hagstæðar okkur og líkur á enn meiri vexti hér en í Noregi, á sviði síaukinnar ferðaþjónustu og vonin góð um ágóða af olíuvinnslu.
Jón Valur Jensson.
![]() |
71% Norðmanna vilja ekki í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.1.2014 | 00:31
Hráskinnaleikur VG-forystunnar árið 2009 og áfram
Greinin Afturköllum umsóknina um aðild að ESB eftir Jón Bjarnason, fv. ráðherra, og Atla Gíslason, fv. þingmann, í Mbl. 25. þ.m. er náma ýmissa upplýsinga, skoðið t.d. þennan part:
- Reiptog um ESB vorið 2009
- Okkur er minnistæð ESB-umræðan innan þingflokks VG við ríkisstjórnarmyndunina vorið 2009. Hún miðaði að stórum hluta að því að snúa niður þann hóp sem fylgdi hugsjónum, kosningaloforðum og grunnstefnu flokksins og neitaði að styðja aðildarumsókn að ESB. Lítið fór fyrir efnislegri umræðu innan þingflokksins um hvað umsóknin fæli í sér. Vísað var til þess að Norðmenn hefðu fellt aðildarsamning án þess að þurfa að breyta neinu hjá sér í samningsferlinu. Enginn nefndi að slíkt var ekki lengur í boði af hálfu ESB. Samþykktum ESB þar að lútandi hafði verið breytt eftir að Norðmenn felldu samninginn. Ýmsir reyndu að sannfæra sjálfa sig og aðra um að hægt væri að sækja um í þykjustunni, hringja dyrabjöllunni og hlaupa svo fyrir horn þegar húsráðandi opnaði. Aðrir töluðu digurbarkalega og sögðust ætla að sýna ESB í tvo heimana, setja fram hörð skilyrði, fyrirvara og tímasetningar sem sambandið yrði að samþykkja áður en gengið væri til samninga. Aumust voru þó rök þeirra sem sögðust verða að samþykkja umsóknina, leika sér að fullveldinu til þess eins að samþykkja kröfur Samfylkingarinnar. Þessu reiptogi innan þingflokksins lauk með því að fimm þingmenn undir forystu Atla Gíslasonar lögðu fram bókun sem kvað á um að umsókn um aðild að ESB yrði ekki studd. Síðar kom í ljós að margir í þingliði VG voru í raun stuðningsmenn aðildar að ESB.
- Þá var horfið frá því að umsókn að ESB væri ríkisstjórnarmál, heldur yrði hún einskonar þingmannamál og réði meirihluti Alþingis örlögum slíkrar tillögu. Var fallist á að hverjum þingmanni væri frjálst að tala fyrir sinni skoðun í ESB-málum og greiða um þau atkvæði í samræmi við hana. Sú yfirlýsing rataði inn í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Síðar var reynt að virða þá samþykkt að vettugi.
Já, greinilega var það ekki andskotalaust að vera heiðarlegur, fullveldissinnaður þingmaður VG á þessum árum, eins og þessir tveir geta vitnað um.
En hafi Steingrímur J. og Katrín Jakobs iðkað þarna hráskinnaleik vorið 2009 og áfram með hörmulegum "árangri", þá er nú bara eins gott að Bjarni Benediktsson falli ekki líka í það sama fúafen með eigin flokk, sem hann virðist strax frá sl. vori vera farinn að meðhöndla sem þinglýsta eign sína og berlega gegn samþykktum landsfundar í marz 2009. Þetta gerði hann bæði með munnlegum yfirlýsingum, sem hafa dregið slóða á eftir sér, og með tilkynningu á vef flokks síns sem er á ská og skjön við æðstu valdastofnun hans, landsfundinn! Mál er að linni, Bjarni, enda sleppurðu annars aldrei við stöðuga gagnrýni víða að og hvatningar um, að flokksmenn steypi þér að öðrum kosti á næsta landsfundi. Hélztu í alvöru, að þú gætir leikið sama ískalda leikinn tvisvar og jafnvel þrisvar?
Jón Valur Jensson.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)