Fagnaðarefni Bretum og mörgum öðrum að úrsögnin úr ESB er að verða að veruleika

Dagurinn skal ekki líða svo, að Bretum verði ekki færðar hér heilla- og hamingjuóskir með að hefja í dag formlegt ferli út­göng­unnar úr ESB, sem á að ljúka í marz 2019.

Image result for Theresa May Það, sem fáir bjuggust við, gerðist! Eða hver trúði þessu fyrir tveim­ur árum? En brezka þjóð­in og síðan brezka ríkis­stjórnin hafa framkvæmt þetta af sinni ein­urð, og á Theresa May forsætis­ráðherra heiður skilinn fyrir framgöngu sína í málinu. "There is no turning back," segir hún - Bretland sé að yfirgefa Evrópu­sambandið, þótt landið vilji áfram halda góðu sambandi við alla Evrópu.

David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. David Cameron var ekki maðurinn til að fylgja þjóðinni eftir með þetta úrsagnarferli, enda hafði hann barizt fyr­ir því, að Bret­ar yrðu áfram inn­an Evr­ópu­sambands­ins, en hann hafði þó staðið við lof­orð sitt um þjóðar­at­kvæði og telur enn "að það hafi verið rétt að gera það" og að Th­eresa May sé "með réttu að taka næsta skref til þess að tryggja að vilji fólks­ins nái fram að ganga.“

Og hann gekk lengra í þessu viðtali í tilefni dagsins, en það var tekið við hann á ferð í Úkraínu:

Ca­meron sagðist vona að Bret­land yf­ir­gæfi Evr­ópu­sam­bandið. Landið myndi þó áfram vinna með öðrum Evr­ópu­ríkj­um á sviði ör­ygg­is­mála og annarra mála. Þrátt fyr­ir að vera að yf­ir­gefa sam­bandið væri Bret­land ekki að yf­ir­gefa Evr­ópu eða að segja skilið við evr­ópsk gildi. Minnti hann á að Bret­ar hefðu alltaf verið frem­ur ófús aðild­arþjóð inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins.

„Við vor­um í Evr­ópu­sam­band­inu frem­ur á for­send­um nota­gild­is en til­finn­inga. Við vor­um þar vegna viðskipta, við vor­um þar vegna sam­vinn­unn­ar og ég taldi rétt að vera áfram inn­an sam­bands­ins vegna þess að ég vildi meiri viðskipti og meiri sam­vinnu. En hins veg­ar sigraði hin fylk­ing­in kosn­ing­una og fyr­ir vikið verðum við að halda áfram með út­göng­una.“ (Mbl.is, leturbr. jvj)

Hefði þetta bandalag Evrópuríkja haldið sig við það að vera fríverzlunar­samband, hefðu Bretar naumast gengið úr því. En ágengnin á löggjafarvald meðlimaríkjanna er þvílíkt, að fullveldi þeirra er skert í verulegum atriðum á ýmsum sviðum og getur skerzt í sívax­andi mæli fyrir sakir þeirra verkferla og starfshátta, sem þar eru komnir í gang, enda m.a. tryggðir á grunni Lissabon­sáttmálans (2007/2009). Þetta líkar Bretum ekki. Ráðamenn í Brussel hefðu trúlega getað komið í veg fyrir úrsögnina, hefðu þeir gefið meira eftir í samn­ingum við Cameron-stjórnina og snúið í veigamestu málum til baka af samruna­brautinni, en ekki gátu þeir hugsað sér það! En um leið kann þetta þá jafnvel að marka endalok þessa sambands, því að fleiri þjóðir stynja undan álaginu af þungbærri efnahags­stjórn þess, skriffinnsku og megnri forræðishyggju.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Bretar ekki að yfirgefa Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB að ganga í endurnýjun lífdaganna eða að nálgast endalokin?

Sama dag og ESB-leiðtogar halda upp á 60 ára af­mæli Evr­ópu­sam­bands­ins og skrifa undir endur­nýjaðan Rómar­sáttamála varar Franz páfi þá við því að "stofn­un­in eigi það á hættu að líða und­ir lok ef ný fram­tíð­ar­sýn verður ekki sett fram, byggð á upp­haf­legri hug­sjón henn­ar um sam­stöðu."

„Þegar stofn­un miss­ir sjón­ar á stefnu sinni og get­ur ekki leng­ur horft fram á við, þá fer henni aft­ur og þegar til lengri tíma litið gæti hún liðið und­ir lok,“ sagði Franz í ræðu sem hann hélt fyr­ir leiðtoga ESB í Vatíkan­inu. (Mbl.is)

Image result for Pope Francis European Union Myndin er af páfanum í heimsókn hjá ESB 26. nóv. 2014

Páfinn er ekki neikvæður gagnvart upphaflegum tilgangi sambandsins, stofnendur þess hafi trúað á framtíðina eft­ir eyðilegg­ing­una í síðari heims­styrj­öld­inni og ekki skort hug­rekki, en hann bætir við, að samstaða verði að vera fyr­ir hendi í Evr­ópu, og lýsti hann því yfir á fundi í Róm með fulltrúum ESB, að slík samstaða væri „áhrifa­rík­asta móteitrið gegn nú­tíma út­gáfu lýðskrums.“ (Frétt mbl.is: Seg­ir að ESB gæti liðið und­ir lok)

Vitað er, að úrsögn Breta úr Evrópusambandinu er fastákveðin af brezku ríkisstjórninni í kjölfar þjóðaratkvæðis á þann veg, þótt sambandið reyni hvað það getur að bregða fæti fyrir Breta á þeirri leið, m.a. með því að krefja þá um 50-60 milljarða evra, andvirði um 6.000-7.000 milljarða íslenzkra króna (sbr. erlend skrif hér).

En fleiri kunna að vera á leið úr Evrópusambandinu en Bretar, jafnvel er ekki víst að stofnþjóðir eins og Frakkar, Hollendingar og Ítalir verði jafn-tryggar í bandinu á næstu árum eins og talið hafði verið, og gætir þess nú þegar í kringum kosningar í tveimur þeirra landa og Ítalía talin í verulegum erfiðleikum með sín samskipti við ESB. Því kann það ekki að vera svo fjarstætt í orðum páfans, að samstaða ES-ríkjanna gæti með tímanum liðið und­ir lok.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Undirrituðu nýjan Rómarsáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Írland og Ísland: Fengum að heyra það: Við fórum leiðina réttu, einmitt ekki írsku hrakfalla­leiðina!

Í grein írsks háskólakennara í fjármálum, C. Lucey, í Sunday Times tel­ur hann sjálf­stæði Ís­lands hafa skipt hér sköp­um. Írland varð nær gjaldþrota við að bjarga bönkunum vegna auð­sveipni við Evrópusambandið, en hér sé hag­vöxt­ur góður og með því mesta sem gerist í Evr­ópu, ferðaþjón­ust­an blómstri, einka­neyzla fari vax­andi, at­vinnu­leys­i minnkandi og vax­andi kaup­mátt­ur. "Fjár­magns­höft­in hafi að mestu verið af­num­in í síðustu viku sem viðbúið væri að leiddi til frek­ari er­lendr­ar fjár­fest­ing­ar á Íslandi." (Mbl.is)
 
Í greininni, sem birtist í hinu víðlesna brezka blaði ;sl. sunnu­dag 19. marz, fjall­ar Cormac Lucey, sem er lektor í fjár­mál­um við Trinity Col­l­e­ge og Uni­versity Col­l­e­ge, Dublin, um þróun efna­hags­mála á Íslandi og gerir sam­an­b­urð við heima­land sitt Írland.
 

Hvernig þetta gerðist á Írlandi: Fylgdi skip­un­um frá Evr­ópska seðlabank­an­um og varð nær gjaldþrota!

Lucey hef­ur grein­ina á því að rifja upp að þegar alþjóðlega fjár­málakrís­an hafi staðið sem hæst hafi Michael Noon­an, fjár­málaráðherra Írlands, lagt áherslu á það að Írland væri ekki Ísland. Með þeim orðum hafi hann viljað taka af all­an vafa um að Írar myndu ekki að fara sömu leið og Íslend­ing­ar þegar kæmi að því að tak­ast á við krís­una. (Mbl.is, leturbr.jvj)

Og það var það sem kom þeim sjálfum mest i koll!

Íslend­ing­ar hafi ekki bjargað ís­lensk­um bönk­um frá gjaldþroti á meðan Írland hafi nærri því orðið gjaldþrota við að bjarga þarlend­um bönk­um. Írar hafi varið 65 millj­örðum evra (rúm­lega 7.700 millj­örðum króna) af skatt­fé til þess að koma í veg fyr­ir að bank­ar færu í þrot. Stór hluti þess fjár­magns hafi endað í vös­um kröfu­hafa bank­anna.

Lucey seg­ir að þetta hafi írsk stjórn­völd ákveðið að gera í kjöl­far þess að þáver­andi for­seti banka­stjórn­ar Evr­ópska seðlabank­ans, Jean-Clau­de Trichet, hafi hringt í Noon­an og varað hann við því að ef er­lend­ir kröfu­haf­ar fengju ekki sitt myndi „sprengja springa“ og að það yrði ekki á vett­vangi Evr­ópu­sam­bands­ins held­ur á Írlandi. (Mbl.is)

Hræðslan og ofurtrúin á Evrópusambandið varð hér Írum til hins mesta skaða sem þeir hafa beðið á þessari öld. Ekki varð þeim hollt af ráðum Trichets, ekki frekar en fulltrúi sama Seðla­banka Evrópu (ESB-seðlabankanum) hafi reynzt okkur vel, þegar hann tók þátt í því með fulltrúa fram­kvæmda­stjórnar ESB og fulltrúa ESB-dómstólsins í Lúxemborg að dæma okkur sek og greiðslu­skyld í úrskurði þess "gerðar­dóms" sem nefndur er hér í neðanmálsgrein.*

Gleymum því ekki, að það var "hrunstjórnin" sem bjargaði hag Íslands.* Þær fáu vikur vikur, sem fengust til þess eftir bankakreppuna haustið 2008 og allt þar til Jóhönnu­stjórn tók við eftir "búsáhalda­byltingu" og uppgjöf Samfylk­ingar snemma árs 2009, dugðu okkur til þess, að mörkuð hafði verið sú farsæla stefna, sem hélt okkur á réttu róli og bjargaði okkur frá gríðarlegri ríkisábyrgð sem hefði trúlega leitt Ísland í gjaldþrot.

„Höld­um því til haga að eng­in sprengja sprakk í Reykja­vík þegar stjórn­völd þar létu er­lenda kröfu­hafa taka skell­inn. Það sem meira er, þá er Írland ekki Ísland, þar sem Ísland hélt í pen­inga­legt full­veldi sitt. Geng­is­lækk­un um helm­ing gerði landið alþjóðlega sam­keppn­is­hæft. Írland lagði sitt pen­inga­lega full­veldi inn í evru­svæðið.

Gengi evr­unn­ar hafi hækkað gagn­vart helstu viðskipta­mynt­um Írlands í kjöl­far efna­hagskrís­unn­ar, einkum breska pund­inu. Það hafi aukið á verðbólgu og aukið enn á efna­hagserfiðleika Íra. Þrátt fyr­ir fá­menni hafi Íslend­ing­ar und­ir­strikað sjálf­stæði sitt með því að halda í eig­in gjald­miðil og staðið vörð um hags­muni sína. (Úr frásögn Mbl.is af greininni, lbr.jvj)

Og takið sérstaklega eftir þessu:
 
Til sam­an­b­urðar hafi Írar fórnað sjálf­stæði sínu með þátt­töku í gjald­miðli sem sner­ist um evr­ópska meg­in­lands­hags­muni og auðmjúk­ir fylgt fyr­ir­skip­un­um frá Evr­ópska seðlabank­an­um (skv. Lucey; Mbl.is).
 
Þar á eftir fer fjármálalektorinn Lucey síðan út í að kanna huganlegar ástæður fyrir þessari greinilega ófarsælu ákvörðun stjórnvalda á Írlandi:
 
Lucey tel­ur tvennt hafa þarna haft mik­il áhrif. Fyr­ir það fyrsta sú staðreynd að Írland hafi lengi lotið bresk­um yf­ir­ráðum áður en það varð sjálf­stætt.
 
Lucey seg­ir sam­skipta­sögu Íra við Bret­land hafa all­ar göt­ur síðan haft gríðarleg áhrif á póli­tísk­an hugs­un­ar­hátt á Írlandi. Þegar Bret­ar hafi ráðið Írlandi hafi stjórn­mál­in snú­ist um að draga úr áhrif­um þeirra og eft­ir að sjálf­stæðið hafi verið í höfn að sjá til þess að landið væri sem minnst háð Bretlandi í efna­hags­legu til­liti.
 
Og þá gerist þetta:
 
„Þessi árátta hef­ur leitt okk­ur dýpra og dýpra í fang Evr­ópu­sam­bands­ins, jafn­vel svo djúpt að bjarga kröfu­höf­um banka,“ seg­ir hann.
 
Og svo er það hin undirliggjandi skýr­ing­in. Hana telur Lucey "að mestu leyti kaþólskt hug­ar­far Íra". Mót­mæl­end­ur hafi frem­ur litið á Bibl­í­una en eina ákveðna kirkju sem æðsta trú­ar­lega valdið, og hefði það leitt af sér ein­stak­lings­miðaða stjórn­mála­menn­ingu.

„Kaþól­ikk­ar leggja á hinn bóg­inn áherslu á eina stóra kirkju,“ seg­ir Lucey. Þetta hafi áhrif á stjórn­mála­menn­ing­una þar sem frem­ur sé lögð áhersla á stór­ar stofn­an­ir sem bjóði upp á heild­ar­lausn­ir, eins og til að mynda Evr­ópu­sam­bandið, en að nálg­ast mál­in með sjálf­stæðum hætti líkt og Íslend­ing­ar hafi gert. (Mbl.is)

 Já, þessi írski háskólamaður tel­ur að sjálf­stæði Íslands hafi skipt sköp­um fyrir okkar farsælu leið og aðgreint okkur frá ógæfu lítt sjálfstæðra Íra: 
  • „Við þvöðrum um sjálf­stæði en und­ir niðri vilj­um við frek­ar sökkva okk­ur í faðm stórr­ar alþjóðastofn­un­ar, sama hversu flekk­ótt­ur fer­ill henn­ar kann að vera. Frels­un­in, sem við í raun þráum, er frelsið til þess að þurfa ekki að hugsa sjálf­stætt.“
  • Þannig lýk­ur grein írska fræðimanns­ins Cormacs Lucey. (Mbl.is)
Og sannarlega er löngu kominn tími til að Íslendingar almennt geri sér fulla grein fyrir því, hve rétt stefna var mörkuð hér strax á fyrstu vikum eftir bankahrunið, og átti sig á gæfu okkar í þessu tilliti. Stöndum áfram með sjálfstæði Íslands, það hefur svo sannarlega reynzt okkur affarasælt hingað til og engin ástæða til að hvika af þeim grunni.
 
* Reyndar bjargaði fjármálaráðherrann Árni Mathiesen því líka líka strax í nóv. 2008, að Ísland var ekki sett undir gerðardóm Evrópusambandsins um Icesave-málið sérstaklega. Hann neitaði við umhugsun að skipa mann í þann gerðardóm, og þar með vorum við óbundin þeim lagalega ranga úrskurði þess gerðardóms, að íslenzka ríkið væri greiðsluskylt vegna Icesave-reikninga einkafyrirtækisins Landsbankans! Við getum bara rétt ímyndað okkur, hvað ESB-málpípan Benedikt Jóhannesson hefði gert í sporum Árna Mathiesen!
 
Jón Valur Jensson.
 
Evrópski seðlabankinn.
Evr­ópski seðlabank­inn (AFP-mynd). --- En ekki er allt gull sem glóir, sjá greinina!

mbl.is Sjálfstæðið lykillinn að árangri Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við fögnum með meirihluta Breta að þeir verða væntanlega gengnir úr ESB í marzlok 2019

Þann tíma tekur úr­sagn­ar­ferlið úr Evr­ópu­sam­band­inu, en 29. marz nk. virkjar ríkisstjórn Theresu May formlega 50. grein Lissa­bon-sátt­mál­ans, "níu mánuðum eft­ir að úr­slit úr þjóðar­at­kvæðagreiðslu um Brex­it lágu fyr­ir." (Mbl.is)

„Við vilj­um að viðræðurn­ar hefj­ist taf­ar­laust,“ sagði talsmaður for­sæt­is­ráðherr­ans Th­eresu May við blaðamenn.

Ráðuneytið sem fer með úr­sögn­ina sagði í yf­ir­lýs­ingu í morg­un að Tim Barrow, sendi­full­trúi Bret­lands í Brus­sel, hefði til­kynnt Don­ald Tusk, for­seta leiðtogaráðs Evr­ópu­sam­bands­ins, að Bret­ar hygðust virkja 50. grein­ina miðviku­dag­inn 29. mars. (Mbl.is)

Og Bretar eru með sinn sérstaka Brex­it-ráðherr­a, Dav­id Dav­is, sem lét hafa eft­ir sér, að "Bret­ar hefðu tekið sögu­lega ákvörðun um að yf­ir­gefa sam­bandið í at­kvæðagreiðslunni 23. júní 2016."

Þetta er ennfremur mjög athyglisvert og mikilvægt:

[Theresa] May hef­ur sagt að hún sé til­bú­in til að yf­ir­gefa sam­eig­in­leg­an markað Evr­ópu til að geta sett eig­in regl­ur um aðflutn­ing fólks. (Mbl.is)

Það verður áhugavert að fylgjast með framvindu málsins! Bretar munu feta sig áfram eftir nýrri braut og þó gamalli að stofni til, en þeir hafa löngum verið meðal helztu málsvara viðskiptafrelsis um víða veröld.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hefja úrsagnarferlið 29. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fráleitt af ESB-hneigðum fjár­málaráðherra að þykjast verja sjávarútveginn

Þessi ESB-maður, Bene­dikt Jó­hann­es­son, þarf að fara að láta af sinni áreitni við Lýðveldið Ísland, gjaldmiðil þess og stofnanir.

  • "Nefndi hann sem dæmi að krón­an lagaði sig ekki að þörf­um sjáv­ar­út­vegs­ins og jafn­vel held­ur ekki ferðaþjón­ust­unn­ar, eins og sjá mætti í dag.
  • Þá væri ís­lenskt sam­fé­lag að missa til út­landa ýmis tæknistörf vegna geng­is krón­unn­ar." (Mbl.is)

Þetta er maður sem er í aðstöðu til þess að margfalda gjaldheimtu af ferða­mönnum til að halda aftur af offjölgun þeirra (með bæði skemmandi áhrifum á náttúruna og með skaðræðis­áhrifum á krónuna og stöðu útflutn­ings­greina); ennfremur yrði slík aukin gjaldtekja bein leið til að fá meiri tekjur af ferða­mönn­um fyrir ríkissjóð til að sinna krefjandi tímabærum skyldum, umfram allt í samgöng­umálum og til þyrlu­sveitar Landhelgis­gæzlunnar.

En nei, hann lætur sér nægja að kyrja sína gömlu möntru um að kasta krónunni! Þó getur hann líka reynt að hrista af sér slyðruorðið með því að ganga í það nauðsynjaverk með Bjarna frænda sínum að sjá svo um, að annaðhvort gefist Már seðlabankastjóri* upp fyrir kröfum jafnt verkafólks sem samtaka atvinnu­rekenda (þ.m.t. sjávarútvegs) að lækka stýrivexti duglega (niður í t.d. 2%), en það mundi minnka aðstreymi fjármagns frá vogunarsjóðum í bankakerfið og hafa þar með lækkandi áhrif á gengi krónunnar, sem ekki veitir af; eða að víkja Má frá störfum með eðlilegri lagabreytingu. Allur al­menningur, langþjáður af banka­arðráni launa sinna, tæki þessu líka fagnandi.

En Benedikt kaus frekar að velta sér upp úr "þeim [ímyndaða] vanda sem fæl­ist í krón­unni"! Allt þjónar þetta undir hans ESB-innlimunarstefnu. Og víst er, að sízt þarf íslenzkur sjávarútvegur á því að halda að Íslandi verði troðið inn í evrópska stórveldið, sem ekki aðeins hefur ráðizt á þjóð okkar í makríl- og Icesave-málum, heldur myndi gera okkur þá óbætanlegu skráveifu að "Evr­ópu­sambandsvæða" ("þjóðnýta" í þágu ESB) sjávarauðlindir okkar eins og spænskur sjávar­málastjóri ESB orðaði það.

En Benedikt ætti að horfa í tölurnar um hrapandi gengi flokks síns, "Viðreisnar", sem er ekki síður öfug­mæla­nafn en önnur fyrri skaðræðis­samtök Benedikts, "Áfram"-hópurinn (sem vildi leggja á okkur gríðarlegar, ólögmætar Icesave-skuldbindingar í þágu brezku og hollenzku ríkissjóðanna, að eindreginni ósk og kröfu Evrópusambandsins) og "Já Ísland"-hópur innlimunarsinnanna!

* Og þessi seðlabankastjóri hefur ekki aðeins áralanga okurvextina á sinni samvizku, heldur gerðist einnig, eins og fleiri, arfaslakur ráðgjafi í Icesave-málinu, svo að fjarri fer því, að þessi fyrrverandi Marxisti sé óskeikull. Hann er það ekki frekar en Hafrannsóknastofnun.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Krónan ekki heppileg til frambúðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

U-beygja 1. ráðherra Skotlands: vill EKKI Evrópu­sambands­aðild Skotlands, heldur EFTA-aðild :)

Image result for Nicola Sturgeon Þessi fyrsti ráðherra, Nicola Stur­geon, hef­ur þar með

lagt á hill­una þá stefnu Skoska þjóðarflokks­ins, að landið sæki um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið, öðlist það sjálf­stæði frá breska kon­ung­dæm­inu. Þetta kem­ur fram á frétta­vef breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph í dag. (Mbl.is)

Framhald frétt­arinnar er ekki lítið áhugavert fyrir okkur Íslendinga:

Í stað [Evrópusambandsaðilar] vilji Stur­geon að Skot­land sæk­ist eft­ir aðild að Fríversl­un­ar­sam­tök­um Evr­ópu (EFTA), verði landið sjálf­stætt. Þar eru fyr­ir Ísland, Nor­eg­ur, Sviss og Liechten­stein. Stur­geon hef­ur boðað þjóðar­at­kvæði um hvort Skot­land skuli lýsa yfir sjálf­stæði en slíkt kosn­ing fór síðast fram 2014 þar sem sjálf­stæði var hafnað. (Mbl.is, leturbr. jvj)

Ákvörðun um þá þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði er þó líka háð samþykki brezka þings­ins,

... en Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hef­ur sagt að ekki komi til greina að af slíkri kosn­ingu verði fyrr en viðræðum breskra stjórn­valda við Evr­ópu­sam­bandið um út­göngu Breta úr sam­band­inu verði lokið. Fyrr viti skosk­ir kjós­end­ur ekki hvaða val­kost­um þeir standi frammi fyr­ir. (Mbl.is)

Formlegt útgönguferli Bretlands hefst nú í loka þessa marzmánaðar, þegar 50. greinin verður virkjuð, eins og við sögðum frá hér.

Nicola Sturgeon, 46 ára, hefur verið 1. ráðherra Skotlands frá 2014.

Í fréttinni kemur einnig fram, að Skotar hafa verið að missa trúna á Evrópusambandið, "efasemdir" um það hafa "farið vax­andi í land­inu," og jafnframt hefur dregið úr stuðningnum við sjálfstæði landsins:

Þannig eru 57% nú and­víg sjálf­stæði sam­kvæmt könn­un­inni sem fyr­ir­tækið Yougov gerði fyr­ir breska dag­blaðið Times. 43% styðja hins veg­ar sjálf­stæði ... en 55% skoskra kjós­enda studdu áfram­hald­andi veru í breska kon­ung­dæm­inu 2014 á meðan 45% vildu að Skot­land lýsti yfir sjálf­stæði. (Mbl.is)

Ef svo færi, að Skotland yrði sjálfstætt, yrði ánægjulegt, ef skozka þjóðin sæi hag sínum betur borgið að ganga í Fríverslunarsamband Evrópu (EFTA) heldur en með ESB-aðild, sem m.a. leggur þunga byrði á skozka sjómenn varðandi meint fiskveiðiréttindi ESB-ríkja. EFTA þvingar lönd sín ekki til þess að taka á sig löggjöf um margvíslegustu málefni, löggjöf sem þar skuli njóta formlegs framgangs fram yfir landslög, ef hvað rekst þar á annars horn, og í EFTA er engin þróun í átt til ríkjasamruna og miðstýringar bandalagsins, hvað þá til stofnunar eigin hers o.s.frv., eins og nú er kominn greinilegur áhugi á í her­búðum Brussel-manna, sbr. umræðu um það sl. haust.

EFTA er þar að auki komið með fríverzlunarsamninga við fjöldamörg önnur ríki, m.a. Kanada o.fl. Vesturheimsríki. Þetta er þrifleg og jákvæð alþjóðasamvinna og útlátalaus fyrir aðildarríkin, ólíkt hinu þunglamalega Evrópusambandi, sem þjóðirnar þar, allt frá Eyjahafi til Norðursjávar, eru sífellt að verða óánægðari með, t.d. lýðræðishallann þar og stjórnsemina.

Þessi frétt frá Skotlandi er greinilega áfall fyrir ESB-innlimunarsinna á Íslandi.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Skotland standi fyrir utan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretland mun ganga úr Evrópusambandinu, a.m.k. England! 50. greinin virkjuð í lok þessa mánaðar!

Neðri deild brezka þingsins hef­ur samþykkt frum­varp Th­eresu May um að hefja úrsögn Breta úr ESB. Tveim­ur breyt­ing­ar­til­lög­um, sem lá­v­arðadeild þings­ins hafði lagt fram, var hafnað.

Frum­varpið verður nú lagt í heild sinni fyr­ir lá­v­arðadeild­ina, en breyt­ing­ar­til­lög­ur henn­ar hljóðuðu upp á að vernda rétt­indi rík­is­borg­ara ESB í Bret­landi og að auka áhrif þings­ins á lok­aniður­stöðu samn­ingaviðræðna um brott­göng­una. (Mbl.is)

Frum­varpið verður nú sent til Elísabetar drottningn­ar "og gæti jafn­vel orðið að lög­um á morg­un," segir hér í frétt Mbl.is ...

For­sæt­is­ráðherr­ann gæti þá virkjað 50. grein Lissa­bon-sátt­mál­ans hvenær sem er og þannig hafið viðræður sem bú­ist er við að muni standa yfir í tvö ár. Að þeim lokn­um verður Bret­land fyrsta full­valda ríkið til að yf­ir­gefa sam­bandið.

En þessi löggilding þess að virkja 50. greinina verður þó ekki á morgun ...

Talsmaður May virt­ist hafna öll­um bolla­legg­ing­um um að laga­grein­in verði virkjuð á morg­un, eft­ir samþykki drottn­ing­ar­inn­ar.

„Við höf­um talað skýrt um það að for­sæt­is­ráðherr­ann muni virkja 50. grein­ina í lok mars­mánaðar,“ sagði talsmaður­inn fyr­ir at­kvæðagreiðslu þings­ins og lagði mikla áherslu á orðið „lok“. (Leturbr.jvj)

Þetta ætti nú að kæta alla Breta, sem losna vilja við Evrópusambandið, og eins verður því fagnað hér á Íslandi meðal andstæðinga þess að Íslandi verði rennt inn í þetta stórveldi eins og ekkert sé. Og eitt er víst, að áhugi þjóðarinnar á "ESB-aðild" hefur sjaldan eða aldrei verið minni en nú, enda eru áhangendur þessa fyrirbæris alveg hættir að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um málið!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Bretar og Skotar stefna á sjálfstæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fráleit tillaga um bein og auðveld áhrif Evrópu­sambands­borgara á íslenzkar kosningar

ESB-flokkurinn "Viðreisn" hefur misst mikið af fylgi sínu, en þjón­ar enn sínum herra, evr­ópska stór­veld­inu. Það sést af grófri til­lögu fjög­urra þing­manna flokks­ins sem miðar að því "að er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar sem bú­sett­ir eru hér á landi fái kosn­ing­ar­rétt til sveit­ar­stjórna­kosn­inga fyrr en kveðið er á um í nú­ver­andi lög­um." (Mbl.is)

Sam­kvæmt nú­ver­andi lög­um fá rík­is­borg­ar­ar Norður­land­anna kosn­ing­ar­rétt til sveit­ar­stjóra eft­ir þriggja ára sam­fellda bú­setu hér á landi. Borg­ar­ar EES-ríkja og ríkja utan EES fá slík­an kosn­ing­ar­rétt eft­ir fimm ára bú­setu.

En nú leggja þessir fjórir þingmenn til, "að rík­is­borg­ar­ar EFTA- og ESB-ríkja hljóti kosn­ing­ar­rétt þegar við lög­heim­il­is­flutn­ing [til Íslands], en að rík­is­borg­ar­ar ríkja utan EFTA og ESB hljóti kosn­ing­ar­rétt eft­ir að hafa verið bú­sett­ir á Íslandi í þrjú ár,“ eins og seg­ir í grein­ar­gerð með frumvarpi fjórmenninganna um þetta mál.

Bent er á að er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar séu í dag 8% allra íbúa lands­ins og að flutn­ings­mönn­um þyki rétt að gefa þess­um hópi aukið vægi og auk­in völd þegar komi að ákvörðunum sem teng­ist nærum­hverfi hans. (Mbl.is)

En með þessu gætu viðkomandi oft haft úrslitaáhrif á visst mannval og flokkaval til stjórnar bæja og sveitartfélaga landsins, fólk sem er jafnvel nánast ekkert inni í okkar málum, en getur gert það "fyrir vinskap manns" og vegna þrýstings frá eigin hópi að kjósa ákveðna lista (td. ESB-hlynntan lista) eða vissa frambjóðendur öðrum fremur.

Flutn­ings­menn frum­varps­ins hafa ekki trúverðugleika sem óháðir, þjóðhollir stjórnmálamenn, þau eru öll með það á bakinu að hafa beitt sér eindregið fyrir endanlegri innlimun Íslands í Evrópusambandið, en þau eru: Hanna Katrín Friðriks­son, Jón Stein­dór Valdi­mars­son, Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir og Pawel Bartoszek.

Um þetta fólk kom eftirfarandi fram í kryfj­andi grein (með viðaukum hér):*

Jóna Sólveig Elínar­dóttir, nýkjör­inn 9. þing­maður Suður­kjör­dæmis, fyrir Við­reisn, en hún var sér­fræð­ingur hjá sendi­nefnd Evrópu­sam­bandsins á Íslandi og vefstjóri hjá Evrópu­stofu 2011-2013, skv. ævi­ágripi hennar á althingi.is, og flutti erindi á aðal­fundi "Já Ísland!" 4. sept. 2014. [En "Já Ísland" er um 4.600 manna félagsskapur undir stjórn hörðustu ESB-innlimunarsinna.] Nú er þessi kona orðin formaður utanríkismálanefndar Alþingis (!), ennfremur 2. varaforseti Alþingis og situr m.a. í velferðarnefnd og þingmanna­nefnd Íslands og Evrópu­sam­bandsins.

Jón Stein­dór Valdi­marsson, kjörinn formaður stjórnar "Já Ísland!" frá stofnun 2009 (og vogaði sér þó árið 2010 að bjóða sig fram til stjórnlagaþings til að véla um stjórnarskrána, þótt hann næði reyndar ekki kjöri), aðstoðar-framkvstj. og síðar frkvstj. Samtaka iðnaðarins (SI) 1988–2010 (orðinn frkvstj. þar 2008), stofnfélagi og stjórnarmaður í Viðreisn, ný­kjörinn alþm. flokksins, er nú 1. varaformaður hinnar áhrifamiklu stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar og með sömu stöðu í efnahags- og viðskipta­nefnd.

Hanna Katrín Friðriksson, í fram­kvæmda­ráði "Já Ísland!" (–2015–2016), kosin alþm. Viðreisnar í haust, er nú formaður þingflokksins og 1. varaformaður fjárlaganefndar, á sæti í þingmanna­nefnd Íslands og Evrópu­sam­bandsins og er formaður Íslandsdeildar þing­manna­nefnda EFTA og EES.

Pawel Bartoszek, nýkjörinn alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður fyrir Viðreisn, í fram­kvæmda­ráði "Já Ísland!" a.m.k. 2015–16, sat í hinu ólögmæta stjórnlagaráði, sem samþykkti billega leið til að koma Íslandi hratt inn í Evrópu­sambandið, en batt um leið svo um hnútana, að þjóðin fengi ekki að krefjast þjóðar­atkvæða­greiðslu um að ganga úr stórveldinu! Hann er nú m.a. í alls­herjar- og mennta­mála­nefnd, 1. varaform. umhverfis- og samgöngu­nefndar og situr í Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnu­stofnunar Evrópu (ÖSE).

Já, það vantar ekki, að þau hafa komið sér vel fyrir í stjórnkerfi Alþingis, raunar langt umfram þeirra litla fylgi nú. Og svo er greinilega keyrt á það að þókknast Evrópusambandinu í hvívettna, eins og í málinu sem rakið var hér ofar. Frum­varpið sjálft er hér.

Jafnvel enn hættulegri en áhrif ofangreindra fjögurra þingmanna er valda­aðstaða ráðherra flokksins, Benedikts ESB-manns á stóli fjármálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnars­dóttur sem sjávar­útvegs- og land­búnaðar­ráðherra og Þorsteins Víglundssonar, meðlims meðlimur "Já Ísland!", sem félags- og jafnréttismálaráðherra.
 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Fái kosningarétt strax við búsetu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ég mundi segja nei!" - Hressandi andblær af ESB-höfnun norska fjármálaráðherrans

Ekki eykst stuðningur við inn­göngu í Evrópu­sambandið í Nor­egi. Nú hefur Siv Jen­sen, leiðtogi norska Fram­fara­flokks­ins, lýst því yfir, að hún myndi segja NEI við tillögu um inn­göngu í Stór­þinginu.

Siv Jensen, leiðtogi norska Framfaraflokksins.
Ljós­mynd M.Fröder­berg

Fari svo, að hennar afstaða verði ofan á á landsfundi flokksins í maí, yrði það í fyrsta sinn í sögu hans, sem tekin væri af­staða gegn inn­göngu lands­ins í Evr­ópu­sam­bandið.

Til þessa hef­ur flokk­ur­inn sem slík­ur ekki tekið form­lega af­stöðu til máls­ins en þess í stað lagt áherslu á að norska þjóðin ætti að taka þá ákvörðun í þjóðar­at­kvæðagreiðslu. (Mbl.is segir frá.)

Við könnumst við sama sönginn hjá sumum okkar eigin flokkum, sem þora ekki að opinbera eigin afstöðu í reynd. En ljóst er, að nú hefur þessi gamla afstaða Fram­fara­flokks­ins breytzt:

Fram kem­ur á frétta­vef norska dag­blaðsins Nati­on­en að efa­semd­ir um Evr­ópu­sam­bandið hafi hins veg­ar farið vax­andi inn­an Fram­fara­flokks­ins. Mál­efna­nefnd flokks­ins í ut­an­rík­is­mál­um legg­ur til að tek­in verði upp sú stefna að hafna inn­göngu Nor­egs í sam­bandið og enn­frem­ur að opnað verði á end­ur­skoðun samn­ings­ins um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES).

Lögð er áhersla á að EES-samn­ing­ur­inn hafi skipt miklu máli fyr­ir hags­muni Nor­egs. Hins veg­ar þyrfti að fram­fylgja hon­um með strang­ari hætti á sum­um sviðum, en að öðrum kosti þyrfti að end­ur­skoða hann, eins og seg­ir í drög­um mál­efna­nefnd­ar­inn­ar. (Mbl.is)

Og hér mega íslenzkir lesendur hafa hugfast, að það er einmitt Fram­fara­flokk­ur­inn sem mynd­ar nú­ver­andi rík­is­stjórn Nor­egs í sam­starfi við norska Hægri­flokk­inn.

Þó vill leiðtoginn Siv Jen­sen ekki kalla eft­ir því að EES-samn­ingn­um verði sagt upp. Flokk­ur­inn vilji ein­fald­lega betr­um­bæta hluta samn­ings­ins, sagði hún á fundi fram­kvæmdaráðs flokks­ins sl. laugardag.

Jen­sen lagði enn­frem­ur áherslu á að milli­ríkjaviðskipti væru Norðmönn­um mjög í hag. Henni hugnaðist ekki að tekn­ir yrðu aft­ur upp toll­ar í viðskipt­um við Evr­ópu­sam­bandið eða önn­ur ríki í heim­in­um. Þvert á móti vildi hún sjá meiri milli­ríkjaviðskipti.

Spurð hvort hugs­an­legt væri að samþykkt yrði á lands­fundi Fram­fara­flokks­ins sú stefna að segja EES-samn­ingn­um upp, sagði hún lands­fund­inn sjálf­stæðan í ákvörðunum sín­um en hins veg­ar teldi hún að breið samstaða væri um mik­il­vægi samn­ings­ins. (Mbl.is)

Hér er það reyndar spurning, hvort óvinsældir ESB-aðildarkostsins meðal norskra kjósenda hafi áhrif á afstöðu formannsins:

Jen­sen var einnig spurð að því hvort stefnu­breyt­ing Fram­fara­flokks­ins væri til­kom­in vegna þess að Miðflokk­ur­inn hefði verið auka fylgi sitt sam­hliða harðari af­stöðu gegn inn­göngu Nor­egs í Evr­ópu­sam­bandið. Sagði hún svo ekki vera.

„Þessi umræða hef­ur lengi farið fram inn­an Fram­fara­flokks­ins,“ sagði Jen­sen. Það kæmi því ekki á óvart að þess sæj­ust merki í drög­um að ut­an­rík­is­stefnu flokks­ins og þeirri umræðu sem átt hefði sér stað í aðdrag­anda lands­fund­ar­ins.

En það er líka ljóst, að sjálf hefur hún kúvent í málinu: Hún var var hlynnt því að fara inn í ESB fyrir 22 árum, en ekki lengur:

Sjálf sagðist Jen­sen hafa greitt at­kvæði með því að ganga í Evr­ópu­sam­bandið þegar Norðmenn kusu um það í þjóðar­at­kvæði 1994. Hins veg­ar væri hún annarr­ar skoðunar í dag. „Í dag myndi ég kjósa nei.“

Og hún bendir á þá uggvænlegu valdsamruna-þróun í stórveldinu, sem gætt hefur í stórum stíl í millitíðinni:

Evr­ópu­sam­bandið sner­ist [nú] ekki leng­ur um viðskipti og minna reglu­verk, held­ur laga­setn­ingu sem ríki sam­bands­ins hefðu ekki vald yfir. „Viðskipta- og friðar­verk­efnið hef­ur orðið að skriff­innsku­verk­efni.“

Það er hressandi andblær hreinskilni í orðum þessa formanns norræns stjórnmálaflokks, en Siv Jensen hefur verið fjármálaráðherra í norsku ríkisstjórninni síðan 2013.
 
Jón Valur Jensson.

mbl.is „Í dag myndi ég kjósa nei“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirminnileg orð leiðtoga Grænlendinga

Jonathan Motzfeldt, leið­togi græn­lenzku land­stjórn­ar­inn­ar, sagði þetta um mögu­leikann á því, að Græn­land færi aftur í ESB: "Haldið þið að ég ætli að fara að láta eitthvert ítalskt möppu­dýr segja mér til um það, hvort ég megi fara út á minni trillu að veiða þorsk í soðið?!"

Það er ágætt að minna á þetta nú, þegar ritstjóri Fréttablaðsins gleymir í leiðara sínum í dag, að Grænland gekk úr Evrópusambandinu eins fljótt og mögulegt var eftir að þjóðin fekk ráðin yfir eigin málum í hendur. "Margt er óljóst," skrifar ritstjóri Fréttablaðsins um Brexit-málið og útgöngu Breta, "enda hefur engin þjóð gengið úr Evrópusambandinu áður." En þetta er rangt. Grænlendingar gengu úr Evrópubandalaginu 1985, en höfðu farið inn í það nauðugir 1973, sem hluti af danska ríkinu ...

"þrátt fyrir að um 70% þjóðarinnar greiddu atkvæði gegn því. Grænlendingar sóttu fast að fá forsjá eigin mála. Þeir fengu heimastjórn 1979 og þá var jafnframt hafin formleg grasrótarbarátta fyrir því að segja Grænland úr Efnahagsbandalaginu. Eftir að góður meirihluti Grænlendinga hafði samþykkt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 1982 að segja sig úr Efnahagsbandalaginu, hófust samningar um úrsögn sem lauk 1985 með formlegri útgöngu Grænlendinga.

Grænlendingar urðu þó að láta Efnahagsbandalaginu eftir tiltekin réttindi svo sem til veiða í grænlensku lögsögunni og ýmsar aðrar skuldbindingar sem sambandsríkin gáfu ekki eftir ..."

-- Jón Bjarnason, fv. sjávarútvegsráðherra (http://vinstrivaktin.blog.is/blog/vinstrivaktin/entry/1366342/)

Á breytilegu korti hér geta menn séð útþenslu/minnkun ESB á árunum 1957 til 2013:  http://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1359071/
Þar sést Grænland koma inn 1973 og hverfa út af kortinu 1986.
 Og innan fárra missera dettur Stóra-Bretland út!

Hér er svo góð mynd af Jonathan Motzfeldt með sinni íslenzku konu, Kristjönu Guðrúnu Guðmundsdóttur:

Jónatan Motzfeldt ásamt Kristjönu Guðrúnu Guðmundsdóttur, eiginkonu sinni. Mynd: Morten Juhl

Jón Valur Jensson.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband