Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2018

Ófært að þvinga þjóðir til að búa saman, sbr. Júgóslavíu!

Söngvarinn frægi Chris Rea gagn­rýnir ráða­menn í Bret­landi og ESB, fjar­læga al­þýðu, og dreg­ur í efa sam­ein­ingu Evrópu: "you cannot force diff­er­ent people to live to­geth­er [when] they simply do not want to", og minnir á hrun Júgó­slavíu.[60]

Allir eiga að vita, hvernig fór í Júgó­slavíu. Eftir að sex þjóðum og þjóðabrotum líka hafði verið haldið saman undir einni stjórn Josips Bros Tito frá stríðslokum, hlutaðist ríkið sundur í mikilli borgara­styrjöld eftir 1990, þar sem áætlað er, að 130-140.000 manns hafi farizt. Svo stutt er síðan Balkanlöndin voru stríðsvöllur, og ekki stóð Evrópusambandið sig vel við að hefta framgang stríðsins; friðar­gæzlu­liðar á vegum Hollendinga brugðust þar yfir 5.000 múslimum, sem myrtir voru án þess að þeir hollenzku hreyfðu legg né lið.

Á tenglinum syngur Chris Rea lag til eldri dóttur sinnar, Josephine, og varð frægt. Um yngri dóttur sína, sem þá var fjögurra ára, samdi hann lagið Julia. Þarna eru falleg myndbönd, sem sýna ávexti friðar í stað sundrungar og stríðs vegna stefnu misviturra stjórnvalda, sem þvinga þjóðir sínar gegn þeirra vilja.

JVJ.


Sigmundur Davíð minnir á gildi þess að vera utan Evrópu­sambandsins

 

Ísland hefði orðið gjaldþrota ef það hefði verið aðili að ESB þegar banka­hrunið varð árið 2008. Þetta var með­al þess sem fram kom í máli Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­sonar formanns Mið­flokks­ins og fyrrv. forsætisráðherra í síðdegis­útvarpi Útvarps Sögu í gær, en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Sigmundur bendir á að með verkfærum fullveldisins hafi verið komið veg fyrir að illa færi hér á landi, þjóðin hafi fengið eitthvað um málin að segja. Hann segir að ekki þurfi annað en að horfa til Grikklands til að sjá hvernig hefði getað farið fyrir Íslandi hefði það verið hluti af ESB. Hlusta má á þáttinn í spilaranum fyrir neðan fréttina á vef Útvarps Sögu.

(Frétt þessi er endurbirt hér af vef ÚS, http://utvarpsaga.is/island-hefdi-ordid-gjaldthrota-hefdi-thad-hefdi-verid-i-esb-thegar-hrunid-vard/)


Með svikara við fullveldi Íslands í forsetastóli og ráðabruggi um framsal fullveldis til ESB sýnir Alþingi þjóðinni óvirðingu sína

Blöskranleg eyðsla stjórn­valda í Þing­valla­fund og eigin yfir­bygg­ingu megn­ar sízt á aldar­afmæl­is­ári að fegra eða rétt­læta athæfi þings­ins gagnvart stjórn­ar­skrá; og Stein­grímur J. Sig­fús­son í stafni sem forseti Alþingis er eins og hver önnur smekkleysa, eftir að hann sveikst aftan að full­veldis­rétt­indum landsins með því að ganga berlega á bak orða sinna með fullri þátttöku í því gerræði Samfylk­ing­arinnar að sækja um inngöngu í Evrópusambandið vorið 2009.

Fjárveitingu vegna þessa Þingvallafundar Alþingis í dag hækkaði þingið úr 40 milljónum króna í 82 milljónir. Á sama tíma bárust fregnir um, að kostnaður við aðstoðarmenn ráðherra er yfir 400 millj. kr. á ári, en hver þeirra fær að meðaltali 19 milljónir á ári, þ.e. langt yfir eina og hálfa milljón á mánuði.

Kosningasvik Steingríms J. árið 2009 voru greypileg. 

Orð Steingríms J. Sigfússonar hér á eftir eru á tæru: hvernig hann narraði þjóðina með eindregnu kosningaloforði fyrir maíkosningarnar 2009 um að fara EKKI í aðildarviðræður, um að hans flokkur væri traustastur í málinu, en sneri svo algerlega við blaðinu með þátttöku sinni og annarra í VG í ESB-umsókn Össurar og Jóhönnu strax þá um sumarið. Sjáið þetta afhjúpandi hálfrar mínútu myndband, daginn fyrir kosningarnar 2009:

https://www.youtube.com/watch?v=AIBuEnFQ6ac

Þar segir orðrétt:

  • Sigmar í Kastljósi: "Kemur það til greina, Steingrímur, bara svo að ég spyrji þig, kemur það til greina að hefja undirbúning að því að sækja um, strax núna eftir kosningar? ..."
  • Steingrímur: "Nei."
  • Sigmar: "... vegna þess að þannig hefur Samfylkingarfólkið talað ..."
  • Steingrímur: "Nei."
  • Sigmar: "... að þetta byrji í sumar?"
  • Steingrímur: "Nei."
  • Sigmar: "Hvenær getur þetta byrjað?" 
  • Steingrímur: "Það samrýmist ekki okkar stefnu, og við hefðum ekkert umboð til slíks, og þó við reyndum að leggja það til, forystufólkið í flokknum, að það yrði farið strax í aðildarviðræður, gagnstætt okkar stefnu í maí, þá yrði það fellt í flokksráði Vinstri grænna. Þannig að slíkt er ekki í boði."

Allt þetta sveik svo hr. Steingrímur J. Sigfússon í beinu framhaldi af kosning­unum vorið 2009 og beitti, að séð varð, þvingunum til að fá þingmenn eigin flokks til að greiða atkvæði með Össurar-umsókninni!

Hvernig datt alþingismönnum í hug, árum seinna, að kjósa svo stórvarasaman mann sem eftirmann Jóns Sigurðssonar forseta, sem forseta sjálfs Alþingis?! Við verðum að horfa upp á hann vera helztan í forsvari Alþingis á 100 ára afmælisfundi á Þingvöllum í dag!

Og nú hafa þingmenn staðið í ráðabruggi um að veikja sjálf fullveldis­ákvæði stjórnarskrárinnar! Um þetta hefur verið fjallað nýlega, meðal annars í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins sl. sunnudag.

Í klausu Reykjavíkurbréfs undir millifyrirsögn: Falin stórfrétt, er talað um, að af ríkisstjórninni

"hefur ekki verið neitt að frétta. Það þýðir þó ekki endilega að alls ekki neitt sé að gerast. Því að þeir sem allra best fylgjast með vita til að mynda að ríkisstjórnin er óvænt að baksa við það á bak við tjöldin að undirbúa breytingar á stjórnarskrá til að tryggja að hægt verði að ganga í ESB með sem minnstum vandræðum. Þetta hljómar ótrúlega en er samt satt. Fyrir flokk sem hangir enn í að vera stærsti flokkur landsins birtist þetta sem einhvers konar þráhyggjuleg taka tvö á hlaupinu út undan sér í Icesave „eftir ískalt mat“ sem laskaði flokkinn varanlega, en þó ekki nægjanlega, að því er virðist." [Leturbr.jvj.]

Og þessu er fylgt eftir með meiri upplýsingum Reykjavíkurbréfs af málinu:

"Byrjaðir aftur

Nýlega var haldinn furðulegur formannafundur í sumarbústað forsætis­ráðherra á Þingvöllum. Það væri í sjálfu sér frétt, þótt ekkert hefði gerst þar. [...] þegar horft er til þess sem raunverulega var rætt. Því á þessum einstæða formannafundi voru á dagskrá umræður um breytingar á stjórnarskrá og þá einkum um hvaða leiðir væru helst færar til að grafa undan fullveldi landsins, á miðju hundrað ára afmæli þess fullveldis, sem verið er að grafa undan. [Feitletr.jvj]  

Þingvallafundur hinn opni

Heyrst hafði á skotspónum fyrir löngu að til stæði að mæta á Þingvöll til þess að minnast ársins, sem hefur að öðru leyti að mestu farið fram hjá þjóðinni, enda eru hátíðartilburðirnir líkastir því að myndarlegt átthagafélag haldi upp á virðulegt afmæli.

En á þessum fundi sem aðeins hefur verið hvískrað um ætti þá að gefast tilvalið tækifæri til þess að segja upphátt það sem nú er pukrast með á harðlokuðum fundi í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum.

Sem sagt hina einu raunverulegu ástæðu fyrir því að sífellt sé haldið áfram með algjörlega óþarft tal og breytingabrölt gagnvart stjórnskránni, sem kennd er við Þingvöll og lýðveldisstofnunina og samþykkt var með 98 prósentum atkvæða þjóðarinnar. Enn skal unnið að því að tryggja að hægt verði að gera óvinum sjálfstæðis og fullveldis Íslands léttbærara að koma aðför sinni áfram."

Þetta eru stóralvarleg tíðindi, sem stjórnvöld finna vonandi sóma síns vegna tilefni til að draga til baka, en höfundur Reykjavíkurbréfs kann hér með af­hjúp­un sinni að hafa lagt fram þann björgunarhring sem borgið getur þjóðinni frá þessu illa ráðabruggi um að veikja fullveldi lands okkar og þjóðar. Það mun rísa reiðialda í þjóðfélaginu, ef í ljós kemur, að varnaðarorð Reykjavíkurbréfs voru öll á rökum reist. Ekki síður en í Icesave-málinu mun þá þjóðarviljinn fá miklu áorkað og engu hlífa, sem undan verður að láta. Stjórnarslit gætu þá orðið fyrir fullveldisdaginn 1. desember!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Blásið til hátíðarfundar á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boris Johnson segir af sér

Það eru mikil tíðindi að Boris Johnson hefur sagt af sér sem utan­ríkis­ráð­herra Bretlands, daginn eftir að Brexit-ráðherrann gerði það sama. Theresa May er í miklum vanda stödd og glímir við þann vanda í mikilvægri þingræðu í dag. Hafa samflokksmenn hennar ýmist viljað ganga harðar fram í Brexit-málinu eða hægar, og er frú May með þeim linari í málinu, en Johnson með þeim harðari. Upplausn kann að blasa við, en forsætis­ráðherrann hefur þó þingslita­valdið á hendi sinni og að boða til nýrra kosninga; en staða hennar er veik og erfitt að sjá fram á, að hún geti styrkt hana með nýjum utanríkisráðherra.

Hér er nýjasta frétt The Times af málinu:  May vows to fight on amid cabinet crisis -- Johnson and Davis quit over PM’s soft Brexit plan ...

JVJ.

Sbr. og: http://www.ruv.is/frett/boris-johnson-segir-af-ser


mbl.is Boris Johnson segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhlutun ESB í innanríkismál Póllands sýnir í hnotskurn valdhrokann í Brussel

Evrópusambandið sýnir nú hug sinn í verki gagn­vart sjálf­stæð­um ákvörð­un­um að­ild­ar­ríkja í lög­gjaf­ar­málum: breytt­um starf­stíma hæsta­réttar­dóm­ara í Pól­landi hafnar ESB og fer í mál við Pólverja fremur en að láta þá um sína eigin stjórn á málum! Að baki býr svo sú hótun að svipta Pólland atkvæðisrétti sínum í Evrópu­sambandinu, verði ekki látið undan forræðishyggjunni þar!

Þetta sýnir ESB-ríkjum sem öðrum, að jafnvel svo stórt land sem Pólland getur ekki talið sér óhætt að gera ráð fyrir að halda fullveldi sínu þar að meira eða minna leyti óskertu.

Jón Valur Jensson.


mbl.is ESB höfðar mál gegn Póllandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband