Bloggfærslur mánaðarins, júní 2017
27.6.2017 | 22:45
ESB-her verður til - staðreynd! Afleiðingarnar grafalvarlegar
Ekki þarf að efa að ESB-herinn verði til, enda vilji utanríkisráðherra Þýzkalands, þótt krati sé.
Jafnvel rödd Þjóðverja myndi ekki heyrast í alþjóðasamfélaginu ef við værum einir á báti. Þess vegna þurfum við sameiginlega evrópska rödd. Þannig verðum við hluti af alþjóðlega stjórnmálasviðinu. Við kunnum að skipta máli efnahagslega en ekki stjórnmálalega án hennar,"
sagði Sigmar Gabriel, utanríkisráðherrann, í viðtali við Mbl.is í dag.
Við verðum að skipuleggja varnarmálin skref fyrir skref. Við munum ekki koma á evrópskum her á morgun. Það sem er mögulegt að koma á, til skemmri tíma litið, er nánara samstarf á milli evrópskra herja. Það er algerlega nauðsynlegt að samræma hernaðargetuna og herina. Það mun að lokum leiða til evrópsks hers en það er annað eða þriðja skrefið,
sagði ráðherrann orðrétt (leturbr. jvj).
Oft hafa Evrópusambandssinnarnir hér á landi svarið af sér, að til stæði að stofna ESB-her, en þetta er sannarlega inni í framtíðaráætlunum bæði í Berlín og Brussel.
Athyglisverð er viðurkenning hans á dvínandi gengi Evrópuríkjanna:
"... við ættum að einbeita okkur að stóru málunum þar sem einstök ríki geta ekki staðið vörð um hagsmuni íbúa sinna ein á báti. Sem dæmi fjölgar íbúum Asíu, Bandaríkjanna og Afríku á meðan íbúum Evrópu fækkar. Innan 10-20 árum munu börnin okkar og barnabörn einungis hafa rödd á alþjóðavettvangi ef það er sameiginleg evrópsk rödd,
sagði hann. Ekki lýsir þetta mikilli tiltrú á að ríki geti staðið fyrir sínu án þess að vera í bandi með stórveldi ... já, einmitt, stórveldi sem leitt er af endursameinuðu Þýzkalandi. Gamli draumurinn að rætast?!
Og þessu verður meðal annast fylgt eftir með því að efla veldi ESB með öflugum her, miðstýrðum af þeim sem þar ráða! Falleg framtíðarsýn fyrir vinstri sinnuðu friðardúfurnar íslenzku?!
En tækist fullveldisframsalsmönnum að narra Íslendinga til að kjósa yfir sig Evrópusambandið, þarf ekki að spyrja að því, að einnig af okkur yrði ætlazt til framlags til þessa stóra hers, ef ekki í formi hermanna, þá í enn frekara formi álaga með framlögum af fjárlögum okkar, en ef ekki þannig í miklum mæli, þá með því að gera landið sjálft að vettvangi herstöðva og heræfinga ESB-hersins. Og þar hefðum við ekki síðasta orðið, það leiðir af sjálfu sér af almennum inntökuskilmálum nýrra ríkja í þessu stóra ríkjasambandi.
Jón Valur Jensson.
Evrópuherinn kemur að lokum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 28.6.2017 kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2017 | 02:07
Raunsætt mat: ESB og evran eru hér ekki á dagskrá!
Jafnvel Benedikt Jóhannesson viðurkennir á Kjarnanum, að það sé "ekki pólitískt gerlegt að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru". Fylgi ESB-flokka er hverfandi; því er þetta raunsætt mat. En hann segir að "alþekkt sé að hann hafi þá skoðun að Íslandi yrði best borgið með því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Hinn pólitíski raunveruleiki sé þó sá að það er ekki gerlegt sem stendur."
Eins gott að menn viðurkenni staðreyndir, en svíkist samt ekki aftan að þjóðinni undir lok kjörtímabilsins, ef þessi veika stjórn, sem lafir á einum þingmanni, lifir svo lengi.
Svo lítils trausts nýtur þessi þriggja flokka ríkisstjórnarsamvinna, að lægðin í fylgi er orðin þvílík, að stjórnmálafræði-prófessorinn Ólafur Þ. Harðarson kveður upp úr um, að þess séu engin dæmi um að ríkisstjórn sé komin niður í þriðjungs fylgi eftir hálft ár"!
Í nýjustu skoðanakönnun MMR mælist ríkisstjórnin með 30,3% fylgi. Og þar er fylgið einmitt einna lélegast í ESB-flokkunum Viðreisn með 5,5% og Bjartri framtíð sem á sér naumast bjarta framtíð með sín 2,9%. Samt þykist Óttarr Proppé enn geta talað eins og hann hafi umboð þjóðarinnar, þegar hann þennan nýliðna sunnudag boðar lokun Reykjavíkurflugvallar, þrátt fyrir yfirgnæfandi fylgi bæði þjóðarinnar og höfuðborgarbúa við að flugvöllurinn verði hér til frambúðar. Hve blindir geta menn orðið á valdastóli?
Jón Valur Jensson.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 02:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2017 | 02:09
Gildi fullveldis og sjálfstæðis, fyrir sjálf okkur og aðra. En með inngöngu í ESB myndi lagafargan þaðan u.þ.b. fimmfaldast!
Margir átta sig ekki á gildi fullveldis fyrrr en seint og um síðir. En því áttum við sigra okkar í landhelgismálinu að þakka og einnig í Icesave-málinu. Í krafti þess réttum við Eystrasaltsþjóðunum dýrmæta hjálparhönd.*
Í dag hitti undirritaður einn þýðendanna á ESB-tilskipunum yfir á íslenzku. Þeir eru (í húsi austan við utanríkisráuneytið, við Þverholtið) þrjátíu talsins í fullu starfi og 20-25 að auki. En í stað þess að hafa 50-55 í starfi, meðan við erum að taka við EES-reglugerðum og tilskipunum, þá myndi þurfa að bæta við 200 þýðendum, ef við gengjum í Evrópusambandið, sagði hann. 250 manns bara við að þýða allt þetta texta- og pappírsfargan á íslenzku og gera það að íslenzkum lögum og reglum!
NEI TAKK!
Lengi lifi minning Jóns Sigurðssonar, sem ritaði:
Sumir af vorum helztu mönnum eru líka svo hræddir við sjálfsforræði landsins, að þeir eru eins og skepnan, sem varð hrædd við sína eigin mynd. En nú er það lífsmál fyrir vort land, að það hafi alla stjórnarathöfn sem næsta sér og hagkvæmasta, og þá stjórn, sem getur svo að kalla séð með eigin augum það sem hún á að ráða yfir, en ekki í speigli og ráðgátu, eða með annara augum, í 300 mílna fjarska. Þetta er krafa, sem oss virðist ekki maður geti sleppt, nema með því að óska sér að leggjast í dauðasvefn að nýju ... (Úr ritgerð Jóns, Um stjórnarmál Íslands, Ný félagsrit, XXII, 5, 1862; þarna notar hann orðið míla í merkingunni dönsk míla, 7532 metrar; 300 danskar mílur eru 1.220 sjómílur.)
* Sjá fréttartengil hér fyrir neðan. Ýmsan fróðleik er líka að finna á eftirfarandi vefslóðum undirritaðs:
1) Barátta fyrir endurheimt sjálfstæðis Litháens (16. júní 2013)
2) Til hamingju, Litháar, með ykkar 20 ára endurvakta sjálfstæði en takið ekki þátt í að brjóta niður okkar fullveldi! (28. ágúst 2011)
Jón Valur Jensson.
Litháar segja takk Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 03:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2017 | 02:42
Brexit verður eitt helzta vopn Theresu May á lokametrum baráttunnar vegna þingkosninganna
Mjög dró saman með Íhaldsflokki og Verkamannaflokki í kapphlaupi síðustu daga vegna brezku þingkosninganna, komið niður í 3% mun. En Theresa May byrjar nú nýja baráttu, segir þjóðarhag mikilvægari en sjónvarpskappræður.
Amid fears that negative attacks on Mr Corbyn are starting to backfire, Mrs May will switch to an upbeat message of a "brighter, fairer future for all" out of the EU. She will set out Tory plans to restore control over Britains borders, stop paying "huge sums" to the EU and end the jurisdiction of the European Court of Justice in the UK. (The Times 1. júní, í grein Francis Elliott, stjórnmálaritstjóra blaðsins: Have faith in me: Theresa May fights back with Brexit.)
Forsætisráðherrann þarf nú að verjast ásökunum um ýmist hroka (hubris and arrogance) eða hugleysi (political cowardice) eftir að hún neitaði að taka þátt í sjónvarpskappræðu með leiðtogum hinna flokkanna.
Svar hennar er m.a.: "I have said many times in the past people can have faith in me because I have faith in them."
Fulltrúi May í kappræðunum var frú Amber Rudd innanríkisráðherra, en faðir hennar, 93 ára, lézt um síðustu helgi. Hún svaraði árásum frá öllum hliðum í kappræðunni, sem fram fór í Cambridge-háskóla: "Don´t give up on me ... Theresa May may not be here but I am and I hope to make a good fist [hnefa] of setting out Tory policy," og hún gaf lítið út á "the coalition of chaos" sem þar var mætt til að berjast við hana.
Mrs May had earlier claimed that the Labour leader was more interested in "appearances on the telly" [TV] than preparing for Brexit talks.
Boris Johnson this morning backed Mrs May in her decision not take part. The foreign secretary said her choice was "absolutely validated" because the debate turned into "a great yammering cacophony of voices (æpandi ósamræmi í söng þeirra) . . . most of them left-wing". (Grein Elliotts.)
Boris Johnson, utanríkisráðherrann, kvað upptökusalinn hafa verið fyllri af vinstri mönnum en lengi hefði sézt og varaði eins og Theresa May við þeirri upplausnarstjórn (coalition of chaos) undir leiðsögn Jeremys Corbyn, sem tekið gæti við með hjálp Skozka þjóðarflokksins og Frjálslyndra demókrata, ef Corbyn ætti að takast að mynda nýja ríkisstjórn. Þá fengi Corbyn hr. Tim Farron "gargandi eins og páfagauk á annarri öxlinni og hvern á hinni? Nicolu Sturgeon"! (en þetta eru leiðtogar hinna flokkanna).
Ein rúsína enn (og minnir þetta ekki aðeins á íslenzka RÚVið?):
Amid accusations that the BBC had chosen an audience with a left-wing bias for the debate, George Freeman, a policy chief for Mrs May, said that the group "was about as representative as the shadow cabinet".
En BBC hafnar því. Þó er vitað um langtíma vinstri-halla á þeim fjölmiðli, sem og ESB-vinahalla -- rétt eins og á Rúvinu!
Jón Valur Jensson.
Tapar Theresa May meirihluta sínum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bretland (UK) | Breytt s.d. kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)