Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2017
30.4.2017 | 10:06
Endapunktur við atlögur Jóhönnustjórnar að stjórnarskránni og fullveldi landsins
Gleðilegt má kalla, að síðasta atlaga Samfylkingar og leiðitamra VG-manna að stjórnarskránni fór út um þúfur. Nú á miðnætti rann út bráðabirgðaheimild sem að vilja þeirra var skeytt við stjórnarskrána um að hægt verði að breyta henni auðveldlega og á afgerandi hátt í krafti einnar snöggrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt átti þetta vitaskuld að þjóna endanlegu markmiði hinna óþjóðlegu afla á Alþingi sem vildu koma Íslandi undir forræði Evrópusambandsins, í krafti hinnar billegu heimildar í 111. grein tillagna hins ólögmæta "stjórnlagaráðs" fyrir inntöku í Evrópusambandið, um leið og svo var um hnútana bundið í 67. grein, að ekki væri unnt að snúa til baka frá þeirri ákvörðun með kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu eins og þá, sem Bretar fengu heimild til með sínu Brexit.
En Samfylkingin hefur fengið sína refsingu í þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu síðasta haust, sem þaggaði niður í þessum óþjóðlegu öflum Össurarmanna, Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, Helga Seljan og annarra sem vildu þá Babýlonarherleiðingu þjóðarinnar sem til stóð hjá þeim: að koma landinu inn í Evrópusambandið. Og vantrú þeirra á gamla Íslandi er öllum augljós að vera bábilja og hégilja og engan veginn í takt við margreyndar staðreyndir um gildi fullveldis okkar og sjálfstæðs gjaldmiðils!
Jón Valur Jensson.
Ákvæðið um þjóðaratkvæði fallið úr gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2017 | 20:00
Glæsisigur Theresu May mun styrkja Brexit í sessi
Glæsileg voru úrslit atkvæðagreiðslu í brezka þinginu í dag um að boða til þingkosninga 8. júní. Samtals greiddu 522 þingmenn atkvæði með tillögunni, einungis 13 greiddu atkvæði gegn henni!
"Skoðanakannanir benda til þess að Íhaldsflokkur forsætisráðherrans eigi eftir að vinna stórsigur í þingkosningunum og bæta verulega við þig fylgi og þingmönnum," segir í frétt á Mbl.is, og hefði mátt taka mun dýpra í árinni, því að reiknað er með, að Íhaldsflokkurinn fái allt að 200 þingsætum meira en Verkamannaflokkurinn.
"Verkamannaflokkurinn mælist hins vegar með sögulega lítið fylgi en innan hans hafa geisað átök um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem flokksmenn hafa skiptar skoðanir á, sem og á Jeremy Corbyn leiðtoga hans. (Mbl.is)
Þetta er svona "just for the record" á þessari vefsíðu, sem ekki hefur unnizt tími til að sinna nógu vel síðustu vikurnar, en hér skal heitið að gera betur á næstunni.
Vefur Daily Telegraph segir betur frá þessu máli dagsins.
Margir, m.a. hér á landi, hafa gert því skóna, að Bretar fari flatt á Brexit og verði jafnvel gerðir afturreka með það. En þrátt fyrir upphafs-andstöðu sína hefur Theresa May staðið drengilega við þá stefnu sem meirihluti Breta markaði með þjóðaratkvæðagreiðslunni, og nú styrkist öll aðstaða hennar til að koma málinu fram og hafa sterkari samningsaðstöðu gegnvart kerfiskörlum ESB. Að sama skapi veikist málstaður Evrópusambandsins í álfunni allri og framtíð þess fjarri því að vera tryggð.
Og eins og segir í þætti "Stjórnarmannsins" aftan á Markaði Fréttablaðsins í dag, þá "styrktist sterlingspundið verulega í kjölfar tíðindanna" frá í gær, að Theresa May myndi leggja tillögu um þingslit og kosningar fyrir þingið í dag - "og hefur ekki verið sterkara gagnvart evru og bandaríkjadal um nokkurra mánaða skeið."
Og lokaorðin þar: "Það skyldi þó ekki vera, að væntur sigur Íhaldsflokksins yrði til að slá botn í þann óróa sem ríkt hefur allt frá atkvæðagreiðslunni fyrir réttum níu mánuðum?"
JVJ.
Breska þingið samþykkir kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bretland (UK) | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)