UKIP er kominn til að vera, ný brezk kjölfesta sem þrátt fyrir ranglátt kosningakerfi á marga sigra vísa

Fylgi brezka sjálfstæðisflokksins (UKIP) er gríðarlegt, jafnvel mun meira en þau 19% sem mældust hjá ComRes 24.-26. október. Merkileg könnun Observers 25. okt. sýnir að 31% kjósenda eru reiðubúin til að kjósa UKIP, ef þeir teldu hann eiga möguleika á að vinna í heimakjördæmi þeirra. Þetta sést vel á kortinu hér fyrir neðan, en á vefsíðu Guardians segir:

When asked to respond to the statement “I would vote for Ukip if I thought they could win in the constituency I live in”, 31% of voters said they agreed. This includes 33% of Tory voters, 25% of Liberal Democrats and 18% of Labour supporters. Voters were equally divided on whether a vote for Ukip was a wasted one, with 40% saying it was, and 37% saying it was not.

Sama skoðanakönnun sýndi einnig, að formaður UKIP, hinn galvaski Nigel Farage, er vinsælastur flokksleiðtoga skv. neikvæðismati (negative net rating), með -1%, en David Cameron -6%, Ed Miliband í Verkamannaflokknum með -23% og Nick Clegg í frjálslyndum með -43%.

Nigel Farage og félagar hafa náð til þjóðar sinnar, sem er ekki í hjarta sínu hlynnt samruna lands síns við hið evrópska stórveldi á meginlandinu. Auknar skattakröfur Brussel-veldisins til Bretlands laða ekki að, heldur ekki vanhæfni ESB til að glíma við stöðnun, atvinnuleysi og vandræði í ríkisfjármálum, og það verður heldur engin gleðifrétt til Bretlands þegar heyrist af nær því tvöföldun atkvæðavægis Þýzkalands í ráðherraráði Evrópusambandsins og leiðtogaráði þess, "ekki á morgun, heldur hinn": 1. nóvember 2014! En sú breyting var þegar afráðin með samþykkt Lissabon-sáttmálans, en gildistöku frestað í mörg ár, og nú er komið að því !  --JVJ.

 


mbl.is Sjálfstæðissinnar með 19% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnarsson

Uppgangur öfgaþjóðernissinna og fasisma í Evrópu er vissulega áhyggjuefni.

Jón Ragnarsson, 30.10.2014 kl. 10:59

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er alveg sammála því, það á við um lönd eins og Grikkland og Úkraínu, en hitt er fráleitt að bendla UKIP við öfgaþjóðernisstefnu og fasisma, ef sú var meining þín, nafni !

Jón Valur Jensson, 30.10.2014 kl. 11:02

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og fasistaflokkur myndi aldrei fá fylgi á borð við þetta í Bretlandi.

Jón Valur Jensson, 30.10.2014 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband