Sjávarútvegsráðherra sem telur ekkert athugavert við ESB-löndunarbann á makríl frá Íslendingum!

Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra sagði á Alþingi sl. föstudag að "ekkert væri athugavert við það ef ESB setti löndunarbann á Íslendinga á makríl í höfnum sambandsins. Það væri réttur þeirra [svo!!!] þar sem ekki hefði verið samið um makrílveiðarnar. Hins vegar væri það ólíðandi ef farið væri út í viðskiptaþvinganir vegna annarra vara sem ekki tengdust makrílnum. Slíkt væri brot meðal annars á EES-samningnum og yrði ekki liðið." (Skv. Mbl.is, sjá tengil hér neðar.)

Það er fáheyrt, að íslenzkur sjávarútvegsráðherra tali þannig og það maður sem hefur tekið þátt í því að sækja um inngöngu/innlimun í erlent stórveldi – með afsali yfirráða okkar yfir æðstu úrslitalöggjöf, stjórn sjávarútvegsmála og jafnvel fiskveiðilögsögunni sjálfri milli 12 og 200 mílna – hið sama stórveldi sem nú er með það til afgreiðslu að beita okkur refsiaðgerðum vegna lögmætra veiða okkar innan eigin lögsögu!

Evrópusambandið er ekki aðeins að hugleiða löndunarbann á makríl og bann við komu slíkra fiski- og flutningsskipa í ESB-hafnir, heldur var ráðherraráð ESB (sem fengi hér æðsta löggjafarvald í sjávarútvegsmálum, ef við látum narrast inn í þetta ríkjasamband) að ákveða það fimmtudaginn 19. þ.m. "að flýta undirbúningi fyrir refsiaðgerðir gegn Íslandi og Færeyjum vegna makríldeilunnar sem næðu ekki aðeins til innflutnings á makrílafurðum heldur einnig öðrum uppsjávartegundum og tæknibúnaði í sjávarútvegi."!

Steingrímur J. Sigfússon þarf að fara að gera það upp við sig, hvort hann vlll vera nefbeinslaus jábróðir Evrópusambandsins eða sjávarútvegsráðherra Íslands. Þátttaka hans í umsókn Samfylkingar um að renna landi okkar inn í Evrópusambandið gekk þvert gegn kosningaloforðum hans. Nú hefur hann bætt gráu ofan á svart: Eftir að hafa byrst sig vegna málssóknar framkvæmdastjórnar ESB gegn okkur innan við eina mínútu á skjánum í liðinni viku, var Steingrímur skjótur að hrökkva til baka með ótrúlegri meðvirkni og lítilþægni gagnvart hótunum Evrópusambandsins, sem hann nú virðist telja eðlilegar!! Annað verður ekki séð af ummælum hans hér ofar.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Ólíðandi að tengja ESB við makríldeiluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband