Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Fullyrðingar Samfylkingarmanna um klofna afstöðu sjálfstæðismanna til ESB eru tilefni fyrir þá fyrrnefndu til að skoða sjálfa sig í spegli

Einungis 10,2% kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru hlynnt inngöngu í ESB skv. skoðanakönnun, en þegar litið er til Samfylkingar, eru 12,3% mótfallin inngöngu. 73,8% kjósenda Samfylkingarinnar eru hlynnt því að Ísland gangi í ESB, en 77% sjálfstæðismanna eru því andvígir.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn er sagur klofinn í þessu máli, þá ætti það miklu fremur að segjast um Samfylkinguna!

Grasrótin í Sjálfstæðisflokknum er einarðari í þessu máli en í nokkrum öðrum flokki sem nú er á þingi. Annað mál er, að forystan í Valhöll lætur ekki nógu vel að stjórn flokksmanna og er enn með all-lina afstöðu í ESB-málinu, eins og greina mátti á tali Bjarna Benediktssonar í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi. Þá eru hreinni línur hjá Guðmundi Franklín Jónssyni í Hægri grænum í andstöðunni við Evrópusambands-inngöngu. En þvílík er andstaðan við hana í Sjálfstæðisflokknum, að það á vel að vera unnt að setja þar traustan fullveldissinna á formannsstól eða ætlast til skeleggari afstöðu núverandi formanns. Hann hefði yfirgnæfandi fjölda fylgismanna flokksins með sér í því máli.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Mest andstaða hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Manuel Hinds telur upptöku Bandaríkjadals álitlegan kost, en ekki upptöku evrunnar

Manuel Hinds, ráðgjafi stjórnvalda í El Salvador, var í Silfri Egils í dag og VARAÐI Íslendinga við upptöku evru vegna fylgifiska hennar, þ.e. vegna þess tröllaukna reglukerfis sem myndi fylgja. Íslendingar hafi búið við mjög frjálst (liberal) efnahagskerfi, jafnvel á tíma vinstri stjórna, en þarna yrði breyting á, ef samið yrði við Evrópusambandið.

Á fundi VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, í fyrradag (sjá tengil neðar) taldi hann raunhæfan kost fyrir Ísland að taka einhliða upp Bandaríkjadal. "Hann segir það ekki rétt sem haldið hefur verið fram að það kosti mikla fjármuni að stíga slíkt skref" (Mbl.is) og sagði í Silfrinu í dag, að jafnvel þótt Bernake í Bandaríkjunum legðist gegn einhliða upptöku dollarans hér, hefði það ekkert að segja, því að svo mikið magn sé af Bandaríkjadal í umferð í heiminum og því auðvelt fyrir okkur að fá lán í þeirri mynt.

Við fjöllum e.t.v. nánar um þetta mál hér í annarri grein -- og bjóðum velkomnar allar umræður um það -- og ekki má taka þetta frétta-viðbragð til marks um afstöðu Samtaka um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland (fullveldi.blog.is) til gjaldeyrismála. Við höfum ekki tekið neina afstöðu í þeim málum og ýmsir félagsmanna sennilega fylgjandi því, að við höldum áfram með krónuna; í hópi þeirra er t.d. undirritaður.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Telur einhliða upptöku færa leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópusambandið heldur áfram að auka tekjur sínar ár frá ári þótt ársreikningar séu ekki endurskoðaðir!

  • "Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur óskað eftir því að fjárframlög til þess á árinu 2013 verði aukin um 6,8% frá því sem nú er á þeim forsendum að aukið fjármagn þurfi frá ríkjum sambandsins til þess að standa við ýmsar skuldbindingar sem framkvæmdastjórnin þurfi að standa við."

Svo segir hér í frétt á Mbl.is. Þetta er á ská og skjön við stefnu ESB um niðurskurð á fjárlögum meðlimaríkjanna. Og ekki eykur það tiltrúna, að ársreikningar ESB hafa ekki fengizt endurskoðaðir síðustu 14 árin.

  • Ýmis ríki ESB hafa ítrekað hvatt framkvæmdastjórnina til þess að skera frekar niður í rekstri sínum í stað þess að óska sífellt eftir meiri fjármunum frá ríkjunum en framkvæmdastjórnin fór einnig fram á aukin framlög á síðasta ári. (Mbl.is.)

En á næsta ári hefði ESB, samkvæmt þessari fjárhagsáætlun sinni, að sögn BBC, "til ráðstöfunar samtals 138 milljarða evra eða sem nemur um 22.500 milljarða króna."

ESB-sinnar hafa samt talað um, að skattar til Evrópusambandsins séu lágt hlutfall þjóðartekna í ESB-ríkjunum. Það er á sinn hátt rétt, enda rekur ESB ekki skóla, sjúkrahús og samgöngukerfi landanna, svo að eitthvað sé nefnt. En tiltölulega lágt hlutfall, sem fer til Brussel-báknsins, líta forráðamenn þess vitaskuld á sem þeim mun meira sóknarfæri og halda því áfram að stórauka tekjupósta sína ár frá ári þrátt fyrir samdrátt í ríkisútgjöldum landanna.

Skattheimtan mun einnig stóraukast, ef ESB fer svo út í að nýta sér valdheimildirnar sem gefnar eru í Lissabon-sáttmálanum til íhlutunar á sviði orku- og auðlindamála og til eflingar öryggis- og hermálum á vettvangi Evrópusambandsins sjálfs.

Við Íslendingar höfum næsta lítinn áhuga á því sóknarfæri Evrópusambandsins, eins og ljóst er af nýjustu skoðanakönnun!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vill aukin framlög frá aðildarríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir: Illu heilli var ESB-umsóknin lögð fram

"Það er vel hægt að taka upplýsta ákvörðun um aðild á grundvelli þess sem við þegar vitum," segir hún réttilega í Mbl.-viðtali og telur að endurskoða verði aðildarviðræðurnar hið allra fyrsta, að þjóðin fái að kjósa um það.

"Ruddalega" segir Jón Bjarnason, flokksbróðir Guðfríðar Lilju, þá framkomu Árna Þórs Sigurðssonar, formanns nefndarinnar, í Guðfríðar garð, að hún skyldi ekki höfð með í ráðum þegar utanríkismálanefnd vísaði margra milljarða IPA-styrkjum frá ESB til afgreiðslu þingsins, þ.e.a.s. í stað þess að kæfa þá ósvífnu, ólögmætu aðgerð í fæðingu. Þetta gerist á sama tíma og Evrópustofa undirbýr mikil hátíðahöld hér á Íslandi á næstu dögum! Frá henni segir í Morgunblaðinu í dag.

Guðfríður minnir einnig á alvarlegar hótanir Evrópusambandsins út af makrílveiðum okkar "að ógleymdri aðild að málsókn vegna Icesave," og er greinilegt, að hún hefur fengið sig fullsadda af þjónkun flokksforystu sinnar við þráhyggju og stjórnsemi Samfylkingarinnar. Kemur það fáum kunnugum á óvart. Hriktir nú mjög í tæpum stjórnarmeirihlutanum, sem svo er trausti rúinn, að einungis 22% aðspurðra segjast styðja stjórnarflokkana í nýjustu skoðanakönnun.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Þjóðin verði spurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin er MJÖG andvíg s.k. inngöngu í Evrópusambandið

Enn ein ánægjuleg skoðanakönnun sýnir yfirgnæfandi andstöðu við "að Ísland gangi í Evrópusambandið": 53,8% andvíg, en aðeins 27,5% hlynnt, og munurinn er raunar MEIRI en þessi!

"Kannað var sérstaklega hlutfall þeirra sem eru eindregnir í afstöðu sinni til inngöngu í Evrópusambandið, og reyndust þær niðurstöður nokkuð áhugaverðar. „Þar kemur í ljós að hópur þeirra sem eru mótfallnir inngöngu hefur miklu sterkari skoðun á málinu heldur en hinir sem eru fylgjandi inngöngu. Þetta hefur þýðingu þegar við erum að hugsa um mögulegar breytingar á afstöðu. Það er ólíklegra að fólk færist úr mjög sterkri afstöðu til dæmis á móti yfir í að vera fylgjandi,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, en könnunin var gerð fyrir hann og m.a. birt í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins, þar sem hann lét framangreind orð falla (leturbr. hér).

Einnig þessi staðreynd er í takt við aðrar nýlegar skoðanakannanir.

19,7% tóku ekki afstöðu. Úrtakið var 1.900 manns og svarhlutfall 67%.

  • Meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Samstöðu er andvígur því að gengið verði í ESB en meirihluti Samfylkingarinnar eru því hins vegar hlynntur. (Mbl.is.)

Hvenær ætlar Samfylkingin að láta af þessari þráhyggju sinni? Hvenær ætlar hún að hætta að svínbeygja Vinstri græn í þessu máli? Og ætlar forysta VG að láta þetta óvinsæla mál keyra flokkinn bókstaflega á kaf?

JVJ. 


mbl.is Mikill meirihluti vill ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Þóra Arnórsdóttir óskakandídat Samfylkingarinnar og ESB-sinna?

Nýjabrum er að Þóru Arnórsdóttur og eins Ara Trausta Guðmundssyni. Bæði koma af vinstri vængnum eins og Ólafur Ragnar Grímsson; mætti ætla, að frá því að Sveinn Björnsson lézt á forsetastóli fyrir 60 árum, hafi hægri menn verið í banni frá forsetakjöri.

Ari Trausti var meðal alróttækustu vinstri manna á 7. og 8. áratugnum og skrifaði lengi á þann veg í DV-greinum, en hefur tekizt að ávinna sér traust fyrir ritstörf sín, að ógleymdri ókeypis kynningu á sjónvarpsskjánum, sem hefur dugað furðumörgum til að ná inn á Alþingi og í borgarstjórn.

Þóra Arnórsdóttir kemur úr Alþýðuflokknum og vann með virkum hætti að stofnun Samfylkingarinnar. Það, sem hins vegar er alvarlegt í augum margra, er að hún var einn stofnenda Evrópusamtakanna 1995 og sat a.m.k. í fyrsta fulltrúaráði þess --- hafði þannig virkan áuga á s.k. inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Alvarlegt er þetta í ljósi þeirrar þekkingar, sem menn hafa nú á Evrópusambandinu. Það hefur þróazt hratt frá því um 1990 til miklu meira en fríverzlunar- og tollasambands --- EFTA, Fríverzlunarsamtök Evrópu, eru allt annars kyns, þótt þar séu reyndar mjög mikilvægir tollasamningar gerðir við æ fleiri ríki utan Evrópu.

Af öllum ríkjum er "innganga" í Evrópusambandið alvarlegust fyrir smáríkin. Svo afgerandi er valdaafsalið og svo lítilfjörlegt áhrifavægið, sem þau fá í staðinn --- yrði t.d. langt innan við 1 pró mill fyrir Ísland! --- að segja má, að þau hafi nánast öllu að tapa og ekkert að vinna, ef um er að ræða smáríki með tiltölulega miklar auðlindir. Þetta á einmitt við um Ísland.

Þóru Arnórsdóttur ber í þessu ljósi vitaskuld að gera hreint fyrir sínum dyrum og upplýsa þjóðina um afstöðu sína til Evrópusambandsins og þeirrar stefnu núverandi ríkisstjórnar, sem senn missir völdin, að sækja um inngöngu í þetta volduga ríkjasamband. Forseti Íslands leggur eið að stjórnarskránni, en það er andstætt anda og bókstaf þeirrar stjórnarskrár lýðveldisins að innlima það inn í erlent ríkjasamband eða sambandsríki. Allt frá 1997 (ekki seinna en svo) hefur ESB stefnt markvisst að því að verða sambandsríki.*

Þar að auki myndi hvorki Alþingi né forsetinn, sem fara hér með löggjafarvald samkvæmt 2. grein stjórnarskrárinnar, eiga neina aðkomu að þeim lögum, sem hingað bærust frá Brussel, ef land okkar yrði partur af Evrópusambandinu --- og þjóðin ekki heldur í gegnum málskotsrétt eftir synjun forsetans, því að þau lög kæmu aldrei inn á hans borð né á ríkisráðsfund fremur en þingfundi hins háa Alþingis.

Það, sem verra er: Öllum þau lögum, sem komið hefðu frá Alþingi og ættu eftir að koma þaðan, væri sjálfkrafa gefið víkjandi gildi, ef gildi skyldi kalla, þegar eða ef í ljós kæmi, að þau rækjust á eitthvað í ESB-löggjöf. Þetta, ekkert minna, er skýrt og skilmerkilega tekið fram í hverjum aðildarsamningi, og mættu nú ýmsir fara að kynna sér þá samninga! -- t.d. þennan við Svía, Finna og Austurríkismenn, dags. 29. ágúst 1994.

Fari svo ólíklega, að Þóra Arnórsdóttir nái kjöri til embættis forseta Íslands, er viðbúið, að Ólafur Ragnar Grímsson fái á sig margar áskoranir um að gefa kost á sér til að leiða nýjan flokk í framboði til alþingiskosninga á næsta ári, eins og Páll Vilhjálmsson blaðamaður ritar um HÉR í dag. Er viðbúið, að sá flokkur nyti mikils stuðnings jafnt vinstri sem miðjumanna og jafnvel sumra af hægri vængnum.

* "Í samþykkt [Esb.]þingsins frá desember 1997 segir m.a.: "Löndin sem sækja um aðild verða að sýna, að þau séu trú grundvallarmarkmiðum ríkjasambands sem stefnir í átt að sambandsríki" ("federal state"). Í samþykktinni er hvatt til þess að afnema neitunarvald, minnka áhrif smáríkja og auka miðstjórnarvald." (Ragnar Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind, s. 103.) --- Þessu markmiði hefur sambandið unnið að síðan, einkum með Lissabon-sáttmálanum, og birtist það m.a. í takmörkun neitunarvaldsins og stórauknu vægi stórþjóðanna í Evrópusambandinu, en hinn 1. nóvember á þarnæsta ári gengur í gildi það ákvæði sáttmálans, sem nær tvöfaldar atkvæðavægi Þýzkalands í leiðtogaráði ESB og hinu volduga ráðherraráði (hefur löggjafarvald um sjávarútveg langt umfram ESB-þingið), þ.e. úr 8,41% núverandi vægi Þýzkalands í 16,41%. Samtals eykst þá atkvæðavægi sex stærstu ríkjanna úr 49,3% í 70,44% (sjá nánar hér: Ísland svipt sjálfsforræði).

Jón Valur Jensson.


mbl.is Þóra mælist með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðarákall eins leiðtoga Evrópusambandsins um að efla samrunaferlið, annars vofi yfir hrun ESB

Athyglisverð eru orð forseta ESB-þingsins, Martins Schulz, sem féllu á fundi í Brussel í dag með fulltrúum í framkvæmdastjórn ESB: "Í fyrsta skipti í sögu Evrópusambandsins er hrun sambandsins raunhæfur möguleiki," sagði sá ráðamaður samkvæmt fréttavefnum Euobserver.com.

  • Martin Schulz, forseti Evrópuþingsins. Ástæðan fyrir því að svona væri komið fyrir ESB í dag, sagði Schulz, væri "fyrst og fremst sú að forystumenn ríkja þess heimta að fá að taka sífellt fleiri ákvarðanir sjálfir þvert á þau vinnubrögð sem gilt hafa á vettvangi sambandsins" (Mbl.is).

Þarna er hann að tala gegn Bretum o.fl. sem hafa viljað fara eigin leiðir vegna skulda- og bankakreppu ESB-ríkja og þar með einnig að tala gegn fullveldisvaldi ríkjanna andspænis ESB-miðstýringarvaldi í Brussel og Strassborg. Lausnina sér hann ekki í öðru en enn frekari samruna, og það á við um marga aðra ráðamenn Evrópusambandsins og ýmissa stærstu ríkjanna innan þess.

Lesendum til upplýsingar má nefna, að Martin Schulz er einn furðumargra forystumanna Evrópusambandsins, sem koma úr röðum (fyrrverandi) róttækra sósíalista og kommúnista eða byltingarmanna af '68-kynslóðinni. Undarlegt má heita, að allir þessir tilheyra þeim hópi:

  1. José Manuel Barroso, sjálfur forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hinnar eiginlegu ríkisstjórnar þess (kommissararáðsins, European Commission), er fyrrverandi Maóisti frá Portúgal. Hann er fæddur 1956 og varð ungur einn af leiðtogum PCTP MRPP (Partido comunista DOS of trabalhadores portugueses - Movimento Revolucionário DO Partido DO Proletariado Português), maóísks vinstri flokks, en gekk síðar úr honum og í desember 1980 í Partido Social Democrata (PSD) í Portúgal. (Sjá HÉR!)
  2. Stefan Füle, stækkunar- eða útþenslustjóri ESB, í framkvæmdastjórn ESB, gerðist meðlimur tékkneska kommúnistaflokksins 1982, eftir innrás Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra 1968, og var meðlimur hans allar götur þar til eftir 1989, að kommúnisminn féll; auk háskólanáms í Prag var hann útskrifaður frá MGIMO-diplómatastofnuninni í Moskvu, sem var þekkt fyrir náin tengsl við sovézku leyniþjónustuna, KGB.
  3. Daniel Cohn-Bendit, f. 1945, ESB-þingmaður, leiðtogi græningja á þinginu og mjög virkur ræðumaður þar, en hann var einn þekktasti róttæklingur '68-kynslóðarinnar á tímum maí-byltingarinnar í París. Hann er nú meðal helztu málsvara ESB-samrunaferlisins. (Hér er hans eigið æviágrip á ensku.)
  4. Martin Schulz. Hann er fæddur 20.12. 1955 og því of ungur til að ná því að teljast til hinna byltingarsinnuðu árið 1968, en 19 ára (1975) varð hann meðlimur í hinni róttæku hreyfingu Jusos (Jungsozialistinnen und Jungsozialisten in der SPD), ungliðahreyfingu þýzka sósíaldemókrataflokksins (SPD), en sú hreyfing hafði færzt út á vinstri kantinn 1969 og leit upp frá því á sig sem sósíalísk og femínísk samtök innan SPD (sjá nánar hér). Fróðlegt væri að vita, hvort hann hafi hallazt þar á sveif með marxíska vængnum í Jusos. Hans eina heiðursdoktorsgráða kemur frá Rússlandi.* 

Þetta er ekki rakið hér til að gera lítið úr þessum mönnum persónulega, og fráleitt er að telja gefið, að þeir séu ofurróttæklingar nú ellegar sjálfkrafa vanhæfir vegna róttækrar fortíðar til að taka þátt í stjórnmálum. En það er eðlilegt að hafa þá fortíð í huga, þar sem hinir róttæku hafa iðulega aðhyllzt marxískar lausnir á samfélagsmálum, verið hrifnir af heildarlausnum og sumir hverjir af hugmyndafræði alræðisstefnu. Þetta er ekki bezta veganestið fyrir volduga ráðamenn stórveldis, þar sem taka þyrfti eðlilegt tillit til radda hinna smáu meðlimaríkja. Hafa sum orðaskipti í ESB-þinginu, m.a. við forseta Tékklands og brezka ESB-þingmanninn Nigel Farage, verið til vitnis um, að stutt er í þolinmæðina gagnvart röddum efasemdarmanna og andstæðinga frekara samrunaferlis.

*Sjá Wikipediugreinina um Schulz, þar segir: "On 18 May 2009 Martin Schulz was awarded an honorary doctorate by the Kaliningrad State Technical University. The university thus honoured his longstanding commitment to improving relations between Europe and Russia and his support for the development of what is still the only interdisciplinary and intercultural university course in European studies in Russia."

Þetta er e.t.v. fullkomlega eðlilegt, en gæti einnig bent til viðleitni Schulz til að stuðla að því að Rússland og ESB nálgist hvort annað. En ef Rússland gengi inn í Evrópusambandið, yrði það ekki líklegt til að gera það síðarnefnda lýðræðislegra, miklu fremur að ýta undir miðstýringu þar, efla samrunaferlið og stofnanaræði í Brussel, að mati undirritaðs. Ennfremur myndi þá íbúafjöldi ESB aukast um nál. 27% og atkvæðavægið, sem Íslandi sem hugsanlegu ESB-ríki stæði til boða í leiðtogaráði og ráðherraráði Evrópusambandsins, myndi þar með hrapa allverulega úr því 0,06% atkvæðavægi, sem land okkar fengi þar að óbreyttu, miðað við reglur Lissabon-sáttmálans eftir 1.11. 2014, sjá nánar nýendurbirta grein Haraldar Hanssonar á þessum vef: Ísland svipt sjálfsforræði -- fróðleiksgrein sem allir ættu að lesa!

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Hrun ESB orðið að raunhæfum möguleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland svipt sjálfsforræði, eftir Harald Hansson

Að svipta einstakling sjálfsforræði er líklega stærsta löglega inngrip sem hægt er að gera í líf einstaklings, sem ekki hefur gerst brotlegur við lög. Að svipta heila þjóð sjálfsforræði gerist ekki nema lönd séu hernumin í stríði eða ef ógnarstjórn af einhverju tagi tekur völdin, oft í kjölfar valdaráns.

Það sem taflan (neðri myndin) sýnir er ekki algjör svipting á sjálfsforræði. En þau lönd sem verst fara út úr skerðingu á atkvæðisrétti í Ráðherraráði ESB fara óþægilega nærri því. Með Lissabon-samningnum er vægi atkvæða sex stærstu ríkjanna aukið verulega á kostnað hinna. Breytingin tekur gildi í lok kjörtímabilsins sem hófst sumarið 2009, nánar tiltekið 1. nóvember 2014.

council voting

Þau ríki sem eru með minna en milljón íbúa fara langverst út úr Lissabon-samningnum. Ef Ísland væri nú þegar í klúbbnum væri skerðingin á atkvæðavægi Íslands 92,6% -- hvorki meira né minna; færi úr nánast engu niður í akkúrat ekkert. Aftasti dálkurinn sýnir breytinguna. Aukið vægi er í bláu en skert vægi í rauðu.

Hin mikla aukning á atkvæðavægi Þýskalands skýrist af því að landið hefur sama atkvæðavægi og Frakkland, Bretland og Ítalía þrátt fyrir mun fleiri íbúa. Það á að leiðréttast með Lissabon.

voting changes  

Eftir breytinguna þarf 55% aðildarríkja og 65% íbúafjölda til að samþykkja ný lög. Vægið verður uppfært árlega samkvæmt íbúaþróun. Ef fjölmennt ríki eins og Tyrkland gengur í ESB minnkar atkvæðavægi smáríkjanna enn frekar.

Á sama tíma og vægi stóru ríkjanna er aukið verulega eru vetó-ákvæði (neitunarvald) felld úr gildi í fjölmörgum málaflokkum. Þetta öryggistæki smáríkjanna er tekið burt.

 

DÆMI - Sjávarútvegur:

Til að varpa ljósi á áhrifaleysi Íslands (0,06%) innan ESB, þá hefðu þau fimm ríki, sem ekki eiga landamæri að sjó og stunda ekki sjávarútveg, 108 sinnum meira vægi en Ísland við afgreiðslu mála um sjávarútveg. HUNDRAÐ-OG-ÁTTA SINNUM MEIRA. Samt eru þetta engin af stóru ríkjunum!

Stórt kerfi býður upp á baktjaldamakk með atkvæði og menn geta velt fyrir sér hvort Ísland eða Spánn hafi meira að bjóða ríkjum eins og Austurríki og Ungverjalandi í slíkum hrossakaupum. Það er hægt að líta til Alþjóða-hvalveiðiráðsins eftir dæmum.

Sjávarútvegur er aukabúgrein í landbúnaði innan ESB. Sjávarútvegur er það sem Íslendingar þurfa að byggja á til framtíðar. Að setja stjórn hans undir yfirþjóðlegt vald, þar sem við höfum ekkert að segja, er algjört brjálæði. Það er aðeins hænufeti frá því að svipta Ísland sjálfsforræði.

Algjör og undantekningalaus undanþága fyrir íslenskan sjávarútveg er frumskilyrði fyrir því að menn geti svo mikið sem gælt við þá hugmynd að leyfa krötum að verða okkur til skammar með bjölluati í Brussel.

 

Þessi sígilda grein Haraldar Hanssonar er endurbirt hér með leyfi höfundar og að gefnu tilefni.


mbl.is Ekki í höndum Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjávarútvegsráðherra sem telur ekkert athugavert við ESB-löndunarbann á makríl frá Íslendingum!

Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra sagði á Alþingi sl. föstudag að "ekkert væri athugavert við það ef ESB setti löndunarbann á Íslendinga á makríl í höfnum sambandsins. Það væri réttur þeirra [svo!!!] þar sem ekki hefði verið samið um makrílveiðarnar. Hins vegar væri það ólíðandi ef farið væri út í viðskiptaþvinganir vegna annarra vara sem ekki tengdust makrílnum. Slíkt væri brot meðal annars á EES-samningnum og yrði ekki liðið." (Skv. Mbl.is, sjá tengil hér neðar.)

Það er fáheyrt, að íslenzkur sjávarútvegsráðherra tali þannig og það maður sem hefur tekið þátt í því að sækja um inngöngu/innlimun í erlent stórveldi – með afsali yfirráða okkar yfir æðstu úrslitalöggjöf, stjórn sjávarútvegsmála og jafnvel fiskveiðilögsögunni sjálfri milli 12 og 200 mílna – hið sama stórveldi sem nú er með það til afgreiðslu að beita okkur refsiaðgerðum vegna lögmætra veiða okkar innan eigin lögsögu!

Evrópusambandið er ekki aðeins að hugleiða löndunarbann á makríl og bann við komu slíkra fiski- og flutningsskipa í ESB-hafnir, heldur var ráðherraráð ESB (sem fengi hér æðsta löggjafarvald í sjávarútvegsmálum, ef við látum narrast inn í þetta ríkjasamband) að ákveða það fimmtudaginn 19. þ.m. "að flýta undirbúningi fyrir refsiaðgerðir gegn Íslandi og Færeyjum vegna makríldeilunnar sem næðu ekki aðeins til innflutnings á makrílafurðum heldur einnig öðrum uppsjávartegundum og tæknibúnaði í sjávarútvegi."!

Steingrímur J. Sigfússon þarf að fara að gera það upp við sig, hvort hann vlll vera nefbeinslaus jábróðir Evrópusambandsins eða sjávarútvegsráðherra Íslands. Þátttaka hans í umsókn Samfylkingar um að renna landi okkar inn í Evrópusambandið gekk þvert gegn kosningaloforðum hans. Nú hefur hann bætt gráu ofan á svart: Eftir að hafa byrst sig vegna málssóknar framkvæmdastjórnar ESB gegn okkur innan við eina mínútu á skjánum í liðinni viku, var Steingrímur skjótur að hrökkva til baka með ótrúlegri meðvirkni og lítilþægni gagnvart hótunum Evrópusambandsins, sem hann nú virðist telja eðlilegar!! Annað verður ekki séð af ummælum hans hér ofar.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Ólíðandi að tengja ESB við makríldeiluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samtök um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland

Samtök þessi voru formlega stofnuð í ágúst 2011. Tilgangur samtakanna er að standa fyrir rannsóknum á og hlutlægri fræðslu um Evrópusambandið, alhliða upplýsingaöflun og -miðlun (m.a. í formi greinaskrifa, undirbúnings og útgáfu bæklinga og rita, með opnum fundarhöldum, ráðstefnum, fyrirlestrum sérfræðinga og skrifum á vefsíðu félagsins) um starfsemi ESB, stofnanir þess, sáttmálana og annað lagaverk, styrkjakerfið, hugsanlega skert ákvörðunarvald þátttökuríkjanna um eigið stjórnarfar, auðlindir o.fl. Verður haldið utan um þessa starfsemi í formi Rannsóknarseturs um Evrópusambandið (RUE).

Félagar í samtökunum eru 15 að tölu. Um forsendur okkar segir í félagslögunum, í 3. grein:

  • Þeir, sem að félagi þessu standa, vilja heill og hag Íslands sem sjálfstæðs þjóðríkis sem mestan, í lifandi og farsælum tengslum við aðrar þjóðir heims. Við erum ekki hlynnt afsali æðsta löggjafarvalds í hendur annarra ríkja né ríkjasambanda og teljum nauðsynlegt að staðinn sé vörður um auðlindir landsins í þágu íslenzks samfélags. Afstaða samtakanna til Evrópusambandsins og hugsanlegrar þátttöku Íslands í því verður byggð á þessum grunnatriðum, á áframhaldandi þekkingaröflun um ESB sem og á hugsanlegri þróun sambandsins.

Í stjórn félagsins sitja: Jón Valur Jensson, formaður, Gústaf Skúlason, varaformaður, Guðmundur Jónas Kristjánsson, gjaldkeri, og Halldór Björgvin Jóhannsson, ritari.

Bloggsíðu samtakanna er nú hleypt af stokkunum, og stefnt er að góðri virkni hennar hér á blog.is, með upplýsandi greinum og fréttatengdum bloggum. Við heilsum íslenzkri þjóð með þessari kynningu samtakanna og heitum að vinna af alhug að hag hennar og réttindum. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband