Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

"Aðildarviðræður" - straight from the horse's mouth (ESB)

  • Inntökuviðræður (e. Accession negotiations [oftast kallaðar hér aðildarviðræður])
  • Inntökuviðræður varða hæfni umsækjandans [umsóknarríkisins] til að taka á sig skyldurnar sem fylgja því að verða meðlimur [í Evrópusambandinu]. Hugtakið "viðræður" getur verið misvísandi. Inntökuviðræður beinast sérstaklega að (focus on) skilyrðum og tímasetningu á því, að umsóknarríkið taki upp, innfæri og taki í notkun reglur Evrópusambandsins, um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (sem einnig eru þekktar sem acquis, franska orðið um "það sem samþykkt hefur verið") eru ekki umsemjanlegar (not negotiable). Fyrir umsóknarríkið er þetta í kjarna sínum mál sem snýst um að samþykkja hvernig og hvenær ESB-reglur og ferli verði tekin upp og innfærð. Fyrir ESB er [hér] mikilvægt að fá tryggingar fyrir dagsetningu og virkni hvers umsóknarríkis í því að innfæra reglurnar.

Þetta er úr plagginu Understanding Enlargement – The European Union’s enlargement policy , útgefnu af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins 27.7. 2011. Hér er sami texti á ensku:

  • Accession negotiations
  • Accession negotiations concern the candidate’s ability to take on the obligations of membership. The term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for “that which has been agreed”) are not negotiable. For candidates, it is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures. For the EU, it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate’s implementation of the rules.

Er þetta ekki nokkuð augljóst, góðir lesendur? Snúast "aðildarviðræður" um að búa til samning? Nei, þær gera það ekki, er það ekki dagljóst af þessu plaggi frá Evrópusambandinu? "Inntökuviðræður fókusera á skilyrðin og tímasetninguna á því, að umsóknarríkið taki upp, innfæri og taki í notkun reglur Evrópusambandsins, um 100.000 blaðsíður af þeim." Punktur og basta. Ísland hefði engan varanlegan sér-"samning", ef það gengi í gegnum allt þetta ferli, heldur sameiginlegar skuldbindingar með öðrum Evrópusambandsríkjum, bara með mismunandi tímasetningu á sumum þeirra og hvernig þær komist í effektífa framkvæmd.

Hér yrði því vitaskuld -- það leiðir af ofangreindu -- að innfæra reglur Evrópusambandsins um jafnan rétt annarra ESB-ríkja hér til fiskveiða, sbr. það, sem fram kom í hinu mikilvæga plaggi: FISKVEIÐISTEFNA ESB OG KVÓTAHOPP (utanríkisráðuneytið, ágúst 2008), m.a. þetta (auðk. hér, jvj):

  • "Jafn aðgangur að hafsvæðum og auðlindum hafsins er meginregla í fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Meginreglan um jafnan aðgang (equal access) hefur gilt frá árinu 1970 þegar fyrsta reglugerð ESB um sjávarútvegsmál var samþykkt ... Eftir 1983 hefur meginreglan um jafnan aðgang sætt verulegum takmörkunum en það ár var heildarstefna í sjávarútvegsmálum lögfest með þremur reglugerðum ..." [Bls. 2, nánar þar, en þessar reglugerðir myndu ekki veita okkur neinn einkarétt hér, þær horfa aðeins til stofnverndunar og fiskveiðitakmarkana Esb. (innsk. JVJ)]
  • "Við aðild Íslands að ESB yrðu fjárfestingar annarra ESB borgara og fyrirtækja í íslenskum sjávarútvegi heimilar. Ekki mætti mismuna erlendum aðilum í óhag, enda ættu allir að sitja við sama borð." (Bls. 9.)
  • Með brezkri löggjöf árið 1983 var í varnarskyni fyrir sjómenn þar kveðið á um, að a.m.k. 75% hverrar fiskiskips-áhafnar "skyldi vera búsett í Bretlandi. Á þetta reyndi í Agegate-málinu, og var farið með það í Evrópudómstólinn, sem taldi "að með þessu væri brotið gegn ESB-rétti því þetta færi gegn tilgangi og markmiðum landskvótakerfisins." (Bls.5.) ...
  • "Rétturinn til að búa, starfa og fjárfesta hvar sem er í Evrópusambandinu er grundvöllur samstarfs aðildarríkjanna og því gefst lítið svigrúm til að banna einstaklingum og fyrirtækjum að fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum annarra aðildarríkja." (Bls. 7.)

Um allt þetta, sem er "ekki umsemjanlegt", má lesa mun nákvæmar og í fleiri atriðum í nefndri samantekt, sem er nú ekki nema tæplega 8 bls. texti + efnisyfirlit + heimildaskrá, en sjá um þetta einnig ýtarlegri umfjöllun í þessari grein undirritaðs: Evrópusambandið tekur sér alræðisvald yfir fiskveiðilögsögu milli 12 og 200 mílna!

Jón Valur Jensson. 


Myrkri slær á Aþenu, þegar Gylltri Dögun vex ásmegin

The-Golden-Dawn-flag-008

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fáni Gylltrar Dögunar felur ekki tengsl sín við blóðugasta fána tuttugustu aldarinnar. "Við viljum kasta öllum ólöglegum innflytjendum út úr landi okkar, við viljum kasta burtu okrurum þríeykisins og AGS út að eilífu."

Í niðurskurðarsærðu Grikklandi vex nýnazistaflokknum Gylltri Dögun ásmegin. Þingmenn þeirra heilsast að sið fasista á meðan gengi svörtu skyrtanna lemur innflytjendur. Margir af fremstu stuðningsmönnum þeirra eru lögreglumenn. 

Nokkrum kvarterum í burtu dynur hávaði uppáhaldshljómsveitar Gylltrar Dögunar, Pogrom, úr hátölurum bráðabirgðasenunnar. "Rokkum fyrir föðurlandið, þetta er músíkin okkar, við viljum hvorki afætur né útlendinga í landi okkar..." Í söngvasafni hljómsveitarinnar eru vinsæl lög eins og Auschwitz og Talaðu grísku eða þú munt deyja.

Þannig ritar blaðakonan María Margaronis í The Guardian. (Sjá má mynd um ástandið hér.) María lýsir, hvernig ungir vöðvastæltir menn í svörtum einkennisbolum Gylltrar Dögunar heilsast: "Sæll fasisti! Hvernig gengur?" Chrysi Avgi, gyllt dögun á grísku. Ég halla mér að konu í merktum bol þeirra en þá kemur fljótt maður í jakkafötum og spyr: "Hvað ertu að skrifa? Ert þú blaðakona? Rífðu síðuna úr minnisblokkinni. Nei, nei, þú getur ekki rætt við neinn."

Í kvöld er verið að opna skrifstofu Gylltrar Dögunar í Megara, gamalli sveitaborg milli Aþenu og Kórintu. Með stuðningi fjölmiðla og lýðræðis opnar Gyllt Dögun skrifstofur í borgum um gjörvallt Grikkland og er núna þriðji stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum. Gengi svörtu skyrtanna hafa lamið innflytjendur í meira en þrjú ár án þess að lögreglan skipti sér af því. Svörtu skyrturnar hafa nýlega byrjað með ásásir á Grikki, sem grunaðir eru um samkynhneigð eða vinstri stefnu. Þingmenn taka persónulega þátt í ofbeldinu með stolti. Í september leiddu þrír þeirra gengi svartskyrtna, sem slógu sundur verslunarborð innflytjenda í borgunum Rafina og Messolonghi.

HH-a-Greek-of-Egyptian-or-008

Sjaldan er kært eða dæmt í slíkum árásarmálum. Hussain Ahuhlam 22 ára sagði mér frá því, hvernig fjórir menn með hunda og hnúajárn skildu hann eftir blæðandi og meðvitundarlausan við vegkantinn, þegar hann var á leiðinni heim til sín einn daginn. 21 ára grískur maður af egypskum ættum var laminn 12. október af þremur mönnum með keðju, þegar hann steig af sporvagninum og kannski getur hann aldrei séð framar.

Maria Margaroni finnst hún hafa lent í hliðarheimi, þegar hún upplifir, hvernig ýmsir íbúar Megara klappa og fagna ræðu stofnenda og leiðtoga Gylltrar Dögunar, Nikolaos Michaloliakos. Sem Grikki þekkir María marga af þeim, sem nú taka þátt í að flytja óratóríu fasismans.

"Við gætum því næst verið komin aftur í fimmta áratuginn á milli hernáms öxulveldanna og borgarastyrjaldarinnar, þegar fyrri samstarfsmenn reyttu upp hatur gegn vinstri andspyrnuhreyfingunni." 

Fleiri myndir birtast í The Guardian með greininni m.a. ein sem sýnir þingmenn Gylltrar Dögunar heilsa með fasistakveðju.

Þetta er skelfilegur vitnisburður um ískyggilega þróun í vöggu lýðræðisins, sem orðin er að nýrri vöggu vaxandi helvítis í suður Evrópu.

Það er einmitt þessi þróun, sem er uppskeran af brjálsemi jafnaðarmanna, sem reyna að móta allt fólk í stjórmálaformúlur sínar um sameiginlegan gjaldmiðil, evruna, á sama tíma og þeir vinna með féfléttum að tæma sjóði landsmanna og hneppa komandi kynslóðir í skuldafjötra. /gs 


mbl.is Vill að Grikkir fái meiri tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Anders Borg varar sænsku bankana við að greiða út arð til eigenda

borg2_974720c

"Ég skal vera skýr með þetta; byrja bankarnir að ræða um að greiða út arð, þá skerpum við áhættuvægið. Núna er ekki staða fyrir bankana að hefja útborgun arðs til hlutafjáreigenda eða að endurkaupa hlutabréf, "

sagði Anders Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar á fundi ESB-nefndar sænska þingsins 9. nóvember.

Orðið áhættuvægi, sem hljómar svolítið tæknilega, táknar kröfu um eiginfjárbindingu bankanna til að geta mætt og staðið undir hugsanlegum áföllum. Ef Borg gerir alvöru úr hótun sinni, þurfa bankarnir að binda meira eigið fé til að geta staðið undir áhættusömum húsnæðislánum.

Fyrrum sósíaldemókratíski fjármálaráðherrann Thomas Östros er í dag framkvæmdastjóri sænska bankasambandsins, hann segir að bankarnir í Svíþjóð séu langt yfir eiginfjárbindingarskyldu sinni, sem þar að auki er hærri í Svíþjóð en hjá öðrum bönkum.

"Í markaðsefnahagskerfi verða eigendur og stjórnir að fá að greiða út arð," segir kratinn Östros.

"Ég reikna með því, að ríkisstjórnin sé bæði stolt og ánægð með hversu vel sænsku bankarnir eru fjármagnaðir." 

Í dag skellur efnahagskreppa evrulandanna með fullum þunga á Svíþjóð og er hraði boðaðra uppsagna sænskra fyrirtækja rúm 1000 manns á viku (leiðrétt 12.okt. frá degi hverjum). það eru fremst útflutningsfyrirtæki á sviði stál- og pappírsiðnaðar en einnig hátæknifyrirtæki eins og Ericsson sem segja upp starfsfólki. Byggingariðnaðurinn fylgir þétt á eftir. 

Kratarnir eru sjálfum sér líkir, loka augunum fyrir raunveruleikanum og halda áfram spilltu líferni með vinum sínum í fjármálaheiminum.


mbl.is Hollt að hafa góðar húsreglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðmenn vilja frekar fríverzlunarsamning við ESB en EES-samninginn

Það rétt merst hjá Norðmönnum, að rúmur helmingur, 53%, styður EES-samninginn. Hins vegar segjast 45% frekar vilja fríverslunarsamning en EES-samninginn á móti 29% sem kjósa fremur aðildina að EES (Mbl.is, norsk könnun). Þetta er mjög íhugunarvert fyrir okkur Íslendinga.

Hér er í 1. lagi lýst eftir meintum ávinningi þess að hafa þennan EES-samning! Endilega tilfærið einhver rök fyrir því, tölum studd, ef þið getið!

En í 2. lagi hefur þessi samningur verið notaður lymskulega sem gervirök fyrir þeirri fölsku fullyrðingu, að "full ESB-aðild" væri betri!!!

Í 3. lagi er svo uppi hættuleg viðleitni sumra, jafnvel með þátttöku Bjargar Thorarensen lagaprófessors, um að sumt af (yfirvofandi) innfærslum ESB-laga hér í gegnum EES-samninginn sé svo alvarlegs eðlis, þ.e. gangi svo nærri fullveldisréttindum okkar (t.d. með því valdi sem ESB fengi hér til að leggja sektir á Íslendinga skv. nýrri fjármálafyrirtækja-tilskipun), að nauðsynlegt sé að setja inn í stjórnarskrá okkar heimild til fullveldisframsals.

Þarna tekur Björg algerlega rangan pól í hæðina. Þessi nýjasta fjölþreifni ESB eftir valdíhlutun í Noregi og á Íslandi, auk Liechtensteins, er ekki í neinu samræmi við það meginprincíp sem heita átti að væri tekið í gagnið með EES-samningnum, þ.e. um tvíhliða ákvörðunarferli. Ísland og Noregur vilja ekkert hafa að gera með þessa nýju tilskipun, hún á hér ekki heima frekar en ýmislegt annað frá Brussel. Þegae fjölþreifni ESB er komin á þetta stig, er komin full ástæða til að segja skýrt NEI og alls ekki að breyta stjírnarskránni á fyrrnefndan veg, enda væri það hættulegt fordæmi fyrir því að ganga lengra. Nú hins vegar er algerlega komið í veg fyrir það með gildandi stjórnarskrá, að stjórnvöldum hér leyfist að draga þjóðina inn í Evrópusambandið, því að 2. gr. hennar og margar aðrar kveða allar á um, að allt æðsta löggjafarvald á Íslandi skuli fólgið í innlendum valdstofnunum: Alþingi, forsetaembættinu og hjá þjóðinni sjálfri. En í ESB hins vegar er æðsta löggjafarvald yfir öllum ríkjunum fólgið í valdstofnunum ESB: ESB-þinginu og ráðherraráðinu. Þetta stendur skýrt í öllum aðildarsáttmálum, þótt pólitískir analfabetar viti ekkert af því og aðrir, ESB-snatarnir, láti ávallt sem ekkert sé vitað um "aðildarsamninginn væntanlega"!

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Flestir vilja frekar fríverslunarsamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Angela Merkel ráðlagt að halda sér heima. Listamenn í Portúgal segja hana ekki velkomna í heimsókn 12. nóv.

copic"Kæri kanslari Merkel,

Við hefjum máls á því að segja, að við köllum þig einungis fyrir kanslara Þýzkalands. Við kusum þig ekki og þekkjum ekki til kanslara Evrópu. Við, sem skrifum undir þetta opna bréf, skrifum þér sem frjálsir borgarar. Meðborgarar í landi, sem þú ætlar að heimsækja 12. nóvember n.k., sem og meðborgarar í samstöðu með öllum löndum, sem eru undir niðurskurðarárásum. Vegna eðlis boðaðrar heimsóknar geta þeir, sem berjast daglega við hræðilegt efnahagslegt og þjóðfélagslegt ástand í Portúgal, ekki annað en sagt, að þú sér óvelkomin. Þú verður meðhöndluð sem persona non grata á portúgölsku yfirráðasvæði, þar sem þú kemur augljóslega til að blanda þér í málefni portúgalska ríkisins án þess að vera lýðræðislega kjörin af þeim, sem hér lifa."

Þannig hefst mótmælabréf listamanna (laus þýðing) á netinu vegna fyrirhugaðrar heimsóknar Angelu Merkel ríkiskanslara Þýzkalands til Portúgal 12. nóvember n.k. Í bréfinu segir enn fremur, að ríkistjórn Portúgals "hætt að hlýða lögum landsins og stjórnarskrá lýðveldisins." Þá er harðlega gagnrýnt að í för með Merkel verði hópur viðskiptajöfra, sem "koma til að ræna því sem eftir er af efnahag Portúgals, sem eins og í Grikklandi, Írlandi, Ítalíu og Spáni, hefur verið sett í kalda kol með stefnu þinni."  

"Í landinu okkar, sem við búum í, hefur nafn þitt aldrei verið á neinum kosningaseðli. Við kusum þig ekki. Þess vegna ert þú á engan hátt fulltrúi okkar og þaðan af síður með rétt að taka stjórnmálaákvarðanir í okkar nafni."

Í bréfinu er því haldið fram, að höfundar bréfsins ásamt öðrum muni standa fyrir allsherjarverkfalli, sem einnig verði í mörgum öðrum löndum í Evrópu þann 14. nóvember eða tveimur dögum eftir heimsókn Merkel til Portúgals. 

Bréfinu lýkur með orðunum:

"Við höfum vaknað frú Merkel. Þú ert ekki velkominn gestur."

 


Margur verður afturábak IPA

images-3Núna flæða IPA peningar inn í landið og eru notaðir til að gera fólk háðara ESB og breytast í flautur báknsins.

Þú slærð ekki á hendina, sem fæðir þig. Þú átt þitt undir, að sama hendi haldi áfram að fæða þig.

Þetta vita búrókratarnir í Brussel alveg eins og keisarinn í Róm. IPA-styrkirnir virka að þessu leyti eins og trójuhestur, sem eitrar íslenskt samfélag innanfrá. Fleiri byrja að tala ESB-tungum, alveg sama á hverju gengur hjá ESB. Þannig stjórnar drottnarinn, með gull í annarri hendi og fiskveiði- og viðskiptabanni í hinni.

Peningastyrkur er eins og eiturlyf. Þú verður sífellt háðari skammtinum. Og svo eru það ráðgjafarnir. Þeir koma hlaupandi úr skúmaskotum sínum og bjóða þér aðstoð að fylla út pappírana. Stór hluti ESB-styrkja til smáfyrirtækja í Svíþjóð fer í hendur ráðgjafa, sem í sumum tilvikum taka allan styrkinn fyrir að sækja um hann.

En ESB kemur slíkt ekki við. Reikningur þeirra hefur 18.a árið í röð ekki verið staðfestur af löggiltum endurskoðendum. Eins og formaður endurskoðenda í Evrópu Vitor Caldeira sagði:

"Þau er of mörg dæmin um að ESB-peningar fara ekki í það, sem þeir eiga að fara í."

Einungis hluti af eftirliti með 86% af útgjöldum ESB virka.

Ísland breytist í IPA aftúrábak.

 


mbl.is Hundruð vilja ESB-styrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr þokulandi meðaumkunarinnar

images-1

Einn af starfsmönnum sænska Sjóræningjaflokksins í Brussel, Henrik Alexandersson, skrifar á bloggi sínu um reynslu sína af furðuuppátækjum búrókratanna þar.

"Eftir að hafa unnið nokkur ár í Evrópuþinginu, óttast ég að ég verði aldrei aftur sami maðurinn."

"Sumir hlutir, sem ég hef fengið að sjá eru alveg út í bláinn. Eins og kokteilpartýið fyrir samstöðu með fórnarlömbum jarðskjálftanna á Haiti. Franski þriggja rétta hádegisverðafundurinn, þar sem rætt var um offituvandamál meðborgaranna. Eða af hverju ekki áfengisboðið við opnun sýningarinnar á áfengislásum á bíla?

Annað er fjandakornið algjörlega súrrealistískt. Efst á þeim lista kemur örugglega kampavínsboðið gegn heimilislausum."

"Settar voru upp milli tíu og tuttugu málmskúlptúrar af heimilislausu fólki í fullri stærð á einu sýningarsvæði þingsins. Á veggjum voru plaköt, sem lögðu áherslu á mikilvægi málsins.

Síðan opnaði einn þingmaður og fulltrúi góðgerðarsamtaka sýninguna. Eftir ræður þeirra var öllum boðið upp á kampavín.

Þessi mynd mun elta mig á meðan ég lifi. Þingmenn í dýrum jakkafötum og kjólum með rándýrar háruppsetningar inpakkaðar með dýrindis ilmvatni. Hendurnar með fast tak á freyðandi kampavínsglasi og snittudisk á meðan hringsólað er innan um styttur af efnaminni borgurum.

Takið eftir, að þetta var ekki nein velgjörðarsýning til að safna inn peningum. Ekkert af virði var gert eða safnað fyrir þá heimilislausu. Eina markmiðið með sýningunni var að búa til mynd af þróttmiklu starfi og samúð úr mikilli hæð.

Það óhuggulega er, að meðalþingmaðurinn í Evrópuþinginu finnst þetta ekki á neinn hátt vera neitt elítulegt, von oben, fráhrindandi eða neitt sérstakt. Þannig er lífið í stjórnmálabólunni. Það næsta sem venjulegir þingmenn komast að heimilislausu fólki, er þegar þeir þjóta fram hjá í bílstjórakeyrðum, svörtum Mercedes-Benz bílum Evrópuþingsins."

"Þetta er venjulegt útsýni Hinna Mikilvægu úr glerturni þeirra."

Henrik Alexandersson segir í lokin, að hann och einn þingmanna Sjóræningjaflokksins Christian Engström hafi séð heimilislausan mann á Lúxembúrgartorginu fyrir utan þinghúsið og þeir hafi hugsað sér að taka hann með sér inn á kampanvínsboðið í baráttunni gegn heimilisleysi. 

"En við komumst fljótt að þeirri niðurstöðu, að slíkt áhættuatriði fengi engar blíðar móttökur...."  


mbl.is Skilyrði fyrir evru ekki uppfyllt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÍHALDIÐ KALLAR! Obama jók skuldir USA um 5 triljónir dollara á 4 árum!

http://www.wnd.com/2012/11/explosive-video-indictment-of-obama-rocks-youtube/

Lygar Obama eru ótrúlegar eins og þetta myndband sýnir. Sífellt fleiri Ameríkanar sjá gegnum kreppukratann Obama, sem er í algjörri veruleikaafneitun svipaðri og Íslendingar þekkja hjá ríkisstjórn Íslands.


mbl.is Víða hægt að fylgjast með úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættunum fjölgar. Seðlabanki Svíþjóðar lagrar dollara í stað evru.

30197_money

G-20 löndin héldu fund um helgina í Mexíkó og skv. minnisblaði, sem fréttaveitan Bloomberg hefur séð eru horfurnar vaxandi slæmar í öllum heiminum. Hættur, sem nefndar eru, eru möguleg seinkun á kreppuaðgerðum í Evrópu og styrkleikinn í þörfum á efnahagslegum niðurskurði bæði í USA og Japan. Minnkandi heimsverslun skaðar útflutning margra landa eins og Japan.

Árið 2010 samþykktu G-20 löndin að minnka fjárlagahalla ríkjanna um helming fram til 2013 og fá stöðuleika í skuldastöðu ríkjanna sem hluta af vergri þjóðarframleiðslu árið 2016. Fjármálaráðherra Kanada Jim Flaherty sagði að trúverðugleiki G-20 ríkjanna væri í hættu, ef þau stæðu ekki við gefin fyrirheit. Hann beindi orðum sínum sérstaklega til Bandaríkjanna og sagði: "Það eru þokkalegir möguleikar, að USA nái markmiðum sínum til lengri tíma. Það er afar mikilvægt, að Ameríkanarnir taki forystu í þessum málum."

Stálbaðið, sem Spánn, Portúgal, Ítalía og Grikkland gangast undir, er farið að hafa mikil áhrif á sænskar útflutningsgreinar. Útflutningur hefur fallið með 35% á þremur árum til Spánar og 65% til Grikklands.

Þetta sumar hefur Seðlabanki Svíþjóðar skipt út stórum hluta evru gegn dollar. Reynsla bankans eftir Lehman Brother hrunið er, að það sé betra að eiga nóg af dollar, þegar kreppir að. Bankinn hefur aukið andvirði bréfa í dollar frá 30 til 50% af gjaldeyrisforðanum og svipuð bréf í evrum hefur lækkað frá 50 til undir 40%. 75% evra er bundið í þýskum ríkisbréfum.

"Í fjármálakreppunni minnkaði magn dollara í umferð, því ameríkanski fjármálamarkaðurinn vildi ekki fjármagna evrópska banka og tók heim mikið af dollurum," segir Göran Robertsson hjá Seðlabanka Svíþjóðar. "Eykst óróleikinn í Evrópu metum við ástandið þannig, að skortur verði á dollar hjá evrópskum bönkum. Seðlabanki Evrópu dælir inn evrum í kerfið."

Financial Times greindi nýverið frá því, að seðlabankar á vaxandi mörkuðum hefðu undanfarið losað sig við evruna og keypt eigin gjaldmiðla í staðinn.

Af ofangreindu má sjá, að orð Merkels standa fyrir hana sjálfa og ekki eru allir henni sammála um að sólin sjáist á ný í Evrópu eftir 5 ár. /gs

 

 


mbl.is Merkel: Fimm ár í lok skuldakreppunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn hrægammasjóða

20090226_vultures_560x375Undir núverandi ríkisstjórn hefur kraftur neyðarlaga ríkisstjórnar Geirs H. Haardes verið eyðilagður. Búið er að afhenda Arion banka og Íslandsbanka í hendur hrægammasjóða, sem mjólka vexti úr landsmönnum. Voru nýverið fluttar út milli 50-60% hagnaðarins hjá þessum bönkum til eigenda þeirra erlendis og þar áður yfir 200 miljarðir í erlendum gjaldeyri til kröfuhafa Landsbankans erlendis.

Þessi ónauðsynlega blóðtaka hefur snaraukið skuldastöðu Íslands, sem nú er orðið þriðja skuldugasta ríki í Evrópu með yfir 118% af vergri landsframleiðslu í skuldir. Aðeins Grikkir og Ítalir skulda hlutfallselga meira.

Á sama tíma og almenningur er píndur með verðtryggðum lánum og öðrum okurvöxtum hefur skuldastaða einstaklinga á Íslandi vaxið svo að hvergi annars staðar eru skuldir einstaklinga hærri en á Íslandi med 304% af VLF. Kýpur og Írland fylgja fast á eftir.

Það er greinilega stefna ríkisstjórnarinnar, að nota lán AGS til að borga hrægömmum himinháan gróða og skilja eftir skuldahlekkina um háls þjóðarinnar. Ríkisstjórninni hefur enn á ný tekist að gera gjaldþrot þjóðarinnar að ógnvekjandi möguleika. Og hún stefnir hratt í þá áttina með gengdarlausri eignaupptöku almennings og fyrirtækja, já til og með atvinnugreina eins og sjávarútvegs.

Og allt er gert í samvinnu við AGS og ESB eins og vinir okkar Grikkir hafa fengið að kenna á. Einhver orðaði það þannig, að búið væri að stela framtíð barnanna.

Rústa á efnahag Íslendinga og skapa svo dökka framtíðarmynd, að Íslendingar komi grátbiðjandi á hnjánum til ESB og betli peninga. Þá mun Seðlabanki Evrópu koma fram, sem hvíti riddarinn og bjóðast til að "töfra burt" stóran hluta snjóhengjunnar (framreikna lán á himinháum vöxtum) og Þríeykið mun blása dýrðarljóma sínum á Íslendinga svo þeir falli í trans og játist ESB.

Þetta er ójafn og ófagur leikur. Við aðild að ESB breytist Alþingi í amtráð og sex fulltrúar þjóðarinnar fá að sækja Evrópuþing. Þetta eru afar dýr sæti og dýrir fulltrúar, þegar borgað er með framtíð barnanna og náttúruauðlindum landsmanna. Aðild að ESB tryggir að framtíðaskuldaþrælkun barna okkar nái til barna þeirra og barnabarna. 

Og á meðan hringsóla hrægammarnir og bíða eftir að hjarta þjóðarinnar slái hægar og jafnvel stöðvist. 


mbl.is Skuldsettar þjóðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband