Angela Merkel ráðlagt að halda sér heima. Listamenn í Portúgal segja hana ekki velkomna í heimsókn 12. nóv.

copic"Kæri kanslari Merkel,

Við hefjum máls á því að segja, að við köllum þig einungis fyrir kanslara Þýzkalands. Við kusum þig ekki og þekkjum ekki til kanslara Evrópu. Við, sem skrifum undir þetta opna bréf, skrifum þér sem frjálsir borgarar. Meðborgarar í landi, sem þú ætlar að heimsækja 12. nóvember n.k., sem og meðborgarar í samstöðu með öllum löndum, sem eru undir niðurskurðarárásum. Vegna eðlis boðaðrar heimsóknar geta þeir, sem berjast daglega við hræðilegt efnahagslegt og þjóðfélagslegt ástand í Portúgal, ekki annað en sagt, að þú sér óvelkomin. Þú verður meðhöndluð sem persona non grata á portúgölsku yfirráðasvæði, þar sem þú kemur augljóslega til að blanda þér í málefni portúgalska ríkisins án þess að vera lýðræðislega kjörin af þeim, sem hér lifa."

Þannig hefst mótmælabréf listamanna (laus þýðing) á netinu vegna fyrirhugaðrar heimsóknar Angelu Merkel ríkiskanslara Þýzkalands til Portúgal 12. nóvember n.k. Í bréfinu segir enn fremur, að ríkistjórn Portúgals "hætt að hlýða lögum landsins og stjórnarskrá lýðveldisins." Þá er harðlega gagnrýnt að í för með Merkel verði hópur viðskiptajöfra, sem "koma til að ræna því sem eftir er af efnahag Portúgals, sem eins og í Grikklandi, Írlandi, Ítalíu og Spáni, hefur verið sett í kalda kol með stefnu þinni."  

"Í landinu okkar, sem við búum í, hefur nafn þitt aldrei verið á neinum kosningaseðli. Við kusum þig ekki. Þess vegna ert þú á engan hátt fulltrúi okkar og þaðan af síður með rétt að taka stjórnmálaákvarðanir í okkar nafni."

Í bréfinu er því haldið fram, að höfundar bréfsins ásamt öðrum muni standa fyrir allsherjarverkfalli, sem einnig verði í mörgum öðrum löndum í Evrópu þann 14. nóvember eða tveimur dögum eftir heimsókn Merkel til Portúgals. 

Bréfinu lýkur með orðunum:

"Við höfum vaknað frú Merkel. Þú ert ekki velkominn gestur."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband