Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012
3.11.2012 | 12:21
Að "bjarga" makrílstofninum er ofar öllu samkvæmt EES-samningum
13.grein EES-samningsins setur svo víðtækar undantekningarheimildir við fjórfrelsinu, að ESB er í lófa lagið að stöðva hvaða viðskipti við Ísland, sem er. Í 11. og 12. grein samningsins er lagt afdráttarlaust bann við takmörkunum á inn- og útflutningi en 13. grein samningsins setur skilyrði til að leyfa slík bönn:
"Ákvæði 11. og 12. gr. koma ekki í veg fyrir að leggja megi á innflutning, útflutning eða umflutning vara bönn eða höft sem réttlætast af almennu siðferði, allsherjarreglu, almannaöryggi, vernd lífs og heilsu manna eða dýra eða gróðurvernd, vernd þjóðarverðmæta, er hafa listrænt, sögulegt eða fornfræðilegt gildi, eða vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar og viðskipta."
Þetta er svona ein af þessum snilldarundantekningum í smáa letrinu, sem gera samninginn að engu. Hver á að úrskurða, hvað almennt siðferði er?
Það þarf ekkert sérstakt gáfnaljós til að skilja að "ræningjaþjóð, sem er að útrýma makrílstofninum" brýtur gegn 13. grein EES- samningsins um vernd á lífi og heilsu makrílsins. Allir eru sammála um að makríllinn er dýr en ekki manneskja.
En hver ákveður skilgreiningarnar? Ætla Íslendingar að fara að upplýsa lögfræðingateymi Evrópusambandsins um, hvað almennt siðferði er?
Þannig eru málin öll hjá hinu heimsvaldasinnaða Evrópusambandi. Lög og reglugerðir eru galopnar til að tryggja þeim sjálfum völdin. Þúsundir funda haldnir til að skrifa undir "samninga" sem eru brotnir áður en blekið þornar. Hótanir um refsiaðgerðir, sem gilda bara fyrir sum ríki en ekki önnur. Fjármálareglur fyrir 10 % af aðildarríkjunum. Framkvæmdastjórar sem biðja stórfyrirtæki um 60 miljónir evrumútur til að trixa við lagasmíðina.
Þessi vinnubrögð eru náttúrulega ekkert annað en svínerí út frá almennu siðferði vinnandi fólks.
ESB vill komast yfir gjöful fiskimið Íslands. Svo einfalt er það. Yfir 90% af fiskistofnum í lögsögu ESB hrynja innan 10 ára að sögn þeirra sjálfra. Segja má að siðferðið í því, að láta framkvæmdastjórn ESB bera ábyrgð á lífi fiskistofna sé sömu gerðar og láta Adolf Hitler stjórna velferðarmálum Gyðinga.
Íslendingar verða að vera við öllu búnir af kommissjónerunum í Brussel, sem notfæra sér bágt ástand eigin útgerða og fiskistofna til að æsa upp fólk til réttlætingar stríðsaðgerða gegn Íslandi og Færeyingum.
EES-samningur? Sama virði og pappírinn á salerninu. /gs
Refsiaðgerðir brjóti ekki EES-samninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2012 | 02:57
Bezta og sannasta atgervið á flótta úr þingflokki VG
Guðfríður Lilja er indæl, sannsögul, sjálfri sér samkvæm, en eðlilega viðkvæm manneskja sem orðið hefur undir í karlapólitík eigin flokks, ekki sízt á vegum þrístirnis sem einhvern tímann hefði fengið viðurnefnið Frekjuhundar, og er þar átt við Steingrím J., Árna Þór Sigurðsson (10 milljóna ESB-styrkþegann, núverandi formann utanríkismálanefndar Lýðveldisins Íslands!!!) og Björn Val Gíslason ("Björn að baki Steingríms").
Allir gerðust þeir hreinir svikarar við stefnu Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og grasrót VG-félaga, í Icesave-máli, ESB- og AGS-málum, sem og í sjálfu skjaldborgarmálinu. Þetta er hin óþægilega staðreynd mála, hreint ótrúleg raunar.
Það er eðlilegt að Guðfríði Lilju sárni. Það varð hlutskipti beggja Liljanna í þingflokknum. Ein fyrsta sálarkvölin var, þegar þær voru báðar, að sögn vitna, GRÆTTAR í hliðarsölum þingsins í viðleitni til að tala þær til í Icesave-málinu.
Guðfríður Lilja hverfur ekki úr flokki sínum með neinni vansæmd, hún hefur ekki svikið sína kjósendur og sízt í fullveldismálum Íslands, enda er hún "eindreginn andstæðingur inngöngu í Evrópusambandið og þ[ess] ferli[s] sem þar er í gangi," eins og Jón Bjarnason segir á þessum tímamótum, þegar hún tilkynnir, að hún ætli ekki að bjóða sig fram í næstu alþingiskosningum. Ennfremur setti hún sig upp í móti hinum stórtæku "fjárfestingaráformum Kínverjans, Huang Nubo," eins og JB minnir einnig á. Hún er sem sé jafnmikil boðflenna í veizlusölum Samfylkingar og Steingrímsmanna eins og Jón Bjarnason sjálfur.
Og nú skora ýmsir á Jón sjálfan að feta í fótspor Guðfríðar Lilju. Og hvað með Atla Gíslason? Geta þau þrjú ekki orðið hryggjarstykkið í nýjum, fullveldis- og launþegasinnuðum flokki og í krafti fjöldafylgis skákað þessari skammvinnu tilraun sem reyndist svo skelfilega illa: "Vinstri" grænum? Blóminn er allur horfinn eða á förum þaðan, Ásmundur Einar, Liljurnar báðar og Atli, en Ögmundur og Jón Bjarnason einir eftir. Allt þetta fólk er engum Steingrími bundið til frambúðar og á sjálft að skapa auðnu sína og kannski landsins með. Það verður öllum flokkum öðrum en hreinum ESB-taglhnýtingum ánægjan ein að vinna með þessu fólki og fylgjendum þess.
Eða halda menn, að það sé eilíft náttúrulögmál, að Steingrímur J. Sigfússon setji landinu endemislög og segi skattpíndri þjóðinni fyrir verkum?
Jón Valur Jensson.
1.11.2012 | 06:34
Hvað sögðu frændur okkar á Norðurlöndum Ólína? Hvað sagðir þú sjálf?!
"Makríldeila hefur áhrif á norrænt samstarf"
Hvernig? Hvaða áhrif?
"Harður tónn" segir Ólína, svo giska má á, að Íslendingar og Færeyingar fái að heyra, að við séum "fiskiræningjar að ofveiða makrílinn" ..... eða?
"Deilan kom ítrekað upp í umræðum hér í dag. Þetta er farið að hafa áhrif, að manni finnst, á andann í hinu norræna samstarfi."
Var Ólínu hótað fiskistríði?
Ólínuandinn er í véfréttarstíl og talar sínu máli. Það kemur nefnilega ekki fram, hvað hún sjálf sagði. Það eina sem kemur fram um innihaldið er "að hluta til togstreita um hvaða upplýsingar um makrílinn eru marktækar."
Bar Ólína fram niðurstöður Hafró um makrílstofninn? Viðurkenna ekki Svíar, Danir og Norðmenn Hafró?
Lofaði hún kanski norrænum frændum okkar, að makríldeilan muni sjálfkrafa leysast, þegar Ísland gengur með í ESB og búrókratarnir í Brussel taka við fiskveiðistjórnun Íslendinga eins og Samfylkingin vill?
Hvað er Ólína og Samfylkingin að bralla med auðlind okkar á bak við þjóðina?
Makríldeila hefur áhrif á samstarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 06:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)