"Það er alveg ljóst að spjall hæstv. utanríkisráðherra á dögunum við orkumálastjóra ESB er ekki þjóðréttarlega bindandi skjal. Til að svo verði er áskilið að EFTA eða ESB komist að samkomulagi um sameiginlega yfirlýsingu og hana verður síðan að setja inn sem viðauka við EES-samninginn. Áður en það er hægt verða allir samningsaðilarnir, sem eru öll aðildarríki Evrópusambandsins og EFTA-löndin, að fjalla um málið. Slíkt ferli hefur ekki átt sér stað.
Þetta spjall hæstv. utanríkisráðherra við orkumálastjórann rataði í einhverja yfirlýsingu. Hún er ekkert annað en óskuldbindandi óskhyggja og friðþæging gagnvart grasrót Sjálfstæðisflokksins, yfirlýsing sem mun ekki vega þungt ef þá nokkuð hjá ESA, ESB-dómstólnum og EFTA-dómstólnum.
Peter Ørebech, sérfræðingur í Evrópurétti og lagaprófessor í Noregi, segir að það sé alveg á hreinu að ef fjárfestir, t.d. þýski raforkurisinn E.ON, hefur tæknilegan undirbúning að rafstreng frá Íslandi dugir ekkert fyrir okkur að mótmæla því. Málið verður á valdsviði stofnunar Evrópusambandsins eða ACER. Þetta er stofnun á embætti sem Ísland getur ekki gefið fyrirmæli eða haft áhrif á. ACER getur ekki hafnað slíkum streng því að slíkt myndi stríða gegn EES-samningnum um magntakmarkanir á inn- og útflutningi, samanber 11. og 12. gr. samningsins."
Þetta var kjarninn í þingræðu Birgis Þórarinssonar á Alþingi 9. apríl sl. kl.18.42 o.áfr. (HÉR á myndbandi.)
Tímabært að verja hagsmuni Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Auðlindir og orkumál | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:49 | Facebook
Athugasemdir
Við vitum öllflest að hagsmunir Íslendinga ganga ekki fyrir.
Eyjólfur Jónsson, 17.4.2019 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.