Hér talar líka einn sem ver hagsmuni Íslands, og skýrara verður þetta ekki!

"Það er alveg ljóst að spjall hæstv. utan­ríkis­ráðherra á dögunum við orku­mála­stjóra ESB er ekki þjóð­réttar­lega bind­andi skjal. Til að svo verði er áskilið að EFTA eða ESB komist að sam­komulagi um sam­eigin­lega yfir­lýsingu og hana verður síðan að setja inn sem viðauka við EES-samninginn. Áður en það er hægt verða allir samn­ings­aðilarnir, sem eru öll aðildarríki Evrópu­sambandsins og EFTA-löndin, að fjalla um málið. Slíkt ferli hefur ekki átt sér stað.

Þetta spjall hæstv. utan­ríkis­ráðherra við orkumála­stjórann rataði í einhverja yfirlýsingu. Hún er ekkert annað en óskuld­bindandi óskhyggja og frið­þæging gagnvart grasrót Sjálf­stæðis­flokksins, yfirlýsing sem mun ekki vega þungt ef þá nokkuð hjá ESA, ESB-dómstólnum og EFTA-dómstólnum.

Peter Ørebech, sérfræðingur í Evrópu­rétti og laga­prófessor í Noregi, segir að það sé alveg á hreinu að ef fjárfestir, t.d. þýski raforku­risinn E.ON, hefur tækni­legan undir­búning að rafstreng frá Íslandi dugir ekkert fyrir okkur að mótmæla því. Málið verður á vald­sviði stofnunar Evrópu­sambandsins eða ACER. Þetta er stofnun á embætti sem Ísland getur ekki gefið fyrirmæli eða haft áhrif á. ACER getur ekki hafnað slíkum streng því að slíkt myndi stríða gegn EES-samn­ingnum um magn­takmark­anir á inn- og útflutn­ingi, samanber 11. og 12. gr. samningsins."

Þetta var kjarninn í þingræðu Birgis Þórarinssonar á Alþingi 9. apríl sl. kl.18.42 o.áfr. (HÉR á myndbandi.)

Myndaniðurstaða fyrir


mbl.is Tímabært að verja hagsmuni Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Við vitum öllflest að hagsmunir Íslendinga ganga ekki fyrir.

Eyjólfur Jónsson, 17.4.2019 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband