Frábært var hjá Ögmundi Jónassyni og samherjum hans þennan laugardag að funda í Safnahúsinu gegn orkupakkanum (sjá frétt). Ekki er langsótt hjá honum að tala um, að hér séu ýmsir syngjandi vögguvísur, til þess ætlaðar "að svæfa fólk þar til allt er um garð gengið." Þetta eru vögguvísur eins og sú skreytni Guðlaugs Þórs, að eitt símtal hans og eins kommissara í Brussel dugi til að veita Íslandi undanþágu frá orkupakkanum. Það sanna er, að til þess þyrfti samþykki hins volduga ráðherraráðs ESB í Brussel, ESB-þingsins fjölmenna í Strassborg og Brussel og framkvæmdastjórnar ESB (með kommissörunum 28!). Eins fara fleiri Sjálfstæðisflokks-málpípur með blekkjandi vögguvísur um þetta mál, ekki sízt Þórdís Kolbrún iðnaðarráðherra, varaformaður flokksins!
Verði 3.orkupakkinn stjórnarskrár-andstæði og þjóðhagslega skaðvænlegi samþykktur af landráðamönnum á Alþingi, liggur beint við að spyrja, hvort það sé ekki herútboð til þjóðarinnar að hefja markvissa baráttu fyrir nýjum kosningum og uppsögn EES-samningsins.
Svik ráðherra Sjálfstæðisflokksins við landsfund sinn eru greypileg, en unnt að bæta og refsa fyrir þau með því að svipta þá embættum sínum og titlum í flokknum. Formaður flokksins sveik líka landsfund og þjóðina í Icesave-málinu. Það er komið meira en nóg af svo illu.
Jón Valur Jensson.
Hafnar þriðja orkupakkanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fullveldi og sjálfstæði Íslands, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 02:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.