Evrusvæðið hættulega berskjaldað gagnvart efnahagskreppum

Þetta er nú mat Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins og sagt komið til af pólit­ískum mistökum sem gerð hafa verið í tengsl­um við evru­svæðið.

Christine Lagarde, forstjóri AGS. Fram­kvæmda­stjóri AGS, Christ­ine Lag­ar­de, sagði á fimmtu­dag­inn að bank­ar á evru­svæðinu stæðu ekki nógu styrk­um fót­um kæmi til frek­ari efna­hagserfiðleika.

Lausn­ina sagði Lag­ar­de, sem er fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra Frakk­lands, auk­inn samruna inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins og meðal ann­ars með einni sam­eig­in­legri inni­stæðutrygg­ingu. (Mbl.is)

Það er ekkert nýtt, að krísur og áföll í Evrópusambandinu þyki þar jafnóðum vera tilefni til enn meiri samrunaþróunar -- handhæg réttlæting fyrir því að stórríkið fái enn og aftur að belgja sig enn meira út, með meiri valdheimildum o.s.frv., en þá um leið með enn meira í húfi fyrir öll evrusvæðis-ríkin, skyldi þetta mikla hrófatildur verða fyrir nýjum áföllum, sem ekki voru fyrirséð eða gert ráð fyrir í skólabókadæmum tilraunasmiðanna í Brussel og í Evrópubankanum.

Og þetta er það sem íslenzkir ESB-sinnar hafa verið að mæla með eins og trúarjátningu, sem sjálfu akkeri stöðugleikans!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Evrusvæðið hættulega berskjaldað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband