28.11.2018 | 08:50
Kolbrún Bergþórsd. þiggur laun fyrir lygaleiðara í útbreitt Fréttablaðið; en þessi samtök og skriffinnar þess hafa aldrei tekið eina einustu krónu fyrir skrifin hér
Fréttablaðið dreifði í fyrradag í stóru upplagi lygaáróðri téðrar Kolbrúnar um Þriðja orkupakka ESB.
Hún laug því
- að ekki sé verið að afsala okkur forræði yfir auðlindinni með 3. orkupakkanum
- og að fullveldisafsal felist ekki í honum.
Kolbrún ætti að fara aftur í læri til síns gamla átrúnaðargoðs Jóns Baldvins Hannibalssonar (hún skráði æviminningar hans í bókinni Tilhugalíf : Jón Baldvin : kaflar úr þroskasögu stjórnmálamanns, Rvík 2002), en Jón Baldvin hefur nú í tveimur ljósvakamiðlum að undanförnu talað mjög skelegglega gegn Þriðja orkupakkanum og sagt Evrópusambandinu til syndanna í fleiri málum í leiðinni.
Á Útvarpi Sögu 4. nóv. sagði hann Ísland ekki eiga neitt erindi við orkumarkað Evrópu, "orkupakkinn kemur okkur bara ekkert við", en að orkuverð á Íslandi myndi hækka gríðarlega ef orkupakki þrjú yrði samþykktur(og margt fleira í viðtali hans þar er afar fróðlegt, smellið á tengilinn).
Í Silfrinu 25. nóv. var Jón Baldvin í viðtali hjá Agli Helgasyni. Fór Jón hörðum orðum um forystu ESB vegna viðbragða hennar við bankakreppunni, og er það efni hér í sérstaka grein, en m.a. kemur fram hjá honum, að evruríkin sitja uppi með evru sem þjónar fjármagnseigendum. Forysta ESB tók algerlega svari þeirra. Grikkir voru látnir, með "þvílíkri skítaframkomu ESB", borga skuldir bankskera og selja frá sér fyrir slikk, í þágu þýzkra og franskra banka, flugvelli sína, orkuna, vatnið, hafnir o.fl. Evran "hefur algerlega brugðizt," segir hann, og Evrópubankinn er jafnvel stórgallaður, getur ekki komið aðildarríkjunum til hjálpar, leyfist ekki að vera þar þrautavarabanki, en þjónar hagsmunum fjármagnseigenda og Stór-Þýzkalands öðrum fremur. Evrópusambandið sé klofið í tvo hópa þjóða, hinna ríku og fátæku. Og ekki sé boðlegt fyrir okkur að ganga í Evrópusambandið.
En að orkupakkanum: Jón Baldvin bendir á, að þrátt fyrir EES-samninginn getum við hafnað löggjöf sem samrýmist ekki okkar þjóðarhagsmunum. Orkan okkar sé dýrmæt og eigi að vera í þjóðareign. Við eigum að segja: Nei takk! við orkupakkanum, og það séu fordæmi fyrir því, að við segjum nei við ESB-löggjöf.
Vilja nú margir, að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kalli Jón Baldvin til sem sinn ráðgjafa í Þriðja orkupakkamálinu.
Enginn sérfræðingur er Kolbrún Bergþórsdóttir í stjórnmálum og þaðan af síður í orkumálum og hinum flókna ESB-tilskipana-skógi. Gegnir furðu að hún sé látin skrifa leiðara í Fréttablaðið um þetta málefni, en reyndar var vitað um ESB-þjónkun hennar sem hún hefur e.t.v. smitazt af hjá Jóni Baldvin Hannibalssyni á árum áður, en nú hefur sem sagt einmitt hann, fyrrum átrúnaðargoð Kolbrúnar, harðlega talað gegn ESB, m.a. vegna evrunnar, og sterklega varað við Þriðja orkupakkanum.
Undarlegt er að sjá Kolbrúnu tala einhliða um andstöðuna gegn þessum ófélega ESB-pakka fyrir jólin eins og sú andstaða hafi verið öfgafull og "blind" og "taumlaus óbeit", en á sama tíma virðist hún samþykkja allt frá gagnaðilum og gefur sér jafnvel að þeir hafi þá sérfróðu með sér!
En slappir eru þeir menn gegn þungaviktarmönnum í þessum fræðum, dr. Stefáni Má Stefánssyni, prófessor í Evrópurétti við Háskóla Íslands, og verkfræðingunum Bjarna Jónssyni og Elíasi Elíassyni, sem báðir eiga langan starfsferil í raforkumálum.
Þeir sérfræðingar, sem Kolbrún þykist geta borið fyrir sig, eru tveir ungir lögfræðingar, og tók annar þeirra tvo daga í að athuga málið og skrifa um það minnisblað til iðnaðarráðherra í apríl sl.! En báðir hafa þeir verið hraktir út í æsar af norska lagaprófessornum og Evrópuréttarfræðingnum Peter Örebech, eins og nánar er rakið í nokkrum greinum á vef Bjarna rafmagnsverkfræðings: https://bjarnijonsson.blog.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.