Greinar sem eru einstakar í sinni röð og fjalla um afar þýðingarmikil mál fyrir fullveldi Íslands

Greinar Bjarna Jónssonar verk­fræð­ings eru í sér-gæða­flokki á Mogga­bloggi, þótt ekki séu allar árenni­leg­ar fyrir allan al­menn­ing, séu menn ekk­ert komn­ir inn í málin. Af hræðsluáróðri og Evrópu­gerð um innviði nefnist hans nýjasta grein, og einkennir hana sem fyrrum hárbeitt rökvísi og glöggskyggni á innihald lagagreina og reglugerða og þá stefnu Evrópu­sambands­ins sem þar er mörkuð, að fylgt verði við framkvæmd "pakkans", hvort sem þjóðum líkar það vel eða miður.

Gagnrýni prófessors Peters Örebech er önnur grein eftir Bjarna, meiri háttar og grundvallandi krítík á Þriðja orku­mark­aðs­laga­bálk Evrópu­sambandsins og sérstaklega á þá álitsgerð, sem Birgir Tjörvi Pétursson lögfræð­ingur tók saman að beiðni iðnaðar­ráðherra okkar (vara­formanns Sjálf­stæðis­flokksins), Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, en reynist vera með afbrigðum meðvirk og ómarktæk í raun, eins og rakið er í grein Örebechs, sem Bjarni segir þarna frá.

JVJ.


mbl.is Tryggja þarf fullveldi EFTA-ríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband