Af evru-međvirkni minnislítilla Rúvara

Hvimleitt var ađ horfa upp á samstöđu Rúvara í ţćtti Gísla Mart­eins. Atli Fannar reiđ á vađiđ međ ţví ađ uppteikna krón­una sem meiri háttar söku­dólg, vita­skuld án raka (hann kćrir sig ekki um ţau frekar en áreitnis­hópur femín­istanna; "rökrćđur eru ekki leyfđar" segja ţćr á sínum "lokađa" vef ţegar Jón Steinar hrl. er veginn og léttvćgur fundinn, svo ađ pent og vćgt sé orđađ um dólgslegt athćfi ţeirra).

Gísli Marteinn, sem ţrátt fyrir Valhallar­merkiđ hefur veriđ vinstri-međvirkur síđasta áratug eđa svo (m.a. ţćgt verkfćri í höndum flug­vallar­andstćđ­inga í ţeim herbúđum, rétt eins og Hanna Birna), lét sér krónu-níđiđ vel líka, og nćstur á dagskrá var Bogi Ágústsson frétta­stjóri, sem byrjađi gamlan söng ESB-sinna um hve krónan hefđi rýrnađ mikiđ, síđan henni  var ýtt úr vör um 1922, miđađ viđ dönsku krónuna, eins og ţetta segi einhverja sögu um lífskjör okkar hér! En sér hann, sem fréttamađur, sem á ađ vera hlutlćgur, ekki ţessi ţungvćgu grundvallaratriđi:

Ţađ er engin spurning, ađ frá 1922 hefur lífskjörum Íslendinga, sem og gćđum íbúđarhúsnćđis okkar og tćkni­vćđingu atvinnu­veganna fleygt langum meira fram en hjá Dönum. Af hverju ţagđi Bogi um ţađ?

Ţađ er sömuleiđis alveg ljóst og viđur­kennt af erlendum sér­frćđingum, ađ viđ banka­kreppuna reyndist sveigjan­leiki krónunnar okkur mikil björgunar­taug: án hennar hefđi sam­keppnisstađa okkar erlendis og gagnvart ferđamennsku ekki stór­batnađ, útflutningur fisk­afurđa ekki gefiđ jafn­mikiđ af sér og bylt­ingin í ferđa­mennsku jafnvel ekki átt sér stađ! Ţađ ţarf meira en Eyja­fjalla­jökuls­gos til ađ lađa ađ milljónir manna! Af hverju ţagđi Bogi um ţetta?

Svo er sífellt sífrađ um krónuna og vexti í herbúđum ESB-sinna, en aldrei minnast ţeir á hitt, ađ bćđi raforku- og hitunar­kostnađur húsa er margfalt lćgri hér en úti í Evrópu, sem Atli kaus ađ miđa okkur viđ. Veit hann ekki af ţví, ađ rafmagn til almenn­ings á Íslandi er fimmfalt ódýrara en í Ţýzkalandi? Allt ţetta vegur mikiđ í lífskjörum okkar.

Ađ sjálfsögđu á Bogi Ágústsson ađ vita ţetta, en minntist ekki einu orđi á ţađ! Fremur sat hann ţarna, ríkisstarfsmađur, og tók ţátt í einhliđa níđi um gjaldmiđil ţjóđarinnar! Er kannski nćsti bćr hjá honum ađ ganga í enn einn fáfrćđiklúbb Loga Samfylking­ar­formanns, sem heldur ađ evran sé gjaldmiđill í Noregi, Danmörku og Svíţjóđ?!!

Ţá er enn óminnzt á Jón okkar blessađan Ólafsson. Sá jafnvel hann ekki í gegnum ţađ, ađ "Magga Kristmanns" er alltaf ađ gera lítiđ úr krónunni? -- ţ.e.a.s. Margrét Kristmannsdóttir, formađur Samtaka verzlunar og ţjónustu, sem er liđsmađur ESB-hópsins hlálega "Já Ísland" og gekk fram fyrir skjöldu til ađ mćla alveg sérstaklega međ Icesave-áţjáninni?! Eigum viđ ađ taka slíka sem marktćkan álitsgjafa um gjaldmiđil okkar og lífskjör?

Og getum viđ ekki einu sinni reitt okkur á ţađ, ađ sjálfur frétta­stjóri Rúv kunni ađ gćta hlutlćgni og standa á óvilhallan hátt međ ţjóđ okkar frekar en ţeim sem sífellt róa undir ţví, ađ viđ glötum fullveldisréttindum okkar til stórveldisins ESB?

Í beinu framhaldi af ţví: Munum viđ á komandi mánuđum geta treyst fréttaflutningi Boga og undirmanna hans af ACER-málinu? -- ţví sem nú ógnar dýrmćtum hluta fullveldis okkar -- sem og lága verđinu á raforkunni!

Jón Valur Jensson.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband