Ekki er björgulegt fram undan í Evrópusambandinu, djúp evrukreppa jafnvel yfirvofandi á komandi tíð

Hag­kerfi evru­ríkj­a eru ber­skjölduð vegna skuldasöfnunar, sem og einka­fyr­ir­tæki.

"Hugs­an­legt er að næsta niður­sveifla á evru­svæðinu verði verri en sú síðasta þar sem rík­is­stjórn­ir og seðlabank­ar inn­an svæðis­ins hafa ekki leng­ur nauðsyn­leg tæki til þess að tak­ast á við nýja efna­hagskrísu að mati alþjóðlega mats­fyr­ir­tæk­is­ins Moo­dy´s.

Fyr­ir vikið verði lítið svig­rúm til þess að grípa inn í með fjár­hags­leg­um stuðningi komi til nýrr­ar niður­sveiflu. Enn frem­ur seg­ir Moo­dy's að evru­ríki með veik­b­urða hag­kerfi og mikið at­vinnu­leysi hafi gert of lítið til þess að koma á nauðsyn­leg­um um­bót­um,"

eins og hermt er á frétta­vef breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph og frá er sagt á Mbl.is í dag. Og ekki er útlitið gott:

Á sama tíma og Evr­ópski seðlabank­inn er enn að prenta pen­inga vegna síðustu krísu hefur rík­is­stjórnum Ítal­íu, Spán­ar og Frakk­lands ekki tek­izt að lækka skuld­ir sín­ar sem neinu nemi. Ennfremur hafa mörg fyr­ir­tæki safnað skuld­um þrátt fyr­ir minnk­andi láns­traust. Það hafi verið hægt vegna mik­ils fram­boðs á ódýru láns­fé. Þau stæðu því illa að vígi.

Margrómaðir yfirburðir ESB-ríkja í vaxta- og lánamálum, sem og vegna "öflugs" Evrópsks seðlabanka, virðast þarna hæpnari en á var litið og jafnvel orðnir að snöru fyrir þessi lönd sjálf, því að endalaust varir þetta ástand ekki, og skell­ur­inn getur orðið mikill. Vill einhver kasta efnahag Íslands inn í slíkan rúllettu?

Svig­rúmið til þess að grípa til aðgerða heldur jafnvel áfram að minnka,

Meðal ann­ars vegna þess að áhrifaþætt­ir til lengri tíma gera stöðuna sí­fellt verri. Þar á meðal sí­fellt eldri íbúa­fjöldi evru­ríkj­anna.

Ekki er staðan mikið betri hjá heim­il­um á evru­svæðinu að mati Moody´s. Þau

hefðu átt erfitt með að draga úr skuld­setn­ingu sinni á sama tíma og sparnaður væri af skorn­um skammti. Fyr­ir vikið gætu þau átt erfitt með að greiða skuld­ir til baka ef vext­ir færu hækk­andi.

Ennfremur: flest bendi til "lít­ils hag­vaxt­ar á evru­svæðinu næstu árin, jafn­vel þó ekki kæmi til niður­sveiflu vegna lít­ill­ar fram­leiðniaukn­ing­ar og hækk­andi meðal­ald­urs."

Þetta bendir sízt til glæsilegs ástands fram undan. Náttúrleg fólksfjölgun á evrusvæðinu hefur stöðvazt og fer nú niður á við, enda fæðast þar víða einungis 1,3 til 1,5 börn á hverja fjölskyldu og því einboðið, að miklu minna framboð verði á nýjum vinnuafls-kynslóðum þar á næstu tveimur áratugum en fyrir aldarfjórðungi. "Lausn" að hluta til gæti fólgizt í síauknum innflutningi fólks frá Mið-Austurlöndum, Afríku og Indlandi, en því fylgir bæði mikill upphafs­kostn­aður, aukið álag á menntunar­kerfi til að efla starfs- og raunar grunn­menntun fyrir allt það fólk, fyrir utan aðlögunar­vanda á báða bóga, innfæddra og aðfluttra.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Næsta evrukrísa hugsanlega verri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Athyglisvert er eftirfarandi sem haft er eftir Moody's með tilliti til umræðunnar um fósturmorðin.

"Meðal ann­ars vegna þess að áhrifaþætt­ir til lengri tíma gera stöðuna sí­fellt verri. Þar á meðal sí­fellt eldri íbúa­fjöldi evru­ríkj­anna".

Þetta er nokkuð sem íslensk stjórnvöld ættu að hafa í huga áður en farið verður út í þá óráðsíu að samþykkja frekari heimildir til fósturmorða.

 

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.10.2018 kl. 13:39

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Tómas, þessa ábendingu þína, einmitt þegar fyrir liggja frumvarpsdrög heilbrigðisráðherra um fóstureyðingar. Málið er á alvarlegu stigi, aldrei jafn-alvarlegu og nú, því að til stendur að afnema allar síur eða málefnakröfur varðandi umsóknir um aðgerðirnar, þær verði frjálsar konum að geðþótta, án þess að þær þurfi að tilgreina neinar ástæður, og í stað 12 vikna markalínu, sem hefur að mestu tíðkazt, verði þetta heimilt til loka 18. viku.

Afleiðingin yrði stórfjöldun fósturvíga hér á landi og að ljósmæðum og hjúkrunarkonum yrði gert að horfa upp á ennþá stærri og augljósari mannsbörn, sem læknarnir, þvert gegn læknaeiði sínum, taka að sér að brytja í sundur. Þar með eru þau til frambúðar týnd þessari þjóð, fórnað á altari efnihyggju, og geta ekki liðsinnt fólki sínu til að halda hér uppi öflugu, starfandi samfélagi -- og geta heldur ekki með vinnuframlagi sínu síðar meir hjálpað sínum eigin foreldrum með því að halda hér við mannsæmandi heilbrigðiskerfi, öldrunarþjónustu og eftirlaunakerfi. Allt varðar þetta framtíð þessarar þjóðar.

Hafa sumir hugsað út í allt þetta?

PS. Ég skrifa þessa athugasemd í eigin nafni, ekki nafni samtakanna, sem eiga þetta vefsetur.

Jón Valur Jensson, 2.10.2018 kl. 14:28

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Fólk mun sennilega ekki átta sig á afleiðingum fósturmorða fyrr en gamalt fólk verður uppistaðan í að sinna öldruðum, ellilífeyrisaldurinn miðast við 80ár og meðalaldurinn á vinnumarkaði á milli fimmtíu og sextíu ára.

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.10.2018 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband