Fullveldi skemmt á fullveldishátíðarári? Þing­menn í afgreiðsluhlutverki fyrir stórveldi?

Sorglegt var að horfa upp á at­kvæðin falla á atkvæða­töflu Al­þingis í beinni útsend­ingu þings­ins frá loka­afgreiðslu frum­varps­ins um persónu­vernd og vinnslu persónu­upp­lýs­inga. 50 atkvæði með, gegn 7 á móti frumvarpinu!(3 greiddu ekki atkvæði). Þing­fundi var að ljúka, á 1. tímanum í nótt, og Alþingi frestað til 17. júní.

Fjölmargar athugasemdir bárust Alþingi um málið (sjá hér: Öll erindi í einu skjali), og jafnvel Lögmannafélag Íslands varaði við því, að það brjóti gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar.

Eins og einn félagsmanna Samtaka um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland, Gústaf Adolf Skúlason, benti á:

Alþingi á að fresta gildistöku laganna, ekkert annað er uppi á borðinu ef einhver virðing er borin fyrir áliti löglærðra manna.

Er ekkert að marka drengskaparheit alþingismanna við stjórnarskrá íslenska lýðveldisins? 

Einnig skrifaði Gustaf félagsmönnum þessara Samtaka um rannsóknir á ESB nú undir kvöldið:

Laganefnd Lögmannafélags Íslands bendir á að með EES-samningnum og samningum um stofnun Eftirlitsstofnunar og dómstóls, var komið fót sérstöku tveggja stoða kerfi þar sem ekki var gert ráð fyrir framsali ríkisvalds frá aðildarríkjunum til stofnana Evrópusambandsins,

Með því að lögfesta ákvæði reglugerðarínnar þar sem stofnunum Evrópusambandsíns er falið samræmingar og eftirlitshlutverk, er hugsanlegt að í því felist framsal ríkisvaldssem ekki er í samræmi víð 2. gr. stjórnarskrárinnar.
 
Jafnframt bendir Laganefndin á að birta þurfi lög skv. 27. gr stjórnarskrárinnar skv. almennum lögum og bendir á að birta þurfi nýju lögin í Stjórnartíðindum, sbr lög 15/2005. Í frumvarpinu er talað um ”lögfestingu reglugerða ESB með tilvísunaraðferð”. Bendir laganefndin á að ekki megi verða ”lex superior”-regla sem segir lög ESB æðri íslenskum ef ég túlka málið rétt (bætir Gustaf við). Í frumvarpi alþingis er talað um að lögin öðlist gildi þegar reglugerð ESB 2016/679 hefur verið tekin upp í EES-samninginn og birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Sem sagt brot á íslenskum lögum um lagabirtingu í Stjórnartíðindum Íslands.
 
Mér finnst makalaust ef þingmenn ætla að skauta fram hjá afstöðu LMFÍ í málinu. Þar koma fram afgerandi rök fyrir því að fresta afgreiðslu málsins og vanda betur texta svo lögin brjóti ekki í bága við stjórnarskrána. Hafa fulltrúar LMFÍ komið verið kallaðir á fund alþingis í málinu? Þeir bjóða sig fram til þess ... (Tilvitnun í GASk. lýkur)
 

Já, þetta er sannarlega alvörumál og áhyggjuefni, að hér hafi verið samþykkt ákveðið valdaafsal okkar Íslendinga, m.a. til æðsta úrskurðar ESB-dómstólsins í Lúxemborg, um þessi mál, en hann hefur hingað til ekki verið settur yfir íslenzkt réttarfar.

Ennfremur er þetta ekki góðs viti um viðnám sitjandi alþingismanna gegn öðrum áreitnismálum hins evrópska stórveldis um íslenzk innanríkismál. Þar er hættulegasta málið um þessar mundir s.k. ACER-mál, en í því fælist, ef hér yrði að lögum, framsal réttinda okkar yfir raforkuvinnslu og umfram allt dreifingu raforku, jafnvel gegnum rafstreng til Skotlands, en það hefði einnig mjög ófarsæl áhrif til hækkunar á raforkuverði hér til almennings og fyrirtækja. En það mál verður sennilega rætt á Alþingi í haust eða vetur.

Enn einu sinni er ekki hægt að taka ofan fyrir vinnubrögðum Alþingis. Þetta persónuverndarfrumvarp kom mjög seint fram og mjög lítill tími gefinn til andmæla og kynningar.

Líta sumir þingmenn á Alþingi sem afgreiðslustofnun fyrir Evrópusambandið? Er ekki öllu tímabærara að hugleiða, hvort tími sé til kominn að segja upp EES-samningnum, svo að við losnum við fleiri inngrip stórveldisins í okkar mál?

Stefnt hefur verið að úttekt á því, hvað EES-samningurinn hafi fært okkur og hvað hann hafi kostað okkur. Svo mátti skilja sem sú úttekt yrði jafnvel í höndum ESB-sinna meðal embættismanna í stjórnarráðinu, en allt kapp verður að leggja á, að úttektin verði hlutlæg og marktæk. Og þar koma ekki aðeins bein fjárhagsleg sjónarmið til greina, til lokaálits um málið, heldur einnig mikil tímavinnsla og glataður vinnutími fólks í mörgum stéttum vegna ESB/EES-tilskipana, margs konar annað óhagræði, auk þess beinlínis, að ráðin séu tekin úr höndum okkar um úrslitavald í málum eins og okkur sjálfum hentar bezt.

Tveggja stoða kerfið virðast stjórnvöld hér farin að líta á sem úrelt eða of tímafrekt og kostnaðarsamt til að halda gangandi, sbr. nýja grein um það eftir Hjört J. Guðmundsson blaðamann, sem lærður er með tvær gráður í Evrópu­fræðum, en hér er sú grein hans, frá 7. þ.m. (smellið): Kosið að fara ekki tveggja stoða leiðina. Menn eru hvattir hér til að lesa þá afar upplýsandi grein.

Víða heyrist hvatning til undirskriftasöfnunar með áskorun á forseta Íslands að undirrita ekki þessa löggjöf frá Alþingi, heldur leggja lokaákvörðun í hendur landsmanna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mættu sem flestir taka til máls um það nauðsynjarmál, sbr. afar sterk rök Arn­ald­ar Hjart­ar­sonar, aðjúnkts við laga­deild Há­skóla Íslands, sem Hjörtur vitnar til í grein sinni:

Arnaldur "benti ... á það í grein í Morg­un­blaðinu um síðustu helgi að viður­kennt væri í frum­varpi að lög­um um inn­leiðingu per­sónu­vernd­ar­lög­gjaf­ar Evr­ópu­sam­bands­ins að ákv­arðanir Per­sónu­vernd­ar byggðar á ákvörðunum stofn­un­ar­inn­ar kynnu að hafa áhrif á hér­lenda ein­stak­linga og lögaðila.

Arn­ald­ur seg­ir enn­frem­ur í grein­inni að inn­leiðing per­sónu­vernd­ar­lög­gjaf­ar Evr­ópu­sam­bands­ins virt­ist fara gegn stjórn­ar­skránni og hvatti til þess að Alþingi tæki sér nauðsyn­leg­an tíma til þess að kanna hvort gætt hafi verið fylli­lega að ákvæðum henn­ar í samn­ingaviðræðum rík­is­ins við viðsemj­end­ur sína á vett­vangi EES-samn­ings­ins."

Jón Valur Jensson.


mbl.is Frumvarp um persónuvernd samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það má vel vera að margt í nýrri reglugerð komi almenningi til góðs. Það er hinsvegar ekki aðalmálið í þessu öllu. Það sem skiptir öllu máli í þessu er dómsvaldið sem fært er frá hérlendum dómstólum til erlendra. Það er það sem skiptir máli! Skildu þingmenn þetta ekki eða voru þeir svo uppteknir á snapshit og fésbók að þeir sáu aldrei tilganginn með reglugerðinni? Esb veit alveg hvað það er að gera. Esb er eins og barnaníðingur. Glepur með gylliboðum en afhjúpar síðan innra eðli þegar fórnarlambið hefur bitið á agnið.

 Ekki svo góðar stundir, með tregakveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 13.6.2018 kl. 01:01

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Halldór Egill.

Styrmir Gunnarsson ritar í morgun um úrslit atkvæðagreiðslunnar álþingi í nótt.

Hann segir, að atkvæði þeirra, sem greiddu atkvæði með frumvarpinu, muni "elta þá, sem þá afstöðu tóku, lengi." 

"Margir stuðningsmenn þeirra flokka munu spyrja, hvort þeim sem haga sér á þann veg, þegar sjálf stjórnarskráin er til umræðu sé treystandi fyrir öðrum hagsmunamálum þjóðarinnar,"

segir Styrmir. Hann segir marga munu "undra af hve mikilli léttúð forystumennSjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG hafa haft að engu alvarlegarmálefnalegar athugasemdir sem studdar hafa verið sterkum rökum þess efnis að um brot á stjórnarskrá lýðveldisins sé að ræða."

Greinilega sér Styrmir þetta sem tilefni þess fyrir marga í hans eigin Sjálfstæðisflokki til að hugsa sér til hreyfings varðandi það hvernig þeir kjósa næst:

"Þingmenn Miðflokksins greiddu atkvæði gegn og það mun styrkja þann flokk til framtíðar. Þrír þingmenn Flokks fólksins sátu hjá og það mun sömuleiðis styrkja þá,"

segir hann. Ekki er þó öll nótt úti enn í þessu þingmáli, því að tvennt er enn til ráða, í vörn þjóðarréttinda:

"Þeir sem taka þessar málefnalegu athugasemdir alvarlega munu snúa sér að því að hvetja forseta til að grípa inn í og kanna jafnframt grundvöll fyrir málsókn."

Jón Valur Jensson, 13.6.2018 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband