3.6.2018 | 07:49
Sérfróður maður með vaktina á aukinni hneigð Brusselmanna til óeðlilegra valdheimilda gagnvart EES-ríkjum
Hikstalaust má hvetja fullveldissinna til að lesa nýtilegar snilldargreinar Bjarna Jónssonar rafmagnsverkfr. í Mbl. og á bloggsíðu hans, m.a. um persónuverndarlöggjöf, ACER-málið, EES og stjórnarskrána, of veikt viðnám Norðmanna, offlæði laga- og reglugerða frá ESB o.fl. Sjá m.a. þessar nýlegustu greinar Bjarna:
Persónuvernd með fullveldisframsali
Hagsmunir Íslands og Noregs gagnvart Orkusambandi ESB
Stjórnarskráin og EES. Einnig (11. maí) EES og þjóðarhagur, þar sem hann tekur m.a. á beinið afar hæpna frásögn Þorsteins Víglundssonar, fyrrv. ráðherra, í Mbl.grein af málum í Noregi, þ.e. um viðhorf almennings þar og stjórnmálaflokkanna, m.m.
Einnig þetta um ACER-málið:
Yfirþjóðleg stofnun leidd til öndvegis
og (15. maí):
Enginn ávinningur af aðild að Orkusambandinu
Og þetta er afar upplýsandi um viðhorf Íslendinga, þótt fáir hafi tekið til máls um hið stórvarasama ACER-mál:
Skýr vísbending um þjóðarvilja
sem fjallar um niðurstöður úr skoðanakönnun Maskínu 27/4-7/5 þar sem spurt var:
"Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því, að aukið vald yfir orkumálum á Íslandi verði fært til evrópskra stofnana ?"
og andvígir reyndust 80,4% (þar af mjög andvígir 57,4%), en fylgjandi aðeins 8,3%! En þeim mun fremur þarf almenningur að vera á varðbergi gegn því, að andstæð sjónarmið og ákvarðanir verði ofan á meðal alþingismanna!
Ennfremur þessari nýlegri greinar:
Íslenzk stjórnsýsla annar ekki flóðinu frá Brüssel
Fyrirvarar Stórþingsins verða varla uppfylltir
Það verður enginn illa svikinn af að fræðast af skrifum Bjarna Jónssonar, fyrr og nú. Ritháttur hans er með afbrigðum skýr, oft reyndar í allöngu máli, en jafnan launar það sig að renna yfir vel rökstuddar greinar hans og oft að tileinka sér efni ýmissa þeirra til hlítar.
Jón Valur Jensson.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Auðlindir og orkumál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.