Margir hafa undrazt hvernig ESB-stórveldið neyddi í raun meirihlutaflokka Ítalíu til að falla frá skipan Paolos Savona sem fjármálaráðherra (forsetinn Mattarella hafnaði honum, í þægð við Evrópusambandið). En það er verðugur mótleikur þegar nýr forsætisráðherra landsins, Giuseppe Conte, skipar nú hinn sama Savona sem ráðherra Evrópumála, "en hann er harður efasemdamaður um Evrópusamstarfið" (mbl.is)! Hér er fullt tilefni til að vitna í styttri leiðara Morgunblaðsins þennan föstudag:
"Breytt í þágu Brussel
Í gærkvöld var greint frá því að meirihlutaflokkarnir hefðu ákveðið að gefa eftir og velja nýtt fjármálaráðherraefni. Þetta var gert undir hótunum um utanþingsstjórn þóknanlega ESB og nýjar kosningar til að lagfæra þær sem elítan í ESB taldi hafa gefið ranga niðurstöðu.
Þegar þetta er skrifað er búist við að ný stjórn á Ítalíu taki við í dag, föstudag. Sú stjórn verður ekki eins og meirihlutinn á ítalska þinginu vildi helst hafa hana, en hún gæti engu að síður ruggað báti Evrópusambandsins og evrunnar verulega. Fróðlegt verður að sjá hver næstu viðbrögð elítunnar í Brussel og áhangenda hennar verða ef ríkisstjórnin fylgir þeim málum eftir sem ítalskir kjósendur ætlast til." (Tilvitnun lýkur.)
Ekki hafa þessir atburðir aukið traust manna á lýðræðisást Brusselmanna og leiðtoga Evrópusambandsins, svo sem hinna valdamestu, Frakklandsforseta og Þýzkalandskanzlara. Greinilega vilja þau, eins og í tilfelli Grikklands, Ungverjalands og Póllands áður, takmarka frelsi þjóða og þjóðþinga til að ráða málum sínum sjálf.
Jón Valur Jensson.
Conte nýr forsætisráðherra Ítalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Spilling í stjórnmálum, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 00:27 | Facebook
Athugasemdir
Jón Valur. Gott innlegg. Vonandi tekst Ítölum að lækka rosta Brusselsmanna.
Valdimar Samúelsson, 2.6.2018 kl. 13:50
Jón Valur
Ég hef flygst þetta ansi vel undafarið. EU hefur greinilega stórt vandamál með þetta með því að útiloka val sitt á fjármálaráðherra - en þau eru komnir í gang. Nú getur þau byrjað.
Merry, 2.6.2018 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.