Fréttablaðið með Evrópusambands-áróður, vísar til meintra mistaka með Brexit, á sama tíma og Trump væntir stórkostlegs samnings USA við UK!

Í 2. sinn á stuttum tíma er aðal­ritstjóri Fréttablaðsins, Kristín Þor­steins­dóttir, með eindreginn áróður fyrir Evrópu­sam­band­ið og aðild Íslands að því; öðru­vísi verða orð hennar undir lok leiðara í dag naumast skilin.

Út frá einni skoðana­könnun: "að 60% kjós­enda vilji endur­skoða afstöð­una sem birtist í atkvæða­greiðslunni í fyrrasumar" (nokkuð sem felur þó ekki sjálfkrafa í sér eindreginn vilja til að verða áfram í ESB) leyfir hún sér að fullyrða, að "langflestir" séu "sannfærðir um að Brexit sé Bretum ekki í hag." Þetta er of djörf staðhæfing, og skoðana­kannanir eiga það líka til að breytast skjótt eftir ríkjandi vindum hverju sinni, í fjölmiðlum og stjórnmálum

Ekki ber Kristín það við að líta neitt til umræðunnar um þann jákvæða ávinning sem blasir við Bretum að endurheimta að fullu sína fiskveiðilögsögu eftir úrsögnina. Hefði ritstjórinn þó vitaskuld átt að minnast á það, úr því að hún er að nota þarna tækifærið til að predika yfir Íslendingum að tímabært sé að athuga meinta kosti ESB-aðildar. En sú aðild myndi rústa fullveldis­réttindum okkar á hafinu og gera okkur skylt að meðtaka ALLA Evrópu­sambands­löggjöf hér eftir sem bindandi. Vill Kristín það í alvöru?

Þar að auki er þunnur hljómur í evru-meðmælum hennar vegna sterkrar krónu. Fróðari menn mæla eindregið gegn upptöku evru hér.

Svo hefur ritstjórinn naumast heyrt nýjustu fréttir þegar hún skilaði af sér leiðaranum, því að þar, á hennar eigin Vísi.is, er þessi frétt í dag: Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð. (Sjá einnig Mbl.is-tengil hér fyrir neðan.) Varla hefur þetta þau áhrif að veikja stöðu Bretlands í efna­hags­lífi heimsins!

Theresa May og Donald Trump takast hér í hendur á fundinum í dag.Theresa May og Donald Trump takast hér í hendur á fundinum í dag. 

* Sjá einnig blogg Heimssýnar: ESB leiddi hörmungar fyrir fiskiðnað í Bretlandi. Nú ná Bretar aftur miðunum 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Trump á von á mjög öflugum samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur ritaði um þetta á Facebók 8. júlí:

"Það er gjörsamlega út í hött að reka nú áróður fyrir inngöngu Íslands í ESB. Aðalviðskiptaþjóðin á leiðinni út, Svíar og Danir lítt hrifnir og Norðmenn algerlega á móti. Ef ISK er vandamálið, þá væri nær að veita fólki valfrelsi um myntina, sem það fær launin sín greitt í." (Tilvitnun lýkur.)

JVJ.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 10.7.2017 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband