27.6.2017 | 22:45
ESB-her verður til - staðreynd! Afleiðingarnar grafalvarlegar
Ekki þarf að efa að ESB-herinn verði til, enda vilji utanríkisráðherra Þýzkalands, þótt krati sé.
Jafnvel rödd Þjóðverja myndi ekki heyrast í alþjóðasamfélaginu ef við værum einir á báti. Þess vegna þurfum við sameiginlega evrópska rödd. Þannig verðum við hluti af alþjóðlega stjórnmálasviðinu. Við kunnum að skipta máli efnahagslega en ekki stjórnmálalega án hennar,"
sagði Sigmar Gabriel, utanríkisráðherrann, í viðtali við Mbl.is í dag.
Við verðum að skipuleggja varnarmálin skref fyrir skref. Við munum ekki koma á evrópskum her á morgun. Það sem er mögulegt að koma á, til skemmri tíma litið, er nánara samstarf á milli evrópskra herja. Það er algerlega nauðsynlegt að samræma hernaðargetuna og herina. Það mun að lokum leiða til evrópsks hers en það er annað eða þriðja skrefið,
sagði ráðherrann orðrétt (leturbr. jvj).
Oft hafa Evrópusambandssinnarnir hér á landi svarið af sér, að til stæði að stofna ESB-her, en þetta er sannarlega inni í framtíðaráætlunum bæði í Berlín og Brussel.
Athyglisverð er viðurkenning hans á dvínandi gengi Evrópuríkjanna:
"... við ættum að einbeita okkur að stóru málunum þar sem einstök ríki geta ekki staðið vörð um hagsmuni íbúa sinna ein á báti. Sem dæmi fjölgar íbúum Asíu, Bandaríkjanna og Afríku á meðan íbúum Evrópu fækkar. Innan 10-20 árum munu börnin okkar og barnabörn einungis hafa rödd á alþjóðavettvangi ef það er sameiginleg evrópsk rödd,
sagði hann. Ekki lýsir þetta mikilli tiltrú á að ríki geti staðið fyrir sínu án þess að vera í bandi með stórveldi ... já, einmitt, stórveldi sem leitt er af endursameinuðu Þýzkalandi. Gamli draumurinn að rætast?!
Og þessu verður meðal annast fylgt eftir með því að efla veldi ESB með öflugum her, miðstýrðum af þeim sem þar ráða! Falleg framtíðarsýn fyrir vinstri sinnuðu friðardúfurnar íslenzku?!
En tækist fullveldisframsalsmönnum að narra Íslendinga til að kjósa yfir sig Evrópusambandið, þarf ekki að spyrja að því, að einnig af okkur yrði ætlazt til framlags til þessa stóra hers, ef ekki í formi hermanna, þá í enn frekara formi álaga með framlögum af fjárlögum okkar, en ef ekki þannig í miklum mæli, þá með því að gera landið sjálft að vettvangi herstöðva og heræfinga ESB-hersins. Og þar hefðum við ekki síðasta orðið, það leiðir af sjálfu sér af almennum inntökuskilmálum nýrra ríkja í þessu stóra ríkjasambandi.
Jón Valur Jensson.
Evrópuherinn kemur að lokum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Hermál, varnarmál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 28.6.2017 kl. 00:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.