19.4.2017 | 20:00
Glæsisigur Theresu May mun styrkja Brexit í sessi
Glæsileg voru úrslit atkvæðagreiðslu í brezka þinginu í dag um að boða til þingkosninga 8. júní. Samtals greiddu 522 þingmenn atkvæði með tillögunni, einungis 13 greiddu atkvæði gegn henni!
"Skoðanakannanir benda til þess að Íhaldsflokkur forsætisráðherrans eigi eftir að vinna stórsigur í þingkosningunum og bæta verulega við þig fylgi og þingmönnum," segir í frétt á Mbl.is, og hefði mátt taka mun dýpra í árinni, því að reiknað er með, að Íhaldsflokkurinn fái allt að 200 þingsætum meira en Verkamannaflokkurinn.
"Verkamannaflokkurinn mælist hins vegar með sögulega lítið fylgi en innan hans hafa geisað átök um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem flokksmenn hafa skiptar skoðanir á, sem og á Jeremy Corbyn leiðtoga hans. (Mbl.is)
Þetta er svona "just for the record" á þessari vefsíðu, sem ekki hefur unnizt tími til að sinna nógu vel síðustu vikurnar, en hér skal heitið að gera betur á næstunni.
Vefur Daily Telegraph segir betur frá þessu máli dagsins.
Margir, m.a. hér á landi, hafa gert því skóna, að Bretar fari flatt á Brexit og verði jafnvel gerðir afturreka með það. En þrátt fyrir upphafs-andstöðu sína hefur Theresa May staðið drengilega við þá stefnu sem meirihluti Breta markaði með þjóðaratkvæðagreiðslunni, og nú styrkist öll aðstaða hennar til að koma málinu fram og hafa sterkari samningsaðstöðu gegnvart kerfiskörlum ESB. Að sama skapi veikist málstaður Evrópusambandsins í álfunni allri og framtíð þess fjarri því að vera tryggð.
Og eins og segir í þætti "Stjórnarmannsins" aftan á Markaði Fréttablaðsins í dag, þá "styrktist sterlingspundið verulega í kjölfar tíðindanna" frá í gær, að Theresa May myndi leggja tillögu um þingslit og kosningar fyrir þingið í dag - "og hefur ekki verið sterkara gagnvart evru og bandaríkjadal um nokkurra mánaða skeið."
Og lokaorðin þar: "Það skyldi þó ekki vera, að væntur sigur Íhaldsflokksins yrði til að slá botn í þann óróa sem ríkt hefur allt frá atkvæðagreiðslunni fyrir réttum níu mánuðum?"
JVJ.
Breska þingið samþykkir kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bretland (UK) | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.