Fagnaðarefni Bretum og mörgum öðrum að úrsögnin úr ESB er að verða að veruleika

Dagurinn skal ekki líða svo, að Bretum verði ekki færðar hér heilla- og hamingjuóskir með að hefja í dag formlegt ferli út­göng­unnar úr ESB, sem á að ljúka í marz 2019.

Image result for Theresa May Það, sem fáir bjuggust við, gerðist! Eða hver trúði þessu fyrir tveim­ur árum? En brezka þjóð­in og síðan brezka ríkis­stjórnin hafa framkvæmt þetta af sinni ein­urð, og á Theresa May forsætis­ráðherra heiður skilinn fyrir framgöngu sína í málinu. "There is no turning back," segir hún - Bretland sé að yfirgefa Evrópu­sambandið, þótt landið vilji áfram halda góðu sambandi við alla Evrópu.

David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. David Cameron var ekki maðurinn til að fylgja þjóðinni eftir með þetta úrsagnarferli, enda hafði hann barizt fyr­ir því, að Bret­ar yrðu áfram inn­an Evr­ópu­sambands­ins, en hann hafði þó staðið við lof­orð sitt um þjóðar­at­kvæði og telur enn "að það hafi verið rétt að gera það" og að Th­eresa May sé "með réttu að taka næsta skref til þess að tryggja að vilji fólks­ins nái fram að ganga.“

Og hann gekk lengra í þessu viðtali í tilefni dagsins, en það var tekið við hann á ferð í Úkraínu:

Ca­meron sagðist vona að Bret­land yf­ir­gæfi Evr­ópu­sam­bandið. Landið myndi þó áfram vinna með öðrum Evr­ópu­ríkj­um á sviði ör­ygg­is­mála og annarra mála. Þrátt fyr­ir að vera að yf­ir­gefa sam­bandið væri Bret­land ekki að yf­ir­gefa Evr­ópu eða að segja skilið við evr­ópsk gildi. Minnti hann á að Bret­ar hefðu alltaf verið frem­ur ófús aðild­arþjóð inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins.

„Við vor­um í Evr­ópu­sam­band­inu frem­ur á for­send­um nota­gild­is en til­finn­inga. Við vor­um þar vegna viðskipta, við vor­um þar vegna sam­vinn­unn­ar og ég taldi rétt að vera áfram inn­an sam­bands­ins vegna þess að ég vildi meiri viðskipti og meiri sam­vinnu. En hins veg­ar sigraði hin fylk­ing­in kosn­ing­una og fyr­ir vikið verðum við að halda áfram með út­göng­una.“ (Mbl.is, leturbr. jvj)

Hefði þetta bandalag Evrópuríkja haldið sig við það að vera fríverzlunar­samband, hefðu Bretar naumast gengið úr því. En ágengnin á löggjafarvald meðlimaríkjanna er þvílíkt, að fullveldi þeirra er skert í verulegum atriðum á ýmsum sviðum og getur skerzt í sívax­andi mæli fyrir sakir þeirra verkferla og starfshátta, sem þar eru komnir í gang, enda m.a. tryggðir á grunni Lissabon­sáttmálans (2007/2009). Þetta líkar Bretum ekki. Ráðamenn í Brussel hefðu trúlega getað komið í veg fyrir úrsögnina, hefðu þeir gefið meira eftir í samn­ingum við Cameron-stjórnina og snúið í veigamestu málum til baka af samruna­brautinni, en ekki gátu þeir hugsað sér það! En um leið kann þetta þá jafnvel að marka endalok þessa sambands, því að fleiri þjóðir stynja undan álaginu af þungbærri efnahags­stjórn þess, skriffinnsku og megnri forræðishyggju.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Bretar ekki að yfirgefa Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein og ég minnist þess sem Össur og CO sagði það það væri nú ekkert mál aæ ganga út ef mönnum líkaði ekki að vera meðlimur í ESB. Við erum enþá með svona fólk í stjórn.  

Valdimar Samúelsson, 30.3.2017 kl. 16:22

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Forræðishyggjan er verst!

Eyjólfur Jónsson, 31.3.2017 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband