22.3.2017 | 12:40
Írland og Ísland: Fengum að heyra það: Við fórum leiðina réttu, einmitt ekki írsku hrakfallaleiðina!
Hvernig þetta gerðist á Írlandi: Fylgdi skipunum frá Evrópska seðlabankanum og varð nær gjaldþrota!
Lucey hefur greinina á því að rifja upp að þegar alþjóðlega fjármálakrísan hafi staðið sem hæst hafi Michael Noonan, fjármálaráðherra Írlands, lagt áherslu á það að Írland væri ekki Ísland. Með þeim orðum hafi hann viljað taka af allan vafa um að Írar myndu ekki að fara sömu leið og Íslendingar þegar kæmi að því að takast á við krísuna. (Mbl.is, leturbr.jvj)
Og það var það sem kom þeim sjálfum mest i koll!
Íslendingar hafi ekki bjargað íslenskum bönkum frá gjaldþroti á meðan Írland hafi nærri því orðið gjaldþrota við að bjarga þarlendum bönkum. Írar hafi varið 65 milljörðum evra (rúmlega 7.700 milljörðum króna) af skattfé til þess að koma í veg fyrir að bankar færu í þrot. Stór hluti þess fjármagns hafi endað í vösum kröfuhafa bankanna.
Lucey segir að þetta hafi írsk stjórnvöld ákveðið að gera í kjölfar þess að þáverandi forseti bankastjórnar Evrópska seðlabankans, Jean-Claude Trichet, hafi hringt í Noonan og varað hann við því að ef erlendir kröfuhafar fengju ekki sitt myndi sprengja springa og að það yrði ekki á vettvangi Evrópusambandsins heldur á Írlandi. (Mbl.is)
Hræðslan og ofurtrúin á Evrópusambandið varð hér Írum til hins mesta skaða sem þeir hafa beðið á þessari öld. Ekki varð þeim hollt af ráðum Trichets, ekki frekar en fulltrúi sama Seðlabanka Evrópu (ESB-seðlabankanum) hafi reynzt okkur vel, þegar hann tók þátt í því með fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB og fulltrúa ESB-dómstólsins í Lúxemborg að dæma okkur sek og greiðsluskyld í úrskurði þess "gerðardóms" sem nefndur er hér í neðanmálsgrein.*
Gleymum því ekki, að það var "hrunstjórnin" sem bjargaði hag Íslands.* Þær fáu vikur vikur, sem fengust til þess eftir bankakreppuna haustið 2008 og allt þar til Jóhönnustjórn tók við eftir "búsáhaldabyltingu" og uppgjöf Samfylkingar snemma árs 2009, dugðu okkur til þess, að mörkuð hafði verið sú farsæla stefna, sem hélt okkur á réttu róli og bjargaði okkur frá gríðarlegri ríkisábyrgð sem hefði trúlega leitt Ísland í gjaldþrot.
Höldum því til haga að engin sprengja sprakk í Reykjavík þegar stjórnvöld þar létu erlenda kröfuhafa taka skellinn. Það sem meira er, þá er Írland ekki Ísland, þar sem Ísland hélt í peningalegt fullveldi sitt. Gengislækkun um helming gerði landið alþjóðlega samkeppnishæft. Írland lagði sitt peningalega fullveldi inn í evrusvæðið.
Gengi evrunnar hafi hækkað gagnvart helstu viðskiptamyntum Írlands í kjölfar efnahagskrísunnar, einkum breska pundinu. Það hafi aukið á verðbólgu og aukið enn á efnahagserfiðleika Íra. Þrátt fyrir fámenni hafi Íslendingar undirstrikað sjálfstæði sitt með því að halda í eigin gjaldmiðil og staðið vörð um hagsmuni sína. (Úr frásögn Mbl.is af greininni, lbr.jvj)
Kaþólikkar leggja á hinn bóginn áherslu á eina stóra kirkju, segir Lucey. Þetta hafi áhrif á stjórnmálamenninguna þar sem fremur sé lögð áhersla á stórar stofnanir sem bjóði upp á heildarlausnir, eins og til að mynda Evrópusambandið, en að nálgast málin með sjálfstæðum hætti líkt og Íslendingar hafi gert. (Mbl.is)
- Við þvöðrum um sjálfstæði en undir niðri viljum við frekar sökkva okkur í faðm stórrar alþjóðastofnunar, sama hversu flekkóttur ferill hennar kann að vera. Frelsunin, sem við í raun þráum, er frelsið til þess að þurfa ekki að hugsa sjálfstætt.
- Þannig lýkur grein írska fræðimannsins Cormacs Lucey. (Mbl.is)
Sjálfstæðið lykillinn að árangri Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fullveldi og sjálfstæði Íslands, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.