Írland og Ísland: Fengum að heyra það: Við fórum leiðina réttu, einmitt ekki írsku hrakfalla­leiðina!

Í grein írsks háskólakennara í fjármálum, C. Lucey, í Sunday Times tel­ur hann sjálf­stæði Ís­lands hafa skipt hér sköp­um. Írland varð nær gjaldþrota við að bjarga bönkunum vegna auð­sveipni við Evrópusambandið, en hér sé hag­vöxt­ur góður og með því mesta sem gerist í Evr­ópu, ferðaþjón­ust­an blómstri, einka­neyzla fari vax­andi, at­vinnu­leys­i minnkandi og vax­andi kaup­mátt­ur. "Fjár­magns­höft­in hafi að mestu verið af­num­in í síðustu viku sem viðbúið væri að leiddi til frek­ari er­lendr­ar fjár­fest­ing­ar á Íslandi." (Mbl.is)
 
Í greininni, sem birtist í hinu víðlesna brezka blaði ;sl. sunnu­dag 19. marz, fjall­ar Cormac Lucey, sem er lektor í fjár­mál­um við Trinity Col­l­e­ge og Uni­versity Col­l­e­ge, Dublin, um þróun efna­hags­mála á Íslandi og gerir sam­an­b­urð við heima­land sitt Írland.
 

Hvernig þetta gerðist á Írlandi: Fylgdi skip­un­um frá Evr­ópska seðlabank­an­um og varð nær gjaldþrota!

Lucey hef­ur grein­ina á því að rifja upp að þegar alþjóðlega fjár­málakrís­an hafi staðið sem hæst hafi Michael Noon­an, fjár­málaráðherra Írlands, lagt áherslu á það að Írland væri ekki Ísland. Með þeim orðum hafi hann viljað taka af all­an vafa um að Írar myndu ekki að fara sömu leið og Íslend­ing­ar þegar kæmi að því að tak­ast á við krís­una. (Mbl.is, leturbr.jvj)

Og það var það sem kom þeim sjálfum mest i koll!

Íslend­ing­ar hafi ekki bjargað ís­lensk­um bönk­um frá gjaldþroti á meðan Írland hafi nærri því orðið gjaldþrota við að bjarga þarlend­um bönk­um. Írar hafi varið 65 millj­örðum evra (rúm­lega 7.700 millj­örðum króna) af skatt­fé til þess að koma í veg fyr­ir að bank­ar færu í þrot. Stór hluti þess fjár­magns hafi endað í vös­um kröfu­hafa bank­anna.

Lucey seg­ir að þetta hafi írsk stjórn­völd ákveðið að gera í kjöl­far þess að þáver­andi for­seti banka­stjórn­ar Evr­ópska seðlabank­ans, Jean-Clau­de Trichet, hafi hringt í Noon­an og varað hann við því að ef er­lend­ir kröfu­haf­ar fengju ekki sitt myndi „sprengja springa“ og að það yrði ekki á vett­vangi Evr­ópu­sam­bands­ins held­ur á Írlandi. (Mbl.is)

Hræðslan og ofurtrúin á Evrópusambandið varð hér Írum til hins mesta skaða sem þeir hafa beðið á þessari öld. Ekki varð þeim hollt af ráðum Trichets, ekki frekar en fulltrúi sama Seðla­banka Evrópu (ESB-seðlabankanum) hafi reynzt okkur vel, þegar hann tók þátt í því með fulltrúa fram­kvæmda­stjórnar ESB og fulltrúa ESB-dómstólsins í Lúxemborg að dæma okkur sek og greiðslu­skyld í úrskurði þess "gerðar­dóms" sem nefndur er hér í neðanmálsgrein.*

Gleymum því ekki, að það var "hrunstjórnin" sem bjargaði hag Íslands.* Þær fáu vikur vikur, sem fengust til þess eftir bankakreppuna haustið 2008 og allt þar til Jóhönnu­stjórn tók við eftir "búsáhalda­byltingu" og uppgjöf Samfylk­ingar snemma árs 2009, dugðu okkur til þess, að mörkuð hafði verið sú farsæla stefna, sem hélt okkur á réttu róli og bjargaði okkur frá gríðarlegri ríkisábyrgð sem hefði trúlega leitt Ísland í gjaldþrot.

„Höld­um því til haga að eng­in sprengja sprakk í Reykja­vík þegar stjórn­völd þar létu er­lenda kröfu­hafa taka skell­inn. Það sem meira er, þá er Írland ekki Ísland, þar sem Ísland hélt í pen­inga­legt full­veldi sitt. Geng­is­lækk­un um helm­ing gerði landið alþjóðlega sam­keppn­is­hæft. Írland lagði sitt pen­inga­lega full­veldi inn í evru­svæðið.

Gengi evr­unn­ar hafi hækkað gagn­vart helstu viðskipta­mynt­um Írlands í kjöl­far efna­hagskrís­unn­ar, einkum breska pund­inu. Það hafi aukið á verðbólgu og aukið enn á efna­hagserfiðleika Íra. Þrátt fyr­ir fá­menni hafi Íslend­ing­ar und­ir­strikað sjálf­stæði sitt með því að halda í eig­in gjald­miðil og staðið vörð um hags­muni sína. (Úr frásögn Mbl.is af greininni, lbr.jvj)

Og takið sérstaklega eftir þessu:
 
Til sam­an­b­urðar hafi Írar fórnað sjálf­stæði sínu með þátt­töku í gjald­miðli sem sner­ist um evr­ópska meg­in­lands­hags­muni og auðmjúk­ir fylgt fyr­ir­skip­un­um frá Evr­ópska seðlabank­an­um (skv. Lucey; Mbl.is).
 
Þar á eftir fer fjármálalektorinn Lucey síðan út í að kanna huganlegar ástæður fyrir þessari greinilega ófarsælu ákvörðun stjórnvalda á Írlandi:
 
Lucey tel­ur tvennt hafa þarna haft mik­il áhrif. Fyr­ir það fyrsta sú staðreynd að Írland hafi lengi lotið bresk­um yf­ir­ráðum áður en það varð sjálf­stætt.
 
Lucey seg­ir sam­skipta­sögu Íra við Bret­land hafa all­ar göt­ur síðan haft gríðarleg áhrif á póli­tísk­an hugs­un­ar­hátt á Írlandi. Þegar Bret­ar hafi ráðið Írlandi hafi stjórn­mál­in snú­ist um að draga úr áhrif­um þeirra og eft­ir að sjálf­stæðið hafi verið í höfn að sjá til þess að landið væri sem minnst háð Bretlandi í efna­hags­legu til­liti.
 
Og þá gerist þetta:
 
„Þessi árátta hef­ur leitt okk­ur dýpra og dýpra í fang Evr­ópu­sam­bands­ins, jafn­vel svo djúpt að bjarga kröfu­höf­um banka,“ seg­ir hann.
 
Og svo er það hin undirliggjandi skýr­ing­in. Hana telur Lucey "að mestu leyti kaþólskt hug­ar­far Íra". Mót­mæl­end­ur hafi frem­ur litið á Bibl­í­una en eina ákveðna kirkju sem æðsta trú­ar­lega valdið, og hefði það leitt af sér ein­stak­lings­miðaða stjórn­mála­menn­ingu.

„Kaþól­ikk­ar leggja á hinn bóg­inn áherslu á eina stóra kirkju,“ seg­ir Lucey. Þetta hafi áhrif á stjórn­mála­menn­ing­una þar sem frem­ur sé lögð áhersla á stór­ar stofn­an­ir sem bjóði upp á heild­ar­lausn­ir, eins og til að mynda Evr­ópu­sam­bandið, en að nálg­ast mál­in með sjálf­stæðum hætti líkt og Íslend­ing­ar hafi gert. (Mbl.is)

 Já, þessi írski háskólamaður tel­ur að sjálf­stæði Íslands hafi skipt sköp­um fyrir okkar farsælu leið og aðgreint okkur frá ógæfu lítt sjálfstæðra Íra: 
  • „Við þvöðrum um sjálf­stæði en und­ir niðri vilj­um við frek­ar sökkva okk­ur í faðm stórr­ar alþjóðastofn­un­ar, sama hversu flekk­ótt­ur fer­ill henn­ar kann að vera. Frels­un­in, sem við í raun þráum, er frelsið til þess að þurfa ekki að hugsa sjálf­stætt.“
  • Þannig lýk­ur grein írska fræðimanns­ins Cormacs Lucey. (Mbl.is)
Og sannarlega er löngu kominn tími til að Íslendingar almennt geri sér fulla grein fyrir því, hve rétt stefna var mörkuð hér strax á fyrstu vikum eftir bankahrunið, og átti sig á gæfu okkar í þessu tilliti. Stöndum áfram með sjálfstæði Íslands, það hefur svo sannarlega reynzt okkur affarasælt hingað til og engin ástæða til að hvika af þeim grunni.
 
* Reyndar bjargaði fjármálaráðherrann Árni Mathiesen því líka líka strax í nóv. 2008, að Ísland var ekki sett undir gerðardóm Evrópusambandsins um Icesave-málið sérstaklega. Hann neitaði við umhugsun að skipa mann í þann gerðardóm, og þar með vorum við óbundin þeim lagalega ranga úrskurði þess gerðardóms, að íslenzka ríkið væri greiðsluskylt vegna Icesave-reikninga einkafyrirtækisins Landsbankans! Við getum bara rétt ímyndað okkur, hvað ESB-málpípan Benedikt Jóhannesson hefði gert í sporum Árna Mathiesen!
 
Jón Valur Jensson.
 
Evrópski seðlabankinn.
Evr­ópski seðlabank­inn (AFP-mynd). --- En ekki er allt gull sem glóir, sjá greinina!

mbl.is Sjálfstæðið lykillinn að árangri Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband