Vonandi veit það ekki á illt á nýju ári, að Bjarni, studdur ESB-flokkum, er mætt­ur á Bessastaði

Ótvíræðir ESB-hvolpar eru flokk­arn­ir "Viðreisn" og "Björt framtíð". Aðeins á eftir að koma í ljós, hvort Bjarni Bene­dikts­son reynist hafa bein í nefinu til að banda frá sér, í krafti lands­fundar­samþykkta, öllu land­sölu­gelti þessara tveggja sorg­legu flokka. En kominn er hann nú með stjórnar­mynd­unar­umboðið frá forseta Íslands.

Það er svolítil bót í máli, að hin óþjóðholla "Viðreisn" hrapar í fylgi í nýbirtum Þjóðarpúlsi Gallup, fær þar aðeins 7,4%, en Sjálfstæðisflokkurinn 29%. Ef eitthvað verður af stjórnarmyndun þessara þriggja flokka, þá er þess fyrst að geta, að hún nyti aðeins eins þingmanns meirihluta, en í 2. lagi hafa þessir flokkar einungis 45,1% fylgi.

Fullveldisvaktin og Samtök um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland þakka lesendum sínum samfylgdina það sem af er þessu ári og óska þjóðinni allri velfarnaðar á nýju ári.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Bjarni kominn aftur með umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ÞVÍ MIÐUR ERU MARGIR HRÆDDIR UM - ÁSAMT UNDIRRITAÐRI- AÐ HAGSMUNIR- STEFNUR OG ANNAÐ MUNI FJÚKA SVO VÖLDIN HALDIST - HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAR ! GUÐ HJÁLPI SJÁLFSTÆÐI ÍSLENDINGA !!!

Erla Magna Alexandersdóttir, 30.12.2016 kl. 19:54

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Bjarni er ekki einráður,huggunarorð handa sjálfri mér.

Helga Kristjánsdóttir, 31.12.2016 kl. 03:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband