Fullveldis-andstæður flokkur, "Björt framtíð", þjónar evrópsku stórveldi

Þing­menn Bjartr­ar framtíðar afhjúpa sig nú með enn frekari hætti sem þægar eða fjar­stýrð­ar jarð­ýtur í þágu inn­limunar í Evr­ópu­sam­band­ið. Áhugi þeirra á þjóðar­atkvæði um að "frek­ari skref verði tek­in í átt að inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið" birtist á ný í formi frum­varps "til breyt­inga á lög­um um fram­kvæmd þjóðar­at­kvæðagreiðsla, þess efn­is að heim­ilt verði að víkja frá ákvæðum lag­anna um þriggja mánaða lág­marks­frest áður en þjóðar­at­kvæði fer fram, ef mögu­legt er að það fari fram sam­hliða al­menn­um kosn­ing­um inn­an þess tíma." Fyrsti flutn­ings­maður er Páll Val­ur Björns­son, þingmaður flokks­ins.

Í frum­varpinu er látið sem "aug­ljós þjóðhags­leg rök" mæli með því, "enda hleyp­ur kostnaður sam­fé­lags­ins af sjálf­stæðri þjóðar­at­kvæðagreiðslu á hundr­uðum millj­óna króna sem með þess­um hætti mætti spara."

Þetta sama "sparn­aðar-sjónarmið" heyrðist í öðru ekki síður þungvægu meginmáli: þegar Jóhönnu­stjórn vildi sniðganga samhljóða úrskurð fullskipaðs Hæstaréttar um að kosningin til stjórnlaga­þings hefði reynzt stórgölluð og ógild. Þá vildu forystu­menn vinstri flokkanna ekki hlíta lögum (um stjórnlagaþing og kosningar) með því að endurtaka kosningu til stjórnlagaþings, létu sem þeir þyrftu að spara peninga fyrir þjóðina með því að sleppa kosningunni, ákváðu í staðinn að fara fram hjá lögum og úrskurði Hæstarréttar með því að bjóða 25 manns, sem höfðu verið sviptir kjörbréfum sínum og höfðu ekkert umboð kjósenda, að "stjórnlagaráðsmönnum" -- og létu gott heita, að einungis 30 þingmenn stóðu að þeirri ólöglegu þingsályktunartillögu sem mælti fyrir um skipan stjórnlagaráðs!

Frumvarpsmennirnir sex í þessu nýja máli treysta því augljóslega ekki, að landslýðurinn hafi mikinn áhuga á þessar þjóðaratkvæðagreiðslu þeirra, ekki nægan til að fá marga á kjörstað, sbr. fámennið, 48,9%, sem greiddi atkvæði um "nýja stjórnarskrá stjórnlagaráðs"; en hér yrði þó um enn fásóttari atkvæðagreiðslu að ræða. Þess vegna telja þessir frumvarpsmenn,* þörf á því að finna sér gulrót til að trekkja fólk á kjörstað og að einfaldast sé (af því að þeir eigi líka í sinni ESB-þörf rétt á því að fara fram hjá reglum) að halda kosninguna bara samhliða alþingiskosningum, sem sé miklu fyrr en þeirra eigin fyrri frumvarpsákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur hefðu heimilað! Þess vegna segja þau í hræsnisfullu lýðskrumi sínu: "Jafn­framt liggja lýðræðis­leg rök að baki fyr­ir­komu­lag­inu þar sem lík­urn­ar á góðri kjör­sókn í þjóðar­at­kvæðagreiðslu aukast fari hún fram sam­hliða al­menn­um kosn­ing­um." Og svo bæta þau við, að ekki þurfi að hafa áhyggj­ur af því að þing­menn mis­noti sér slíkt ákvæði -- einmitt þegar þau gefa sjálf dæmi um slíka misnotkun!

Án efa verður þetta frumvarp litið hýru auga af útsendurum Evrópu­sam­bands­ins hér á landi, sem hugsanlega hafa líka verið ráðgjafar frumvarpsaðila. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er ESB-maðurinn Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, meðlimur öfugmælasamtakanna "Já Ísland!". Allir hinir fimm flutningsmennirnir eru úr "Bjartri framtíð" og spurning hvort sá visnandi flokkur er að búast við fjárstyrk frá Evrópusambandinu fyrir þessar hugsanlega síðustu alþingiskosningar sem þeir eiga völ á. Vitað er, að mörg félög og samtök víla ekki fyrir sér að þiggja háar fjárupphæðir, sem Brusselmenn hafa fiskað upp úr vösum skattgreiðenda í Evrópu.

* En meðal hinna flutningsmannanna í sex manna flokknum er t.d. Bryn­hild­ur Pét­urs­dótt­ir í nefndum öfugmælasamtökum, "Já Ísland!", einnig Guðmund­ur Stein­gríms­son (sem er að hverfa af þingi) og Ótt­arr Proppé. Einungis tveir af þessum BF-þingmönnum, Björt Ólafs­dótt­ir og Ró­bert Mars­hall, eru ekki meðlimir öfugmælasamtakanna.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Víkja megi frá lágmarksfresti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband