Geðþekkur maður er ekki endilega tilvalinn alþingismaður

Pawel Bartoszek, lengi "hlynnt­ur inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið", gengur nú í Viðreisn, um leið og hann segir sig úr Sjálf­stæðis­flokki. Hann var einn margra ESB-manna sem kyngdu þeirri ósvinnu að taka sæti í ólög­legu "stjórn­laga­ráði", eftir að kosning 25 manna til stjórn­laga­þings var ógilt að fullu og öllu af Hæsta­rétti og kjörbréf þeirra aftur­kölluð af yfir­kjörstjórn. Hann var þar með reiðubúinn að láta tilganginn helga meðalið til að fá að freista þess að ráða einhverju um þá stjórnar­skrá Íslands, sem hann vanvirti í raun með því að óvirða úrskurð fullskipaðs Hæstaréttar.

Pawel sýndi eftir á, að hann var ekki sammála 24 félögum sínum í ólögmæta ráðinu um allt, og manninum er ekki alls varnað um ýmsar forréttinda­skoðanir sínar, sem hann hefur fengið mikið rými til að kynna í greinum og bakþönkum í Fréttablaðinu.

En kjörinn er hann ekki fremur en aðrir frambjóðendur "Viðreisnar" til að vinna af heilindum að því að efla Ísland og styrkja rétt þess í samfélagi þjóðanna. Allir þjónar Evrópu­sambandsins, í orði eða borði, eru í sjálfum sér af þeirri ástæðu einni vanhæfir til setu á þjóðþingi Íslendinga, rétt eins og Pawel var vanhæfur til að véla um stjórnarskrá Íslands fyrir nokkrum misserum.

Enginn, sem vill gera Alþingi að undirþingi Evrópu­sambandsins og gefa því síðastnefnda æðstu völd hér í laga- og dómsmálum, þar sem í milli ber um landslög og laga­gerninga póten­tátanna í Brussel, getur talizt hæfur til fundar­setu á því löggjafar­þingi, sem svo lengi mótaðist af anda frelsishetjunnar Jóns Sigurðssonar.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Pawel gengur til liðs við Viðreisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

ESB-maður býður sig fram í kosningum til Alþingis Íslendinga!!!

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 23.8.2016 kl. 14:03

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er skrítnasta mál með þessa ESB sinna hvað sem þeir heita en ég er löngu farin að halda að þetta fólk sé á spena Brussel manna. Það er vel þekkt að mönnum er borgað í ýmsu fyrir fylgni í ýmsum málum. Við vitum öll að viss miklir fjármunir hjá ESB fara í áróður og ekkert auðveldara en að senda rannsóknarstyrki til manna sem agentera fyrir þá. 

Valdimar Samúelsson, 23.8.2016 kl. 20:00

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Af hverju var skipun stjórnlagaráðs ekki kærð og dæmd ógild ef það var svona "ólöglegt"?

Svar: Vegna þess, að ef svo hefði verið, hefðu allar stjórnarskrárnefndir fortíðarinnar og líka núverandi stjórnarskrárnefnd verið ólöglegar líka.

Greinilega er tönnlast á því í síbylju að stjórnlagaráð hafi verið ólöglegt til þess að fólk fari að lokum að trúa því.

Dylgjur og aðdróttanir hér að ofan í garð Pawels Bartoszeks eru lágkúrulegar og ósæmilegar í senn.  

Ómar Ragnarsson, 24.8.2016 kl. 04:54

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér fyrir innleggið, Valdimar. Það er staðreynd, að styrkir Evrópusambandsins til félaga, stofnana, fyrirtækja og verkefna, þ.m.t. til einstaklinga, eru margfalæt meiri en almenningur hefur hugmynd um. 

Ég er hér með 44 blaðsíðna lista í A4-stærð með skrá yfir styrki Evrópusambandsins á árabilinu 2007-2014, með yfirskriftinni: "Allir flokkar fyrir utan menntun. Heildarúthlutun: 68.809.372.oo €." (Leturbr. JVJ.)

Þarna eru um 11-14 styrkþegar á hverri blaðsíðu að meðaltali. Alls gætu þetta þá verið a.m.k. 530 styrkir. Eins og einn yfirlesari listans á undan mér gefur þar til kynna í skrifuðum athss. virðist sitthvað um að einstaklingar séu þar "í feluleik" undir nöfnum ýmissa verkefna og félagaheita.

Evran hefur nú fallið duglega gagnvart krónunni, var ekki fyrir löngu komin í um 168 krónur, er nú jafngildi tæplega 132 króna.

68.809.372 evrur jafngilda á sölugengi dagsins í dag 9.094.534.697 krónum, þ.e. tæplega 9,1 milljarði króna eða 1.136.816.837 krónum (rúml. 1,1 milljarði) á hverju ári að meðaltali á átta árum.

Jón Valur Jensson, 24.8.2016 kl. 12:49

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ómar Ragnarsson, í þetta skipti spyrðu hér eins og álfur út úr hól. Þú hefur nefnilega áður spurt mig þessarar fyrstu spurningar þinnar og átt að vita og muna svarið. Þessi gjörningur 30 þingmanna, þvert gegn þágildandi lögum um stjórnlagaþing (nr. 90/2010) og kosningalögum var kærður til Hæstaréttar af mér undirrituðum, Skafta Harðarsyni og Jóni Pétri Líndal.

Dæmi þín af fyrri stjórnarskrárnefndum hnekkja þessu á engan hátt, enda voru þá engin lög í gildi um stjórnlagaþing.

Rök máls eru öll með því, að stjórnlagaráð hafi verið ólöglega skipað, og hef ég oft farið í gegnum þau rök, sem þú sjálfur átt líka að vera vel kunnugur.

En vitaskuld áttir þú hér eiginhagsmuna að gæta; þessir 30 alþingismenn dirfðust jafnvel að tvöfalda setutíma og laun "stjórnlagaráðsmanna", þegar verið var að freista þeirra til að samþykkja að taka þátt í þessari atlögu að lýðveldis-stjórnarskránni og að fullveldi Íslands, þ.e.a.s. tvöföldun miðað við þann setutíma og þingfararkaupið sem stjórnlagaþingsmenn áttu að fá skv. lögunum nr. 90/2010.*

* Sbr. grein mína: Var athæfi stjórnarliða við skipan stjórnlagaráðs verjanlegt? (grein birt á vefsíðu DV 9. okt. 2012, fekkst birt þannig eftir langa mæðu, því að ritskoðunarviðleitni ritstjórnar blaðsins kom í veg fyrir birtingu greinarinnar í blaðinu sjálfu).

Jón Valur Jensson, 24.8.2016 kl. 13:35

6 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Svo kannast ég alls ekki við, að ég hafi verið með neinar "dylgjur og aðdróttanir hér að ofan í garð Pawels Bartoszek," ég tala þar ekki á neinn hátt illa um hann persónulega. Hitt er vitað, að hann er eindreginn ESB-innlimunarsinni, og það þykir mér ekki við hæfi af frambjóðendum til Alþingis.

Jón Valur Jensson.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 24.8.2016 kl. 13:44

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ólíkt Jóni Baldvin* vilja Pawel Bartoszek og Þorsteinn Víglundsson ganga inn í "brennandi hús" Evrópusambandsins!

Jón Baldvin Hannibalsson afhuga Evrópu­samband­inu: "Það þýðir ekkert að tala um að ganga inn í brenn­andi hús!"

Jón Valur Jensson, 24.8.2016 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband