Forsendulausar haustkosningar

Eftir Jón Steinar Ragnars­son  

Nú hefur verið boðað af fjár­mála­ráð­herra (í hvers um­boði er óljóst) að kosn­ingar fari fram 29. októ­ber að því gefnu að ekki verði upp­lausn á þing­inu. Þetta er furðu­leg yfir­lýsing og ekki í neinu sam­ræmi við þær for­sendur sem stjórn­ar­skrá mælir um.

Ekkert vantraust á stjórn­ina hefur verið samþykkt og engar forsendur um það að stjórnar­samstarfið sé komið í hnút. Forsætis­ráðherra hefur ekki gefið neina yfir­lýsingu enn og engar viðræður bornar undir forseta lýðveldisins.

Það er áhyggjuefni að hægt sé að gera slíkt af álíka léttúð, eins og það sé duttlungum háð að rjúfa þing og boða til kosninga.

Bjarni segir að fyrirvari sé á þessu ef ágrein­ingur og upp­lausn verði er setji vinnu­frið þingsins í uppnám. Það sem raun er að gerast er að Bjarni er að fara á svig við stjórnar­skrárbundið ferli undir hótunum frá málefna­lausri stjórnar­andstöðu um að eyði­leggja þingstörf ef hún fær ekki sínu fram um kosningar og þingrof. Það er ásteytingarsteinninn. 

Stjórnlausar frekjur eins og Svandís Svavarsdóttir virðast nú hafa fengið forsetavald eða einræðisvald með hótunum um skemmdarverk, upplausn og stjórnarkreppu. Ég spyr: Er ekki allt í lagi? Er ég mitt í episódu af Twilight Zone?

Hverjar eru forsendur stjórnar­slita? Hvar er van­traustið? Hvað ætlar nýkjörinn forseti að gera? Mun hann bera málið undir lögfróða og akta samkvæmt því eða ætlar hann að taka afstöðu út frá hlut­drægu mati, þar sem hann er sjálfur í herbúðum þeirra er stutt hafa upplausnina. Maður sem hlaut upphefð sína með því að stýra hlutdrægu fréttamati í Panama­málinu sem helsti álitsgjafi RUV í málinu, án nokkurrar sér­mennt­unar og þekk­ingar á því sem fram fór.

Hvenær var það annars í hlutverki fjármála­ráðherra minni­hlutans að lýsa yfir þingslitum? 

Þetta er fullkomlega galið.

Jón Steinar Ragnarsson


mbl.is Fundað í Stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Sammála Jóni Steinari.  Stjórnarskráin á að vera fast bakland og verja þjóðina, líka minnihlutann, gegn skæðum stjórnmálamönnum.  Nú á bara að lítilsvirða stjórnarskrána og ekkert að fara eftir henni.  Mætti halda að Jóhanna væri aftur komin við völd.

Svo var það rangt frá Birgittu að ríkisstjórnin hafi lofað almenningi kosningum í haust.  Hvaða almenningi og var almenningur nokkuð að fara fram á það?  Hafa þau nokkra lagalega heimild til að fara í kosningar fyrr en 22. apríl? 

Elle_, 12.8.2016 kl. 19:58

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek undir mál Elle, en samkvæmt minni málvitund þá æti ég að segja Ellear.  Hvort sem þetta er rangt hjá mér vitlaust eða rétt, þá biðst ég velvirðingar á klaufaskapnum. 

Varðandi málið, þá er frá því að segja að við kusum og tveir flokkar fundu samstarfsgrund völl sem nú sýnist allur vera að gliðna vegna hvatningar frá minni hlutanum og forsætisráðherra sem hentugast væri að draga herfi austur í flóa er ekki líklegur til afreka annastaðar.

Formaður sjálfstæðisflokksins   er góður fjármálaráðherra en vonlaus foringi. 

Hvað er í boði annað en Jógríma aftur með sína endalausu axarskafta smíð.   

Flokkum sem gefinn var góður meirihluti í kosningum og nenna ekki að klára dæmið, þar er fátt um dug og ærleg heit að ræða.

Kannski væri bar a snjallast til að komast fram hjá þessum andskotans roluskap, að auglýsa bara eftir framkvæmdastjóra fyrir þrjúhundruð þúsund manna fyrirtæki, góð laun í boð, árangurs tengd.

Hrólfur Þ Hraundal, 12.8.2016 kl. 23:15

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mér verdur á ad hugsa sem svo dugar okkur ad hóta rolunum í ríkisstjórn,wins óskemmtilegt tad er ad sjá tá lyppast nidur vid hvert einasta haves frá vinnuflégum sínum. En their skulu vita til hvers vid kusum tá og einhvernvegin verdure vid ad koma tví til skila. Af sakis stafsetningu er ad pikka á IPad.mb.kv.

Helga Kristjánsdóttir, 13.8.2016 kl. 05:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband