11.8.2016 | 13:28
Þorvaldur Gylfason fer offörum í rangfærslum
Þvílíkt rugl í Fréttablaðinu í dag, hann lætur sem "nýja stjórnarskráin" sé LÖG í landinu! "Stjórnlagaráð" hafði sem slíkt EKKERT löglegt umboð frá landsmönnum, aldrei var kosið til þess í almennum kosningum, heldur var kosið til stjórnlagaÞINGS, en kosningin sú með ýmsum ágöllum og ógilt af sjálfum Hæstarétti Íslands fullskipuðum og kjörbréfin tekin af þeim "kjörnu"; átti þá að endurtaka kosninguna skv. lögum, en Jóhanna og Steingrímur svikust um það og völdu í staðinn að fara að hvatningu róttæks búsáhaldamótmælanda, Illuga Jökulssonar, að sniðganga úrskurð Hæstaréttar, og það gerðu þau og þeirra lið, en þó ekki nema 29 alþingismenn alls!! Frá þeim einum hafði þetta meinta stjórnlagaráð umboð sitt, þó ólöglegt, því að við skipan "ráðsmannanna" var þess ekki gætt, að í gildi voru lög um stjórnlagaþing, og samkvæmt þeim og almennum kosningalögum ÁTTI að endurtaka kosninguna til stjórnlagaþings!
Þorvaldur Gylfason og félagar, þ. á m. að minnsta kosti 10-11 ESB-innlimunarsinnar, tóku svo þátt í þessu, samþykktu (með einni undantekningu) hina ólögmætu skipan sína af hálfu hinna 29 alþingismanna! (þáttur í plottinu var að "stjórnlagaráðsmönnum" var lofuð tvöföldun setutíma síns og þar með tvöföldun launa!).
Aldrei stóð til, að öll stjórnarskráin yrði stokkuð upp, en glaðhlakkalegir lögðust Þorvaldur og félagar í þá óumbeðnu vinnu, eins og til að tryggja að sem minnst ráðrúm yrði til að kjósendur gætu í reynd haft áhrif á einstakar greinar.
Í lögum um stjórnlagaþing höfðu verið talin upp 8 (átta) atriði sem stjórnvöld (ríkisstjórn og Alþingi) vildu ræða og breyta. þ.á m. ákvæði um framsal ríkisvalds, en ekki þorði þó Jóhönnustjórn að leggja hina billegu lýðveldissvíkjandi 111. tillögugrein (og 67. gr.) stjórnlagaráðs um framsal ríkisvalds (í reynd í þágu Evrópusambandsins!) undir dóm kjósenda, það kom bara ekki til greina! Því réð ekki sízt Samfylkingarkonan Valgerður Bjarnadóttir, formaður eftirlits- og stjórnskipunarnefndar.
Ekkert fór "stjórnlagaráð" eftir ítrekaðri hvatningu Þjóðfundarins 6. nóv. 2010 um mikilvægi fullveldisréttinda lýðveldisins!
Jón Valur Jensson.
Meginflokkur: Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Aukaflokkar: Evrópumál, Löggæsla, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:14 | Facebook
Athugasemdir
Sjá ennfremur góða, nýja grein á Moggabloggi Ívars Pálssonar viðskiptafræðings: Aðför að stjórnarskrá og lýðræðinu, og umfram allt hin afar upplýsandi, bráðsnjöllu innlegg Jóns Steinars Ragnarssonar þar.
Sbr. einnig grein á þessu vefsetri 26. febr. sl. (eftir Steindór Sigursteinsson, sem byggir mikið á upplýsingum frá Jóni Steinari): Aðildarumsóknin að ESB og stjórnarskrármálið eru sama málið.
jvj.
Samtök um rannsóknir á ESB ..., 11.8.2016 kl. 14:11
Nú hefur verið boðað af fjámálaráðherra (í hvers umboði er óljóst) að kosningar fari fram 29. Október að því gefnu að ekki verði upplausn á þinginu. Þetta er furðuleg yfirlýsing og ekki í neinu samræmi við þær forsendur sem stjórnarskrá mælir um.
Ekkert vantraust á stjörnina hefur verið samþykkt og engar forsendur um það að stjórnarsamstarfið sé komið í hnút. Forsætisráðherra hefur ekki gefið neina yfirlýsingu enn og engar viðræður bornar undir forseta lýðveldisins.
Það er áhyggjuefni að hægt sé að gera slíkt af álíka léttúð, eins og það sé duttlungum háð að rjúfa þing og boða til kosninga.
Bjarni segir að fyrirvari sé á þessu ef ágreiningur og upplausn verði er setji vinnufrið þingsins í uppnám. Það sem raun er að gerast er að Bjarni er að fara á svig við stjórnarskrárbundið ferli undir hótunum frá málefnalausri stjórnarandstöðu um að eyðileggja þingstörf ef hún fær ekki sínu fram um kosningar og þingrof. Það er ásteytingarsteinninn.
Stjórnlausar frekjur eins og Svandís Svavarsdóttir virðast nú hafa fengið forsetavald eða einræðisvald með hótunum um skemmdarverk upplausn og stjörnarkreppu. Ég spyr: Er ekki allt í lagi? Er ég mitt í episódu af Twilight Zone?
Hverjar eru forsendur stjórnarslita? Hvar er vantraustið? Hvað ætlar nýkjörinn forseti að gera? Mun hann bera málið undir lögfróða og akta samkvæmt því eða ætlar hann að taka afstöðu út frá hlutrægu mati, þar sem hann er sjálfur í herbúðum þeirra er stutt hafa upplausnina. Maður sem hlaut upphefð sína með því að stýra hlutrægu fráttamati í Panamamálinu sem helsti álitsgjafi RUV í málinu, án nokkurrar sérmenntunnar og þekkingar á því sem fram fór.
Hvenær var það annars í hlutverki fjármálaráðherra minnihlutans að lýsa yfir þingslitum?
Þetta er fullkomlega galið.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.8.2016 kl. 19:13
Þú ert ótrúlega skarpur að greina hér alla þræði, atburði og rök máls, Jón Steinar, og hafðu heilar þakkir fyrir þitt framlag sem ég held að sé einstætt á þessu sviði og leitun að öðrum sem jafnazt gæti á við þig í kappsemi fyrir stjórnarskrá okkar og lýðveldið.
Jón Valur Jensson, 12.8.2016 kl. 02:26
Tek mér leyfi, Jón Steinar, til að endurbirta þetta sem grein hér.
JVJ.
Samtök um rannsóknir á ESB ..., 12.8.2016 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.