Borgarstjóri Lundúna vill að Bretland gangi úr Evrópusambandinu

Íhaldsmaðurinn mikilvægi Boris Johnson lýsir nú stuðningi við úrsögn Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu. Þetta er áfall fyrir Dav­id Ca­meron o.fl. frammá­menn Íhalds­flokks­ins.

  • Sagði John­son í dag að eft­ir mikla um­hugs­un myndi hann mæla með að fólki kysi um að yf­ir­gefa sam­bandið. 
  • John­son er vin­sæll stjórn­mála­maður og einn sá þekkt­asti í Bretlandi. Hef­ur ærsla­fullt fas hans, mikið ljóst hár og hnitt­in svör hafa gert hann vin­sæl­an hjá  stuðnings­mönn­um Íhalds­flokks­ins sem og Verka­manna­flokks­ins. (Mbl.is)

Takið eftir þessu (leturbr. hér):

  • John­son sagði Ca­meron hafa staðið sig mjög vel í samn­inga­viðræð­unum við leiðtoga Evr­ópu­sam­bands­ins í fund­ar­lot­unni í vik­unni sem er að líða, en að eng­inn gæti í raun sagt að þess­ar breyt­ing­ar myndu hafa [í för með sér] grund­vall­ar­breyt­ing­ar á sam­skipti ríkj­anna eins og hug­mynd­in var upp­haf­lega.

Já, hlustum á gagnrýni hans:

  • Meðal þess sem John­son gagn­rýndi var að völd Evr­ópu­dóm­stóls­ins væru „kom­in úr bönd­un­um,“ og þá sagði hann að Bret­land þyrfti að leit­ast eft­ir nýju sam­bandi við Evr­ópu­sam­bandið byggðu á viðskipt­um og auknu sam­starfi.

Þá er þetta býsna athyglisvert um framtíðarhorfurnar hjá Cameron og Johnson:

  • Stjórn­mála­skýrend­ur í Bretlandi telja að þetta út­spil John­sons, sem hef­ur bæði komið fram sem stuðnings­maður Ca­merons og stund­um verið hon­um ljár í þúfu, sýni að John­son horfi til þess að verða arftaki Ca­meron í embætti leiðtoga Íhalds­manna. Telji hann vænt­an­lega lík­legra til vin­sælda þegar til lengri tíma sé litið að styðja nú út­göngu úr sam­band­inu. (Mbl.is)

Hér verður engu spáð, nema hvað ljóst er, að yfirlýst afstaða Boris Johnson mun hafa sín áhrif á úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í sumar.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Boris mótfallinn hugmyndum Cameron
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Auðvitað vill hann það. Heilvita og skynsamur maðurinn. 

Baldur Gautur Baldursson, 21.2.2016 kl. 22:17

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann hætti reyndar sem borgarstjóri í fyrra og situr nú á þingi fyrir íhaldsflokkinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.2.2016 kl. 14:07

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sem gefur afstöðu hans talsvert meira vægi en ef hann væri óbreyttur borgarstjóri.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.2.2016 kl. 14:09

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakkir til ykkar beggja fyrir innleggin.

Jón Valur Jensson, 23.2.2016 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband